Vísir - 24.11.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 24.11.1962, Blaðsíða 5
VI S IR . Laugardag 2á. nóvember 1962. Hrynjandi« Framhaid aí Dls. t) andi lítið ljóð sem heitir Á Palatínhæð, auk annarra. □ Cíðasti kaflinn heitir Sonnettur eftir forminu. Ekki er sonn- ettuformið þó notað af ströng- ustu undirgefni við bragarhátt- inn enda hefur Hannes aldrei verið bundinn sérstöku formi heldur búið kvæðum sínum form jafnharðan og gætt þess vand- lega að láta það aldrei ná tökum á efninu. Hér eru athyglisverð- ustu kvæðin Fenrisúlfur og Drangey sem fjalla bæði um hið sama, að hið illa bíði í leynum en geti brotizt fram fyrirvara- laust þótt allt sé slétt og fellt á yfirborðinu. Síðasta kvæði bók- arinnar þar sem nafn bókarinnar kemur fram hefur að geyma lyk- ilinn að þessari bók, Guðinn Janus á sér tvö andlit og það er einmitt einkenni á kvæðum þess- arar bókar. Hið innhverfa og hið úthverfa, samanslungið í eina hnitmiðaða mynd. Kvæðin eru sprottin úr far- vegi hins sameiginlega lífs okk- ar allar er byggjum miðja 20. öldina — eða éins og hann seg- ir sjálfur f síðasta kvæðinu Guðinn Janus: JTannes Pétursson hefur enn birzt okkur f nýju gervi. Ég vil undirstrika það sem ég hef sagt einhvers staðar áður að Ijóð eru lengi að eignast sína endanlegu mynd í huga þess sem les þau. Ég mundi samt vilja nefna þessa bók beztu bók Hannesar Péturssonar. Hún sver sig fremur í ætt hinnar fyrstu, kvæðin eru agaðri og fastmót- aðri kvæðunum í í sumardölum. Þau eru líka alvarlegri og al- heimslegri. Það eru önnur vanda- mál sem leita á höfundinn. Kafl- inn Söngvar til jarðarinnar f í sumardölum má ef til vill kallast hliðstæða við fyrsta kafla þess- arar bókar en í raun og veru er það næsta hæpin flokkun svo ó- lík sem öll viðhorf og framsetn- ing er. Einkenni þessarar nýju bókar er hin mikla dýpt kvæðanna, knappt form og ögun í málfari. Hvergi örlar á minnsta málskrúði og óþarfa vaðli sem svo mörg skáld falla fyrir. Loks er svo' það að Hannes skiptir sér ekki af þvf hvað falla muni les- endum f geð. Hann heldur ó- trauður sína leið og það bendir til þess að hann muni enn vaxa sem skáld. Eigum við þó ekki mörg núlifandi skáld sem standa honum jafnfætis nú eftir að þessi síðasta bók hans kom út. Um skynjun mína fellur hin hljóða en hraða hrynjandi þess sem er til. Berst mér í senn, einum kliði, hrynjandi stundar og staða. Stefna — Framhald at bls 1 í október 1961 voru umræður og skrif um bandalagið enn á frumstigi hér. Þá hélt Sjálf- stæðisflokkurinn landsfund í Reykjavík og segir þar í ályktun þess fundar: „Þjóðir Vestur Evrópu, sem íslendingar hafa frá fornu fari haft mest og bezt viðskipti við, efla nú mjög samvinnu sína í efnahagsmálum, og er íslandi brýn nauðsyn á að slitna ekki úr tengslum við þá þróun. Þess vegna ber að leitast við að tryggja aðild olckar að Efnahags bandalagi Evrópu, án þess að undirgangast samningsákvæði, sem hér geta með engu móti átt við“. Bjarni Benediktsson hélt ræðu á landsfundinum, þar sem hann drap á afstöðuna til EBE, sagði hann orðrétt: „Efnahagsbandalag Evrópu, sexveldin, hefur nú þegar styrkt