Vísir - 28.12.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 28.12.1962, Blaðsíða 10
rmrnn /o ] V í SIR . Föstudagur 28. desember 1962. Eldurinn gerir ekki boð á undan sér En hann kemur ef honum er boðið. Það er á þínu valdi hvort þú færð slíka heimsókn eða ekki . — Ef þú ferð nákvæmlega eftir leiðbeiningum um eldvarnii, er ástæðulaust að óttast slíkan vágest. Húseigendafélag Reykjavikur Tilkynning um söluskuttsskírteini . Hinn 31. desember n. k. falla úr gildi skír- teini þau, sem skattstjórar og skattanefndir hafa gefið út á árinu 1962, skv. 11. gr. laga nr. 10/1960 um söluskatt. Endurnýjun fyrrgreindra skírteina er hafin, og skulu atvinnurekendur snúa sér til við- komandi skattstjóra, sem gefa út skírteini þessi. Allar breytingar, sem orðið hafa á rekstri, heimilisfangi eða þ. h. ber að tilkynna um Ieið og endurnýjun fer fram. Nýtt skírteini verður aðeins afhent gegn afhend- ingu eldra skírteinis. Eyðublöð fyrir tilkynningar um atvinnu- rekstur og söluskattsskírteini fást hjá skatt- stjórum. Reykjavík, 27. desember 1962. Skattstjórinn í Reykjavík. Samvinnu- sparisjóðurinn Verður opinn, einnig sparisjóðsdeildin, til kl. 12 á liádegi laugardaginn 29. og mánudag- in'n‘31. desember 1962. Lokað 2. janúar 1963. Athygli skal vakin á því, að víxlar, sem falla í gjalddaga laugardaginn 29. desember og sunnudaginn 30. desember, verða afsagðir mánudaginn 31. desember, séu þeir eigi greiddir fyrir lokunartíma þann dag (kl. 12 á hádegi). Samvinnusparisjóðurinn. Lára miðill og skilning- urinn á framlífinu i. í ýmsum dagblöðum, þar á meðal tveimur alllöngum greinum í Tím- anum, hefi ég séð getið um hina nýútkomnu bók, Lára tniðill, sem séra Sveinn Víkingur kvað hafa samið upp úr æviminningum Láru sjálfrar, og hefi ég ekki séð þessa bók enn. En það þykist ég sjá fram á, að allmikla uppreisn hafi nú Lára hlotið frá því, sem var fyrst eftir að á hana sönnuðust svik, enda hygg ég það aldrei hafa sann- azt, að hún hafi enginn miðill ver- ið. Sannleikurinn mun fremur vera sá, að þrátt fyrir allt séu full- gildar sannanir til um það, að hjá henni hafi ekki allt verið tilbúningur og blekkingar, og skal nú segja frá nokkru, sem mér þykir styðja slíkt. Það var sumarið 1935 að ég var fyrst staddur á sambandsfundi hjá Láru miðli, og voru þar þá staddir meðal annarra dr. Helgi Pjeturss og Þorsteinn Jósepsson frá Signýjarstöðum, nú biaðamað- ur. Á fundi þessum komu fram lík- amningar, og skal ég ekkert segja um veruleik þeirra. En hins þykir mér ástæða til að geta, að mér virðist sem ég hafi að nokkru ráðið því með einni saman hugmynd minni, hvað sungið var þarna, er á fundinn leið. — Fundurinn byrjaði með því, að prestur, sem staddur var þarna, flutti bæn, og að sungn- ir voru sálmar, og verð ég að segja það eins og er, að á meðan það bættist við þetta rökkur, sem haft var þarna í stofunni, fannst mér eins og ég væri Iokaður niðri í gröf. Óskaði ég þess því mjög eindregið, að sungið yrði eitthvað iéttara, og kom þá undir eins fram sú sama ósk frá stjórnanda að handan, og var hún auðvitað tekin til greina. Síðan kom það fram af vörum Tvær konur — Frh. af 7. síðu: og mun auk þess hafa slasazt að öðru Ieyti. Hún var flutt I sjúkra hús að athugun í slysavarðstof- unni lokinni. Ekki