Vísir


Vísir - 09.11.1962, Qupperneq 4

Vísir - 09.11.1962, Qupperneq 4
4 V I S I R . Föstudagur 9. nóvember 1962 i Minna íslenzkt lesmál, en fyrír tuttugu ánun Gunnar Einarsson. -K Tíðindamaður frá Vísi hefur fundið að máli for- mann Bóksalafélags ís- lands, Gunnar Einarsson prentsmiðjustjóra, og spurt hann hvað hann teldi athyglisverðast varð andi íslenzka bókaútgáfu á þessum tímum. Gunnar svaraði þegar með því að varpa fram spurningu á móti: — Hefurðu gert þér grein fyrir hvar á vegi bókaútgáfa á Islandi er stödd nú? Ég spyr þannig vegna þess, að ég geri ráð fyrir, að fæstir geri sér grein'fyrir því, að nú lesa íslendingar helmingi minna af íslenzkum bók- um en fyrir tuttugu árum. — Viltu rökstyðja þessa skoð- un þína? — Að sjálfsögðu. Ég hef kynnt mér þetta og eftir að hafa aflað mér ýmissa upplýsinga er niður- staðan af athugunum mínum í stuttu máli þessi: Á undanförnum árum hefur ís- lenzku þjóðinni fjölgað sem næst um 40 af hundraði. Á sama tíma hefur svo að segja staðið í stað fjöldi þpirra bóka, sem koma út árlega, og á ég þar aðallega við skáldsögur, íslenzkar og þýddar, en eintakafjöldi hefur lækkað um 25—30 af hundraði. Það lætur því nærri, að það sé um það bil 50 af hundraði minna íslenzkt lesmál, sem kemur á hvern ís- lending nú en fyrir tveimur ára- tugum. — Telurðu þessa þróun tengda auknum innflutningi erlends les- máls? Innflutningur erlendra blaða og bóka. — Já, á þessu sama tímabili hefur innflutningur erlendra bóka og þó sérstaklega blaða og tíma- rita aukizt verulega. Við þessu væri ekkert að segja, ef hið inn- flutta efni erlendis frá væri mun betra en það, sem niður fellur af íslenzku lesmáli. Ég vil þó taka fram, að jafnan er talsvert flutt inn af 'ágætum, erlendum bókum. Hitt er þó jafnvíst; að langmestur hluti erlendra blaða og tímarita, sem inn er fluttur, mætti minnka verulega. — Hverjar telur þú megin- ástæðu þeirrar þróunar, sem hér um ræðir? Tvær meginástæður. — Ég held, að aðalástæðurn- ar séu tvær, þótt vitanlega komi fleira til greina. Hin fyrri er sú, sem ég hef margsinnis bent á, að útgefend- um hér á landi er gert mjög erf- itt fyrir, sökum þess hve allt efni til bókagerðar hefur orðið dýrt hingað komið vegna tolla og skatta. Hin síðari er sú brjálæðis- ið mjög nærri menningu þjóðar- innar. — Hvað hyggur þú vænlegast til þess að hamla gegn þessari þróun og koma því til leiðar, ef unnt væri, að þjóðinni allri lærð- ist af nýju að meta góðar bæk- ur, og sýndi það með þvl að kaupa þær og lesa? Leiðréttingar er þörf. — Fyrst af öllu verður að leið- rétta þann misskilning, sem af leiðir að íslenzkar bækur eru settar í annan og lægri flokk en útlendar. Útgefendur hafa aldrei farið fram á, að erlendar bækur hefur allar greinar lista hér á landi, og hefur vægast sagt geng- kennda uppdráttarsýki, sem hrjáð væru tollaðar, og ekki amazt við innflutningi þeirra, en hitt ætti öllum að vera ljóst, að það er óeðlilegt og ranglátt, að gera er- lendum bókum svo miklu hærra undir höfðl en íslenzkum ,að þær séu fluttar inn tollfrjálsar og hömlulaust, en efnið í islenzku bækumar skcfjalaust skattað og tollað og stundum margtollað. Þýddu bækurnar. — Það hefur verið fundið að því, sagði G. E., að erlendar bæk- ur þýddar á íslenzku, væru ekki allar valdar af betri endanum. Þótt þetta sé ekki að öllu leyti rétt, má á það benda, að við, sem 'stundum bókaútgáfu hér á landi og búum við þröngan mark- að, auk erfiðleika þeirra, sem á okkur bitna af þeim ástæðum, sem ég drap á, verðum að taka það helzt til útgáfu, sem líkur eru fyrir að seljist, þótt við að sjálfsögðu vildum gjarnan gefa út meira af úrvalsbókum, þótt fyrir fámennari hóp lesenda sé, og væri aðstaða okkar bætt gæt- um við gert meira að þvl. Aðstöðumunur. — Mér hefur skilizt, að að- stöðumunur íslenzkra bókaútgef- enda og norskra bókaútgefenda — svo dæmi sé nefnt — sé mjög mikill? ’ — Ég vil I tilefni af þessari spurningu minna á, að hér var I sumar á ferð norskur maður, hr. Grooth, formaður Félags norskra