Vísir - 24.11.1962, Síða 1

Vísir - 24.11.1962, Síða 1
 VISlR 52. árg. — Laugardagur 24. nóvemtier 1962. — 271. -tbl. Landsútsvar á olíufélögin IS/unc/ og sfaðir JJJ Njörður P. Njarðvík skrifar ritdóm um ljóðabók Hannesar Péturssonar bls. 9 ] JOLIN AÐ NÁLGAST Niðurjöfnun landsútsvara fer nú fram í fyrsta sinn og er þetta Fjárhagsá- ætlunin í undirhúningi Fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar, verður lögð fram í borg arstjón snemma í desember, eða á fyrra fundi borgarstjórnar í þeim mánuði, eins og venja er. Borgarráð hefur drög að fjár hagsáætluninni til athugunar og var m. a. fjallað um hana á fundi borgarráðsins í gær. útsvar lagt á þcjú fyrirtæki 1 ár. Eru það olíufélögin þrjú, Skeljung- ur, Olíuverzlun Islands og Olíufélag ið. Verður álagningu útsvarsins væntanlega lokið upp úr næstu mánaðamótum. Er útsvar þetta mið að við heildarsölu fyrirtækjanna í fyrra. Samkvæmt iögum á að leggja landsútsvar á fleiri fyrirtæki, en það kemur ekki til framkvæmda fyrr en á næsta ári. Þessi fyrir tæki eru Áfengis- og Tóbaksverzl- unin, Sölunefnd varnarliðseigna, Landssmiðjan, Gutenberg, Viðtækja verzlunin, Síldarverksmiðjur ríkis- ins, Áburðarverksmiðjan og Sem- entsverksmiðjan. Landsútsvarið skiptist ' þannig Frh. á bls. 5. Stefna SjálfstæBismanna er skýr og samkvæm sjálfrí sér í þeim umræðum, sem fram hafa farið um Efna hagsbandalagið á Al- þingi undanfarið hafa línurnar skýrzt mjög, komið hafa fram veiga- miklar upplýsingar og af staða þingf lokkanna er nú mun mótaðri en fyrr. Allir eru flokkamir sam mála um að hyggilegt sé að bíða átekta enn um sinn, og hrósar Fram- sóknarflokkurinn sér af því, að hafa talið ríkis- stjórnina inn á þá stefnu því Sjálfstæðisflokkur- inn og forsvarsmenn hans hafi strax í upphafi viljað að ísland sækti þegar í stað um aðild. Vegna þessa áróðurs Fram- sóknarmanna og einnig vegna þess á hvaða stig umræðurnar um Efnahagsbandalagið eru komnar, upplýsti Bjarni Bene- diktsson formaður Sjálfstæðis- flokksins í snjallri ræðu í þing- inu í gær, hver afstaða Sjálf- stæðismanna hefði verið og væri til þessa máls. Það er at- hyglisvert sagði ráðherrann að strax í uphafi tók Sjálfstæðis- flokkurinn upp hina réttu stefnu, að hefja viðræður og að kynna sér málin, en fara að öllu með gát. Sú stefna er ennþá óbreytt. Eftirfarandi rök leiddi ráð- herrann fyrir þeirri fullyrðingu. Frh. á bls. 5: y.\.Ví.„. ’ ■ Það er undarleg tilhugsun, aðj enn einu sinni eru jólin farin að nálgast. Það er komið skamm- degi og seinni hluti dagsins þeg- ar fólkið kcmur úr vinnunni gengur það eftir upplýstum verzlunargötum og horfir í böð- argiuggana, horfir með hinum sérkenniiega jóiasvip. Hvað á maður að kaupa? Kannski er ein hver ættingi í öðrum löndum eða öðrum heimsálfum og þá fer hver að verða síðastur að senda jólagjafir og kveðjur. Alls staðar verður mikið að gera. Skipin koma hlaðin inn á höfnina, sum með jólatré. í prentsmiðjunum er unnið langt fram á nætur að því að prenta (jólabækumar og nú yfir helgina verður unnið af krafti á ritstj. Vísis því að fýrsta tvöfalda blað ið kemur út á mánudag og verð ur svo um hverja helgi til jóla. Hér á myndinni sést enn eitt cinkenni þess að jólin eru farin að nálgast. Nú í vikunni komu fyrstu jólakortin i búðimar og stúlkan í ritfangaverzluninni brosir með jólasvip um leið og ^ fyrstu viðskiptavinirnir koma til að kaupa jólakortin. ■ - Bjami Benediktsson. Þrjár kvaðningar slökkviliðs . Slökkviliðið í Reykjavík var kvatt að Álfhólsvegi 1 í Kópa- vogi um fimm leytið í gær. Kviknað hafið út frá olíukynd- ingu í kyndiklefa, en húsverjar sjálfir voru búnir að kæfa eldinn þegar slökkviliðið kom á vettvang. Tjón var talið óverulegt. Nokkru áður en þetta skeði var slökkviliðið kvatt að Suður- landsbraut 103, en þar var aðeins um útleiðslu á rafmagni að ræða og ekkert brunatjón. Loks var slökkviliðið kvatt að Framnesvegi 42 skömmu eftir hádegið í gær, en það var gabb. Nýir prestar í fyrsta lagi næsta haust Hvar eru allir prest- arnir, sem við áttum að fá um þessi áramót, spyrja margir Reykvík- ingar um þessar mundir. Mál þetta virðist vera hálfgerðu mistri hulið, en eftir því sem næst verður komizt munu Reykvíkingar í fyrsta lagi sjá framan í nýja presta næsta haust, og er þá ekki ósennilegt að almennar prestskosn ingar hafi verið úr lög- um nurndar, ef Alþingi lögfestir í vetur frum- varp það um prestkosn- ingar sem Kirkjuþing gekk frá nýlega. Sam- kvæmt því frumvarpi eiga kjörmenn, það er safnaðarnefndir og safn aðarfulltrúar, að kjósa presta. Eftirfarandi hefir m.a. gerzt i prestakallamálum Reykvík- inga: í sumar var á fundi Safnaðar í ,.ðs borgarinnar kosin 5 manna nefnd til að gera tillög- ur um nýja skiptingu presta- kalla í Reykjavík, en lögum samkvæmt er komið að því að fjölga beri prestum í Nespresta kalli, Laugarnesprestakalli, Langholtsprestakalli og f Bú- staðasókn. Á safnaðarráðsfundi í októ- ber í haust var lagt fram bréf frá borgarstjóranum í Reykja- vík, þar sem hann mæltist til að safnaðarráð tilnefndi einn fulltrúa í þriggja manna nefnd, Frh. á bls. 5.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.