er vitað um neinn sjónar vott að slysi þessu, en ef ein- hverjir eru, biður lögreglan þá að tala við sig. Hitt slysið varð á Ægissíðu í gær er kona að nafni Dóra Skúladóttir, féll á götuna og fótbrotnaði. Þetta skeði um hádeg isleytið f gær óg var hún flutt í slysavarðstofuna fyrst, en þaðan í sjúkrahús. Arekstror — Framhald af bls. 6. móti mjög greinargóðir, frásagnir þeirra skýrar og Ijósar, og þeir hika ekki við að taka á sig sök ef hún virðist vera fyrir hendi. Þá er ennfremur mikið undir skýrslum götulögreglumanna kom- ið, hversu skýrar og greinargóðar þær eru, hve lengi tekur að yfir- heyra ökumennina sem lenda í árekstri, eða þá vitni að árekstr- unum. Ef sly. e'„a sér stað af völdum umferðar þarf miklu meiri ná- kvæmni við yfirheyrslur og þar af leiðandi taka þær yfirleitt einnig lengri tíma. Fimmtudagurinn 13. des. s.l. var mesti árekstradagur á þessu ári, en þá urðu milli 20 og 30 árekstrar hér I Reykjavík. miðilsins, sem verið mun hafa al- veg hið rétta, að auk dr. Helga Pjeturss værum það við Þorsteinn Jósepsson, sem réttastan skilning hefðum þarna á miðilssamband- inu, og var framkoma þess merki- legust vegna þess, að miðiliinn gat naumast hafa vitað neitt um skoðanir okkar nafna. II. Eins og oft áður, þá kom það mjög greinilega fram í nýlega af- staðinni umræðu í útvarpssal, sem ég hefi vikið að í annarri grein, hve ósættanlegt djúp virðist vera staðfest á milli dulhyggjumanna annars vegar og vísindahyggju- manna hins vegar, og er það þó ekki af því, að það djúp þurfi endi- lega að vera óbrúandi. Til þess að það djúp yrði brúað, þarf ekki annað en að dulhyggjumenn láti af þeim skilningi á lífinu, sem alveg vonlaust er um, að nokkur ósvik- inn náttúrufræðingur geti nokkru sinni fallizt á, og svo á hinn veginn að vísindahyggjumenn láti sér skilj ast, að náttúrufræðilegur skilning- ur á því, sem dulhyggjumenn og fleiri telja óvéfengjanlegar stað- reyndir, sé einnmitt ekki dulfræði skilningur. Það sem þarf til þess, að þetta mjög óbrúanlega djúp verði brúað, er nákvæmar sagt, að framlífstrúarmenn geti fallizt á, að lifað sé eftir dauðann líkamlegu lífi á öðrum hnöttum, og að hinir vís- indalega hugsandi menn geti að hinu leytinu látið sér skiljast, að slíkt framlíf þurfi ekki að vera í neinu ósamræmi við hreina náttúru fræði. Eins og ljóst mætti vera, þá er öll geislan falin í þvf, að hlutur sá, sem geislanin stafar frá, leitast við að framleiða sjáifan sig eða sitt ástand í öðrum hlutum, og er vafa- samt, að nokkru sinni hafi verið bent á slíkt aðalatriði allrar verð- andi, sem það er. Og sé nú út frá þessu hugsað, þá ætti það ekki að þurfa að koma fyrir sem nein fjarstæða, að heildaráhrif einhvers lifandi einstaklings geti, þegar sér- staklega stendur á, framleitt sig á öðrum stað líkt og þegar áhrif berast frá útvarpsstöð til útvarps- tækis. Jafnvel þótt engin nauðsyn lægi til neinna ályktana um fram- líf, þá væri það út frá þessu vel hugsanlegt, að deyjandi maður hér á jörðu komi á þennan hátt fram á annarri jörð. En þegar þess er gætt, að án þessa skilnings er ekki nema um það tvennt að ræða að ganga þegjandi fram hjá þeim stað- reyndum, sem eru fullgildar sann- anir fyrir framhaldslífi, eða þá, að álykta af þeim eitthvað algjörlega óeðlilegt, þá