Vísir - 10.12.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 10.12.1962, Blaðsíða 9
V1SIR . Mánudagur 10. desember 1962. * W. L. Watts: Norður yfir Vatnajökul. Jón Eyþórsson þýddi. 208 bls. Verð kr. 190,00. Prentsmiðjan Oddi. Útg.: Bókfellsú’tgáfan. E’in frækilegasta öræfaferð sem farin hefur verið hér á landi- var ferð sú, sem ungur enskur námsmaður William L. Watts fór sumarið 1875 norður yfir Vatna- jökul í fylgd með Páli Pálssyni frá Prestbakka og fjórum öðrum ungum íslendingum. Þá var liðin nærri öid frá því Sveinn Pálsson hafði fyrstur manna gengið á Öræfajökul og smám saman var að vakna for- vitni manna og löngun til að kanna hin óþekktu svæði í há- lendi Islands. Um 1860 hafði enskur fjalla- maður, Charles S. Forbes, komið til íslands og m. a. gengið á E& Sumarið 1875 kom hann aftur og með hjálp Páls Pálssonar (er fyrir afrekið var síðar kallaður Páll jökli) komst hann nú yfir jökulinn að vísu eftir mestu ó- veðurshrakninga, frost og fár- viðri á jöklinum. Þessi ferð yfir Vatnajökul var geysimikið þrekvirki á þeirra tíma mælikvarða og fyrirmynd og fullkomlega sambærileg við hina frægu ferð Nansens yfir Græn- landsjökul þrettán árum sfðar. Watts gaf út bók í Englandi um för sína, en undarlegt má kallast að hún skuli ekki fyrr hafa verið þýdd og gefin út á íslenzku, því að hér er um að ræða eina sögu legustu fjallaferð sem hér hefur verið farin. Jgn nú var ekki nóg með það að Watts og félagar hans sigruðu Vatnajökul, heldur vildi svo skemmtilega til, að þegar þeir komu ofan af norðurbrún jökuls- ins, blöstu við þeim hinir stór- : Mynd af ferð Watts og félaga hans yfir Vatnajökul. Hérsjást þeir draga sleða sína við Pálsfjall, Þegar VATNAJÖKULL var sigraönr eftir Þorstein Ó. T horarensen Heklu. Hann hafði brennandi á- huga á að kanna óþekkt land- svæði, en við einu svæði á Is- landi ægði honum, — hinum vold uga Vatnajökli. 1 ferðabók sinni sagði hann að til Vatnajökuls myndi aldrei neinn maður kom- ast. Jþessi ummæli urðu nokkrum ár- um síðar til þess að hvetja hinn unga Watts að gera tilraun að fara yfir Vatnajökul. Fyrstu tilraunina gerði hann sumarið 1874. Var hann illa undir hana búinn en komst þó með íslenzk- um fylgdarmönnum norður fyrir miðjan jökul. Þá varð hann að snúa við vegna vistaskorts. kostlegu gosmekkir úr Öskjugos- inu 1875, sem er eitt mesta og frægasta eldgos, sem orðið hefur hér á landi. Hin nýútkomna bók, sem Jón Eyþórsson hefur þýtt, fjallar um tvær íslandsferðir Watts 1874— 75. Þetta eru almennar ferðalýs- ingar og er þar komið við í mörg um héruðum, lýst lifnaðarháttum íslendinga, heimsókn á stórbýli og margsháttar kynnum og við- skiptum við fólkið. Loks viðræð- um við brezka brennisteinsleitar- menn og lýsingu á starfi þeirra I Reykjahlíð. Uppistaðan er þó lýsingar á hinni stórbrotnu náttúru íslands Gamla kirkjan f Reykjahlíð, og þá fyrst og fremst lýsing á Vatnajökulsferðinni og Öskjugos- inu sem er eina lýsing sjónarvotts afgosstöðvunummeðan gosiðstóð yfir. Þessar tvær lýsingar eru sér staklega áhrifamiklar og fáir hafa kynnzt þvf jafn glöggt af eigin reynd að ísland er sambland af frosti og funa. ‘l/'ið skulum skreppa með hon- ' um upp á Vatnajökul og heyra smábrot úr lýsingu hans: — Við höfðum ekki fyrr búið um okkur og byrjað að matast en óveðrið brast á, svo allt ætl- aði um koll að keyra, og hefði ekki fyrri reynsla kennt okkur að hlaða öfluga skjóigarða kring um tjaldið, er ég ekki i vafa um að það hefði horfið okkur sjón- um fyrir fullt og allt . . . þeg- ar við vöknuðum nálægt hádegi var veðrinu tekið að slota. Eftir litla stund skall hann þó aftur á og aldrei hef ég heyrt svo yfirgengilegan stormbeljanda. - Það var líkast því sem allir illir andar og stormpúkar jökulsins hefðu komið sér saman um að öskra og ráðast á okkur : einum hóp. Birtan dofnaði og tjaldið var að fenna í kaf, en okkur var hlýtt og notalegt. Daginn eftir var linnulaus hríð og innilega. Við áttum nú ekki nema vikunesti svo ég setti alla á hálfa matargjöf eins og fyrri daginn. Jjetta er kröftugt orðfæri og kannski á þýðandinn ein- hvern þátt í því. Eða víkjum með honum nokkru síðar að gosstöðv unum í Öskju. - Djúpt undir fótum okkar og um eina mílu til norðurs grillt- um við brátt barm gígsins og meðan við störðum niður f hann opnaðist víð sprunga og stór spilda steyptist hávaðalítið niður Páll Pálsson Jökli, sem var fylgd- armaður Watts. í botnlaust hyldýpið. Nú rofaði dálítið gegnum gosbræluna og gapti þá við jarðfall, eins og op á stórri kolanámu, norðaustan við gfgbarminn og úr því lagði kolsvartan mökk beint upp í loft- ið. Hver dynkurinn af öðrum kvað við úr þessari kolsvörtu vítis- kverk og litlu síðar rigndi yfir okkur þéttri drífu af hinum leir- kenndu kornum. I sömu svifum blasti við á hin um svarta botni gígsins löng röð af sprungum og holum og úr þeim þeyttust svartir gufustrók- ar með hvæsandi hljóði. Nú brauzt sólin fram og jafnframt léttu skýin sér upp úr kvosinni hristu af sér eldmóðuna sem hafði fjötrað þau yfir nóttina og laumuðust burt. Jjannig eru lýsingar Watts á hamförum náttúruaflanna æði stórkostlegar. Landkönnun hans er annars ekki vísindaleg, heldur er bók hans fyrst og fremst ferðabök er miðar að því að sýna áræði ferðamannanna og baráttu þeirra við náttúruöflin. Höfundur er hrifinn af Islending um og eðli þeirra, enda er hann sá útlendra ferðamanna, sem ger ist beztur félagi hinna íslenzku fylgdarmanna og lítur á þá sem jafnoka sína. Bókin er smekklega út gefin með fjölda fallegra mynda. sem eru að vísu teknar úr ýmsum öðrum ferðabókum. Uppdráttur er í henni sem sýnir ferðina yf- ir Vatnajökul, en galli er að það vantar uppdrætti yfir aðrar ferða- leiðir Watts. Með því að kaupa JÓLAKORT RAUÐA KROSSINS styðjið þér Alsírsöfnunina Kortin eru gerð eftir myndum frú Barböru Árnason.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.