Vísir - 09.11.1962, Qupperneq 5
V í SIR . Föstudagur 9. nóvember 1962
5
E’jófar jóta —
Framhald af bls. 1<
út af fyrir sig nógu grunsamlegt
til að gera lðgreglunni aðvart.
Kallaði hann lögregluna upp í tal-
stöð bifreiðarinnar og skýrði frá
hvers hann hafði orðið vísari. Pilt-
urinn náðist að vísu ekki þá um
nóttina, en hins vegar var lýsing
bifreiðarstjórans á honum svo
glögg og greinargóð að lögreglan
taldi sig þekkja eftir henni ákveð-
inn mann. Fór hún heim til hans
daginn eftir og sat hann þá í
stofu sinni og hlustaði á forláta
útvarp, sem reyndist vera stolið
úr Háskólabíó.
Við yfirheyrslu þessa pilts kom
margt fram, sem leiddi m. a. til
handtöku fjögurra annarra pilta,
en auk þess bárust böndin að
þeim fimmta, sem þá þegar sat í
fangelsi fyrir aðrar sakir. Þannig
hð alls voru piltarnir sex að tölu
og játuðu á sig samtals 11 innbrot
og þjófnaði viðs vegar f Reykjavík.
Þjófarnir höfðu brotizt inn á
eftirtöldum stöðum:
Kaffistofuna í Austurstræti 4.
Þar stálu þeir vindlum, brennivíns-
slatta í flösku, vindlingum og
skiptimynt.
Kaffi Höll í Austurstræti, en
þaðan stálu þeir_ 6490 krónum í
peningum.
Fataverksmiðjuna Gefjuni á
Snorrabraut 56. Þaðan höfðu þeir
á brott fjóra karlmannsalfatnaði.
í Gildaskólann í Aðalstræti brut-
ust þeir nokkrum sinnum, einkum
þegar þeir fundu til hungurs, og
stálu þá eingöngu mat sem þeir
neyttu á staðnum. Þó klykktu þeir
út með þvf að stela sparibauk frá
Slysavarnafélaginu sem var f
veitingastofum Gildaskálans. Höfðu
þeir baukinn á brott með sér og
brutu hanp upp, en í honum reynd-
ust vera um 70 krónur.
í húsakynnum Sundlaugar Vest-
urbéejar brutust þjófarnir tvívegis
inn en þar stálu þeir einkum óskila-
munum ýmsum sem gestir höfðu
óvart skilið eftir eða gleymt. Ekki
var þar um nein sérstök verðmæti
að ræða.
Úr Hressingarskálanum í Austur-
stræti höfðu þeir stolið útvarpi.
í Mjólkurbúðina á Hjarðarhaga
49 höfðu þeir brotizt inn og stolið
200—300 krónum f skiptimynt.
í innbroti í Hagabúð, Hjarðar-
haga 47 stálu þeir um 10 pakka-
lengjum með vindlingum, sælgæti
og fleira smávegis, auk þess nokkr-
um krónum f skiptimynt.
Síðustu innbrotin voru svo sem
áður segir, í Háskólabió og Mela-
völlinn. Á fyrrgreinda staðnum
ollu þeir mjög miklum skemmdum,
brutu m. a. dýrmæta rúðu og stálu
auk þess útvarpi og sælgæti. Bóta-
krafa frá bíóinu nemur samtals um
14 þúsund krónum. í Melavallar-
skýlinu ollu þeir einnig miklum
skemmdum og stálu þaðan skeið-
klukkum, ræsibyssu, útvarpi, plötu
spilara, teppi og ýmislegu smá-
dóti. Loks sæmdu þeir sjálfa sig
forkunnarfögrum silfurbikar —
verðlaunagrip fyrir vfðavangs-
Sjónvarp —
Fiamhald af 16 sfðu:
fiskirannsókna. Væri tilgangur-
inn fyrst og fremst að athuga
með því skipsflök, sem eru of
djúpt til að kafari geti rann-
sakað þau. Sagði hann að ýmis
skip hefðu farizt, án þess að
vitað væri með vissu hvar.
