Vísir - 24.11.1962, Qupperneq 7
V1SIR . Laugardag 24. nóvember 1962.
lifr’áa
'/Wám&//(ámZZ?/y//£
fcu—]
Z////////Æ
int huitjuitt
Laugardagur 24. nóv.: Haustmót
í badminton. Keppt í nýliða og
kvennaflokki. Keppt í Valshúsinu
og hefst keppni kl. 16,20. Um
næstu helgi verður keppt í meist-
araflokki karla og 1. flokki. Keppn
; in er forgjafarkeppni.
Handknattleiksmót Reykjavíkur
j (yngri flokkar) í kvöld kl. 8,15 að
Hálogalandi. Margir spennandi leik
ir, enda úrslit að skýrast í flestum
flokkum.
Sunnudagur 25. nóv.: Handknatt
leikur að Hálogalandi kl. 16,00.
Leika þá Evrópubikarliðið Fram og
FH. Er þetta hiklaust íþróttavið-
burður helgarinnar, enda margir
óskað eftir að sjá þessa aðila leika
saman eftir að Framarar léku við
Skovbakken, þar eð margir telja
Fram orðið sterkara en FH. Leik-
urinn er fyrsti leikur FH á þessu
keppnistimabili.
Handknattleiksmót Reykjavikur
er svo kl. 20,15 um kvöldið að
Hálogalandi, en þá eru yngri flokk
arnir við völdin, að undanskildum
leik Víkings og Ármanns í mfl.
kvenna.
© Atletica vann Benfica í hand-
knattleik með 13:6 í Evrópubik-
arnum í handknattleik og kemst
þar með áfram í keppninni og
mætir næst frönsku meisturun-
urn PUC í tveim Ieikjum, heima
og heiman. Áhorfendur að leik
Ateltico og Benfica voru yfir
8000, en leikurinn fór fram í
íþróttahöll Madrid.
Á röksfólum
Um helgina fara fram þrjú þing
íþróttasambanda, Knattspymusam-
bandsins, Körfuknattleikssambands
ins og Frjálsíþróttasambandsins.
Þing KSf hefst í dag kl. 2 og er
haldið í húsakynnum SVFÍ við
Grandagarð. KKÍ-þingið kemur sam
an í félagsheimili Vals að Hlíðar-
enda á morgun kl 2, en FRÍ-þing
hefst í dag kl. 4 í samkomusal
Sambandshússins, en heldur áfram
kl. 2 á sunnudag.
Sagt verður frá þingurn þessum
eftir helgina.
FRIMERKI og SAFNARAR
Frönsk málverkafrímerki
I' fyrra tóku Frakkar upp á
því að gefa út frfmerki með
myndum af frægum frönskum
málverkum. Þessi frímerki eru
alveg sérstök í sinni röð, fyrir
það hve þau eru vandlega prent
uð í náttúrlegum litum og til
þess að málverkin komi vel
fram 'eru frímerkin talsvert
stærri en venjulega og komast
þó sæmilega fyrir á meðalstór-
um umslögum.
Fyrstu fjögur frímerkin af
þessari gerð komu út 1961 og
sýndu þau myndir eftir Bra'que,
Matisse, Cesanne og de la Fres-
naye. Þetta voru þannig módern
istar og eðlilegt myndi nú hafa
verið talið að Picasso væri í
Málverk Manets.
hópnum, en einhvern veginn er
það svo, að þó hann hafi starf-
að alla sína ævi i Frakklandi,
geta Frakkar ekki gleymt því
að Picasso er Spánverji að fæð-
ingu.
★
Nú þann 12. nóvember gáfu
Frakkar út þrjú ný málverka-
frímerki og að þessu sinni velja
þeir nokkuð annan handlegg,
eða fræg natúralistísk málverk. 'é
Það er óhætt að segja að öll
þessi þrjú málverk eru heims- :
fræg, þekkt í listasögunni. Á ;
65 centima merki er mynd af
málverki Courbet: „Komið þér :
sælir herra Courbet“, á 65 i
centima merki er málverk Man- jj
ets „Frú Manet í bláum sófa“, ;
og 1,00 franka merki er rnál-
verk Gericaults „Riddaraliðsfor
ingi á hestbaki“.