bókaútgefenda, en hann skýrði frá því I hópi nokkurra íslenzkra út- gefenda, að norskir útgefendur fengju papplr I útgáfubækur sínar 10 af hundraði undir heims- markaðsverði tollfrjálst, og sagði hann og, að svipað mundi vera á hinum Norðurlöndunum, Finn- landi, Svíþjóð og Danmörku, en íslenzkir bókaútgefendur verða epn að borga háa tolla af öllu efni til bókaútgáfu. Bækur til gjafa. f — Út af því, sem við höfum rætt um, dettur mér I hug að spyrja þig um reynslu bókaút- gefenda, að því er varðar kaup almennings á bókum til gjafa. Er um nokkra breytingu að ræða, að því er varðar þennan gamla og góða sið, að gleðja aðra með því við ýmis tækifæri, að gefa þeim góðar bækur? — Þessi góði, gamlir siður hef- sið má að verulegu leyti þakka það, að árlega berst mikið af góðum bókum inn á íslenzk heimili. Bókaverð. — Viltu segja eitthvað um bókaútgáfuna á þessu hausti, og þá einkum bókaverðið? — Ég hef haldið fram að þessu, Rætt við GUNNAR EINARSSON, forman Fél. ísl. bókaútgefenda ur haldizt, sem betur fer, og er íslenzkri bókaútgáfu mikilvægur, 3g mikill hluti þeirra bóka, sem oma á markaðinn fyrir jólin, er notaður til gjafa, enda eru þær til þess hentugar — gefendum og þiggjendum kærkomnar. Það vill oft reynast svo, að fyrir and- virði góðrar bókar er erfitt að finna annað, sem menn vilja gefa, og ekki slzt eru bækurnar mikils virði fyrir þá, sem marga þurfa að gleðja, og þessum góða að fjöldi útgáfubóka á þessu hausti mundi verða líkur og I fyrra og að bækur myndu yfir- leitt hækka I verði um 20—30 af hundraði, en þetta mun ekki reynast rétt. Eftir því sem ég get komizt næst nú verða útgáfu- bækur fyrir jólin hokkru færrí en I fyrra og bókaverð mun yfir- leitt ekki hækka meira en um 10—12 af hundraði. A.Th. Markmiðið að ala upp ráðdeild Deild sú I Seðlabankanum, sem sér um sparifjársöfnun skólabarna, boðaði blaðamenn á sinn fund I gær. Var þeim sýnd kvikmynd, sem notuð er vlð kennslu í þessum efn- um. Guðjón Jónsson, forstöðumaður deildarinnar, skýrði svo frá, að það væri mjög almennur misskilningur hjá fólki, að það héldi að aðalmark- mið starfsemi þessarar væri að börnin söfnuðu ?em mestum pen- ingum. Sagði hann það aðeins vera einn þátt málsins, en meginatriðið væri að kenna börnunum ráðdeild og hagsýni og veita þeim skilning á notkun peninga. Starfsemi þessi hófst árið 1954 og hafði Snorri Sigfússon námstjóri forgöngu um þetta mál. Hóf hann störf sín við þetta, eftir að hann hafði lokið eðlilegum starfstíma sín um um sjötugt og starfar enn að þessum málum, þó að hann hafi ekki lengur á höndum stjórn starf- seminnar. í upphafi hafði Landsbankinn for göngu um þetta og gaf öllum skóla- börnum sparisjóðsbók með tlu króna innstæðu. Þegar Seðlabank- inn var stofnaður, tók hann við þessari starfsemi og hafa þessir bankar nú gefið skólabörnum um hálfa milljón króna á þennan hátt. Söfnun sparimerkja hefur ekki aukizt til muna, og jafnvel á köfl- um minnkað, frá því sem var fyrsta árið. Telja þeir Snorri og Guðjón að það sé enginn mælikvarði á starfsemina, þar sera söfnun er ekki aðalatriðið. Meginmarkmiðið er að kenna börnunum meðferð á pen- ingum og gera þeim Ijóst, að bera þarf virðingu fyrir verðmætum. Starfsemi sem þessi hefur verið starfrækt yfir 80 ár í Danmörku og alllengi á hinum Norðurlöndunum, auk þess sem þetta tíðkast víðast hvar I hinum vestræna heimi. Hér varð fyrsti vísirinn að þessu til í barnaskólanum á Akureyri, er Snorri Sigfússon byrjaði á þessu árið 1932. ► Fyrrverandi forseti Rauða kross ins Paul Rugger er farlnn til New York flugleiðis til viðræðna við U Thant og fulltrúa Bandaríkja- stjórnar um eftirlit Rauða krossins með skipum á leið til Kúbu. ^ Anton Jugov forsætisráðherra Búlgaríu hefur verið vikið frá. Þetta var tilkynnt, er sett var 8. flokksþing Kommúnistaflokksins I gær. — Aðalritari flokksins sak- aði hann um að hafa rofið einingu og samheldni flokksins. Ýmsum öðrum helztu mönnum kommúnista var og vikið úr stöðum sfnum.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.