Vísir - 13.09.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 13.09.1962, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 13. sept. 1962. VISIR Ben Gurion fær Þórs- líkneski að gjöf Gjöf íslenzku ríkis- stjórnarinnar til Ben Gurion verður afsteypa úr silfri af Þórslíknesk- inu. Líkneski þetta er einn verðmætasti forn- gripurinn sem geymdur er á Þjóðminjasafninu. í tilefni þessarar gjafar höf- um við flett upp í doktorsrit- gerð Kristjáns Eldjárns, Kuml og haugfé, og leitað heimilda um líkneski þetta. Segir þar svo, „líkneskið hafði fundizt öðru hvorum megin á Eyrarlandi í Eyjaf. 1815 eða 1816 hjá bæn- um. Það er 6,7 sm. hátt og sýn ir mann, sem klæðnaður verður ekki greindur á nema topphúfa á höfði. Situr hann á stól með fjórum fótum og baki. Maður- inn er með mikla kampa, sem leggjast eins og lauf upp á vang ana og hökuskegg, sem hann heldur f og klýfur með báðum höndum. Neðan við hendurnar er Ifkast því sem skeggið sé ekki lengur skegg, heldur eins konar kross með þrem álmum, sem allar enda í kringlum, og gengur ein niður á milli hnjánna Líkneskið er steypt og mjög haganlega gert. Hin almenna skoðun er sú að þetta sé goð, mynd af einum hinum fomu guða, og sé áreiðanlega gerð fyrir árið 1000. 1 fornritum má sjá þess vott að fommenn hafi borið slík smágoð á sér til heilla. Venja er að kalla líkneski þetta Þórslíkneski, en ekki eru til neinar skýlausar röksemdir fyrir því, og hafa verið uppi skoðanir meðal fræðimanna að líkneskið væri af Frey. En Kristján Eldjárn segir: Einkunn goðsins niun vera krossmynd sú er það hefur á hnjám sér og f fljótu bragði virðist vera framhald á skeggi þess. Sú útfærsla á skeggi væri næsta ósennileg, þar sem mynd in er að öðru leyti náttúruleg. Líklegra er að þetta sé Þórs- hamar, einkunn Þórs. Þótt til gáta sé, má styðja hana þeim rökum að krossmynd þessi er býsna áþekk silfurkrossinum frá Fossi, sem talinn er vera Þórshamar". \ Velkominn Framhald af bls. 1. um, m.a. ræddu þau um tóbaks pontur og drykkjarhorn og horfðu lengi á gamalt veggteppi frá 17. öld, en það var helgi- mynd, og mátti sjá þar meðal annars Mikael, Tobías og Söru. Hafði Ben-Gurion af því nokkr ar áhyggjur, að honum sýnist Sara í karlmannslíki, en það reyndist misskilningur. Þegar hjónin gengu um þann hluta safnsins, sem geymir kristilegar minjar frá kaþðlsk- um tíma, benti frú Paula Ben- Gurion á krossfestingarmynd, og sagði: Ég trúi þessu ekki. sneri sér að tveim blaðamönn- Kristur var mikill maður, hann var snillingur ,en hann var ekki sonur guðs. Hvorki líkamlega né andlega, hann kenndi marga merkilega hluti, en hann var ekki messías. Þetta er mín per sónulega skoðun, þegar ég segi þetta og ég tala ekki fyrir hönd neinna annarra en sjálfrar mfn. En ég er langt frá því að vera á móti kristnum mönnum. Son- ur minn er kvæntur kristinm konu, og hún er yndisleg stúlka í herbergi Jóns Sigurðssonar stönzuðu hjónin lengi og rituðu þar meðal annars nöfn sín í gestabók safnsins. Þá sá Ben- Gurion hið gamla skjaldarmerki íslands, flattan þorsk, og spurði hvort þetta væri enn skjaldarmerki okkar, en dr. Kristján Eldjárn skýrði fyrir honum málavöxtu. Að lokinni skoðun safnsins héldu hinir erlendu gestir í há- degisverðarboð forsætisráð- herrahjónanna íslenzku, Ólafs Thors og konu hans. 1 dag munu hjónin síðan hvíla sig, en í kvöld sitja þau