Vísir - 30.11.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 30.11.1962, Blaðsíða 16
Föstúdagur 30. nóvember 1962. Skip í flotann Hinn 13. nóv. sl. undirrituðu Gísli Gíslason, stórkaupmaður, for maður stjórnar félagsins Hafskip hf. og Sigurður Njálsson, framkv,- sjóri, samning við skipasmíðastöð ina D. W. Kremer Sohn, Elmshorn V.-Þýzkalandi, um smíði á flutn- ingaskipi fyrir félagið. Stærð skips ins er 1750 smálestir Nú taka jólin að nálgast og börnin eru fyrir löngu farin að hlakka til. Þau telja dagana og bíða þess með óþreyju að aðfangadags- morgun renni upp. Þessi ungi drengur á auðvelt nieð að fylgjast með tímanum, því hann er að skoða nýstárlegt dagatal, sem nær einungis yfir dagana í desember fram að jólum. Einn gluggi hússins er opnaður á dag og börnin sjá þá ýmislegt skemmtilegt dag hvern innan við gluggann. Þetta skemmtilega jóladagatal fyrir böm er ný- lega komið á markaðinn (Dimmalimm) og fyrsta gluggann á að opna á morgun. Tveir þjófar handteknir Nokkru eftir miðnætti, eða um kl. hálf tvö Ieytið í nótt, var hringt til lögreglunnar og henni tjáð að grunsamlegir menn væru á stjái fyrir utan eina verzlun bæjarins og sýndu sig líklega til þess að fara inn í hana. Lögreglan brá skjótt við og sendi lögregluþjóna á staðinn, sem var Indriðabúð f Þingholtsstræti 17. Þar handtóku þeir annan þessara tveggja pilta, sem reyndar gerði tilraun til þess að komast undan á flótta, en hafði ekki við lögreglu- þjónunum. Félagi hans komst und- an — í bili, en var handtekinn skömmu síðar. Við rannsókn í málinu kom í Ijós, að annar þjófánna hafði kom- izt inn í verzlunina í gegnum glugga, en hinn átti að standa vörð um húsið á meðan. í fórum þess, sem komst inn í verzlunina, fundust 5 pakkalengjur af vindl- ingum. Piltarnir, sem báðir eru innan við tvítugt, voru fluttir í fanga- Verið er að undirbúa útgáfu nýs Iagasafns. Það er Ármann Snæv- arr rektor Háskóla Islands, sein geymsluna í nótt, en áttu að svara til saka hjá rannsóknarlögreglunni í morgun. Um þrjúleytið í nótt var kvartað úr húsi einu hér í borg undan há- reysti í einu herbergi í húsinu og Frh. á bls. 5. stendur fyrir útgáfunni, en hún er kostuð af ríkinu. Áftnann hefur stefnt að því að ljúka verkinu fyrir næsta haust, en á því getur orðið nokkur drátt- ur. Stafar það fyrst og fremst af því að fjárveiting til útgáfunnar er takmörkuð. Ármann Snævarr var aðalsam- starfsmaður Ólafs heitins Lárus- sonar prófessor við útgáfu síðasta Iagasafns, en ber nú einn hitann og þungann af verkinu. Eidur í Blindra- heimilinu í nótt Nýtt lagasafn í undirbúningi í nótt munaði litlu að eldsvoði brytist út í Blindraheimilinu að Bjarkargötu 8, en þar kviknaði í herbergi blinds manns og varð hann eldsins var um klukkan hálf þrjú í nótt. Hrefna dregin til hafnar Varðskipið María Júlía dró vél- bátinn Hrefnu til Reykjavíkur í gær, eins og Vísir sagði frá, kom leki að bátnum, þegar hann var skammt frá Eldey. Á bátnum voru sex manns. Það var varðskipið Þór, sem kom dælum um borð f Hrefnu og dældi öllu vatninu úr bátnum. Ko... í ljós, að leki var um stefnisrör og i var gert við lekann til bráðabirgða og báturinn síðan dreginn til hafn- ar. Herbergi það, sem eldúrinn kvikn aði í er í suðurenda hússins í ris- hæð. Einn maður, blindur, býr í herberginu og leitaði hann strax hjálpar, þegar hann varð eldsins var. Þegar slökkviliðið kom á vett- vang höfðu meiri eða minni bruna skemmdir orðið á útvarpstæki í her berginu, legubekk og sængurfötum, en auk þess hafði eldurinn flögr- að upp með gluggakistunni og hafði sviðnað talsvert umhverfis hana. Slökkviliðið taldi r\5 um talsverð- ar bruna- og reykskemmdir hafi verið að ræða í herberginu, en eld- urinn var fljótlega slökktur og aðr ar skemmdir urðu ekki í húsinu. Líklegt þykir að kviknað hafi út frá útvarpstækinu. 