hlýtur þetta að verða hið eina hugsanlega. Eða hvernig ætti það að geta staðizt, að sam- Erlingur — Framh. af bls. 9. öðlingur og Eyjólfur skyldi verða til að vinna svo glæsilegt afrek í sjósundi, þau langglæsilegustu sem hér hafa verið unnin“. Erlingur Pálsson kvaddi ekki sundíþróttina eftir að hann hætti keppni. Hann hefur unnið sund- mönnum gott starf sem formað- ur SSÍ sl. 10 ár og varaforseti ÍSÍ var hann í 15 ár. — jbp- bönd takist á milli látinna manna og lifandi án þess samstæðis,að báð ir aðilar væru í rauninni ámóta jarðlegir á sams konar hátt gerðir af holdi og blóði? — Eins og kunn ugt er, þá byggist útvarpssamband- ið á algjöru samstæði kraftforms og efnis, og er vissulega engin á- stæða til að ætla annað en að sama lögmál gild um sams konar sam- bönd á milli lifenda. En nauðsyn- legt er, þegar rætt er um aðrar jarðir sem framlífsstaði, að hafa þá ekki einungis plánetur þessa sólhverfis í huga. III. Það var upphaf þess, sem hér hefir nú verið vikið að, að gera sér ljóst, að draumur eins er ævin- lega að undirrót vökulíf annars, og er eitt af því, sem álykta ber út frá þeirri niðurstöðu, að „skyggni" miðils er ekki falin í augnsæi hans, heldur samskynjan við einhverja aðra. Þegar miðill þykist sjá það, sem aðrir viðstaddir sjá alls ekki, þá er það ekki af því, að augu miðilsins séu gædd neinum sérhæfi leika langt umfram augu annarra manna, heldur kemur það til af því, að hann fær þátt í sjón einhvers sem ekki er viðstaddur, og gæti ég bent á margar athuganir þessu til stuðnings auk þess sem þetta er í rauninni hið eina skiljanlega. — Lengi mun það hafa verið eða lengst lífsgöngunnar á þessari jörð, að lifendurnir skildu ekki nauðsyn þess, að þeir endilega skuli þurfa að éta og drekka. Þörfina til þessa hafa þeir að vísu alltaf fundið, en lengst af munu þeir ekki hafa gert sér neina ljósa grein fyrir henni. Enn lengur var það þó, að menn gerðu sér ekki neina grein fyrir þörf sinni til að draga andann, því að það var ekki fyrr en fyrir tiltölulega mjög skömmu að þeir skildu þá þörf. Og þegar nú talað er um hina þriðju lífsnauðsynlegu þörf mannsins, þörfina til þess að sofa, þá ríkir þar enn sama skiln- ingsleysið og áður ríkti á þörf nær- ingar og öndunar. Enn í dag vita menn ekki, hvers vegna þeir endi- lega þurfa að sofa, eða hafa a. m. k. ekki látið sér skiljast það, sem eitt gerir það þó skiljanlegt. En það er, að í svefni magnist maður til lífs fyrir sambönd við lifendur eða lífstöðvar á öðrum hnöttum og fór þetta að liggja í augum uppi, eftir að draumsambandið var fundið. Heimssamband lífsins er það, sem hér blasir við, og ættu allir að geta séð, að það er í hinu bezta samræmi við alit það stóra, sem uppgötvað hefir verið I heimsfræði, að tala um slíkt. Og út frá þessu sjónarmiði er það, sem horfa ber á miðilsambönd og annað slíkt. Þetta sem á sér stað á miðilsfundum, eða þegar lífmagnslækningar eiga sér stað, er í aðalatriðum hið sama og á sér stað, þegar sofið er vana- legum svefni, og er framhald þess, sem forðum var, þegar efni hófsí hér fyrst ti) þeirrar samskipunar og sambanda, sem lífið er. og smám saman hefir slðan þróazt til þess. sem það nú er orðið. Þorsteinn Jónsson á Úlfsstöðum. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.