kvöldverð- arboð forsetahjónanna að Bessa stöðum. Skjcalaitiappa •••• FiamhaJd at 16. síðu: framt vinsamleg tilmæli til hús- ráðenda 1 nærliggjandi hverfum að þeir skyggnist um í húsagörð- um eða jafnvel skyggnist undir lok sorptunna á baklóðum sfnum. Það má líklegt telja að þegar þjóf- urinn hefur orðið þess áskynja að hann gat ekki gert sér neinn mat úr neinu því sem í möppunni var, að hann hafi reynt að losa sig við hana á sem auðveldastan hátt. ■ Þess má geta að þarna var um venjulega skjalamöppu að ræða, brún; að lit. í henni voru engir peningar, en þar var víxill að upp- hæð 50 þús. kr. og fjölmörg skjöl sem eru geypi verðmæt fyrir eig- andann, en engan annan. Innanfélagsniót KR verður í dag á Melavelli kl. 6. Keppt í 5000, 400 og 100 m hlaupi. Frímerki ••• Framh. af 16. síðu: gefa út Evrópufrímerki en með annarri mynd og fimm ríki Eng- land, Austurríki, Danmörk, Finn- land og Svíþjóð gefa ekki út Evrópumerki. Hins vegar munu smáríkin Monakó og Liechtenstein gefa út Evrópumerki, þó þau séu ekki í póstsambandinu. í fyrra varð slagurinn um Evrópumerkin mestur í Tyrklandi þar sem merkin 30 földuðust í verði en hafa aftur lækkað nokk- uð og kostar n úsettið um 250 krón ur. Islenzku merkin áttfölduðust þá f verði en hafa nú aftur lækk- að og eru þó enn allhá, þar sem settið mun kosta nú um 45 krónur. Þetta verða þriðju Evrópumerkin sem ísland gefur út. Fyrstu merk- in voru með Evrópuhjólinu með 19 pflárum þátttökuríkjanna, 1960, þá kom dúfan samsett úr 19 litlum dúfum og nú sýnir merkið laufgað tré með nítján mislitum Iaufblöð- um. Verðgildi þeirra er kr. 5,50 og 6,50 en þau verðgildi eru nú aðal- lega notuð á póstsendingar til út- landa. Þau eru prentuð í mörgum litum af Courvoisier í Svisslandi. Falsarar — Framhald af bls. 1. þeir um nesið í skemmtiferð með leigubifreið frá Akranesi og höfðu borgað bílstjóranum fyrirfram. 1 fyrrinótt gistu þeir í Ólafsvík, en í gær komu þeir til Grundarfjarð- ar. Þar virðist sem handbært fé hafi þrotið og komu þeir þá til oddvitans í Grundarfirði og fengu hann til að kaupa 3500,00 kr. á- vísun sem annar þeirra gaf út á staðnum. Síðan snæddu þeir ríku- Iega veizlumáltið og héldu ferð- inni áfram til Stykkishólms. Oddvitinn sem keypt hafði á- vísunina fékk eftirþanka þegar þeir kumpánar voru farnir, hringdi hann suður til- Reykjavíkur og komst þá að því að ávísunin var fölsuð. Hringdi hann þá þegar til sýslumanns í Stykkishólmi, sem handtók þessa dánumenn skömmu síðar þar í kauptúninu. Þegar þeir voru handteknir gáfu þeir upp fölsk nöfn og neituðu að segja nokkuð, en væntanlega verða þeir fengnir til að leysa frá skjóðunni í dag hjá rannsóknarlögreglunni. Eiríkur skipherra ••• Framh. af 16. síðu: kemur næst til Reykjavík- ur. Og nú hefur hann tekið brezka lögbrjóta tvær næt- ur í röð. 260 þús. kr. sekt. ' 1 gær skýrði Vísir frá því, að hann hefði tekið Grimsby-togarann Northern Jewel í gærkvöldi var skipstjórinn á honum Malcolm Smith dæmdui í 260 þús. króna sekt en -'li og veiðarfæri, að verð- mæti 230 þús. kr., voru gerð upp- tæk. í nótt tók Óðinn svo Fleetwood- togarann Margaret Wicks, þar sem hann var að veiðum um 2 mílur innan landhelgi suður af Glettinganesi. Skipstjóri togárans viðurkenndi brot sitt og voru skipin væntanleg til Seyðisfjarðar um kl. 11 1 morgun. Verður þá þegar settur réttur og er búizt við að dómur