Vísir - 13.09.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 13.09.1962, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 13. sept. 1962. FORSETI ÆVILANGT GHANA, vestur- afrikanska landið, sem einu sinni laut brezka Ijóninu var það fyrsta af hinum mörgu nýju Afríkuþjóðum sem hlaut sjálfstæði — en það hef- ur áþreifanlega sýnt stg að það er ekki samtímis einhlítt að með því sé lýðræðið eða frelsið fengið. Ghana er í dag ein- ræði undir drottnunar- hendi hins gáfaða og að mörgu leyti duglega for seta, Kwame Nkrumah. En hann er miskunnar- laus og harðsvíraður og það er það sem gildir. Hann hefur hreint út sagt sett alla sína and- stæðinga í fangelsi, og nú eru aðeins átta af meðlimum stjórnarand- stöðunnar frjálsir. Þeir gera ekki meira en voga sér í þingið. Hann hefur handtekið þús- undir manna eftir hina mis- heppnuðu uppreisn gegn sér fyr ir um mánuði síðan, og nú sitja í fangelsi rúmlega 800 menn. Hann hefur rekið enska biskup inn úr landi, sömuleiðis alla blaðamenn, stöðvað útgáfu blaða andstæðinganna og nú síðast, hefur hann komið á ó- vart, með því að hneppa sina eigin ráðherra f fangelsi. Um þverbak keyrði þð þegar hann lét þingið kjósa sig forseta ævi- langt. Samkvæmt lögum þeim sem sett voru árið 1958, en þau gefa Nkrumah algjört vald, má halda föngum inni f fimm ár sam- fleytt án málssóknar eða dóms. Það sem býr að baki þessum handtökum er mjög á huldu, en hlýtur þó að standa í sambandi við uppreisnina. Hið merkilega við þær er að ráðherrarnir tveir voru fulltrúar tveggja ó- líkra skoðana, og höfðu það eif* sameiginiegt að báðir voru álitn ir tveir af nánustu vinum Nkrumah, allt frá skólaárum þeirra f Bandaríkjunum — utanrikisráðherrann, Ako Adjei er hægri sinnaður en upplýsinga ráðherrann Tawia Adamfio hins -vegar vinstri sinnaður og mikill vinur ráðamanna í Moskvu. Eigin vilji. Með þessum handtökum sýnir Nkrumah að það er aðeins eitt sem gildir £ Ghana — hans eig- in vilji. Ríkið skal byggt ,upp eftir hans hugmyndum. Hann er eins og einn af undirmönnum hans lýsti honum „Osagyefo'1, sem útleggst frelsarinn og lausn arinn. í höfuðborg Ghana, Accra, rekst maður sífellt á nafn hans, maður gengur yfir Nkrumahtorg ið, fer fram hjá hinni stóru Nkrumah styttu, þar sem á er letrað: Finnum fyrst hið stjórn- málalega konungdæmi og þá munum við öðlast allt annað á eftir. Við göngum niður Nkru- mah götu, fram hjá Nkrumah Nkrumah augum bræðra sinna en ekki bjálkann í sínum eigin og af þeim sökum hefur hann ásakað ráðherra sína og undirmenn heiftarlega fyrir hóglífi þeirra. Hann hefur tíðum verið á- sakaður fyrir að taka upp hanzk ann fyrir kommúnista — en það hefur þó ekki virzt vera Nkrumah hyggst skapa nýja trú - Nkrumah trú hverfinu og húsinu og . Nkrumah sjúkra- Einbeittur einvaldur. Forsetinn hefur ekki eingöngu stofnað flokk CPP, sem eftir fyrsta kosningasigurinn 1951, leysti Nkrumah úr haidi brezkra yfirmanna og skapaði grundvöll inn undir sjálfstæðið 1956, held- ur hefur hann einnig myndað hugsjón, já trú, þar sem Nkrumah er Messias, foringinn og lausnarinn. Með stuðningi mikilla náttúru auðæfa og markvissrar stefnu í stjómmálum hefur hann skapað framtið fyrir hið nýja rlki. Þar eru tekjur manna 80000 krónur á mann um árið á móti 3000 krónum í Nigeríu. 1 Tema hpfur verið byggð ein fullkomnasta höfn veraldarinnar, stórt iðnað- arhverfi og íbúðahverfi fyrir 40.000 manns. Hin risastóra Voltavirkjun, sem hefur verið byggð fyrir rússnesk og banda- rísk lán á eftir að breyta bæði legu og efnahag landsins — allt fyrir tilverknað Nkrumah. En lfferni yfirstéttarinnar, þeirrar sem Nkrumah heldur um sig, og innkaup ráðherrafrúar- innar þegar hún keypti gull- rúmið, vekur alþjóðlega hneyksl un. Nkrumah-trú. j Nkrumah hefur eytt milljón um króna 1 að endurbæta og lagfæra hina gömlu höll í Kristianborg f dönsku nýlend- unni fyrrverandi, tvær milljónir hafa farið f hans eigin bústað og auk þess á hann tvo ,,luxus“ bústaði utan borgarinnar. Miðborg Accra er eitt heljar mikið skrautsvæði, þar sem mið depillinn er ræðupallur með raf magnsstigum og