Vísir - 08.10.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 08.10.1962, Blaðsíða 4
V í S I R . Mánudagur 8. október 1962. „Hann ennba en , Óhætt mun að fullyrða N/ að þeir Guðmundur Jóns ' son og Kristinn Halls- son séu með reyndustu leik- húsmönnum og skemmtikröftum okkar íslendinga. Þeir hafa að sjálfsögðu lent í ýmsu á ferð- um sínum. Við hittum þá báða að máli og þegar við vildum fá að heyra eitthvað af ævintýrum þeirra sagði Guðmundur: — Það er alveg nóg að tala við hann Kristin. Hann er enn þá lygnari en ég. — Má hafa þetta eftir þér? — Já. Þetta vita allir. — Eitt af þv£ neyðarlegasta isem fyrir mig hefur komið, skeði á konsert Gamla bíó. Þetta var á einum af þessum tímabilum þegar rafmagnið var skammtað. Ég var að syngja lög eftir Brahms með biblíutexta, þegar ljósin slokknuðu skyndilega. Við Fritz Wéisshappel biðum nokkra stund, en ákváðum síðan að reyna að komast niður af sviðinu. Við fór- um svo að fálma okkur áfram eftir sviðinu og skyndilega komu Ijósin. Þá stóðum við báðir pg fálmuðum upp eftir tjaldinu, al- veg eins og Abbot og Costello. Það fóru allir að hlæja og allur hátiðleikinn var fokinn. — Annars er það voðalegt að vera að plokka allar rúsnurnar núna. Hvernig heldurðu að fari þá með ævisöguna? IZRISTINN: — Einu sinni var ég vestur á Isafirði með Carl Billich. Ég ætlaði að byrja á tveim lögum eftir Þórarin Jóns- son, Norður við heimskaut og Hylla skal um eilífð alla. Þegar ég var langt kominn með fyrra lagið fóru ljósin skyndilega. Við komumst samt fram úr því og síðan spilaði Carl í myrkrinu, þangað til ljósin komu aftur. Þá hafði ég orð á því að vonandi stafaði þetta ekki af neinni and- úð á Þórarni Jónssyni. Síðan byrjaði ég á seinna laginu og var ekki nema rétt byrjaður, þegar ljósin fóru aftur. Guðm: — Ekki er á þig logið maður. Þú ert svo raddsterkur að þú setur rafmagnið úr sam- bandi á Vestfjörðum. Þetta hef ég aldrei getað. Annars er þetta algengt úti í sveitum, að ljósa- mótorar og þess háttar bili. Mað- ur má vera þakklátur, þvi að þá heyrist alla vega I manni. Ann- ars ætti maður að hafa Lýs milda ljós sem varalag í svona tilfell- um. Kristinn: —■ Ég söng einu sinni á samvinnumannamóti á Selfossi. Þegar ég var að syngja Sverri konung fann ég heilmikinn titr- ing og hélt að þarna væri ein- hver stór mjólkurbfll á ferð. Loks kom svo mikill skellur og hélt ég helzt að hann hefði keyrt á húsið. Ég hélt áfram að syngja, en húsið tæmdist alveg. Var loks elcki nema einn maður eftir, Magnús Ágústsson læknir. Áður en ég var búinn fór svo fólkið aó tfnast inn og fékk ég mikið klapp fyrir. Sennilega hefur það verið að klappa fyrir mínu hug- rekki, því að ég komst að þvi á eftir að komið hafði snarpur jarðskjálftakippur. Það var sann- arlega ekki skemmtileg tilfinning að horfa á eftir öllum áheyrend- um út. f' UÐM: — Þegar ég var að ^ byrja að syngja hélt ég kon- sert í Gamla bíó. Ég var að syngja lagið Mamma og var kom- inn í viðkvæmasta og fallegasta kafla lagsins, þcgar Jakob Guð- mundsson fræðimaður dró upp vasaklút uppi á svölum og snýtti sér hraustlega. Það litu allir við og viðkvæmnin var farin veg allrar veraldar. Kristinn: — Það var mjög broslegt þegar Guðmundur bætti inn í Rakarann frá Sevilla. Þann- ig stóð á í óperunni að verið var að reyna að koma Don Basilio, sem leikinn var af Jóni Sigur- björnssyni, út af sviðinu, með því að segja honum að hann væri veikur. Um þetta leyti gekk in- flúenzufaraldur í bænum, og þeg- ar þetta loks hafði tekizt sagði Guðmundur: „Ósköp er maður- inn veikur. Ætli að hann sé bú- inn að fá flenzuna?" Guðm: — Einu