verði kveðinn npp í kvöld. Brezku togararnir ásælast nú mjög flskisæjt svæði sem er suður af Glettinganesi, en er innan 12 mílna markanna. Fyrir norðan Glettinganes er hins vegar 6 milna „box“ en þar er lítinn fisk að fá. Margir brezkir togarar hafa verið að veiðum þarna og virðast þeir helzt hafa treyst á náttmyrkrið. S.l. nótt má og vera að þessi Fleetwood togari hafi treyst á það, að Óðinn yrði inni á Seyðis- firði með Grimsby-togarann. En þar brást honum bogalistin þvi að dómur var svo skjótlega upp kveð- inn að Óðinn sigldi út um nóttina og kom beint í flasið á honum. Þar sem Eiríkur Kristófersson skipherra er nú að hætta störfum spurði fréttaritari Vísis hann, hvað hann hefði tekið marga lög- brjóta um ævina. Eiríkur svaraði: — Það man ég ekki, en hins veg- ar hef ég talið það saman, að ég hef veittiiyfir 600 skipum aðstoð. Sæmileg síldveiði var sl .sólar- hring. Veður var hagstætt og voru flest skipanna á miðunum. 16 skip veiddu samtals 13900 mál og tn. Fjögur skip voru með 1000 mál og tunnur: Sigurður Bjarnason 1500, Akraborg 1600, Höfrungur II. 1350 og Gjafar 1100. Víðir II. veiddi 500 mál og tn., en samkvæmt tölum síðustu síld- arskýrslu, hefur hann misst for- ystuna til Höfrungs II. (Sjá aðra frétt í blaðinu). Stefnir [ hann? : Samvinna ökumanna og ann-1 J arra við þá, sem annast um- ferðarkönnunina var ágæt í gær } en þó hefir Vísir frétt um eina . undantekningu: Á tíunda tím- }anum kom maður nokkur inn í. i strætisvagn, sem var á stæði f við Kalkofnsveg. Vagnstjóri: khafði brugðið sér frá, en starfs- "maður könnunarinnar var í! ivagninum og bauð komumanni " talningarmiða, en hann neitaði }að taka við miðanum. Þegar ' vagnstjóri kom aftur, reyndu iþeir í sameiningu að fá farþeg- ann til að taka við miðanum, 'en hann þverneitaði og kvað fé ■ skattborgaranna sóað í heimild- "arleysi í óþarfa með því að Jkoma könnun þessari á. Eftir- ' litsmaður frá könnuninni var j staddur á stæðinu og var málið l borið undir hann. Hann kvað| Supp þann úrskurð, að ef mað- urinn vildi ekki hlíta settum íreglum, fengi hann ekki far !með vagninum. Skömmu síðar rhóf vagninn ferð sína — án imannsins, sem kvaðst mundu "leita réttar síns fyrir dómstól- k unum. Þérarinn Björnsson skipherra á Óðni í annarri frétt i blaðinu er skýrt frá því að Eiríkur Kristó- fcrsson skipherra ætli að Iáta af störfum eftir þennan „feng- sæla“ túr. Þegar hann hættir munu verða allmiklar breyting- ar á stjóm varðskipanna, þar sem skipherramir færast vænt- anlega upp eftir starfsaldri. Þá mun Þórarinn Bjömsson sem verið hefur skipherra á Þór taka við stjóm Óðins en Jón Jónsson sem verið hefur á Al- bert og Ægi mun taka við stjóm Þórs. Jón skipherra er nú sem stendur skipherra á Þór, þar sem Þórarinn er í fríi. Sinfóníuhliómsveitin til Mynd þessi var tekin í morgun, er Sinfóníuhljómsveit íslands 'hélt til Akureyrar Mun hún halda þar tónleika i tilefni af afmæli Akureyrar- bæjar. Með hljómsveitinni er Guðmundur Jónsson, sem mun syngja einsöng og Páll ísólfs- son, sem mun leika einleik á orgel. Stjórnandi hijómsveitar- innar er Róbert Abraham Ottós son. Akureyrar - Einnig er áætlunin að hljóm- sveitin fari í Mývatnssveit og haldi þar tónleika. Þá er einnig , ætlunin að halda tónleika í Bifröst og á Akranesi á leið- . inni til baka. / I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.