Hefðu verið fundin flök með
dýptarmælum, en nú væri hægt
að fullvissa sig um hvort þetta
eru réttu flökin. Kapallinn sem
fylgir tækinu er um 300 fet, eða
hátt í hundrað metra. Tæki eins
og þessi hafa mjög takmarkað
sjónsvið neðansjávar, þar sem
sjórinn f kring um ísland er
mjög gruggugur, vegna þess
mikla lífs sem er í honum.
hlaup sem geymdur var í húsa-
kynnum Iþróttavallarins.
Lögreglan hefur tjáð Vísi að
þessir piltar hafi lftið sem ekki
komið við sögu lögreglunnar áður,
að undanskildum einum, sem þegar
sat f Hegningarhúsinu fyrir ýmsar
aðrar sakir, þegar upp komst um
þessi innhrot. Hafði hann þá ekki
viðurkennt hlutdeild í þessum inn-
brotum sem hér hafa verið nefnd.
Þá hefur lögreglan skýrt Vísi
frá því að þessir piltar hafi meira
stundað slæpingsskap og iðjuleysi
að undanförnu heldur en atvinnu
FlugfélagSð —
Framhald af bls. 16
fluginu hefir aukningin orðið 14,14
af hundraði.
Heildartala farþega, sem flugvél
ar Flugfélagsins fluttu á fyrstu níu
mánuðum þessa árs er þvf 81.388,
og á sama tímabili í fyrra var
hún 59.921, og er því heildaraukn-
ingin meira en þriðjungur eða
35,21 af hundraði.
Hér er því við að bæta, að á
öllu síðásta ári fluttu flugvélar F. í.
177.894 farþega, og eru þá með-
taldir þeir farþegar, sem fluttir
voru í Grænlandsferðum félags-
ins, en þeir skipta hundruðum. í
tölum þeim, sem getið er hér að
ofan, er Grænlandsflugið hins veg
ar ekki reiknað með.
Kúba —
Framhald af bls. 16
Rússar segja, að brottflutningi
eldflauga frá Kúbu verði Iokið á
mánudag. Ekki hefur enn frétzt,
að bandarískir sjóliðar hafi farið
um borð í sovézk skip á leið frá
Kúbu til talningar á eldflaugum,
en í frétt frá Washington er sagt,
að ljósmyndir virðist sýna, að ver-
ið sé að leggja niður allar eld-
flaugastöðvar á eynni, sem um sé
vitað.
í fréttum að undanförnu hefur
komið fram og var lögð á það ný
áherzla í gærkvöldi og morgun, að
Bandaríkin krefjast alþjóðlegrar
skoðunar og staðfestingar á, að
eldflaugastöðvarnar hafi verið lagð
ar niður.
Ennfremur krefjast Bandaríkja-
menn, að fluttar verði frá Kúbu
sovézkar sprengiflugvélar og önn-
ur árásarvopn.
Rússar ségja þessar sprengiflug
vélar „úreltar" og hafa ekki feng-
i izt til þess að fallast á kröfuna, og
| á fundinum í gær mun Kusnetzov
i hafa haldið fast fram kröfum Fied
els Castros, m.a. að Bandaríkin
1 hverfi þegar úr flotastöð sinni á
Kúbu.
Blaðið Washington Post skýrir
frá því í dag, að sl. þriðjudag hafi
Nikita Krúsév skrifað Kennedy
forseta um Kúbumálið. Blaðið seg-
ir ekki kunnugt um efni bréfsins,
en líklega hafi það fjallað um eld
flaugaflutninginn frá Kúbu.
Af vettvangi Sameinuðu þjóð-
anna fréttist, að Krúsév mundi
ekki vilja gera fleiri tilslakanir
varðandi Kúbu, og bendir og það,
að ekkert gekk á fundinum í gær-
kvöldi, til hins sama.
SAMSTEYPA FJ0GURRA
FLUGFÉLAGA UNDIRBÚIN
Undanfarið hafa farið
fram viðræður milli fjög
urra stórra flugfélaga í
Evrópu um samsteypu
félaganna. Eru þetta
félögin Lufthansa, Alita-
lia, Sabena og Air
France.
Viðræðum þessum er nú vel
á veg komið og er búizt við
því að hinn sameiginlegi rekstur
þeirra hefjist í vor. Ástæðan til
samsteypunnar er sú að rekst-
ursafkoma félaganna hefir ver-
ið heldur bágborin, einkum sök-
um hinna miklu útgjalda vegna
þotukaupa. Hefir sætanýting
heldur hvergi verið nóg einkum ,
á leiðinni yfir Atlantshafið. Er
ætlunin að koma fram hagræð-
ingu og sparnaði með samsteyp-
unni og útiloka nauðsynjalausa
samkeppni um farþega.