svo aðstöðu sína með ótrúlega skjótum framförum og almennri velmegun, er skapast fyrir sam- eiginleg átök og stóran markað, að aðra fýsir til samvinnu við það. Sennilega geta íslendingar með engu móti tryggt sér örari umbætur á lífskjörum né trygg- ari grundvöll fyrir efnahag sinn en með því að gerast aðili bandalagsins. En málið er ekki svo einfal’t. I Rómar-samningn- um, stofnskrá bandalagsins, eru ýmis ákvæði, sem eru skynsam- leg frá sjónarmiði þeirra þjóða, sem búa í þéttbýlum, fullnýttum löndum, en skapa mikinn vanda fyrir fámenna þjóð, sem Iifir í stóru, lftt nýttu landi. Af þeim sökum getur skilyrðislaus aðild íslands að þessu bandalagi ekki komið til mála. Og hætt er við, að skilyrðin verði svo mörg og skapi slík fordæmi, að aðrir að- ilar eigi erfitt með að una þeim. En með þvf að hafna samstarfi við bandalagið missum við ekki einungis af möguleikunum til bættra lífskjara og aukins örygg is, er því kynni að vera sam- fara, heldur mundum við eiga á hættu, að við misstum markaði okkar í þessum löndum. Af því yrði óbætanlegt tjón. Kommún- istar horfa ekki í það, til að einangra okkur fyrst og hrekja okkur síðan í faðminn á sínum austrænu húsbændum. Þar af kemur hiklaus andstaða þeirra ekki einungis gegn aðild okkar að Efnahagsbandalaginu, heldur og samstarfi við það. Öllum öðrum er ljóst, að hér er um mikið vandamál að f jalía, e. t. v. hið mesta af mörgum stórum, sem okkar kynslóð hef- ur þurft áð Ieysa úr. Hér riður mjög á að rétt sé á haldið og aflað sé skilnings á sérstöðu okkar, þannig að við komumst í eitthvert það samstarf eða sam band við þettn bandalag, að hagsmunir okkar verði ekki fyr- ir borð bomir. Enn er of snemmt að segja með hverjum hætti þetta verður bezt gert, m. a. s. hvort það er yfirleitt fram- kvæmanlegt. Til þess að það verði kannað, verður vafalaust fyrr eða síðar, þegar tímabært þykir, að taka upp samninga við bandalagið. Vil ég um það segja það eitt, að jafn fráleitt væri að hafna umleitunum fyrirfram eins og að fullyrða, að þær muni Ieiða til aðgengilegrar lausnar. Hyggilegast verður að fylgjast náið með athugunum og samn- ingum annarra og mest éftir framvindu þeirra, hvenær tíma bært sé að kanna til úrslita, hvort við getum fengið aðgengi- Ieg kjör“. í september 1961, héldu ungir Sjálfstæðismenn þing á Akur- eyri og þar var gerð eftirfarandi ályktun um afstöðuna til EBE: Þingið telur rétt, að ísland æski um upptöku I Efnahags- bandalag Evrópu, svo að unnt sé að fá sem gleggstar upplýs- ingar og viðræður um réttindi og skyldur vegna slíkrar upp- töku. Síðan skuli metið hvort æskilegt sé að óska aðildar að þessu bandalagi". í öllum þessum yfirlýsinguir kemur skvrt fram að Sjálfstæðis menn vildu þegar i 'upphafi fara varlega í sakirnar, kynna sér málið og hefja viðræður. Að þeir hafi heimtað aðild þegar í stað er að sjálfsögðu fráleitt. CYSTílNN AFNCIT- AR KOMMÚNISTUM Eysteinn Jónsson, for- maður Framsóknar- flokksins, hélt ræðu um Efnahagsbandalagið á Alþingi í gær. í þeirri ræðu sinni „varaði liann stjórnarflokkana við að drótta því að Framsókn arflokknum að afstaða hans mótaðist af vilja