sinni vorum við Kristinn og fleiri á leið til Húsavíkur frá Akureyri. Færð var slæm og áttum við að fara í snjóbíl. Þess gerðist ekki þörf og fórum við í Land-Rover bíl, en í þeim hagar þannig til að gírstöngin er í miðjum bílnum. ' Guðrún Á. Símonar lenti í sæt- inu á milli mín og bílstjórans, með þeim afleiðingum að við vorum í fyrsta gír alla leið til Húsavíkur. ® TZRISTINN: — Það munaði ekki miklu að slys yrði í Don Pasquale, £ Þjóðleikhúsinu. Guð- mundur Guðjónsson var að syngja mikla ástararíu og ég var að grípa fram í fyrir honum. Skyndilega datt stór trékubbur ofan úr loftinu fullur af nöglum og lenti rétt fyrir aftan mig. Ég hefði ekki viljað verða undir hon- um. Kristinn: — Og svo var það Rætt við Guðmund Jónsson og Kristin Hctllsson — um ævintýri og ófarir á ferli þeirra „Guðmundur, það er bannað að standa hér“, sagði Kristinn. tréð í Rigoletto. Þetta var þegar það var sýnt hér 1951. Það var mjög þröngt þar sem fara átti inn á sviðið. Einu sinni þegar Guðmundur átti að koma inn, byrjar tré, sem var við inngang- inn, að hallast. Guðmundur greip það og byrjaði að syngja fyrir utan sviðið. Ég kom að í þessu og tók við trénu. Gallinn var bara sá að ég átti að koma inn rétt á eftir Guðmundi og varð líka að byrja að syngja fyrir utan, þangað til maður kom að, sem gat haldið trénu til loka senunn- ar og kom svo hlaupandi inn á eftir Guðmundi. Kristinn: — I sama skipti átti Guðmundur að setjast á stein fyrir utan hús Rigolettos. Það var mjög skuggsýnt á sviðinu og hann var lengi að reyna að setj- ast á steininn, en fann hann ekki hvað sem hann fálmaði. Það kom svo í ljós að steinninn var alls ekki á sviðinu. Þetta var mikil óhappasýning. Á þessari sömu sýningu ,var ég að bera Gildu út, eftir að ég hafði stungið hana í brjóstið með rýtingi. Skyndilega varð fyrir mér tunna og ég rúll- aði með hana í gólfið. Guðm: — Þetta var ein af þessum frægu senum, þegar búið er að myrða manneskju og hún heldur áfram að syngja af full- um krafti. Það er hægt að taka þvi að fólk geti sungið eftir hnífs- stungu, á meðan það er í andar- slitrunum. En í Othello gengur það nokkuð langt. Þegar búið er að kyrkja Desdemónu rís hún upp aftur og syngur heil ósköp. TZ-RISTINN: - Það óþægileg- asta sem komið hefur fyrir mig á sviði, skeði I Tivoli f Kaup- mannahöfn. Ég hafði verið að syngja í Konsertsalnum og var siðan boðið að syngja á Plænen, sem gesti. Það var mikill mann- fjöldi, veðrið dásamlegt og mikil stemmning. Ég var búinn að syngja fjögur ísl. lög, en í síðasta laginu ruglast píanistinn og setur mig út af, svo að ég hætti. Pían- istinn sagði mér þá að nóturnar væru foknar. Þetta var hræðilegt. Ég tilkynnti samt með grátbros á vör að við myndum byrja aftur. Þá var ég ekki einu sinni byrjað- ur aftur, þegar allt fauk. Þá kom aðstoðarmaður hlaupandi til að halda nótunum. Hann kunni ber- sýnilega ekki að lesa nótur, þvi að það varð að æpa á hann £ hvert skipti sem þurfti að fletta. Skyndilega heyrðist hrifningaróp frá mannf jöldanum. Viti menn, þá var allt fokið einu sinni enn, en manngreyið stóð eftir með eitt blað, skjálfandi á beinunum. Það reyndist vera það rétta og okkur tókst að klára. p UÐM: — Ég gleymi því aldrei ^ þegar „List um landið" fór til Sandgerðis. Við vorum með Iitla og góða óperu, sem hét Ráðskonuríki. Við hringdum til Sandgerðis og spurðum þá hvort þeir hefðu leiktjöld, sem væru stofa, þar sem við hefðum öll húsgögn. Þeir sögðu svo vera og þegar við komum þangað var bú- ið að setja tjöldin upp. Þau reynd ust vera skógur og dalverpi, Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.