Það er auðséð að svona frí-
merkjaútgáfa er auðveldust
þjóð eins og Frökkum, sem hef
ur gegnt forustuhlutverki í mál
aralist heimsins og menn um
allan heim kannast samstundis
við þær heimsfrægu myndir,
sem þar birtast. En væri nú
ekki hægt þrátt fyrir það að
heimsfrægð skortir að gera
þetta sama á íslenzkum frí-
merkjum og velja t. d. einhvern
tíma í frímerkjaseríu sitt hverja
myndina eftir þá meistarana
Ásgrím, Jón og Kjarval?
★
Hin frönsku frímerki eru sér-
stæð í sinni röð fyrir það hve
vel til þeirra er vandað og þau
prentuð í fullum litum. En það
er víðar en í Frakklandi, sem
málverk meistaranna eru látin
skreyta frímerki. Þar ganga
Spánverjar nú lengst allra, en
þeir hafa á síðustu árum gefið
út hverja málverkaseríuna á fæt
ur annarri, en frímerkin eru öll
prentuð í einum lit. Árið 1958 ,
gáfu þeir út seríu með tíu mál-
verkum éftir Goya, 1959 komq
út 10 frímerki með málverkum
eftir Velasques, 1960 enn 10 frí
merki með máiverkum Murillos,
1961 komu 10 málverk E1 Gre-
cos og í ár komu enn út 10
málverkafrímerki nú með verk
eftir Zubarban.
Hollendingar hafa lítillega
farið út á þessa braul, gefið
út frímerki með myndum eftir
Rembrandt. Þá hafa Austur-
Þjóðverjar gefið út þrjár seríur
með frægum málverkum af lista
söfnum í Dresden og eru sex
málverk í hverri seríu og ekki
bundið við að málararnir hafi
verið þýzkrar ættar.
★
Flestir þeir sem safna frí-
merkjum einbeita sér að því að
safna einstökum Iöndum, hitt er
k-t ><. ! f h vNC^iSJE, œ*?
Þessi mynd sýnir vígvöllinn að afloknum leik Fram og FH, síðast þegar liðin mættust, en þá vann Frant
og krækti með því í fslandsmeistaratignina. Aðdáendur Framara þyrpast inn á völlinn til að fagna kemp
unum. Leikur liðanna að þessu sinni er stórt spurningarmerki. Tekst Fram að sigra að þessu sinni og þar
itieð viwna'Sér álmenningsálit sem bezta handknattleiksfélagið, eða tekst FH að sigra í sinni fyrstu orustu
á þesSu keppnistimabili. Ur þessu fæst skorið á morgun þegar Iiðin mætast að Hálogalandi.
Deilt um keisarans skegg - tolla- og viðskipta-
samningur þið sama og aukaaðild — fórnir eru
óumflýjanlegar.
!:
Málverk Courbets.
ekki síður skemmtilegt að safna
ákveðnum viðfangsefnum og þá
kannski við hliðina á einhverju
landi. Það verður oft meira
fræðandi. Einn möguleikinn er
að safna málverkamerkjum.
Þau eru enn tiltölulega fá, en
Iíkur benda til að slíkt fari að
breiðast út með bættri prent-
tækni,^
||g
Skýrsla ríkisstjórnarinnar ura
Efnahagsbandalagið var á dag-
skrá í Sameinuðu þingi I gær.
Tveir töluðu, þeir Eysteinn
Jónsson og Bjarni Benediktsr
son.
