Vísir - 24.11.1962, Page 6
6
%
VIS I R . Laugard^gur 24. nóvember 1962.
Aðalfundur Bandalags
kvenna í Reykjavík
Kieópatra I Lido
„Hér kemur Kleópatra", sagði Mr. Herbrich þegar Björk Guð-
mundsdóttir gekk inn á sviðið i Lido s. 1. fimmtudagskvöld. Mr.
Herbrich er sérfræðingur £ hárlitunum og er hér á landi til að
kynna Clairol hárlitunarvörur, sem Heildverzlun Árna Jónssonar hef-
ur umboð fyrir. Efnt var til tízkusýningar í Lidó og komu þar fram
nokkrar stúlkur úr tízkuskóla Sigríðar Gunnarsdóttur, með hárið
litað með Clairol hárlit og £ fötum frá Markaðnum. Liturinn á hári
Bjarkar var brúnn og mjög eðlilegur. Hárgreiðslukona Bjarkar var
Árdís Pálsdóttir, hárgreiðslustofunni „Femína".
Aðalfundur Bandalags kvenna
var haldinn £ Reykjavi'k dagana
12.—13. nóvember s. 1. Mörg
mál voru tekin fyrir og birtist
hér úrdráttur úr þeim ályktun-
um og tillögum, sem gerðar
voru.
Bamagæzla: Fundurinn minnti
borgarstjóm Reykjavfkur á hina
brýnu þörf, sem væri á dvalar-
stað fyrir börn, sem eru komin
yfir aldurstakmark barnaheim-
ilanna, en geta af ýmsum ástæð
um ekki notið nauðsynlegrar
aðhlynningar heima. í þvl sam-
bandi var bent á þá leið, að
Konur í
fréttum
Þær fréttir hafa borizt frá
Belgfu, að samtök vefnaðarverk
smiðja þar f landi hafi lýst því
yfir, að engin belgfsk kona, sem
ber virðingu fyrir sjálfri sér,
vilji nota mjaðmabelti eða
brjóstahaldara, sem saumaðir
era í vél. Slíkir hlutir eiga að
tekið verði á leigu húsnæði f
nágrenni nokkurra skóla bæjar
ins, og þar rekin dagvistarheim-
ili fyrir 6—9 ára börn og hefðu
börnin þar alla þá aðhlynningu
og eftirlit, sem þeim er nauðsyn
legt.
Áfengismál: Fundurinn telur,
að ekki megi verða við óskum
veitingamanna um að lengja vfn
veitingatímann um klukku-
stund og leggja niður „þurra
daginn“, slíkt muni aðeins auka
drykkjuskap. Gengið verði rfkt
eftir þvf við starfsfólk Áfengis-
verzlunar ríkisins, að selja ekki
vera gerðir af mikilli vandvirkni
og tilfinningu — segja þeir.
*
1 Bretlandi, eins og svo víða
annars staðar, er mikill skortur
á hjúkrunarkonum. Gert er ráð
fyrir að fjórði hluti þeirra, sem
nú stunda sjúkragæzlu, hafi
ekki hlotið neina menntun til
slíkra starfa. Þær útlærðu segja
þegar gangastúlkur fá næstum
að ekki sé að undra, að ungar
stúlkur vilji ekki læra hjúkrun,
því sömu laun og útlærðar
hjúkrunarkonur.
öðrum áfengi en þeim, sem rétt
hafa til þess að kaupa það.
Einnig verði gengið rfkt eftir
þvf að unglingum verði ekki selt
áfengi á skemmtistöðum eða á
útsölustöðum Áfengisverzlunar-
innar.
Skorar fundurinn á borgar-
stjórn að taka upp sama hátt
og bæjarstjórn Akureyrar að
láta loka sjoppum á sama tíma
og öðrum verzlunum. Nauðsyn-
legt sé þó að hafa nokkrar mat-
vöruverzlanir opnar fram eftir
á kvöldin.
Tryggingamál: Fundurinn fagn
ar því, að ríkisstjórnin lætur nú
fara fram heildarendurskoðun á
almannatryggingalögum og
Ieggur hann áherzlu á, að í lög
verði tekin ýmis atriði, er þýð-
ingarmikil eru, m. a. að greidd-
ur sé lífeyrir með barni látinnar
móður á sama hátt og nú er
með barni látins föður. Barna-
lífeyrir vegna munaðarlausra
barna sé greiddur tvöfaldur.
Fjölskyldubætur;;;séu 'greíddar
jafnt vegna allra barna. Ófeðr-
uð börn fái sömu réttindi og
feðruð. Bamalífeyrir eða meðlag
verði hækkað svo að það verði
% af ellilífeyrisupphæð.
