Vísir - 28.07.1962, Blaðsíða 11

Vísir - 28.07.1962, Blaðsíða 11
Laugardagur 28. júlí 1962. 77 VISIR 211. dagur ársins. Næturlœknii ei i slysavarðstot unni. Sími 15030. Neyðarvakt Læknafélags Reykja- víkur og Sjúkrasamlags Reykjavfk- ur er kl. 13-17 alla daga frá mánu- degi til föstudags. Sími 11510 Köpavogsapótek ei opið alla virka daga daga kl d,15 —8, laugar daga frá kl 9,15 — 4. helgid frá 1-4 e.h. Slmi 23100 Næturvörður vikuna 21.-28. júlí er í Reykjavíkur Apóteki. Útvarpið Fastir liðir eins og venjulega. inni (Gestur Þorgrímsson. 14.40 Laugardagslögin. 16.30 Fjör í kringum fóninn: Úlfar Sveinbjörns son kynnir nýjustu dans- og dæg- urlögin. 17.00 Þetta vil ég heyra: Þorsteinn Sigurðsson bóndi á Vatnsleysu velur sér hljómplötur. 18.00 Söngvar I léttum tón. 20.00 „Ævintýrið í Doppu“, bókarkafli eftir Knut Hamsun, I þýðingu Jó- hannesar úr Kötlum (Höskuldur Skagfjörð. 20.30 Hljómplöturabb (Þorsteinn Hannesson. 21.10 Leik- rit: „Fimmtíu mínútna bið“ eftir Charles Charras. Þýðandi: Ingólf- ur Pálmason. Leikstjóri: Lárus Pálsson. 22.10 Danslög. 24.00 Dag- skrárlok. — Gengið — 26. júlí 1962. 1 Sterbpund 120,49 120,79 1 Bandaríkjad. 42,95 43,06 1 Kanadad. 39,76 39,87 100 Danskar kr. 621,56 623,16 100 Norskar kr. 601,73 603,27 100 Sænskar kr. 834,21 836,36 100 Finns mörk 13,37 r3,40 100 Franskir fr. 876,40 878,64 100 Belgískir fr. 86,28 86,50 | 100 Svissneskir fr. 994,67 997,22 i 100 Gyllini 1195,13 1198,19! 00 Tékkneskar kr. 596,40 598,00 ! 000 V-þýzk mörk 1077,65 1080,41 1000 Lírur 69,20 69,38 ' 100 Austurr. sch. 166,46 166,88 j 100 Pesetar 71,60 71,80: í gær afhenti sendiherra Grikk- lands Philon A. Philon forseta íslands trúnaðarbréf sitt. Var þessi mynd tekin við það til- efni. Viðstaddur athöfnina var utanríkisráðherra, sem sést i miðið. Herra Philon er fyrsti sendi- herra Grikkja á íslandi. Hann hefur aðsetur í París, og hefur verið sendiherra í Frakklandi í fimm ár. Nær tvö ár eru nú síðan hann var skipaður sendi- herra á íslandi, en hann hefur ekki haft tækifæri fyrr en nú að koma hingað. Nýi sendiherrann er fæddur í Aþenu aldamótaárið og er því 62 ára. Hann tók lögfræðipróf vjð Aþenuháskóla. Starfað hef- ur hann í utanríkisþjónustu Grikkja síðan 1924, fyrst í París og síðan á mörgum öðrum stöð- uin, svo sem í Washington sem rækðismaður og sendiráðsritari. Fyrir nokkrum árum var hann skipaður sendiherra í Svisslandi — síðan í Júgóslavíu, unz hann tók við embætti sem sendiherra í París. Tímarit TÍMARIT IÐNAÐARMANNA nr. 2, 35. árg. er komið út, og fjallar um Landssamband iðnaðar- manna 30 ára. Efni: Ávarp iðnað- armálaráðherra Bjarna Benedikts- sonar, Ávarp forseta Landssam- bands iðnaðarmanna Guðmundar Halldórssonar húsasmíðameistara, Kveðja (Grímur Bjarnason), Kveðja (Sveinn B. Valfells), Um stofnun Landssambands iðnaðarmanna, eft- ir Helga H. Eiríksson verkfræðing, Iðnlánasjóður eftir Tómas Vigfús- son form. stjórnar sjóðsins, Iðn- aðarmálastofnun Islands, eftir Björgvin Frederiksen. í stjórn IMSI frá Landssambandi iðnaðarmanna, Þróun skipulegrar iðnfræðslu á Is- landi í 70 