Vísir - 09.11.1962, Page 15
*
V-fSIR . Föstudagur 9. nóvember 1962
75
Prinsinn gekk á móti henni
með bros á vör. En allt í einu
var eins og brosið stirðnaði á
vörum hans. Hann tautaði eitt-
hvað og Karólína var sannfærð
um, þótt hún skildi það ekki,
að orð hans væru skammaryrði.
Hugði hún, að það hefði reytt
prinsinn til reiði, að hún kom
klædd eins og sjóliði, en við
nánari athugun sá hún, að hann
horfði alls ekki á hana, heldur
á mann nokkurn smávaxinn,
klæddan dökkbláum fötum og
gerði sá ekkert annað en depla
augunum, meðan prinsinn var í
reiðikastinu.
Lávarðurinn, John, útskýrði
fyrir Karólínu, að sá lágvaxni
væri húsagerðarmeistari í miklu
áliti, og væri prinsinn honum
stórskuldugur. Þegar vesalings
maðurinn loksins lagði á flótta
sneri prinsinn sér að Karólínu
og mælti á frönsku:
— Hafið þér nokkurn tíma
heyrt um eða verið vitni að ann-
ari eins ósvífni og þessari? Þorp
arinn áformar að senda kæru á
mig til banka konungsins út af
nokkrum skitnum pundum! —
Raunar er ég reiðari þessum
herrum í neðri málstofunni, sem
ræða skuldir mínar og fara með
mig eins og barn.
Hár og glæsilegur ungur mað-
ur, sem var öðruvísi klæddur en
allir aðrir, gekk hægum skref-
um til Karólínu. Eftir göngulagi
hans að dæma virtist hann dauð
þreyttur. Hann hneigði sig fyr-
ir Henri'og sagði:
— Sá, sem uppgötvaði lafði
Karólínu á allan heiður skilið,
jafnvel að honum sé reistur
minnisvarði —og segi ég þetta
í fullri einlægni.
Sir John stappaði í gólfið af
reiði, áður en Karólína fengi
svarað:
— Ég þoli það ekki, Brummel,
að þessi kona sé kölluð annað
en „lafði Jack“ í nærveru
minni
— Og sannar það, aðeins eitt:
Mjög borgaralegan smekk yðar,
herra minn. Ber það mjög að
harma á hve lágu stigi hann er.
Þeir horfðu þögulir hvor á
annan um stund og leiftraði
hatrið í augum beggja.
Loks sagði Sir John:
— Ég vona, að þér leyfið,
herra minn, að tveir vinir mínir
komi á yðar fund í kvöld ...
— Heimsóknin mun gleðja
mína eigin vini — og vinir yðar
og vinir mínir munu fráleitt
verða ósammála — við þurfum
aðeins að fara að bendingum
þeirra.
— Um það er ég yður sam-
mála, svaraði lávarðurinn.
Karólína grunaði, að um ein-
vígi væri að ræða, en var þó
ekki viss um það. Þegar hún
seinna um kvöldið ók heim með
hjónunum spurði hún lávarðinn
um þetta og kvað hann hana
hafa getið sér rétt til um þetta
og myndu þeir heyja einvígi dag
inn eftir með pístólur að vopn-
um.
— Þetta er skelfilegt, sagði
Karólína, — og út af mér...
— Það er kannske ekki bein-
línis riddaralegt af mér, að játa
dálítjð fyrir yður, en ég vil ó-
gjarnan að þér ásakið yður, ef
það verður hlutskipti mitt að
bíða bana af pístóluskoti á morg
un, og er þessi játningin: Hin
raunverulega ástæða fyri ein-
víginu er, að Brummel er að
reyna að ræna mig titlinum sem
mesta glæsimenni borgarinnar
— Petroniusi Lundúna. Þér haf-
ið enga hugmynd um hve slæg-
ur hann er. Hann veit vel, að
veldi mitt hvílir að verulegu
leyti á þeim áhrifum, sem ég
hef á Weston, og þess vegna
hefur hann snúizt gegn honum.
— Afsakið, en hver er þessi
Weston?
Lávarðurinn blátt áfram gapti
af undrun um stund og fékk
eigi mælt. Hann hallaði sér að
Karólínu og endurtók spurning-
una. Lafði Sulpicia beit á vör
sér til þess að reka ekki upp
hjátur, en hún vildi ekki særa
Karólínu.
— Ég get meira en vel skilið,
sagði lávarðurinn, að þér kann-
izt ekki við Pitt, Sheridan og
Charlie Fox, en að þér skulið
ekki kannast við þann mann,
sem er miðdepill samkvæmis-
lífsins í Lundúnum •— það er
hneykslanlegt!
Mér virðist hinir innfæddu vera dálítið órólegir i kvöld...
— Æ, já, nú man ég, tautaði
Karólína, — að ég held. Mig
rámar í að hafa heyrt hans get-
ið. Er hann ekki lordkanslari?
— Eruð þér að gera gys að
mér? Lordkanslarar hafa alltaf
verið til og einn kemur þá ann-
ar fer. En það er ekki til nema
einn Weston. Hann er ekki ein-
vörðungu bezti skraddari Lund-
únaborgar — hann er sá eini.