Samsteypa þessi, eða Air
Union eins og hún mun kallast,
mun starfa þannig að félögin
halda eftir sem áður nöfnum
sínum. Þá mun viðhald vélanna
einnig fara fram á sérverkstæð-
um þeirra. Hins vegar munu af-
greiðslur þeirra að mestu leyti
verða sameiginlegar og þau
munu vísa farþegum á milli
sín eftir því sem ástæða og kost
ur er á. Á þannig að koma í veg
fyrir að sætarými fari/á sama
hátt til ónýtis eins og hingað
til hefir verið.
Viðræður hafá fyrr farið
fram um slíka samsteypu, en
ekki komizt á það lokastig sem
þær nú eru á. KLM-félagið
hefir hingað til verið utan við
viðræðurnar en talið er að það
hafi fullan hug á að leita sam-
vinnu. Athygli skal vakin á því
að-hér er um að ræða flugfélög
sem öll eru innan landa Efna-
hagsbandalagsins.
Framtíi manns og heims
Út er komin hjá Almenna bóka-
félaginu bók mánaðarins fyrir okt-
óbermánuð. Er það bókin Framtíð
manns og heinis eftir franska vís-
indamanninn Pierre Rousseau, en
þýðandi er dr. Broddi Jóhannesson
skólastjóri.
Höfundurinn, Pierre Rousseau,
mun vera í hópi fremstu rithöfunda
heims, þeirra sem um vísindaleg
efhlitrite fpthú;EEhnenning. Hefur
hann-1 áúotrið rnmargs konar viður-
kenningu fyrir verk sín, m. a. hjá
frönsku akademíunni tvisvar sinn-
um. Fyrir bókina Framtíð manns og
heims, sem fyrst kom út 1959,
hlaut hann Nautilus-verðlaunin
frönsku.
Bókin Framtíð manns og heims
er ekki með öllu ókunn íslenzkum
útvarpsh^ustendum, því að dr.
Broddi las úr henni nokkra kafla
í Ríkisútvarpið í fyrra vetur er
vöktu mikla athygli. 1 bók þessari
birtir höfundurinn athuganir sfnar
og niðurstöður um framtíð manns-
ins og alheimsins í næstu og
fjærstu framtíð. Koma niðurstöður
hans vissulega mörgum á óvart —
en þó virðist það þetta, sem koma
skal, svo fremi sömu lögmál og
afleiðingar gildi í framtíð sem
hingað til.
Dr. Broddi Jóhannesson segir í
formála fyrir verkinu:
„Ég mun .... rekja með örfáum
orðum nokkuð af því, er helzt kom
mér til að greiða bók þessari leið
til íslenzkra lesenda. Tel ég það
fyrst, að hún fjallar um ýmis þau
efni og nokkur vandamál, er
drengilegustu hugsuðir samtíðar-
innar glíma við af hvað mestri al-
vöru og alúð, en það annað, að
framsetning höfundar er svo Ijós,
að hverjum sæmilega greindum
leikmanni er vorkunnarlaust að
skilja hann. En miklu varðar, trúi
ég, að bilið milli lærðra og leikra
breikki ekki úr hófi fram, að hlut-
ur alþýðu í markvérðustu þ'ekking- (
unni megi verða sem mestur á
hverjum tíma, og þá ekki sízt á
þeirri öld, er „allt er á lofti, sem
hendur má á festa og mannsvoði
má í verða.“ Enn hvatti mig stór-
brotin sýn höfundar í rúmi og
tíma. „Maðuf, líttu þér nær“, stend
ur þar. „Maður, líttu þér fjær,“
skyldi og standa þar“.
Bókin Framtíð manns og heims
er 258 bls. að stærð, prentuð í
Víkingsprenti og Borgarprenti, en
bókband hefur Bókfell annazt.
Bókin hefur verið send umboðs-
mönnum AB út um land, en félags-
menn bókafélagsins í Reykjavík
geta vitjað hennar á afgreiðslu fé-
lagsins í Bókaverzlun Sigfúsar Ey-
mundssonar.
