Vísir - 09.11.1962, Síða 6

Vísir - 09.11.1962, Síða 6
\ V I S I R . Föstudagur 9. nóvember 1962 -K IHGA VAND. — Það verður að taka yngstu kynslóðina fyrir skipulega og kenna henni að alast upp í borg, en það mœtti eins kalla að kenna foreldrum að ala börn sín upp í borg. Margir foreldranna eru ald- ir upp í sveit og þekkja því ekki þær uppeldisaðferðir, sem einar geta komið að notum í borginni, og eiga hvergi annars staðar við. Auk þess eru alltaf að skapast hér í borginni nýjar menningar- og starfsaðstæður, sem leggja for- eldrunum aukinn uppeldisvanda á herðar. Ef ekki verður nægi- lega snemma reynt að uppræta það í unglingunum, sem er af- leiðing fátæklegra uppeldisað- ferða, og foreldrunum jafnframt kennt að ala upp, þá getur farið svo að hér myndist sömu krón- isku vandamálin og f öðrum borg Rætt við Sigurjón Björnsson sólfræðing um heimsins: Þau lýsa sér í tíð- um sjálfsmorðum, hópsamtökum, vandræðaunglinga svo eitthvað sé nefnt. — Hér getum við kæft unglingavandamálin f fæðing- unni. Þannig fórust Sigurjóni Björns syni, sálfræðingi Geðverndar- deildar Heilsuverndarstöðvarinn- ar orð í stuttu viðtali, sem blaða maður frá Vísi átti við hann fyr- ir stuttu síðan. Tilefnið voru þau ummæli Sigurjóns að Geðvernd- ardeildina vantaði um 20 manna starfslið til viðbótar þvf sem fyrÍT er til að geta annað þörfum. Sigurjón er þeirrar skoðunar, að það sé hægt með snöggu, KÆFUM MÁLIN í FÆÐINGUNNI stóru og markvissu átaki að end- uruppala þann hluta æskunnar, sem fengið hefur brenglað upp- eldi og jafnframt kenna foreldr- um viðeigandi hætti í borgarupp- eldi unglinga. — Ef ekki verður bætt úr göll- unum, halda þeir áfram að vaxa. Þeir sem fá rangt uppeldi hljóta að veita börnum sínum rangt uppeldi, því að þeir vita ekki betur. Sá, sem ekki getur stjórnað sjálfum sér getur ekki stjórnað öðrum. Það er þetta sem við verðum að gera okkur grein fyrir og taka til okkar ráða, áður en það er um seinan. Hin sál- fræðilegu vandamál vaxa og dafna en minnka ekki, ef þau eru látin afskiptalaus. Það er samt ekki meiningin, að þjóðfélagið verði fullkomið. Það verður ekki hægt. Undantekning- ar eru frá þessari reglu, eins og öðrum. En það má gera ótrúlega mikið til að draga úr afbrota- hneigð unglinga, ef byrjað er nægilega snemma og rétt farið að hlutunum. Það táknar ekki að þjóðfélagið verði afbrotalaust, en það á sér að minnsta kosti ekkert stað í líkingu við það, sem íbúar annarra stórborga verða að horfa á, án þess að geta gert nema lítið eitt. Hjá þeim er orðið of seint að gera nokkuð róttækt undir slíkum kringum- stæðum. Hér getum við hins veg- ar gert róttækar ráðstafanir með- an við erum ekki fleiri og nýj- asta kynslóðin ekki fjölmennari. — En til að þetta sé hægt, þarf að efla starfsemi deildar eins og þeirrar, sem ég starfa við, jafn- vel koma fleiri slíkum deildum á fót. Það þarf að fjölga starfs- fólki, þjálfa það og veita þvi starfsaðstöðu. Við erum fimm, sem störfum á þessari deild. Við þurfum að vera tuttugu. Okk- ur vantar tilfinnanlega fleiri fél- agsráðgjafa. Við höfum einn, okk ur vantar 6-10. Sigurjón Björnsson. Við þurfum að hafa fleiri sál- fræðinga og fleiri geðlækna. Fél- agsráðgjafar geta unnið mikið starf ef þeir eru vel þjálfaðir. Þeir leiðbeina foreldrum og safna efni í skýrslur til okkar, sem þurfum að rannsaka börnin og veita þeim sálfræðilega meðferð. Það er mikið starf sem þarfnast aukins starfsliðs. Við leggjum líka mikla áherzlu á samvinnu við kennara. Þeir geta mikið stuðlað að enduruppeldi barna. — Hvað um enduruppeldið? — Það er mikið um það að vangefið fólk leggi út á braut afbrotanna. Það er ekki fyrst og fremst vegna