Tölvumál - 01.05.1990, Side 12

Tölvumál - 01.05.1990, Side 12
Tölvumál Maí 1990 BIOS BIOS mun vera skammstöfun á Basic Input/Output Services eða System og er það örforrit sem stjómar starfsemi ýmissa fylgitækja. Komið hefur fram sú tillaga að kalla BIOS grunnstvringu. CD-ROM Þegar Tölvuorðasafnið kom út 1986 gerðum við greinarmun á geisladiski. sem var þýðing á videodisk, og geislaplötu sem var þýðing á CD eða compact disk. Nú eru einnig á markaðnum diskar með tölvutækum gögnum sem kallast CD-ROM og em seld sérstök tæki til þess að lesa af þeim. Leggjum við til að allir þessir diskar verði kallaðir geisladiskar eða geislaplötur og verði enginn greinarmunur gerður þar á. Clockfrequency Þetta hugtak vantar í Tölvuorðasafnið. Lagt er til að notað sé orðið tiftíðni en það lýsir því hversu hraðvirkar tölvur eru. Þær geta t.d. haft tifu'ðnina 25 eða 33 Mhz. Commit, rollback Þessi hugtök koma fyrir í gagnasafnsfræðum. Þegar búið er að gera ýmsar breytingar á gagnasafni þarf að segja commit til þess að breytingamar taki gildi. Lagt er til að commit heiti á íslensku staðfesta. Stundum vill maður hætta við breytingar sem gerðar hafa verið frá því seinast var staðfest. Þá má segja rollback sem á íslensku gæti heitið ógilda. Download, upload í Tölvuorðasafninu var download þýtt með senda niður. downloadable font með sendiletur og upload með senda upp. Nýlega datt okkur í hug að e.t.v. væri heppilegra að nota sögnina flvtia í stað senda. Download yrði þá flvtia niður. upload yrði flvtia upp og aðgerðimar yrðu niðurflutningur og uppflutningur. Downloadable font gæti verið niðurflutt letur. niðurflutningsletur eða niðurflvtianlegt letur. Downloaded file yrði á sama hátt niðurflutt skrá. Sambærilegar samsetningar má búa til úr uppflutningi. Nokkmm dögum eftir að þetta var rætt á fundi orðanefndar var ég að vinna með ungum tölvumanni sem að sjálfsögðu vissi ekki af umræðum orðanefndar um þetta mál. Hann var að flytja niður skrár og notaði nákvæmlega sama orðalag og við höfðum rætt nokkrum dögum áður. Ég hef því trú á að þetta sé nothæft. Driver í Tölvuorðasafninu er driver þýtt með orðinu rekill. Fyrir utan sjálfa mig veit ég um tvo menn sem nota þetta orð. Mér er ekki ljóst hvort orðið rekill er svona lítið notað vegna þess að það sé ónothæft eða hvort engum hafí hugkvæmst að gá að því í Tölvuorðasafninu. Ég hallast þó frekar að seinni skýringunni. Ég vil því nota tækifærið og reyna að reka áróður fyrir þessu orði. Við gerðum samt tilraun fyrir nokkru til þess að finna eitthvað annað. Finnst mönnum betra að mynda gerandnafn af sögninni drífa og taka upp karlkynsorðið drifill sem beygist eins og biðill? Intelligent, dumb í Tölvuorðasafninu voru gefnar þýðingamar siálfbiarga fyrir intelligent og ósiálfbiarga fyrir dumb. Ekki hafa þær notið mikilla vinsælda. Að gefnu tilefni endurskoðuðum við þær nýlega. Þá kom fram sú tillaga að e.t.v. væri vitrænn betri þýðing á intelligent og vitsnauður væri betri þýðing á dumb. Intelligent terminal yrði þá vitræn útstöð og dumb terminal yrði vitsnauð útstöð. 12

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.