Vísir - 13.09.1962, Page 16

Vísir - 13.09.1962, Page 16
 1111!.. £ Wmm x:V!: ::s VÍSIR Fimmtudagur 13. sept. 962. Ný Ijóðabók Hannesar Péturssonar Um mánaðamót nóvember og desember kemur væntanlega út ný ljóðabók eftir Hannes Péturs- sonar. Verður bókin gefin út af Helgafelli. Skiptist bókin í fimm kafla, en í henni eru um 40 ljóð, sem samin eru frá 1960 til ágúst i sumar. Hannes hefur þegar gefið út tvær ljóðabækur, sem hlotið hafa miklar vinsældir, Kvæðabók, sem kom út 1955 og 1 Sumardölum, sem kom út 1959. Blaðið hafði tal af Hannesi í morgun og sagði hann að bók þessi væri að ýmsu leyti ólík fyrri bókunum, sér í lagi þeirri síðari. Fjallar hún að miklu leyti um önnur efni. Elztu ljóðin eru síðan 1960, en þá var Hannes á ferðalagi um Evrópu I fimm mánuði og dvaldi meðal annars um skeið í Róm. Eru því sum yrkisefnanna erlend, en síðari ijóðin eru ort á íslandi. 7B4B4 Fyrir framan Convir 102 sést, til vinstri, Falcon flugskeyti, sem notað er gegn flugvélum, og til hægri Genie flugskeyti, sem hægt er að setja í atómsprengjur. Nýju orustufíugvélamar komuar Geta brotið rúður með hljóðböggum Skömmu fyrir helgina komu átta nýjar flugvélar af gerðinni Flo2 Deita Daggcr, á Keflavík- urflugvöli. Vélar þessar eru hingað komnar tii að taka við af eldri flugvélum, sem notaðar hafa verið hér að undanfömu. Fyrstu tvær vélarnar komu fýrir nokkrum vikum, en hefur ekki verið flogið, þar sem þær hafa verið notaðar til að þjálfa þá sem sjá um viðhald þeirra. í hópi þeirra átta, sem nú hafa bætzt við, eru 2 tveggja sæta vélar, sem verða notaðar til æf- ingaflugs. Eru þær að öllu leyfi eins og hinar vélarnar, að auka sætinu undanskildu. Ekki er að fullu ákveðið hvenær vélar þessar verða tekn ar i notkun, en búizt er við að það verði í fyrri hluta næstu viku. Nákvæmur hraði á vélunum hefur ekki verið gefinn upp, en vitað er að þær komast talsvert yfir hraða hljóðsins. Vélar þess- . ar geta borið flugskeyti, bæði sem notuð eru gegn öðrum fiug vélum og einnig sem nota má til að skjóta til jarðar. Má út- búa þau kjarnorkusprengjum. Þar sem vélar þessar komast yfir hraða hljóðsins geta þær skapað svokölluð hljóðhögg. Hafa högg þessi oft brotið rúð- ur, þar sem flogið er yfir. Ekki er þetta þó algengt, þar sem 6- ' algengt er að högganna verði vart, þegar vélarnar eru í mik- illi hæð. Er þess skemmst að minnast, er sett var hraðamet á leiðinni frá Los Angeles til New York og til baka, að vélin sem það gerði, braut rúður alla leiðina, þar sem hún flaug yfir, þó að hún væri í 50 þús. feta hæð. Verður nýr slagur um Evrópumerkiínæstu viku? Mai langar til að kynnast Þingeyingum í morgun fiaug hin heimsfræga kvikmyndaleikkona Mai Zetterling norður til Akureyrar og hyggst hún dveljast ur. skeið í Þingeyjar- sýslu til undirbúnings kvikmynda- töku. Síðan ætlar hún að fara norð ur til Grímseyjar og kynna sér lif eyjarskeggja í þessari nyrztu byggð landsins. Myndin sem hér fylgir var tek- in af Mai í morgun þegar hún var að stíga upp í flugvélina sem skyldi flytja hana norður f land- ið. Hafði hún mikinn áhuga á að kynnast Þingeyingum, sem hefðu orð á sér fyrir að vera fyrirmynd- ar fólk. Á mánudaginn kemur, þann 17. september mun íslenzka póststjórnin gefa út ný Evrópufrímerki. Er þess nú beðið með nokkr- ;w 'fr y y um spenningi hvort sama sagan muni endurtaka sig og í fyrra, þegar Evrópu- merkin með dúfumyndinni seldust upp á skömmum tíma og slíkur hörgull varð á þeim, að verð þeirra hækkaði á einunt degi á frímerkjamarkaðnum úr kr. 11,50 og upp í 80 krón- ur. Vafalau. t verður aðsóknin mikil, því að það er nú mjög vinsælt meðal frímerkjasafnara í allri Evrópu að safna Evrópumerkjum, því að þau verða verðmeiri en önnur merki. Nýju Evrópufrímerkin eru eins og í fyrra gefin út samtímis I 12 löndum, en þau eru Þýzkaland, I Belgía, Frakkland, Grikkland, lr- land, fsland, Ítalía, Luxemburg, Noregur, Holland, Sviss og Tyrk- land. Tvö ríki Spánn og Portugal Framh. á bls. 5. Wi/f •'is.&'Áhí/.'í ié' Eiríkur skipherra hremmir tvo lögbrjóta áður en hann hættir Eirikur Kristófersson skipherra á Óðni var í morgun að koma inn til Seyðisfjarðar með annan brezkan togara, sem hann hafði tekið að ólöglegum sleppt veiðum rétt fyrir sunnan Glettinganes. Ætlar Eiríkur skipherra ekki að gera það enda- í starfi sínu sem löggæzlumaður. Hann er iiú í síðustu ferðinni, ætl- ar að hætta, þegar hann Framhald á bls. 5. Geysiverðmætri skjalamöppu stolið lögreglan biður fólk um aðsfoð Einn heiðursborgari Reykjavík- ur varð fyrir því óhappi í gær- kveldi að stolið var frá honum skjalamöppu hans með geysimikl- um verðmætum, én verðmætum samt sem engum koma að gagni nema honum einum. Eigandi skjalamöppunnar var á ferð í vörubifreið í gærkveldi, en þurfti að skreppa inn í húsið nr. 30 við Brautarholt um kl. 9 í gærkveldi. Hann skildi möppuna eftir í bílnum og láðist að læsa honum. Þegar eigandinn kom út úr húsinu að vörmu spori aftur var mappan horfin og hefur ekkert til hennar spurzt síðan. Maðurinn kærði stuldinn til lög- reglunnar og hefur hún beðið VIsi að beina þeim tilmælum til þeirra sem kyn - að hafa séð til manna- ferða fyrir utan Brautarholt 30 um níuleytið I gærkveldi, eða orðið hafa möppunnar varir, að láta hana þegar í stað vita. Það eru jafn- Frh. á 5. slðu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.