þess að þetta fólk er vangefið, sem svona fer fyrir þvf. Megin ástæðan er venju legast sú, að það hefur ekki feng ið uppeldi í samræmi við eðlis- gáfur sínar. Foreldrarnir reyna í lengstu lög að komast hjá því að viðurkenna vangefni barnanna og fara með þau eins og full- gefin. Þetta skapar ekkert annað en vandamál hjá þeim vangefna, þegar hann fer að fá skyn til að reyna hlutina sjálfur, vandamál, sem hann kiknar undan. Þegar svo er komið verðum við að taka viðkomandi f enduruppeldi, ef þess er óskað. Markmið okkar er að uppræta flækjurnar sem skap- azt hafa í sál þessa manns vegna rangs uppeldis. — Er fólk viljugt til að koma með börn sín og tala opinskátt um vandamál sín? — Já, það er ekki hægt að segja annað. Okkur hefur líka orðið furðanlega vel ágengt, og má segja að það eigi mikinn þátt í vaxandi aðsókn að stofnun okkar. Til að fyrirbyggja mis- skilning vil ég undirstrika það að með því sem ég hef sagt, á ég ekki við, að íslenzka þjóðin sé alvarlega sjúk eða vandamál- in séu svo óskaplega stór. En þau eru mörg og þurfa langan úrlausnartíma hvert. Það þykir Iéleg vika hjá þjónum á sumum vínveitinga- staðanna, ef þelr hafa ekki 5— 7 þúsund króna vikulaun. Það þekkist hvergi í víðri ver- öld nema á íslandi, segir einn fslenzkur Marco Polo, að það skuli vera erfitt að fá bílastæði við veitingahúsin vegna einka- bíla þjónanna. Á skrifborði Þjóðleikhússtjóra liggja nokkur fslenzk leikrit, en hann vill fá fleiri verk eftir is- lenzka höfunda. Dr. Magnús Z. Sigurðsson, forstjóri Atiantor h.f., er , ný- kominn úr viðskiptaferðalagi í Bandaríkjunum. Dr. Magnús sagði við komu sína: Það er ekkert að frétta hjá mér, við bfðum eftir síldinni. Nei, ég hef ekki tekið fleiri frystihús á ieigu. Óttar Þorgilsson, skrifstofu- stjóri samtaka um vestræna samvinnu, segir að nú sé i und- irbúningi 30—40 manna heim- sókn til aðalstöðva Nato í Paris. Farið verður með flugvél af Keflavíkurflugvelli og staldrað við í þrjá daga. Það hefur verið rætt í Eim- skipafélagi íslands að láta byggja nýjan Gullfoss. Búizt er við, að smíðin muni þó dragast nokkuð. Bókaútgefendur rnunu ætla að draga úr jólaauglýsingum sinum þetta ár. * Aðsókn að Háskólabíói er góð ,en byggingin var dýr, svo að kvikmyndahúsið berst í bökkum. Rakarameistari einn í Mið- bænum segir það áberandi hvað viðskiptin hafa minnkað hjá honum eftir að fyrirtæki tóku að flytja skrifstofur sínar og verzlanir austur í bæinn. Það var fólk allan daginn í símanum 24678, en þar má heyra „orð lífsins“ af símsvara, sem Ásmundur Eiríksson, leið- togi Fíladelfíumanna, hefur les- ið upp. * Verið er að byggja hús í Ak- urgerli, sem verður með garði á þakinu. Upphaflega var ráð- gert að húsgögnin yrðu öll steypt, en eigendur neituðu af sofa í járnbentu hjónarúini. — Sundlaug verður á neðri hæð. Högna Sigurðardóttir teiknaði. Bókin ísold hin gullna, eftir Kristmann Guðmundsson er mest umræðda bókin þessa dag- ana. Lítil silfurskeið seldist fyrir 2100 krónur á síðasta silfur- munauppboði Sigurðar Bene- diktssonar. Þorvaldur í Síld og fisk og Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður buðu hvor í kapp við annan, en sá síðar- nefndi hreppti gripinn. María Guðmundsdóttir, feg- urðardís og tízkumyndafyrir- sæta, verður heima hjá foreldr- um sínum um jólin, en fer svo til hálaunaðra starfa i New York. Hilmar Kristjánsson, blaðaút- gefandi, er í þriggja mánaða fríi frá störfum sem framkvæmda- stjóri Vikunnar. Frystihús Tryggva Ófeigsson- ar á Kirkjusandi er fullkomn- asta frystihús landsins. Sölumiðstöðin er að undirbúa ákvæðisvinnu f frystihúsum landsins.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.