Tölvumál - 01.12.1996, Blaðsíða 8
TÖLVUMÁL
Frá orðanefnd
Eftir Stefán Briem
Tölvunet
Fyrirspurnir um heiti á
Interneti og öðrum tölvu-
netum berast stundum
orðanefnd og Islenskri málstöð
sem orðanefndin er í góðu
samstarfi við. Ýmsar tegundir
tölvuneta eru til og hættir
mönnum til að rugla þeim og
heitum þeirra saman, eins og
eðlilegt er þegar góðar skil-
greiningar eru ekki aðgengilegar.
I leit manna að íslensku heiti
fyrir Internet hafa til dæmis
komið upp tillögur um alnet og
víðnet. Hér á eftir er birtur listi
yfir heiti allmargra tegunda
tölvuneta samkvæmt skrá
orðanefndar eins og hún er nú.
Þar sést meðal annars að heitin
alnet og víðnet hafa verið og eru
notuð um annars konar net en
Internetið.
Orðanefnd styðst einkum við
skilgreiningar og lýsingar á
hugtökum í upplýsingatækni frá
Alþjóðasambandi staðlastofnana,
ISO, og eru ensku heitin á
tegundum neta langflest fengin
þaðan ásamt skilgreiningum á
ensku. Orðanefnd stendur að
þýðingu þeirra eða endur-
samningu á íslensku fyrir
Tölvuorðasafnið. Ekki er rúm
fyrir skilgreiningar allra netheit-
anna hér í blaðinu en þó eru
birtar fáeinar sem ætla má að
mönnum þyki einna mestur
fengur í.
Sumar þessara tegunda neta
eru sjaldgæfar. Og sum heitin
eiga ekki eingöngu við tölvunet
heldur einnig fjarskiptanet og
jafnvel net almennt. Flokkun
neta ræður að nokkru leyti röð-
inni á listanum.
network net
Skipulag hnúta sem vinna saman
og leggja sem tengja þá saman.
data network gagnaflutningsnet,
gagnanet
Net þar sem nota má gagnarásir
og hugsanlega valbúnað til þess
að hafa gagnafjarskipti milli
útstöðvartækja.
circuit switching network línu-
valsnet
packet switching network
pakkanet, pakkamiðlunarnet
integrated services digital
network, ISDN samnet1 [samnet
Pósts og síma]
Net sem veitir eða styður ýmiss
konar fjarskiptaþjónustu með því
að nota stafrænt samband á milli
netskila notenda.
computer network tölvunet
Net þar sem hnútarnir eru gerðir af
tölvum og búnaði til gagna-
fjarskipta og leggirnir eru til nota
fyrir gagnaflutning milli hnútanna.
local area network, LAN staðar-
net, nærnet
Tölvunet sem er á starfssvæði
notanda, á þröngu landsvæði.
metropolitan area network, MAN
borgarnet [lítið notað heiti]
Net til þess að tengja saman
staðarnet sem eru á landsvæði
sömu borgar.
wide area network, WAN víðnet,
útnet
Net sem veitir samskiptaþjónustu
á stærra landsvæði en því sem
staðarnet eða borgarnet þjónar.
total area network, TAN alnet,
allsherjarnet [Hjá SKÝRR er til
dæmis notað heitið alnet. TAN
virðist vera heildarheiti yfir LAN,
MAN og WAN.]
global area network, GAN
samnet2 [Þekktasta dæmið er
Internet]
Net sem sameinar ólíkar tegundir
tölvuneta.
internetwork tenginet
Sérhvert net sem tengir net
saman. Eða: Safn neta sem starfa
saman þannig að þau koma fram
sem eitt net gagnvart notand-
anum.
Internet Internet
intranet innra net
Einkarekið sýndarnet sem er búið
til með því að nota tiltekna hluta
Internets.
fully connected network fulltengt
net, altengt net
grid network grindarnet
heterogeneous computer network
sundurleitt tölvunet
hierarchical computer network
stigveldisnet1 [stigveldisnet2 er
ein tegund tauganets]
homogeneous computer network
eingert tölvunet
hypergrid network ofurgrindarnet
inear network greiðunet
8 - DESEMBER 1996