ár, Iðnaðarbanki fslands, eftir Guðmund Helga Guðmunds- son, Skólamál iðnaðarmanna, eftir Þór Sandholt skólastjóra, Sex- manna-nefnd, eftir Torfa Ásgeirs- son hagfræðing, Iðnminjasafn eftir Sveinbjörn Jónsson forstj., form. Iðnminjasafnsnefndar. Ýmislegt Frá Bandalagi ísl. skáta. Miðvikudaginn 1. ág. kl. 17-19 mun stjórn Bandalags íslenzkra skáta taka á móti gestum I Skáta- heimilinu við Snorrabraut I Reykja vfk, í tilefni af því að á þessu ári eru liðin 50 ár frá því aðskáta- starf hófst hér á landi. Tjénið ekki ótta milljónir Fyrir nokkru var sagt frá því hér í blaðinu, að 8 milljón króna tjón hefði orðið vegna bilunarinnar í Áburðarverksmiðjunni. Blaðið hef- ur nú fengið upplýsingar um það hjá verksmiðjustjórninni, að þessi tala sé byggð á misskilningi og sé tjónið ekki nema brot af þessu. Kemur þar margt til, svo sem það að verksmiðjan gekk mestan tím- ann með hálfum afköstum. Þá hefði verksmiðjan hvort sem er ekki gengið með fullum afköstum þennan tíma vegna takmörkunar rafmagns frá orkuverunum o. fl. ilessur Hallgrímskirkja. Messa kl. 11 f. h. Sr. Jakob Jónsson. Dómkirkjan. Messa kl. 11 f.h. Sr. Jón Auðuns. Kópavogur. Messa í Kópavogs- skóla kl. 2 e.h. Sr. Gunnar Árnason. — Mér finnst að þú hefðir getað eytt á mig litfilmu, þegar ég hef haft svona mikið fyrir þvf að verða brún. Áskriftasími Visis er 1 16 60 Framundan er skátamót á Þing- völlum og skammt er til „Verzlun- armannahelgarinnar". Það verður margt um manninn á næstunni, einkum um helgar, á vinsælustu Minnist þess að þið verðið að vera komnir um borð á réttum tíma. Já herra, rétt bráðum herra. Hvert fór apinn, Komdu hing að litli vinur, okkur þykir vænt um þig. skemmtistöðunum, og von allra góðra manna, að allt fari sómasam- lega fram. Þeir eru ófáir lesendur VIsis, sem hafa látið í ljós þá skoðun, að ef opinberri hálfu verði að gera ráð- stafanir til þess í eitt skipti fyrir öll, að engum aldist uppi svall og spellverknaður á Þingvöllum hin- um fornhelga staði Það var góð byrjun, er hinir drykkjuóðu voru 'fluttir í handjárnum til bæjarins, 111 nauðsyn krafðist þeirra aðgerða. en það eru ráðstafanir til þess að koma f veg fyrir, að til slíks þurfi að koma, sem menn krefjast fram- ar öðru. Menn eru með öðrum orð ur nóg : skynsamir til að sjá, að hér þarf að „byrgja brunninn áður en barnið dettur i hann“. „Ég vona, að ekki komi til þess“ sagði merk kona við þann, sem þetta ritar, „að erlendir skátar og aðrir sem nú gista Þingvöll, verði vitni að því, að flytja verði íslenzk an æskulýð dauðadrukkinn og viti sínu fjær burt af staðnum — það væri þjóðarskömm". Gullkorn Ég er komin til þess að þeir hafi líf og hafi nægtir. Ég er góði hirðirinn, góðir hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina, leigu- liðinn sem ekki er hirðir og ekki á sauðina ,sér úlfinn koma, og yfir- efur sauðina og flýr, — og úlfur- ir.n hremmir þá og tvístrar þeim af því hann er leiguliði og er ekki ant um sauðina. Ég er góði hirð- irinn og þekki mína, og mínir þekkja mig Jóh 10.10-14.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.