'Annars var óvenjulegt annríki hjá slökkviliðinu í gær og samtals var það kvatt út fjórum sinnum i fyrir utan kvaðninguna að Bjarkar- i götu 8. 1 gærmorgun var það kvatt Frh. á bls. 5. Verðurunnið grusmjöl í síldurverksmiðju 7 Þessi spurning virðist vera frá- leit fljótt á litið. Engu að síður er nú mjög um það rætt, og ekki tal- in á því tæknileg tormerki, að hefja grasmjölsframleiðslu i Síldarverk- smiðjunni á Skagaströnd. Síldarverksmiðja þessi var reist fyrir hálfum öðrum áratug og er mikið fyrirtæki, getur unnið úr 6500 málum á sólarhring. Gallinn er bara sá, að hún hefir svo til enga síld fengið til vinnslu þessi 15 ár. Stafar það bæði af hinu langa síldarleysistímabili og svo af Nærgöngular spurningar Danska blaðið BT ræðst harkalega á flugfélagið SAS fyr- ir undarlegar og nærgöngular spurningar, sem séu lagðar fyr- ir farþega félagsins. Spurningar þessar eru afhentar farþegum á spumingalista og er ætlun fé- lagsins með þeim að komast að því, hvernig fólk ferðist með vélum þess. Meðal spurainganna eru þess- ar: — Hafið þér greitt farseð- ilinn með eigin peningum? Ef þér hafiö etyki sjálfur greitt hann, hverjir hafa þá greitt hann: — Vinnuveitandi yðar, eitthvað félag, fjölskylda eða einhverjir einstaklingar. Ekki er þó nóg með þessa spumingu, heldur koma næst spurningar, sem varða stétt og lífskjör farþeganna. — Hvað höfðuð þér í árstekjur á síðasta ári? Hver voru laun maka yðar? SAS heitir farþegunum að svörin verði varðveitt sem al- gert trúnaðarmál. Og þær skýr- ingar eru gefnar á spurningun- um, að þetta sé rannsókn á ferðavenjum. En hitt er víst, að margir farþeganna kunna þess- um spumingum illa. því að sú síld, sem veiðzt hefir, hefir aðallega verið á Austursvæð- inu. Verksmiðja þessi átti að verða lyftistöng fyrir atvinnulífið í Höfða kaupstað á Skagaströnd ,en þær vonir hafa með öllu brugðizt. Því er það, að menn hafa brotið heilann um það, hvort ekki mætti einnig nýta hana til annars en síld- arbræðslu og er nú mikið rætt um að hefja þarna grasmjölsfram- leiðslu. Þannig hagar til að stórt, uppþurrkað land er í nánd við verk i smiðjuna og væri hægt að afla þar ; nægilegra heyja til þessarar fram- ; leiðslu. Grasmjölsverksmiðja er i starfandi á Störólfsvelli og hefir verksmiðjustjórinn þar, Jóhann Franksson búfræðikandidat, verið fenginn til að líta á aðstæður allar á Skagaströnd og telur hann kjörn- ar ástæður þar fyrir hgndi til hey- öflunar, vinnslu mjölsins og útskip- unar. En þá er eðlilegt að menn spyrji: Verður þá hægt að bræða síld í þessari verksmiðju, ef þar verður hafin framleiðsla á grasmjöli. Og svarið er jákvætt. Með lítils háttar breytingum á útbúnaði í verksmiðj unni, sem taka ekki nema nokkr- ar klukkustundir, á að vera hægt að skipta yfir frá síldarvinnslu til grastnjölsvinnslu, og aftur yfir í síldarvinnslu. Ákvarðanir um þess- ar breytingar hafa ekki verið tekn- ar ennþá. Góður afli mikíl vmna Undanfarið hefir verið af- bragðsafli á báta í Siglufirði og sæmileg veðrátta, gefið flesta daga á sjó. Frystihúsin á staðn- um hafa því haft nægan vinnslu fisk og atvinna almennt verið mikil. Á tímabili voru Siglfirðingar önnum kafnir við útskipun síld- arafurða frá sumrinu, mátti segja að þeim væri skipað út daglega. Nú er farið að draga nokkuð úr þessari vinnu, enda hefir meirihluti saltsildarinnar nú verið fluttur út. Einnig hefir verið skipað út mjög miklu magni af síldarlýsi og mjöli. Niðurlagningarverksmiðja SR hefir unnið með fullum afköst- um undanfarið og vinnsian geng ið ágætlega.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.