Vísir - 24.11.1962, Page 9
V1S I R . Laugardag 24. nóvember 1962.
9
X-
Hannes Pétursson: Stund og
staðir, 40 Ijóð, 76 bis., verð
kr. 221,45. - Helgafell 1962.
JJannes Pétursson hefur að því
1 leyti sérstöðu meðal yngri
skálda okkar að honum var tek-
ið opnum örmum þegar með
fyrstu bók. Með Kvæðabók
(1955) skipaði hann sér umsvifa-
laust á bekk með öndvegisskáld-
um okkar. Það var ekki einasta
að bókin væri með öllu laus við
þann viðvaningsblæ sem einkenn-
ir flestar byrjendabækur heldur
var hér um fullmótaðan skáld-
skap að ræða og mun slíkt fátftt.
Þetta hefur bæði verið gæfa
Hannesar Péturssonar og skap-
að fordóma lesenda gagnvart hon
um. Þegar skáldi tekst ungu að
ná svo skærum tóni úr hljóð-
pípu skáldskaparins vilja lesend-
ur þess helzt heyra þennan tón
sem lengst og átta sig ekki á
því að á sama hljóðfærinu eru
aðrir tónar jafnágætir hinum
sem þeir heyrðu áður.
□
Jjessara fordóma gætti ofurlítið
þegar Hannes sendi frá sér
næstu ljóðabók sína í sumardöl-
um (1959. Það skal að vísu viður-
kennt strax að sú bók var að
sumu leyti unggæðingslegri þeirri
fyrri og kannski meira byrjanda
verk. Þetta sér maður núna þeg-
ar þriðja bókin er komin út og
ljóðin í Sumardölunum hafa feng
kveðinn upp neinn dómur. Þau
eru spurningar sem réttar eru
að lesandanum og hann verður
að taka afstöðu til. Þetta eru allt
kvæði sem krefjast vandlegs
lestrar. Við fyrsta tillit sér les-
andinn kannski ekkert nema
þjóðsöguna en þegar fastar er
rýnt er eins og yfirborð þeirra
leysist sundur og þau veita manni
sýn inn í annan heim, eins og
spegli vaeri skyndilega breytt í
gagnsæja rúðu. Hér hefur Ijóð-
mynd Hannesar Péturssonar
dýpkað frá fyrri kvæðum og
öðlazt nýja vídd.
enda eða hvert töfrarnir bera
hann. Hér eru geimferðir nú-
tímans til umræðu, þessi svim-
andi leit mannsins eftir einhverju
sem hann hefur ekki hugmynd
um hvað er. Sveinn skotti
(Fjórða rödd) er sonur Axlar-
Bjarnar, erfingi- glæpahneigðar-
innar á sama hátt og ein kyn-
slóð mannkynsins tekur lesti
hinnar fyrri að erfðum. Alltaf
er maðurinn að glíma við hið
sama, drápsfýsnina, stríðshörm-
ungarnar, hinn illa vilja myrk-
ursins í sjálfum sér. Hlyni kóngs-
sonur (Fimmta rödd) er ímynd
Hrynjandi
stundar
og staða
eftir Njörð P. Njarðvík
ið tóm til að eignast bústað 1
huga manns. En þrátt fyrir þenn-
an vott unggæðingsblæs á ljóð-
unum í Sumardölunum geymdi
þó sú bók mörg fegurstu ljóð
Hannesar eins og t. d. Bezt eru
vorin og Morgnar við sjóinn í
maí. En í þessari bók kom einn-
ig fram styrkur Hannesar Péturs-
sonar og áræði. Það kom fram
að honum er mjög á móti skapi
að enduryrkja sjálfan ,sig. Hann
vill breyta til og sækja fram til
nýrra viðfangsefna. Ekkert er
eðlilegra en Ijóðskáld breytist
með árum og í því liggur styrk-
ur þess en ekki veikleiki.
□
J þeirri þriðju ljóðabók Hannes-
ar Péturssonar, þeirri er nú
liggur fyrir er enn um endursköp-
un að ræða. Viðfangsefni eru hér
önnur en fyrr. Það vekur athygli
þegar við fyrstu skoðun þessarar
bókar að þeir þrír þættir sem
Hannes hefur glímt hvað mest
við eru hér ekki. í bókinni ein
engin ástarljóð, engin persónu-
leg játningaljóð, tæpast nokkur
náttúrukvæði og fá kvæði urr
einstaka menn. Þess I stað er hér
annað yrkisefni sem einkennir
mikinn hluta þessarar bókar:
mannkynið er stendur nú á úr-
slitastundu.