Skólaheimili og skólamál:
Fundurinn telur að stofnun og
starfræksla skólaheimilis fyrir
stúlkur sé mjög aðkallandi og
treystir biskupi og þjóðkirkj-
unni til að taka málið í sínar
hendur til úrlausnar.
Hraðað verði byggingu skóla,
svo að hægt sé að útrýma þrí-
setningu í kennslustofum barna
skólanna og tvísetningu í ungl-
inga- og gagnfræðaskólum.
Fundurinn fagnar því, að tekin
hefur verið upp sala á mjólk í
skólum bæjarins en vill, að jafn
framt verði tekin upp sala á inn
pökkuðum brauðsamlokum.
Skorað var á borgarstjórn
Reykjavíkur að auka sálfræði-
þjónustu þá, sem hafin er í skól
um bæjarins og að skapa sem
fyrst viðunandi aðstöðu til
kennslu afbrigðilegra barna.
Heilbrigðismál: Fundurinn
lýsti ánægju sinni yfir vakandi
áhuga Krabbameinsfélagsins til
útrýmingar krabbameini. Skor-
að er á heilbrigðisyfirvöldin að
hlutast til um, að sala á sígar-
ettum í stykkjatali verði bönn-
uð, þar sem mikil hætta er á
þvf, að börn læri að reykja á
þann hátt, ennfremur stafi mikil
smitunarhætta af óhreinum
höndum afgreiðslufólks.
Verðlags- og verzlunarmál:
Fundurinn skorar á skókaup-
mannasamtökin að beita sér fyr
ir að framleitt verði innanlands
og innflutt meira af skófatn-
aði, sem hentar íslenzkum stað-
háttum og veðurfari. Að skórnir
séu smíðaðir svo að þeir fari
vel með fæturna. Að góðir
barnaskór séu ávallt fáanlegir
og einnig hlífðarskár kvenna.
Skorað var á Alþingi að beita
sér fyrir, að verðlag á ínýjum
og þurrkuðum ávöxtum lækki
stórlega frá því sem nú er, svo
að þeir geti orðið dagleg fæða
almennings. Fundurinn lýsti á-
nægju sinni yfir þvf sem áunn-
izt hefur með byggingu íbúða á
vegum borgarinnar, en álítur þó
nauðsynlegt, að Reykjavíkur-
bær hafi forgöngu um áfram-
haldandi byggingu íbúða, sem
seldar verði eða leigðar með
góðum kjörum. Skorað var á
stjórnarvöld landsins og löggjaf
arþing að aflétta að verulegu
leyti söluskatti og innflutnings-
gjöldum af brýnustu nauðsynja-
vörum.
Fundurinn telur nauðsynlegt,
að afgreiðslufólk hafi þekkingu
á þeim vörum, sem það er að
selja. Á þetta einkum við um
fatnaðarvörur. Æskilegt væri að
verzlanir borgarinnar gefi fólki
kost á að gera innkaup sín eftir
venjulegan vinnutíma, t. d. með
því að sérverzlunarhópar skipt-
ist á um að hafa opið eitt kvöld
í viku.
Fundurinn beinir að lokum
þeirri ósk til foreldra og ann-
arra uppalenda að þeir temji
sér kirkjuferðir með böm sín,
sjálfum sér og þeim til and-
legrar uppbyggingar.
Stjörn bandalagsins skipa nú:
Aðalbjörg Sigurðardóttir, for-
maður, Guðlaug Bergþórsdóttir,
varaformaður og gjaldkeri, og
Eygló Gfsladóttir ritari.
Sýning á bnznr-
munuin Hringsins
Kvenfélagið Hringurinn mun
halda bazar 2. des. n.k. til á-
góða fyrir Barnaspítalasjóð
félagsins. Nú um helgina verða
bazarmunir til sýnis í glugga
verzlunarinnar Álafoss á homi
Þingholtsstrætis og Bankastræt-
is.
Haraldur á
biðilsbuxum?
Mikið er um það rætt f Nor-
egi um þessar mundir, að Har-
aldur rfkisarfi kunni senn að
fastna sér konu.
Er talað um, að Irene, 21
árs gömul dóttir Grikkjakon-
ungs, kunni að verða drottning
f Noregi, þegar Haraldur tekur
við eftir föður sinn. Haraldur
er um þessar mundir á skemmti
siglingu á Miðjarðarhafi með
grísku konungsfjölskyldunni.
Hvernig ætli að karlþjóðinni yrði við ef þið kæmuð í kvöldsam-
kvæmið í þessum skálmavíðu síðbuxum, sem eru úr appelsínurauðu
silki? Þessi búningur kom fram á tízkusýningu í London, en hvernig
honum var tekið af áhorfendum vitum við ekkl.
Stírsááa