Vísir - 10.12.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 10.12.1962, Blaðsíða 5
V í SIR . Mánudagur 10. desember 1962. C2BD3X 21 í framtíðinni verða Cvendarbrunnar Margvíslegar fram- kvæmdir standa nú yfir eða eru í undirbúningi hjá vatnsveitu Reykja- víkur, svo sem bygging dælustöðvar í Háaleitis- hverfi, bygging nýs, stórs vatnsgeymis á Litluhlíð og fleira. Vísir hefir leitað upplýsinga um þetta hjá Þóroddi Th. Sigurðs- syni vatnsveitustjóra, og fara þær liér á eftir í aðalatriðum. Blaðið spurðist fyrir um dælu- stöð þá, sem ætlunin er að koma upp í Háaleitishverfi. Bygging hennar var boðin út í haust og frestur til að skila tilboðum var útrunninn 2. nóv. s. 1. — Við fengum tvö tilboð í bygginguna, sagði Þóroddur, og mun verða samið við þann aðila, sem gerði lægra tilboðið, en það var. Magnús Vigfússon bygginga- meistari, næstu daga. Tilboð hans nam 2,117 þús. króna. Gert er ráð fyrir, að verkinu verði svo langt komið næsta vor, að þá verði hægt að hefjast handa um að setja niður vélamar, en 1. sept- ember á þv£ að verða að fullu lokið, svo að hægt verði að taka stöðina 1 notkun. Þess má geta, að bygging þessi verður í senn dæiustöð fyrir vatnsveituna og spennistöð fyrir rafmagnsveit- una. Nýr geymir á Litluhlíð. — Hvernig miðar viö að sprengja fyrir nýja vatnsgeymin- um, sem gerður verður á Litlu- hlíð (eða Golfskálahæð, sem oft er nefnd svo?) — Síðastliðið vor var samið við sprengingaflokkinn hjá Grjót- námi Reykjavíkurborgar um að hann tæki að sér sprengingar í geymisstæðinu, og losaði flokk- urinn um 3000 teningsmetra af bergi, sem síðan var ýtt út úr gryfju. Nokkuð af grjótinu var flutt af staðnum, en það, sem eft- ir er, verður notað til fyllingar meðfram geyminnm. Vonazt er til þess að hægt verði að bjóða verkið út upp úr áramótunum. — Hvenær gerið þér ráð fyrir, að geymirinn verði fullgerður og tekinn í notkun? — Stefnt hefur verið að því, að byggingavinnan hefjist á næsta vori, og að öllu forfalla- lausu ættum við að geta tekið hann í notkun næsta haust. Það ætti ekki að taka langan tfma að steypa geyminn upp, en við end- anlegan frágang á honum eru mörg handtök, og eigi er víst, að mögulegt verði að ljúka öllum frágangi að utan og snyrtingu á lóðinni fyrir næsta vetur. Fimmfalt stærri en gömlu geymarnir. — Það þarf víst ekki um það að spyrja, að þessi nýi geymir er margfalt stærri en þeir gömlu á Rauðarárholti? — Sá nýi mun rúma fimm sinn um meira vatnsmagn en þeir, og lögun hans verður lfka með öðr- um hætti. Hann verður rétthyrn- ingur, 64.5 metra langur og 27,5 metra breiður. Rúmmál hans verð ur tíu þúsund teningsmetrar eða smálestir, en hinir, sem eru tveir, svo sem mönnum er kunnugt, rúma aðeins 2000 teningsmetra samtals. Þar við bætist, að nýi geymirinn liggur talsvert hærra en hinir gömlu, því að botn hans verður 54 metra yfir sjávarmál, en botn þeirra gömlu er 45 metr- ar yfir sjó. Hæsta vatnsborð f nýja geyminum getur orðið 60 metra yfir sjó, en 52 metra í þeim gömlu. — Hvað verður um gömlu geymana, þegar þessi nýi verður kominn í gagnið? — Full þörf verður