□
J^yrsti kafli bókarinnar nefnist
Raddir á daghvörfum (tilbrigði
við 10 þjóðsögur). Kaflafyrirsögn
in segir okkur það strax að hér
er ekki um þjóðsagnakvæði að
ræða þótt sögusviðið sé þar feng-
ið. Raddir á daghvörfum táknar
að það er nútímamaður sem tal-
ar. Kvæðin eru öll mælt fram í
fyrstu persónu og verða þau per-
sónulegri fyrir þá sök. Hins veg-
ar eru þa' persónuleg I allt öðr-
um skilningi en kvæði Hannesar
hafa áður verið. Þau eru ekki
tengd ytri atburðum I lífi hans
sjálfs en þau eru sótt dýpra i
vitundarlíf hans. Þau eru hvorki
fordæming né skrum. Það er ekki
JCyrsta rödd segir frá sigi I
björg Drangeyjar þar sem ó-
vsétturin býr. Maður hangir eins
og dordingull I örmjóum þræði
milli himins og heljar og óvætt-
urin albúin að bregða blikandi
saxinu. Minnir þetta ekki á hina
ofdirfskufullu glímu mannkyns-
ins við afl sem hvenær sem er
getur brugðið eggjárni sínu á
lífsþráð mannsins á jörðinni. Sag
Hara-.es Pétursson
(Bókarkápa).
an af Árna á Hlaðhamri (önnur
rödd) fjallar um hina ástriðufullu
hneigð mannsins til að útrýma
frelsi mannsins til sjálfsákvörðun
ar. Dóttir Árna giftist manni sem
honum geðjast ekki að og hann
eltir þau uppi unz hann finnur
þau loksins I litlum hóli þar sem
hann myrðir tengdason sinn. Hér
er kominn ofsóknarandi nazism-
ans og kommúnismans og hatur
þeirra á öllu náttúrulegu frelsi.
Málmeyjarbóndinn (Þriðja rödd)
þeysir á galdrahesti gegnum
skýin, himinn og jörð titra fyrir
áhrifamátt kynnginnar og hann
veit ekkert hvar ferðin muni
hins unga og frækna sonar sem
fellur I hendur flagðanna er ráða
gerðum hans og orðum á sama
hátt,a8g Wátífhúnisminn hefur
fjötrað mikinn hluta jarðarbúa
I álög fræðikenninga hatursins
og hins vélræna vilja ríkisbákns-
ins. Sjötta röddin segir söguna
um maurapúkann, manninn sem
sífellt eltir dauða hluti I stað
þess að snúa huga sínum að
þeim raunveruleika sem gefur
mannlegu lífi eðlilegan tilgang.
Þessi árátta eltir hann út yfir
gröf og dauða, hann er fjötraður
blekkingu sinni að eilífu. Galdra-
Loftur (Sjöunda rödd) beitir allri
sinni þekkingu til að beizla afl
myrkursins en aflið brýzt undan
valdi hans og verður honum
hin skelfilegu örlög eilífrar for-
dæmingar. Þannig getur einnig
farið I glímunni við þá ógnar-
orku sem maðurinn er nú að
reyna að beizla. Grafar-Jón
(Áttunda rödd) sá er rændi
Reynistaðabræður dauða er af-
brotamaðurinn sem aldrei finnst,
slóð hans er „sem ferill vængs
I lofti“ en vitanlega býr hann við
skelfingu verks slns þótt mann-
leg yfirvöld hremmi hann ekki.
Þykist ekki maðurinn góður ef
ekki kemst upp um hann? Gerir
mannskepnan meiri kröfur til
heiðarleika síns en það? Trunt.
trunt og tröllin I fjöllunum
(Níunda rödd) er gleði stríðsæs-
ingamanna yfir vopnaglamrinu,
hvemig mennskur maður um-
myndast I ófreskju. 1 upphafi
hefur hann rænu á að skynja að
hellirinn er fúll, en seinna verður
hann víður og fullnægir honum
gersamlega. Loks er svo Guð-
rún (Tíunda rödd) sem gefur sig
á vald djáknans á Myrká, sem
reynist draugur I stað vinar.
Þannig er maðurinn sífellt að
gefa sig á vald þess sem hann
þekkir ekki og veit ekki hvert
leiðir hann.