og afstöðu kommúnista“. „Ég vára alvarlega við því,“ sagði Eysteinn orðrétt, „að draga þetta mál niður á allra lægsta stig, með því að haida því fram, að við viijum tolla- og viðskiptasamning, af því að kommúnistar vilja það. Það má ekki reka þann áróður, að við drögum okkar ályktanir eftir því hvemig hin pólitíska af- staða er. Allir þekkjum við öfgar og ofstæki kommúnista, og allir vitum við, að þeir mundu vera óðir talsmenn þess að fsland gengi f Efnahagsbandalagið, ef það væri bandalag Austur-Ev- rópu-ríkjanna.“ í þessum athyglisverðu orð- um kemur fram viðurstyggð formanns Framsóknarflokksins á því að vera bendlaður við kommúnista, enda „gerir hann sér grein fyrir öfgum og of- stæki" þeirra. Ekki er ástæða til að efast um meiningu formannsins, en einmitt þess vegna eru orð hans ekki aðeins athyglisverð held- ur og furðuleg yfirlýsing því á sama tíma Iætur hann flokks menn sína hafa fullt og einlægt samstarf við þessa öfga- og of- stækismenn, í þeirra alkunnu aðgerðum á ASÍ-þinginu. Það er gott að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri. Prestar — Framh. af bls. 1. sem hefur það hlutverk að at- huga hvernig hentast sé að haga kirkjubyggingum í Rvfk og staðsetja þær. Séra Jón Þor- varðarson, sem er formaður 5 manna nefndar safnaðarráðsins sem áður var nefnd, var af þess hálfu tilnefndur í 3ja manna nefndina, sem bærinn stendur að, en auk hans eru í nefnd- inni dr. Þórir Kr. Þórðarson, til nefndur af hálfu borgarstjóra og' dL '“'Berijáfffin Eiríksson, bajn'kástjð'rí’1 "tiM'éfridur af bisk- upi. I fyrrakvöld var síðan hald- inn fundur £ safnaðarráði og var skipting prestakallanna enn á dagskrá. A$ tillögu for- manns 5 manna nefndarinnar, sr. Jóns Þorvarðarsonar, var ennþá frestað öllum ákvörðun- um og aðgerðum í þessu máli fram í byrjun janúar. Það var gert með skírskotun til þess að þriggja manna nefndinni, sem borgarstjóri hafði for- göngu um að kóma á laggirnar, hefði enn eigi unnizt tími til að Ijúka störfum en þess væri að vænta að skipulagstillögur hennar í kirkjubygginga- og prestakallamálum borgarinnar yjetu orðið til leiðbeiningar s_.".iaðarráði við ákvarðanir þess í málinu. Verður þv£ enn beðið átekta fram að þrett- ánda a.m.k. Kunnugt er að mestur á- greiningur er um það, hvort heldur skuli vera einmennings- eða tvimenningsprestaköll i Reykjavík. Lögin gera ráð fyr- ir einmenningsprestaköllum, og biskupinn skírskotar eðlilega til laganna. En sóknarnefndirn- ar f Reykjavik munu yfirleitt leggja til af fjárhagslegum á- stæðum, að tveir prestar verði við hverja kirkju, það er að segja tvfmenningsprestaköll, svo að ekki þurfi að reisa kirkju fyrir hvern prest. En hvernig væri, ef menn vilja halda sér við einmennings- prestaköll, eins og lögin mæla fyrir um, að staðsetja nýjar kirkjur á mörkum tveggja prestakalla, svo að bæði presta köllin hefðu jafna aðstöðu til að hafa afnot af sömu kirkju? Mótmæltu Þegar umræður um kjörbréf LÍV stóðu yfir var lögð fram tillaga frá nokkrum kommún- istum og framsóknarmönnum á ASÍ-þingi með mótmælum gegn úrskurði Félagsdóms í LÍV-mál inul Segir þar m.a. að „þingið telur