fyrir þá eftir sem áður, en vegna þess hve þeir standa lágt yfir sjó, mun þurfa að breyta að nokkru til- högun á rekstri þeirra. Til mála hefir komið að láta þá annast vatnsmiðlun á takmörkuðu svæði fyrir norðan þá. — Hvað hefir verið gert til þess að bæta úr vatnsskorti á r ••• i/orðu beim stöðum í borginni, sem verst eru settir? Dælustöðvar auka þrýsting. — Við höfum þegar gert ým- islegt til að auka og jafna vatns- þrýsting í borginni, þótt mörg verkefni séu ennþá óleyst. Til dæmis hafa fjórar dælustöðvar verið teknar í notkun innan borg- arinnar og mynda þær þrýstings- svæði á hæstu stöðunum í borg- inni. Elzta stöðin er í neðanjarð- ,r kolageymslu elztu verkamanna bústaðanna við Hofsvallagötu, og dælir hún vatni upp á Landakots- hæðina. Eftir að Vesturbæjarað- Þoroddur Th. Sigurðsson vatnsveitustjóri. alæðin var tekin í notkun vorið 1960 er þó lítil þörf á að dæla vatni á Landakotshæðina. Dælustöðin við Sunnuveg held ur uppi vatnsþrýstingi á Laugar- ásnum. Auk þess er dælustöð fyr ir Háuhlíð og bráðabirgðastöð við Stóragerði, sem lögð verður niður næsta haust, þegar nýja stöðin kemst í notkun. Erfiðast á Skóíavörðuholti. — Segja má, að efsta byggðin á Skólavörðuholtinu sé eini stað urinn í borginni, þar sem eigi er viðunandi vatnsþrýstingur þótt ýmislegt hafi verið gert til að bæta úr því. Nýja 16 þumlunga æðin í Rauðarárstíg bætti nokk- uð vatnsþrýsting á vestanverðri hæðinni, og þegar 32ja þumlunga æðin í Miklubraut verður komin í notkun f vetur, batnar þrýsting- urinn að mun, en endanleg bót fæst, þegar vatnsgeymirinn á Litluhlíð kemst í notkun. Eins og ég hef þegar getið, ætti að mega gera ráð fyrir, að þessu verði öllu komið f kring seinni hluta næsta árs. Of grannar lagnir í mörgum húsum. — En vatnsveitunni verður ekki alltaf um kennt, þótt vatns leysis gæti eða þrýstingur sé lít- ill, eða er það ekki rétt? — Jú, menn gera sér oft eigi ljóst, að ástæður fyrir vatnsleysi getur alveg eins verið að finna í sjálfum húsalögnunum. Lekar heimæðar eða leki á lögnum í grunnum húsanna minnkar vatns þrýstinginn, og sé eigi gert við bilunina í tíma, kemur að því, að vatnsleysis gæti f húsinu. í því augnamiði að minnka vatns- töp af þessum ástæðum, aðstoð- ar vatnsveitan húseigendur við endurnýjun heimæða, ef þörf er á, og árið sem leið komst tala viðgerðra heimæða upp í 130. í mörgum húsum eru vatns- Iagnir of grannar, og sérstaklega ber á þessu í gömlum húsum, sem hækkuð hafa verið. Dæmi eru til þess, að háifs þumlungs pípa er lögð úr kjallara upp á þriðju hæð, en afleiðingin er sú, að vatnið hverfur á efstu hæð- Framh. á bls. 31. Rætt við vatnsveifustiórann, Þórodd Th. Sigurðsson Hér sér inn í 32ja þumlunga leiðsluna, sem lögð hefir verið meðfram Miklubrautinni. Víðari vatnsleiðslur notar vatnsveitan ekki, enda mikið sem um slíkar leiðslur kemst. Myndin hér að ofan er tekin við mót Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar og sér austur eftir Miklubrautinni og 32ja þumlunga vatns- Ieiðslunni, sem þar hefir verið lögð. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.