Ekkert þeirra mælti orð það
sem eftir var leiðarinnar. John
virtist taugaóstyrkur. Og Karó-
lína hélt að það væri vegna ein-
vígisins daginn eftir.
En er þau gengu inn vaknaði
hún upp úr þeim hugleiðingum
við að Sir John sagði:
— Ég er að velta fyrir mér,
hvort ég ætti að framkvæma
djarflegt áform...
— Og hvað er það? spurði
Karólína.
— Að láta sauma mér gult
„Feneyjavesti" með rauðum
þverröndum. Hugleiðið hve ég
mundi vaxa í áliti, ef það vekti
A
n
i
A
'2-5-57 75
AS 5E=N TEOUSLE
WITH CATS( WHY WEKEN'T
HUMTER.S EMP,L0YE7?//AS<EF
TARZAN. ',WHY THE F’OLICE?"
5ECAUSE OF OME STKANGE
INCI7ENTJJOHMSON KEPLIE7
"A FARM WAS ATTACK.E7 SY
THE ANIMALS AN7 ALLTHE
RESI7ENTS WEttE K.ILLE7—,/
„Ef erfiðleikar hafa verið
vegna yfirgangs villidýra, hvers
vegna voru þá ekki fengnir veiði-
menn? Og hvers vegna var lög- ur atburður átti sér stað, sagði
reglunni ekki gert aðvart?“ Johnson. Ráðizt var á búgarð hér
„Vegna þess að mjög undarleg- nálægt og allir íbúarnir drepnir,
og við rannsókn kom £ ljós að
ölum peningum og verðmætum
gripum hafði verið STOLIГ.
Barnasagan
KALLI
®t? super-
filmu-
fiskurinn
Kalli, sem að sjálfsögðu vissi
ekkert um efriðleika Bizniz, vildi
alls ekki biða lengur. „Heyrið
mig, meistari góður“, sagði hann,
„ég þori að veðja, að við getum
sjálfir fundið þennan hval“.
„Hvalur er stór, en það er borgin
aðdáun. Það væri byltingar-
kennd breyting á hinum venju-
lega einvígisklæðnaði. En —
myndu menn hafa hugrekki til
þess að feta í fótspor mín? Ég
efast um það.
í einvíginu fék John byssu-
kúlu í brjóstið. Það kom Karó-
línu óvænt, hvernig áhrif þetta
hafði á Sulpiciu. Um morgun-
inn meðan einvígið átti sér stað
bar framkoma hennar - engin
merki kvíða. Hún var að æfa
sig í að herma eftir röddum
ýmissa dýra, en hún var nýtek-
in upp á því sér til dægrastytt-
ingar. Var hún hin kátasta. En
þegar komið var’ heim með
mann hennar særðan lá henni
við örvinglan. Fyrr hafði hún
kvakað og gaggað, en nú heyrð-
ist ekkert frá henni nema grát-
ur og gnistran tanna.
Karólína bauðst nú til að
<ærða til aðstoðar eftir megni
og var það þakksamlega þegið.
Reyndist starfið fullerfitt, enda
var nú að byrja sá hluti með-
göngutímans, að ógleði og van-
líðan var vaxandi. Tvo til þrjá
daga var John illa haldinn og
horfur tvísýnar, en svo brá til
skyndibata, einkum eftir að
kona hans hafði sagt honum,
að Baton ofursti hefði háð ein-
vígi við þingmann, Bredford að
nafni, og verið klæddur gulu
vesti með rauðum þverröndum.
Batinn varð til þess að létta
á Karólínu, sem gat nú farið að
sinna sínum eigin málum. Eitt
hið fyrsta, sem hún gerði, var
að fara í bankann, til þess að
fá staðfestingu á, að Henri ætti
800 pund í bankanum, og úr
þessum sjóði ákvað hún að gefa
Louise og de Tourville 200
pund. Ekki hafði hún enn getað
stappað í sig stálinu til þess að
heimsækja þær, en þær bjuggu
í veitinga- og gististaðnum Hest
inum, en þegar hún loks lagði
einnig“. mótmælti meistarinn,
„við getum ekki leitað alls stað-
ar. Eigum við ekki að fara inn
á krá fyrst og fá okkur góðan
drykk?“ „Alls ekki“, svaraði Kalli
ákveðinn, „hugsaðu um alla þá
peninga, sem um er að ræða“.
Síðan stanzaði hann mann sem
átti leið fram hjá: „Viljið þér vera
svo góður að vísa okkur leiðina
til dýragarðsins, við þurfum að
sækja þangað hval, skiljið þér?“
„Hval“, svaraði maðurinn og hugs
aði sig um, „dýragarðurinn“.
„Jú, farið fyrstu götu til vinstri,
og þegar þið komið að torginu
farið þið til hægri“. Eftir stutta
stund voru Kalli og meistarinn
kominn í fiskadeild dýragarðsins,
en þar var enginn hvalur sjáan-
lcgur.