að þessi dómur, sem á sér engin fordæmi í islenzkri rétt- arfarssögu, eigi sér hvorki stoð í lögum né heilbrigðri skyn- semi“. Jafnframt er í tillög- unni varað „við þeirri ógnun, sem slík misbeiting dómsvalds- ins, sem hér hefur átt sér stað, er við öll frjáls félagasamtök í landinu". Þessi ógnunar- og of- beldiskennda yfirlýsing var samþykkt með 80 atkvæða meirihluta eftir að fjölmargir fulltrúar höfðu farið af fundi. lítsvar — Framh af 1. síðu. niður, að einn fjórði hluti þess rennur til staðarins, þar sem rekst- urinn fer fram, en þrír fjórðu hlutar renna í Jöfnunarsjóðinn og er deilt niður á milli allra sveitarfélaga eft- ir höfðatölu, á sama hátt og sölu skattshlutanum. Einn fimmti hluti söluskattsins rennur í þennan sjóð. Að utan — Framhald af bls. 8. áætlun. Brentano var alltaf við það að hrekjast út úr ríkis- stjórninni. Það var ekki fyrr en Adenauer sjálfur tók af skarið að Strauss gafst upp, en þá var líka búið að ákveða að Ger- hard Schröder, núverandi utan- ríkisráðherra, tæki við af Bren- tano. Síðan hefur hallað undan fæti fyrir Strauss, t>g ferill hans getur verið á enda með Spiegel- málinu. Loftleiðir — F.amlialo rl lb slðu: Loftleiðir hafa aldrei fengið grænan eyri í styrk. Þannig heldur blaðið áfram að gera samanburð á þessum tveimur félögum og verður samanburðurinn SAS Htt i hag. Þá birtir blaðið mynd af Al- freð Elíassyni framkvæmda- stjóra og Iýsir þvi með skemmti legum hætti, hvemig Loftleiðir voru stofnaðar á sínum tíma og hvernig félagið hefur vaxið og dafnað fyrir áræði og dug ís- lendinganna. Greinin endar á stuttu sam- tali við Björn Steenstrup af- greiðslumann Loftleiða í Stokk- hólmi, þar sem hann segir: — Hið lága fargjald okkar hefur gefið algerlega nýjan markað, nýja viðskiptamenn. Fólk, sem hefði annars alls ekki haft efni á að fara til Ameríku, flýgur með okkur. Loks segir hann: — Ákærur SAS hafa ekki skaðað okkur. Nú stoppar sim- inn ekki allan daginn. Fólk hringir til okkar unnvörpum til að spyrja hvort það sé virkilega rétt, að fargjaldið hjá okkur sé svo ódýrt. SilfurlampahátíB áþríBjudag Næstkomandi þriðjudagskvöld efnir Félag íslenzkra leikdómenda til hinnar árlegu silfurlampahátlð- ar í Þjóðleikhúskjallaranum. Hátfð þessi er haldin ein*i sinni á hveriu leikári til þess að heiðra leikara fyrir bezta leik ársins og honum eru afhent hin íslenzku „Oscars"- verðlaun, silfurlampinnn ágæti, sem er hinn fegursti gripur. Auk þess fá þeir leikarar, sem næstir eru, viðurkenningu fyrir leik sinn. Silfurlampahátíðin verður að því leyti með nokkru öðru sniði en áð- ur, að atkvæði um verðlaunahaf- ann verða ekki talin fyrr en á há- tíðinni sjálfri, og veit því enginn fyrirfram, hver lampann hlýtur. Þá verða og fjölbreyttari skemmtiat- riði en verið hafa. Má ætla, að leikarar fjölmenni til þessarar ná- tíðar, þar sem hún er haldin þeim til heiðurs. Silfurlampinn verður nú afhent- ur í sjöunda sinn, en áður hafa hann hlotið Haraldur Björnsson, Valur Gislason (tvisvar), Þorsteinn Ö. Stephensen, Brynjólfur Jóhann- esson og Guðbjörg Þorbjamar- dóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.