Vísir - 28.12.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 28.12.1962, Blaðsíða 3
VlSIR . Föstudagur 28. desember 1962, 3 Myndin fyrir neðan er tekin í fiskvinnslustöð Júpíters og Marz, þar sem ungar skólastúlkur notuðu jólafríið til að salta síld og vinna sér inn nokkrar krónur. Nokkrar myndir úr síldinni í Reykjavíkurhöfn. Efst til vinstri er Hreinn Bjarnason, hinn ungi skipstjóri á Helga Flóventssyni, þar sem hann liggur í koju sinni og veitir ekki af hvíldinni. Þá kemur mynd af Ólafi Ófeigssyni, þar sem hann er að skoða síldina og segir: — Þetta er góð vara. Loks er mynd af löndun úr Helga Flóventssyni. okkur um og sýndi okkur síld- arvinnsluna. Frystihúsið hefur samninga við 20 síldarbáta. Það var nóg að gera og vant- aði mannafla sagði Ólafur. Það er erfitt að fá fólk, sagði hann. Verið var að sykursalta og rúnnsalta og pakka niður síld til frystingar. Mikill fjöldi ung- linga, auk eldri kvenna og karla var að vinnu. Þetta var fallegasta síld, sem fór lang- mest í frystingu og söltun. Þetta kaupa Svíinn og Rúss- inn og fullvinna hjá sér. Það ættum við að gera sjálfir, seg- ir Ólafur. Þegar við fréttum að um 100 þúsund tunnur síldar hefðu bor izt á land í gær og fyrrinótt, eftir langvarandi gæftaleysi, endurvaknaði áhuginn á því að hitta síldarskipstjórana að máli en einkum langaði okkur til að heyra um þessa miklu hrotu. Við Grandagarð Iá Helgi Fló- ventsson frá Húsavík, kominn inn með um 1700 tunnur og var að leggja upp til frystihúss Júpiters og Marz á Kirkju- sandi. Skipstjórinn, Hreiðar Bjarnason var í koju, sofandi, en kokkurinn kvað okkur óhætt að vekja hann. Hreiðar hafði farið með bát sinn út um miðj- an 2. jóladag 30 mílur frá Akra nesbaujunni. Eftir þriggja tíma stfm, var Hreiðar búinn að finna mikla síld. Hann lét kasta þrisvar sinnum, það var óhjá- kvæmilegt. Nótin rifnaði tvisv- ar. — Við tjösluðum nótinni saman í staðinn fyrir að fara f land, sagði Hreiðar. Þeim hafði lent saman við annan bát. Það er kastað svo þétt. Þetta er eins og í grautarpotti, stund- um allir flotinn að kasta á sama stað. — Hvað var sfldin á miklu dýpi? — Á 60 föðmum, fundum hana í tækjunum. — Hvenær farið þið út aft- ur? — Klukkan tfu í kvöld. — Veiðið þið í myrkri? — Já, alltaf í myrkri, nú orðið. — Hvernig sjáið þið til? — Við notum vasaljós og týrur. — Af hverju aðeins í myrkri? — Verðum að gera það. Við finnum enga síld í björtu. Það er eins og hún safnist saman eftir myrkur. Við verðum ekki varir við lóðningu á daginn, en þegar byrjað er að dimma, þá er kapplóðun. — Hvernig var það áður en tækin komu? — Þá var aldrei kastað nema í björtu, þegar síldin óð. Að minnsta kosti ekki fyrir norö- an. Eftir samtalið við skipstjór- SÍLD ann var haldið inn á Kirkju- sand í frystihúsið, sem tekur á móti sfldinni úr Helga Flóvents syni, frystihús Júpiters og Marz. Þar var Ólafur Ófeigs- son fyrir og gekk hann með SÍLD

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.