Sendur tíl köfunarnáms
Landhelgisgæzlan hefur sent 1 I
starfsmanna sinna, Þröst Sigtryggs
son, skipstjóra, vestur til Banda-
ríkjanna til þess að kynna sér
köfun.
Þröstur Sigtryggssonn hefur
undanfarið kennt froskköfun hér
heima, en það er einkum sú grein
köfunar, sem hann mun kynna sér
ytra.
Froskköfun er nú orðin mikið
nauðsynjamál á íslenzkum fiski-
skipum og býsna oft sem til þess
þarf að grípa. Einkum hefur það
stórum færzt í aukana að kafa
hefur þurft eftir að síldveiðiskipin
fengu kraftblokkir til að athafna
sig með. Mest brögð hafa verið að
þessu í byrjun hverrar vertíðar á
meðan áhöfn skipanna er ennþá ó-
vön veiðiaðferðinni, því þá vill nót
in oftMenda í skrúfu skipsins og
situr þar föst. Er þá jafnan helzta
ráðið að fá froskmann til að kafa
og greiða úr flækjunni.
Á sl. sumarvertið var sérstakt
skip, m.b. Elding, sem hafði frosk
kafara um borð og veitti síldveiði
flotanum aðstoð eftir föngum á
Norðurlandsmiðunum, auk þess
sem Landhelgisgæzlan aðstoðaði
eftir því sem hún kom því við.
Þegar síldveiðar eru stundaðar á ,
stóru svæði og flotinn dreifður, er
nauðsynlegt að hafa marga frosk-
kafara til taks, þegar óhöpp bera
að höndum, enda ríður það út-
gerðinni á miklu að sem minnstar
tafir verði á bátunum.
Það er ekki sízt fyrir þessar sak-
ir að Landhelgisgæzlan hefur nú
sent Þröst skipstjóra til Banda-
ríkjanna til að kynna sér nýungar
í froskköfun.
Þröstur fór utan sl. mánudag og
var ferðinni heitið til Florida. Þár
mun hann dveljast við nám a.m.k.
um tveggja mánaða skeið. Aðstaða
til köfunar er mjög góð á Florida
því að þar er sjávarhitinn yfir 20
stig, í stað þess að hér við Iand
er hann 5-7 stig yfir vetrarmánuð-
ina, enda sannkölluð þrekraun oft
og einatt að kafa vjð slík skilyrði.
Nýtt „ Vussull - hneyksli
//
Thomas Galbraith, brezkur að-
stoðarráðherra, hefur beðist lausn
ar.
Nefndin, sem Macmillan skipaði,
eftir að dómur va rfallinn í Vass-
all-njósnamálinu, gaf fyrir 2 dög-
Um út bráðabirgðaskýrslu um at-
huganir sínar, að beinum F'-rir-
mælum Macmillans, en fei’ öll
eru um Vassall-málið skrifað dag-
lega í blöðum, og þess krafist að
hreinsa verði til í opinberum skrif
stofum, svo sem hjá flotamála-
stjórninni, þar sem Vassakl starf
aði ,og rannakaður einkalífsferill
manna, og gefið í skyn að fleiri
,rvnvillingar kunni að vera þar. en
slíkum mönnum sé ekki að treysta
til ábvrgðarstarfa. — -í bráða
birgðaskýrslunni eru birt bréf frá
Gailbiaith og konu hans til Vass-
als, og er ekkert í þeim, að því
er virðist, sem bendir til neinna
vansæmandi kynna, en Gailbraith
komst samt að þeirri niðurstþðu
að réttast væri, að hann léti af
embætti. — Svo mikla athygli
vakti bráðabirgðasl.ýrslan, að eitt
Lundúnablaðið birti frétt um hana
með fyrirsögn þvert yfir forsiðu:
Nýtt Vassall-hneyksli?
Laust embætti
Auglýst hefur verið laust til um-
sóknar prófessórsembætti I íslenzk
um fornbókmenntum við Háskóla
íslands. Umsóknarfrestur er til 5.
desember næstkomandi, en emb-
ættið verður veitt frá 1. marz
1963. Er hér um að ræða starf það,
er próf. Einar Ól. Sveinsson hafði
á hendi, en hann var nýlega skip-
aður forstöðumaður Handritastofn-
unar íslands, svo sem kunnugt er
ú fréttum.