Vísir - 13.09.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 13.09.1962, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 13. sept. 1962. 9 ''ISIR Með sverð í annarri hendi „Ég held um sverðið með annarri hend- inni og plóginn með hinni.“ Þannig eru einkunnar- orð hins mikla leiðtoga Gyðinga, Davids Ben Gurions, sem kominn er í opinbera heimsókn til íslands. Og þannig eru þá einn- ig einkunnarorð þjóðar hans, sem hefur snúið að nýju heim til Gyð- ingalands eftir nærri 2000 ára útlegð og hrif- ið það með valdi úr hönd um Araba, reist sér þar nýtt þjóðfélag með svo örum framförum, að lík- ist helzt kraftaverki. í ísrael eru Gyðingar nú að rækta upp eyðimerkur og byggja borgir. Gróðurinn vex, en allt umhverfis þá eru fjand- mpnn. Arabaþjóðirnar, sem eru margfalt fjölmennari en þeir og hata þá og því hafa Gyðingarnir orðið að viðhalda hernaðar- ástandi f landi sínu og vígbúast um leið og þeir plægja akur- inn. Og maðurinn sem kominn er hingað er hinn mikli foringi Gyðinga, hinn nýi Móses, sem leitt hefur þá heim úr herleið- ingunni. Það var hann sem lýsti í maf 1948 yfir stofnun sjálf- stæðs ísraels. Hann hafði verið forustumað- ur Zionismans. Hann var meðal þeirra fyrstu Gyðinga, sem námu land að nýju í Palestínu, en gegnum erfiðleika og of- sóknir hafði hann stöðugt vax- ið í hlutverki sínu. Þegar að þvi kom að ísrael yrði sjálf- stætt kom enginn annar for- ustumaður til greina. Síðan veitti hann þjóð sinni forustu í harðvítugri styrjöld við Arabana, sem lauk með því að Gyðingar náðu mestum hluta Palestínu á sitt vald. Jgen Gurion hét upphaflega David Green og var fædd- ur 16. október 1886 í pólska bænum Plonsk, sem þá var hluti af Rússlandi keisaratfm- anna. Faðir hans hét Avidgor Green og var lögfræðingur og einn af fyrstu meðlimum Zion- ista-hreyfingarinnar. — Hann sendi son sinn f skóla hreintrú- aðra Gyðinga í Póllandi. Hinn ungi piltur hreifst af hugsjón- um Zionismans og gekk í stjórn málahreyfingu hans Poalé Zion, sem varð áhrifamikil víða í Austur-Evrópu og fylgdi sósfal- ískri stefnu. Hann starfaði i Póllandi við útbreiðslustörf, þar til hann fór úr landi 1906 og sigldi til Palestínu, sem þá var hluti af tyrkneska soldánsdæm- inu. En það var meginhlutverk Zionismans að Gyðingar skyldu aftur flytja heim til hins gamla ættlands síns. f ísrael hélt hinn ungi mað- ur áfram störfum sínum í þágu Zionismans. Hann starfaði sem landbúnaðarverkamaður í byggð um í Júdeu og Galileu og varð stofnandi fyrsta verkalýðsfé- lags Gyðinga. Bráðlega varð hann einn helzti forustumaður verkalýðsflokks Gyðinga og ár- ið 1910 var hann orðinn rit- stjóri málgagns flokksins og undirritaði þá fyrstu grein sína nafninu Ben Gurion, sem hann síðar tók upp. JJann veitti því athygli að Gyðingar f Palestínu fóru oft halloka fyrir Aröbum fyrir dómstólunum og stafaði það oft af fáfræði þeirra í lögum. Svo að Ben Gurion ákvað að leggja stund á lögfræði og gekk í háskólann í KonstantinopeL höfuðborg Tyrklands. Þegar hann sneri heim aftur frá laganáminu var fyrri heims- \ Ben Gurion forustumnð- ur og læri- meisturi Gyðingu styrjöldin skollin á. Ben Gurion sá að eina von Gyðinga f land- inu var að Vesturveldin sigr- uðu, enda hefur hann ætíð ver- ið hlynntur vestrænum þjóðum. Árið 1915 ráku Tyrkir hann úr landi vegna stuðnings hans við málstað Vesturveldanna. Ben Gurion sigldi þá vestur um haf til Bandarfkjanna. Óðar en hann var kominn þangað fór hann að skipuleggja starf- semi ungra Gyðinga, sem stefndu að þvf að flytjast til Palestfnu þegar styrjöldinni væri lokið og hefja landnám þar. í Ameríku kynntist hann konu sinni er starfaði . sem hjúkrunarkona á sjúkrahúsi i New York og voru þau gefin saman í hjónaband í ráðhúsi borgarinnar. /4 síðustu árum strfðsins gekk Ben Gurion f her enska hershöfðingjans Allenby, sem vann Palestínu úr höndum Tyrkja. Um líkt leyti gaf Bal- four utanríkisráðherra Breta út yfirlýsingu um að brezka stjórn in styddi myndun Gyðingarík- is f Palestínu, en sú yfirlýsing varð Gyðingum mikil hvatning