Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1996, Blaðsíða 22

Tölvumál - 01.12.1996, Blaðsíða 22
TOLVUMAL Framtíðarsýn í fjarskiptum Eftir Siafús Biörnsson Sú mynd af framtíðinni í fjarskiptum, sem hór verður dregin upp, byggist á stöðu tækninnar í dag og hugleiðingum um það hvað mér finnst líklegt um þróun á þessu sviði í næstu framtíð. Til að stytta mál mitt styðst ég við tvær myndir sem ég hef dregið upp. Þær fjalla um sitt hvorn flokkinn, bandþröng kerfi (mynd 1) og breiðbandskerfi (mynd 2). Ég horfi fram á við og geng út frá því að öll þessi kerfi séu stafræn. Einnig vísa ég til staðarneta og víðneta (sbr. mynd 2), sem er önnur hefðbundin flokkun í þessum fræðum. Sú flokkun er oft gagnlegri varðandi þjónusturnar, sem eru í boði á þessum kerfum, en til aðgreiningar kerfanna sjálfra. Tökum dæmi af símakerfinu: Það er í senn staðarnet og víðnet, en á því eru annars vegar staðarþjón- ustur, eins og „klukkan", veður- þjónustan, gengi dagsins o.fl., hins vegar þjónustur eins og Alnetið, sem upp kom og nýtur mestra vinsælda sem þjónusta á víðneti, þ.e. símanetinu. En Alnetið er þjónusta sem flytja má á hvaða fjarskiptakerfi sem er, á þræði sem þráðlaust, í staðarumhverfi sem víðfeðmu, svo lengi sem kerfið tekur við pökkum þess á staffænu formi (svonefndum IP-pökkum, sjá síðar). En snúum okkur þvínæst að nýmælum í bandþröngum kerfum. Hvaö er framundan í bandþröngum kerfum Á mynd 1 má sjá það helsta. I stórum dráttum skiptist myndin upp í þráðarkerfi og þráðlaus. Ég aðgreini útvarpsdreifikerfin að vísu frá þráðlausa símakerfinu (farsímakerfinu) sökum arfleifð- arinnar sem við búum við í dag í hefðbundna sjónvarpsdreifikerf- inu. Ýmis Evrópulönd eru að leggja út í stafræna útfærslu á VHF/UHF sjónvarpinu sem sérstöku sjónvarpsdreifikerfi eins og það hefur verið á hliðræna forminu. En stafræna formið getur flutt hvers konar þjónustu sem er. Sú spurning vaknar því hvort þessi þráðlausu kerfi renni ekki saman í eitt grunnkerfi, a.m.k. í þéttbýli, þó þjónusturnar (sími, hljóðvarp, sjónvarp o.s.frv.) haldist aðskildar? í þráðarnet- unum höfum við þennan sam- runa í einu grunnkerfi, Sam- netinu, þar sem miðað er að því að veita tegraða þjónustu „alls“, og í breiðbandsnetum er áætlunin á sama veg. Samkvæmt áætlun um þróun þráðlausa handsímans (sjá UMTS, á innskoti á mynd 1) á hann upp úr aldamótum að hafa öðlast bandbreidd, sem er sambærileg við þá sem Samnetið veitir. Bandbreiddin verður breytileg, háð notkunartilfelli. Fyrir kyrrstæð not, innanhúss og í staðarumhverfi, jafnast hún á við það sem Samnetið veitir í stofntengingu (2 Mb/s), en í fjar- neti verður hún hliðstæð grunn- tengingu Samnetsins (144 kb/s). Með öðrum orðum, mun hand- síminn þá hafa öðlast mynd- símagetu. I dag byggir GSM síminn tæknilega á 10 ára gömlum grunni og hin handsíma- kerfin sem ég nefni síðar eru náskyld honum. Til að spá UMTS-áætlunarinnar um mynd- símaflutning megi rætast, þyrfti handsíminn að öðlast til viðbótar nýja tækni sem eykur flutnings- getu hans, t.d. þá sem er í þróun í þráðlausa stafræna útvarpinu (DAB, DVB-T, H323-IP). Það myndi auka líkurnar á því að þau rynnu saman í eitt grunnkerfi. Þessi þróun er frá merkja- og kóðafræðisjónarmiði náskyld þeirri sem á sér stað í myndflutn- ingi á almennum símalínum (xDSL) sem ég nefni stuttlega síðar. Á innskotinu á mynd 1 eru þau þrjú handsímakerfi nefnd, sem sem við búum við í dag Það er DECT kerfið sem er hannað fyrir staðbundið umhverfi og kyrrstæð not eða litla hreyfingu (sbr. grafið á mynd 1). DECT, eins og DCS, er nýrra en GSM. DECT er ekki farsími og er þ.a.l. miklu einfaldari og ætti að vera miklu rekstrarhagkvæmari innanhúss og á götum stórborga en GSM/DCS. Enn sem komið er þekkist DECT hér á landi ein- göngu sem viðbót á einkasím- stöðvum. DCS kom til af því að tiltölulega þröngt tíðnisvið GSM- símans er uppurið á ýmsum þéttbýlistöðum í Evrópu; hér þekkist það ekki enn. DCS er betra gagnaflutningskerfi en GSM, þó DECT sé betra. Eins og innskotið á mynd 1 sýnir, er GSM-síminn besti farsíminn, þ.e. hann þolir að vera á mestri hreyfingu. Upp úr aldamótum munu að líkindum allir þessir símar renna saman í UMTS. UMTS verður margmiðlunar- miðill, sem veitt getur þjónustu 22 - DESEMBER 1996

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.