Tölvumál - 01.05.1990, Side 13

Tölvumál - 01.05.1990, Side 13
Tölvumál Maí 1990 Enhanced, enhancement Til er samsetningin enhanced keyboard og virðist liggja beint við að kalla það endurbætt hnappaborð. Enhancement yrði þá einfaldlega endurbót. Export, import í ýmsum kerfum, t.d. gagnasafnskerfum, er unnt að taka gögn inn í kerfin úr öðrum kerfum og kallast það stundum import. Það má kalla á fslensku flvtia inn og aðgerðina innflutning. Gögn má taka út úr kerfunum til þess að flytja inn í önnur kerfi, og kallast það export sem á íslensku héti flvtia út og aðgerðin útflutnineur. Hacker í Tölvuorðasafninu var orðið tölvurefur notað um hacker. Nýlega barst bréf frá Sigurði Hreiðari Hreiðarssyni, ritstjóra tímaritsins Úrvals. Hann hafði tekið sér fyrir hendur að þýða grein um tölvurefi. En þar kom einnig fyrir sögnin hack og aðgerðarheitið hacking. Sigurði fannst refsþýðingin því of takmörkuð og tók viðfangsefnið með sér í páskafrí. Eftir nokkrar vangaveltur datt honum í hug að nota orðið tölvusnapi eða einfaldlega snapi um hacker. Sögnin yrði þá snapa og aðgerðarheitið snap. Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs þýðir sögnin snapa ‘sníkja snuðra, tína saman, leita uppi’. Merkingin getur því vel átt við tölvurefinn. Við styðjum því tillögu Sigurðar og þökkum honum fyrir bréfið. Host Ég vil að gefnu tilefni benda lesendum á að til eru ýmsar góðar þýðingar á host computer. í Tölvuorðasafninu er gefin þýðingin móðurtölva. Einnig mætti hugsa sér að nota önnur orð, t.d. aðaltölva. vfirtölva og höfuðtölva. allt eftir því hvað verið er að tala um. Það er því alger óþarfi að staglast á “host’’ í tíma og ótíma. Laptop computer Laptop computer er lítil tölva sem notandi getur setið með í kjöltu sinni. Notuð hefur verið þýðingin kiöltutölva og virðist fara vel á því. Portable computer Portable computer er tölva sem er svo lítil og nett að notandi getur flutt hana með sér hvert á land scm er. Lagt er til að hún heiti ferðatölva. sbr. ferðaritvél. Wysiwyg Wysiwyg mun vera skammmstöfun á what-you-see-is-what-you-get. Samkvæmt uppkasti að ISO-staðli er það ‘hæfileiki ritils til þess að birta texta jafnóðum eins og hann verðurprentaður’. Við höfum samt á tilfinningunni að wysiwyg sé frekar notað sem lýsingarorð, t.d. um ritla. Wysiwyg editor væri því ritill sem hefði þennan hæfileika. Komið hefur fram sú tillaga að nota orðið prentvís og mætti þá tala um prentvísan ritil. Okkur þætti gott að fá viðbrögð lesenda við þessari hugmynd. Log in, log on;log out, log off í Tölvuorðasafninu var log in og log on þýtt með heilsa. verknaðurinn login eða logon með kveðia. log out og log off með kveðia og verknaðurinn logout eða logoff með kveðia. Sigurður Hreiðar gerði einnig athugasemdir við þessar þýðingar og datt okkur þá í hug hvort betra væri að tala um að skrifa sig inn. skrifa sig út og innskrifun og útskrifun. Við vörpum þessu fram til umhugsunar. 13

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.