Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1996, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.12.1996, Blaðsíða 5
■+ T Ö L V U *■ Upplýsingakerfi í símafyrirtækjum lr :av Upplýsingatækni og símafyrirtæki UPPgangur upplýsinga- tækninnar hefur mikil áhrif á símafyrirtæki ekki síður en fyrirtæki í öðrum þjón- ustugreinum. Það er ekki ein- ungis að þau selji aðgang að símalínum, sem gerir fyrirtækjum jafnt sem einstaklingum kleift að taka þátt í upplýsingabyltingunni marg umtöluðu, heldur beita símafyrirtækin sjálf upplýsinga- tækni sífellt meira í starfsemi sinni. Aukið framboð á fjarskipta- þjónustu í einu eða öðru formi krefst umfangsmikillar skráningar á notendum og þjónustu sem þeim er veitt og reikningagerð eykst að sama skapi. Talsíma- þjónusta felst ekki lengur einungis í upptengingu símtals milli tveggja notenda. Sérþjón- usta tengd talsímanum eykur notkunarmöguleika hans og tekur á sig margs konar form eins og símtalsflutning, sírntal bíður, númerabirtingu, þriggja manna tal o.s.frv. Græn númer, talhólf og alnúmer eru þjónusta, sem tengist talsímanum og farsíminn hefur sína sérþjónustu. Samhliða aukinni þörf fýrir upplýsingar innan símafyrirtækj- anna hafa tölvuframleiðendur þróað nýtt fyrirkomulag í gagnavinnslu, miðlarar og biðlarar, sem hefur gert það kleift að endurskipuleggja upplýsinga- flæðið innan fyrirtækjanna og lækka kostnað. Miðlara-biðlara fyrirkomulagið, sem dreifir upplýsingum á mismunandi tölvur á neti fyrirtækis, kemur í veg fyrir samanþjöppun starf- seminnar á einum stað og dregur úr miðstýrðri ákvarðanatöku, er talið besta leiðin til þess að bæta notkun upplýsingatækni í fyrir- tækjum. Það er einnig að verða breyting á viðhorfi stjórnenda til upplýs- ingatækni. Lengi framan af var litið á fjárfestingu í upplýsinga- tækni á sama hátt og fjárfestingu í vélum; hún átti að leiða til sparn- aðar í rekstri t.d. með því að létta starfsmönnum verkin eða fría þá til annarra starfa. En þó að slíkur sparnaður hafi ákveðna kosti þá þarf ef til vill nýjan hugsunarhátt til þess að nýta upplýsingastjórn- un að fullu til að skapa ný sóknar- færi í rekstri fyrirtækja og ekki síst til þess að endurbæta starfs- aðferðir, þjóna betur viðskipta- vinum og afla nýrra viðskipta. Áhrif samkeppni Aukin samkeppni í fjarskipta- þjónustu hefur haft í för með sér áherslubreytingar í starfsemi símafyrirtækjanna sem ekki verður fylgt eftir nema með bættum upplýsingakerfum. Sam- keppnin þýðir að ekki er lengur haldbært að vera í biðstöðu eftir viðskiptavinum. Markaðsfærsla er nauðsynleg, ef keppinautarnir eiga ekki að fá að sigla fram úr. I markaðsstarfsemi símaíyrirtækja hefur fram að þessu verið lögð áherslu á að kynna og auglýsa mismunandi tegundir símabún- aðar og þjónustu og notaður til þess hver sá miðill, sem nær til markhópsins fyrir viðkomandi búnað og þjónustu. I samkeppnis- umhverfinu eru þó að verða til nýjar áherslur. Símafyrirtækin gömlu, sem áður höfðu alla notendur á sínum snærum, verða nú að berjast til þess að halda þeirn um leið og hin aukna flóra þjónustu þýðir að markhóparnir verða stöðugt fleiri og minni hver fyrir sig. Sú mynd, sem mörg sírna- fyrirtæki sjá íyrir sér í umhverfi aukins þjónustuframboðs, sam- keppni og nýrrar tækni, er að markaðsátakinu verði beint að hverjum einstökum notanda og að nota verði öll tækifæri, sem gefast, til þess að kynna honum þann símabúnað og þjónustu, sem á boðstólum er. Og bestu tækifærin verða til, þegar notandinn hringir sjálfur til símafyrirtækisins, hvort sem það er til að leita upplýsinga eða kvarta yfir þjónustu eða símareikningi. Ef eigandi fyrir- tækis kvartar yfir því að viðskipta- vinir hans eigi erfitt með að ná símasambandi við fyrirtækið, getur verið tilvalið að bjóða honum fleiri innhringilínur, nýja einkasímstöð eða einhverja aðra lausn, sem kann að eiga við. Þannig er tekið frumkvæði að því að leysa vandamál notandans á jákvæðan hátt, en forsenda þess að þetta sé hægt er að nákvæmar upplýsingar um notandann liggi fyrir, t.d hvaða einkasímstöð hann er með, hversu margar línur eru til stöðvarinnar, hvort hann sé með DESEMBER 1996 - 5

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.