tilheyrandi — samanlagt um fjögurra milljóna króna kostnaður. Nkrumah sér oft fiísarnar í meira en til að þóknast Rúss- unum meðan þeir aðstoða hann fjárhagslega. Fyrir Nkrumah vakir aðeins eitt — það er augljóst af síð- ustu aðgerðum hans. Hann ætlar sér að mynda nýja Nkrumah- trú, þar sem hann sjálfur verður Messias og spámaðurinn. Eskimóabörnin fá brjóstsykur Varnarliðið á Keflavfkurflugvelli hefur nú tekið upp óvenjulega hjálparstarfsemi við eskimóabörn á Austur Grænlandi. Hafa þeir byrjað á þvf að kasta brjóstsykri niður hjá eskimóaþorpum kringum Scoresbysund úr ískönnunarflug- vélum. Segir blað Varnarliðsins frá þessu f síðasta hefti og getur þess að með þessu eignist flug- sveitin vináttu eskimóabarnanna. Það er nú siður hjá ískönnunar- flugmönnunum, að þeir láta fara fram samskot áður en þeir leggja af stað í könnun. Safnast vel- í þessum samskotum og eru pening- arnir sem inn koma notaðir til að kaupa brjóstsykur fyrir hin græn- lenzku börn, en aðstaðan er þannig í Scoresby-sundi að börnin hafa ekki aðgang að brjóstsykri. Svo þegar ískönnunarflugvélin er að kanna ísbreiðuna við austur- strönd Grænlands taka flugmenn- irnir krók á sig, fljúga fyrst yfir þorpið til þess að „vekja“ bömin upp. Síðan fljúga þeir yfir f annað sinn og láta „brjóstsykursprengj- ur“ sínar falla á auðan stað f nágrenni þorpsins. Er þá fögnuður meðal eskimóabarnanna, sem fá annars aldrei brjóstsykur. Miklar bygginga — framkvæmdir á Húsavík Frá fréttaritara Vísis. Húsavfk í gær. í fyrsta sinn f sögu Húsavfkur hefur í sumar orðið að flytja vinnu afl í stórum stfl f kauptúnið til að anna öllum þeim margháttuðu framkvæmdum sem þar hafa verið í gangi auk framleiðslustarfa. En þrátt fyrir stóraukið aðflutt vinnuafl hafa menn stundum orð- ið að leggja nótt við dag til að afkasta þvf sem gera þurfti. Ber öllum Húsvíkingum saman um það að þvílík vinnuafköst hafi aldrei verið innt þar af hendi hvorki fyrr né síðar. Það er ekki hvað sízt bygginga- vinna, sem útheimtir vinnuafl, því meira hefur verið byggt á Húsavík f sumar en nokkru sinni áður. Meðal byggingafram- kvæmda sem þar eru í gangi f sumar er smíði 16 einbýlisíbúðar- húsa, 2ja tveggja íbúða húsa og eins raðhúss með 6 íbúðum. Þá eru 3 verzlunar- og verkstæðishús í smíðum, bygging dagheimilis fyr ir böm, slökkvistöðvar og áhalda húss, slátur- og frystihúss og loks stækkun á síldarverksmiðju ríkis- ins. Ennfremur er fyrirhugað að hefja nú í haust byggingu á fisk- verkunarhúsi og fiskvinnslustöð og ennfremur er gert ráð fyrir að byrja á byggingu félagsheimilis fyr ir Húsavík. Nokkrir kunnir borgarar á sýningu Jóhanns Bemhards I Mokka-kaffi. Skopmyndir á Mokka Fyrir átta dögum síðan opnaði Johann Bemharð sýningu í Mokka- kaffi á Skólavörðustígnum. Er hér um að ræða skopmyndir af kunn um mönnum hér í borginni, en Jó- hann er fyrir löngu iandskunnur sem hinn snjallasti skopteiknari. Á sýningu Jóhanns eru nú 66 myndir og getur þar að líta kunn andlit í nýju ljósi. Stjórnmála- menn, menntamenn, íþróttamenn- og frömuðir, listamenn og jafnvel ^dyraverðir, verða fyrir barðinu á pensli Jóhanns. Eru margar mynd anna bráðskemmtilegar og hárffn- ar eins og skopmyndir geta oft ver- ið. Sýning og myndir Jóhanns hef- ur vakið mikla athygli og fjöl- margir gestir hafa lagt leið sína i Mokkakaffi og skoðað þessa ný- stárlegu sýningu. 10 myndir höfðu selzt í gærdag. — Ég hef aldrei lært neitt svo heitið geti, segir Jóhann, enda krefjast myndir sem þessar ekki mikils lærdóms. Maður slumpar einhvern veginn á þetta. Það sem ég Iegg áherzlu á, er að ná mann- inum eins og hann er í raun og veru. Jóhann Bernharð hefur haldið 2 sýningar áður. Árið 1946 og ’49, báðar samsýningar. — Þá létum við okkur hafa það að teikna alla þá sem á sýninguna komu, ég og Sigurður Thoroddsen Ég hugsa að ég hafi teiknað þá ein 1100 andlit en á sýninguna komu alls 4000 manns, sem var met á þeim tímum. Auk þessara sýninga hefur Jó- hann teiknað fjölda mynda bæði í blöð og tímarit. Sýning hans stend- ur i þrjár vikur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.