að flytjast til landsins helga. Eftir fyrri heimsstyrjöldina varð Palestína brezkt verndar- ríki. Vann Ben Gurion þá að því að stofna verkalýðssamband Gyðinga og árið 1930 stofnaði hann verkalýðsflokkinn eða Mapai. Þá var hann árið 1933 kosinn í Framkvæmdanefnd Gyðinga (Jewish Agency), sem um dyrum. Gerðu þeir tilraun til vopnaðrar uppreisnar gegn Bretum árið 1936. Hófust nú harðvítug átök í Palestínu. Ben Gurion barðist fyrir því að Balfour-yfirlýsing- in um þjóðarheimili Gyðinga fengist staðfest, ep Bretar höfðu mikilla hagsmuna að David Ben Gurion forsætisráðherra ísraels. inni gegn Þjóðverjum. „Við munum berjast í styrjöldinni eins og engin Hvft bók væri til og við munum berjast gegn Hvítu bókinni eins og engin styrjöld sé háð.“ Sumir flokkar Gyðinga vildu notfæra sér erfiðleika Breta til þess að neyða þá til að viður- kenna Gyðingariki, en Ben Gurion hafnaði slíkum aðferð- um algerlega. „Við eigum sam- eiginlegan fjandmann", sagði hann og hann lagði til við Breta að stofnaðar væru fjölmennar hersveitir Gyðinga til þátttöku í styrjöldinni gegn nazistum. Bretar neituðu þvf, en féllust á að sérstakar hjálparsveitir Gyðinga væru stofnaðar. Jþegar styrjöldinni var lokið setti Ben Gurion að nýju fram kröfur sínar um stofnun sjálfstæðs Israels og með meiri krafti en nokkru sinni fyrr, því að Gyðingaflóttamenn flúðu Evrópu nú í geysilegum mæli. Hófst nú harðvítug bar- átta gegn Hvítu bókinni. Fram- kvæmdanefnd Gyðinga stofnaði leyniher „Haganah" sem hóf öflugan skæruliðahernað gegn Bretum. Öldurnar risu hátt, þegar Bretar sökktu flótta- mannaskipum við strendur ísraels, en tóku önnur her- skildi og neyddu þau til að snúa aftur til Evrópu. En að- gerðir þeirra komu fyrir ekki. Gyðingar komust með öllum ráðum til landsins og ekki leið á löngu áður en tala þeirra komst upp í nærri milljón eða um þriðjung af allri fbúatölu Palestínu. Bretar gáfust loks upp á að halda þessum óróasömu Gyð- ingum og tilkynntu að þcir myndu hverfa úr landi með herlið sitt, hvort sem Gyðing- ar og Arabar f landinu kæm- ust að samkomulagi eða ekki. Málið kom nú fyrir hin ný- stofnuðu samtök Sameinuðu þjóðanna, sem samþykktu í nóvember 1947 að Palestínu skyldi skipt í sjálfstett Israel og Arabahluta. Þó skipting sú sem SÞ samþykktu hefði verið miklu hagkvtemari en sú skipt- ing sem Gyðingar sfðar fram- kvæmdu með valdi, höfnuðu Arabar henni algerlega. og plóg í hinni brezka verndarstjórnin viður- kenndi sem löglegan aðilja til að sjá um innflutning Gyð- inga til landsins. Varð hann brátt formaður hennar. lyfú gerðist það uppi í Evrópu, að Hitler komst til valda og æðisgengnar Gyðingaofsókn- ir hófust þar og breiddust sfð- an út til fleiri Evrópuríkja Gyðingar ilrðu að þola mikla neyð og fjöldaflutningar þeirra hófust til Palestfnu. Fóru Ar- abar sem voru f meiri hluta i Palestínu að líta þetta að- streymi mjög óhýru auga og fannst þröngt gerast fyrir sfn- gæta hjá Arabaþjóðunum. Með- an Ben Gurion var uppi f Lond- on og vildi fá Breta til að samþykkja stofnun Gyðinga- ríkis í Palestínu með fjölda- flutningum frá Evrópu féll reið- arslagið, hin Hvíta bók brezka utanríkisráðuneytisins frá 1939, sem hafnaði myndun sjálfstæðs Gyðingaríkis og lagði hömlur á frekari innflutning Gyðinga til landsins. GKÖMMU síðar brauzt seinni ‘ heimsstyrjöldin út. Þá ákvað Ben Gurion að Gyðingar skyldu ekki notfæra sér erfiðleika Breta í styrjöld- Tjegar sá dagur rann upp, að Bretar flyttu herlið sitt brott frá Palestfnu þann 14. maí 1948 gerðist tvennt sam- tfmis. Hersveitir allra Araba- ríkjanna umhverfis, Sýrlands, Libanon, Irak, Transjórdanfu, Arabíu og Egyptalands hófu innrás í Palestínu frá öllum hliðum og var það ætlun þeirra að beita ofurefli hervalds til að þurrka Gyðinga út. En sam- tímis gerðist það f borginni Tel Aviv, að Ben Gurion lýsti yfir stofnun sjálfstæðs ísraels og það varð fyrsta hlutverk hins nýja ríkis að verjast inii- Framh. á bls. 7. ' l Ai - i> i i n . . J í l t . i 1 *. i \ \ :

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.