□
Jjannig eru öll þessi kvæði um
vandamál nútímans eins og
áður er sagt. Þau eru mögnuð og
sterk I framsetningu. Með s(ér-
stæðum leik að endurtekningum
og tilbrigðum 1 orðum og hugsun
gerir Hannes þjóðsagnagerðina
raunverulega og ægilega. Kvæðin
verða stundum eins og særing,
galdralag sem getur fyllt lesand-
ann óhugnaði og skelfingu en
Hannes Pétursson.
jafnframt búa þau yfir sér-
stæðri fegurð, lokka mann og
töfra eins og særingarnar gera.
□
jVæsti kafli bókarinnar nefnist
Hinar tvær áttir. Þetta er
ekki samfélldur kafli á sama
hátt og hinn fyrsti en fjallar þó
öll að nokkru leyti um einstak-
linginn og hina tvöföldu mynd
á veruleika hans, þá er út á við
snýr og hina er veitir sýn inn á
við. Fyrsta kvæðið heitir
Söknuöur og er eftirmæli um
föður skáldsins:
Þetta eru óvenjuleg eftirmæli
að allri gerð, ákaflega fögur og
birta lifandi mynd af tengslum
sonar og föður. Föðurmissirinn
er sem svipt sé fjalli af sjón-
hring mannsins I hinni ytri ver-
öld, eftir stendur bersvæði.
Hinn fjórði Vitringur frá Aust-
urlöndum segir átakanlega sögu
þess manns sem kemur of seint.
Hvað er átakanlegra en koma
með fangið fullt af gjöfum og
enginn lengur til að taka á móti
þeim. Þar sem geislabaugur
barnsins lýsti áður er nú myrk-
ur og I staðinn fyrir englasöng-
inn heyrist ekkert nema jórtur
dýranna. Hinum siðbúna gesti
bíður ekkert nema tómleikinn.
Kvæðið Undrið minnir að sumu
leyti á Völuspá og hefir einkenni-
lega stöðu innan um hin kvæð-
in, mér finnst eins og kvæðið
eigi ekki heima þarna. Áhrifa-
mesta kvæðið I þessum kafla er
ásamt Söknuði kvæðið Hinar
tvær áttir um ferð mannsins út
I veröldina og ferðina heim aftur
inn I sitt eigið sjálf.
□
Jjriðji kaflinn, Stund einskis,
stund alls, mun ef til vill
falla sumum aðdáendum Hann-
esar Péturssonar illa I geð sakir
þess hve formið er frjálst, rím
er ekkert og stuðlasetning mjög
lausleg en þó nægilegt til þess
að tengja ljóðllnurnar saman og
veita þeim líf. Tvö þessara
kvæða (I og IV) fjalla um vand-
kvæði skáldsins, ósk hans og
þrá en jafnframt efa um að ljóð-
ið öðlist það líf sem þvl er ætl-
að, þetta form sem gert er af
því sem ekki er til eins og
Gleipnir og eiga því samstöðu
með kvæðinu Skáldið I kaflanum
á undan. Beztu kvæðin I þessum
kafla eru að mínu viti II (Skop-
litla þjóð) sem er hvatningarljóð
til þjóðarinnar um að sofna ekki
á verðinum um heilindi sín og
tilveru og VI (Hægt og hægt
fjúka fjöllin burt) sem virðist
fjalla um það hvernig maðurinn
er hægt og hægt að missa tökin
á veröldinni og verða þræll
hennar I stað þess að vera hús-
bóndinn.
Fjórði kaflinn heitir Staðir og
munu flest þeirra kvæða ort á
ferðalagi Hannesar um Vestur-
Evrópu sumarið 1960. Hvert
kvæði er sjálfstætt og hinum ó-
háð en sum þeirra eru eins og
þjóðsagnakvæðin: þau birta ann-
an veruleika undir yfirborði sínu
eins og t. d. 1 Rósenborgargarði.
Þá er hér sömuleiðis innilegl
þakkarkvæði til Rilkes og töfr-
Framh. á bls. 5.
Fjallið sem þögult fylgdi mér eftir hvert skref
hvert fótmál sem ég steig, nú er það horfið.
Á beru svæði leita augu mln athvarfs.
Um eilífð á burtu fjallið sem fylgdi mér eftir
til fjærstu vega, gnæfði traust mér að baki.
Horfið mitt skjól og hreinu, svalandi skuggar.
Nú hélar kuldinn hár mitt þegar ég sef
og hvarmar mínir brenna þegar ég vaki.
UR 0G HOFUNDA
r r
c^a