Eysteinn talaði á undan, og
þótt nokkuð sé búið að rekja
rök Framsóknarflokksins hér í
dálkinum áður og varla þess
virði að gera rnikið úr mál-
flutningi þess flokks, þá er réit
að telja fram þau atriði, scm
veigamest voru í ræðu Ey-
steins.
1) Miðstjórn Framsóknar-
flokksins hefur ályktað að bezt
sé að tengjast EBE með tolla
og viðskiptasamningi, en ekki
aukaaðild, þar sem um gagn-
kvæma tilslökun verði að ræða.
2) Framsóknarflokkurinn trú-
ir því ekki, að hinn vestræni
heimur sé að kljúfa sig niður
í bandalög, til að 'setja höft á
hvert annað, og að flokkurinn
treystir því að ráðamenn F.BE
sýni okkur skilning og vináttu
þegar á reynir.
3) Eysteinn leggur mikla á-
herzlu á, að sannfæra stjórn-
arflokkana um að Framsókn sé
ekki á móti þeim, hún vilji
einmitt fa aðra þá Ieið, sem
ríkisstjórnin hefur bent á, að
l'ærar séu.
4) íslendingar verða að fara
varlega í þessum málum, flýta
sér ekki, bíða og sjá hverju
fram vindur.
5) ísland á aðeins að hugsa
um viðskiptasamning, við höf-
um ekki hagsmuna að gæta
annars staðar, og þar eigurn
við að reyna að ná eðlilegum
viðskiptum.
6) Hætta skal öllum ;viðræð-
um. íslendingar eiga ékki að
ræða við erlenda aðila fyrr en
búið er að taka ákveðna nf-
stöðu i.-. heima.
Bjarni Benediktsson gerði
bæði ræðu Eysteins og ræðu
Þórarins, sem talaði um málið
í fyrradag, nokkur skil. Hann
kvað það hafa komið fram hjá
Framsókn uð þeir vildu við-
skipta- og tollasamning. ekki
aukaaðild. Á þessu er þó eng-
inn .Jlismunur. Viðskiptasamn
iqgar eru nánast ein útgáfan af
aukaaðild, hér væri aðeins um
orðaleik að ræða. Þarna er deilt
um keisarans skegg. Sú full-
yrðing að aukaaðild sé sama
og full aðild, vegna þess áð
aukaaðildarsamningur Grikkja
mælir svo fyrir, að af tilteknum
tíma liðnum verði um fulla að-
ild að ræða, er einnig rangur.
Það sést bezt á því, að hin svo
kölluðu hlutlausu ríki í Evrópu,
Svíþjóð, Sviss og Austurríki
hafi sótt um aukaaðild, sem
mun standa um allan aldur ó-
breytt.
Þá er það ilit verk Framsókn-
armanna að fullyrða að hægt
sé að fá hagkvæma lausn, með
því að gera tolla- og viðskipta-
v samning. Málið er ekki svo auð
velt, veröldin er ekki ennþá
svo blíð, að hún láti okkur allt
í té, en vilji ekkert fá í stað-
inn.
Það fer ekki eftir formi um
sóknar okkar um hvað ráða-
menn EBE vilja tala um, og
vilja semja _m, og þótt þeir
séu vinveittir okkur og sýni
skilning, þá verður alls ekki
hlaupið að því að koma þeim
í fullan skilning um málefni
íslands. Þeir vilja að sjálfsögðu
eitthvað fá fyrir snúð sinn.
Ráðherrann tók undir þau
orð Framsóknarmanna, að það
væri nauðsynlegt og óhjákvæmi
legt fyrir íslendinga, að ná
samningum við Efnahagsbanda
lagið. Og það um fleira en tolla
mál. Ákvarðanir bandalagsins f
sjávarútvegsmálum geta orðið
íslendingum afdrifaríkar —
þær geta ráðið öllu um afkomu
okkar.
Við verðum því að vera í að-
stöðu til að láta í okkur heyra.
nctttMKiiw-a '• ! -janh.-a-..