Vísir - 07.01.1963, Blaðsíða 8
8
V ! S IR . Mánudagur 7. janúar 1963.
■HHMnBOMRnaBMBnwsaszz a issæsa
VÍSIR
Jtgefandi: Blaöaútgáían VlSIR.
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson.
Frétiastjóri: Þorsteinn Ö. Thorarensea
Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 55 krónur á mánuði.
! lausasölu 4 kr. eint. — Slmi 11660 (5 linur).
Prentsmiðja Vlsis. — Edda h.f.
Hvar er samdrátturinn?
Einn af eftirlætishleypidómum framsóknarmanna og
Tímans er sá, að hér á Iandi hafi orðið verulegur sam-
dráttur í atvinnulífinu eftir að viðreisnin hófst. Svo
undarleg eru þessi skrif, að maður gæti haldið að rit-
stjórar Tímans væru nýkomnir heim eftir þriggja ára
orlof á hóteli á Krímskaga í boði heimamanna.
Framsóknarmenn ættu að reyna að hringja niður í
Sjóbúð og vita hvort unnt væri að fá menn í vinnu.
Sennilegast er að þeir gripu í tómt, vegna þess að at-
vinna hefur aldrei verið meiri í landinu en síðustu
misseri. Þeir ættu einnig að tala við þá landsmenn, og
ekki sízt Reykvíkinga, sem standa í byggingum. Þar
myndu þeir fá þær fréttir, að sáraerfitt er að fá iðn-
aðarmenn í vinnu.
Hver er ástæðan? Hún er sú, að iðnaðarmenn hafa
ótöldum verkefnum að sinna við uppbyggingu Iands-
ins.
Framsóknarmenn ættu enn fremur að tala við sjó-
menn og útgerðarmenn. Þá myndu þeir fregna, að
mannekla er hin mesta í verstöðvunum við Faxaflóa.
Ekki er unnt að súrsa svo mikla síld sem nauðsynlegt
er vegna fólksskorts og daglega dynja í útvarþinu aug-
Iýsingar eftir verkafólki til vinnu við sjávarsíðuna.
Og ef svo undarlega vildi til, að framsóknarmenn
fengjust á endanum til þess að viðurkenna að aldrei
hafi verið meiri atvinna en nú, þá mundu þeir vafa-
laust hörfa í næstu vígstöðu og segja: Já, en þetta er
ekki viðreisninni að þakka, heldur góðærinu.
Satt er það, að góðæri hefur verið undanfarið, og
eru þó ekki nema tvö ár síðan aflaleysið stóð sem
hæst. En góðæri hefur verið fyrr á íslandi. Það eitt er
ekki nóg. Stjórn atvinnu- og fjármálalífsins þarf að
vera þannig, að unnt sé að breyta góðærinu í atvinnu
og gjaldkeri. Á því prófi féll vinstri stjómin.
Aldrei hafa fleiri skip verið keypt til landsins en í
fyrra, aldrei hefur ríkið lánað jafn mikið fé til íbúða-
bygginga sem þá.
Hér skulu ekki að sinni talin fleiri merki um þá
stórkostlegu uppbyggingu, sem nú á sér stað. Þau
sýna, að aldrei hefur verið meira framfaratímabil í
sögu þjóðarinnar en einmitt nú.
Kveðja til abstraktmanna
Hér á landi er óvenjuleg gróska í listum, og ber það
vitni blómstrandi þjóðlífi. Meiri hluti listamanna okk-
ar málar og mótar myndir sínar í óhlutlægum stíl. Þeir
em abstraktmenn, eins og almenningur orðar það.
Forsætisráðherra Sovétríkjanna hefur nýlega líkt
slíkri list við það að asni sletti litum á léreft með tagli
sínu! Þannig er litið á hina óhlutlægu list austantjalds.
íslenzkir listamenn munu vafalaust kunna að meta að
verðleikum þá kveðju
I
ps;.:
Það er kunnara en að frá
þurfi að segja, að mikil bar-
átta hefir verið háð til að koma
dr. Adenauer úr kanslaraem-
bætti, en hitt er meira á huldu,
hver muni um síðir verða eftir-
maður hans sem kanzlari Oý þar
með sem einn helzti leiðtogi lýð-
ræðisþjóðanna I Evrópu.
Dr. Konrad Adenauer, sem
hefir um langt skeið verið elzti
stjórnarformaður, er sögur fara
af í heiminum, hefir um síðir
verið neyddur til að lofa að
segja af- sér seint á þessu ári,
eða þegar sambandsþinginu í
Bonn verður lokið. Menn velta
þvl fyrir sér — og hafa gert
mánuðum saman — hver muni
taka við embætti hans, en hann
er einkum sagður andvígur þvi,
að arftaki hans verði dr. Ludwig
Erhard, efnahagsmálaráðherra,
sem margir telja þó lfklegastan.
Upp á síðkastið hefir svo ■ æ
oftar verið nefnt nafn manns,
sem var algerlega óþekktur inn
an Þýzkaland fyrir fáeinum ár-
um, en hefir vaxið mjög I áliti
hjá kunnugum upp á síðkastið.
VINUR OG RÁÐUNAUTUR
ADENAUERS.
Maður þessi er dr. Heinrich
Dr. Heinrich Krone.
Verður dr. Hemrích Kroee
eftirmaður dr. Ádenamrs?
Krone, áhrifamaður innan Kristi
lega demókrataflokksins, fædd-
ur árið 1895, sonur verkamanns,
og í dag talinn meðal þeirra,
sem líklegir eru til að hreppa
hnossið, ef um slíkt getur verið
að ræða. Þeir stjómmálafrétta-
ritarar, sem taldir eru einna
kunnastir málum, segja, að dr.
Adenauer muni sjálfur vera því
hlynntur, að dr. Krone verði eft-
irmaður hans, en hann hefir nú
I nokkur ár verið ráðgjafi og
vinur kanzlarans. Segja þeir, að
dr. Adenauer sé fús til að berj-
ast gegn þeim, sem styðja dr.
Erhard, sem löngum hefir verið
talinn einskonar ríkisarfi eða
„krónprins", að þvi er þetta
snertir.
AFÞAKKAÐI
FORSETATIGNINA.
Víst er um það, að dr. Krone
hefir aldrei barizt fyrir þvl að
fá þetta embætti. Árið 1959
hefði hann meira að segja getað
fengið annað embætti og enn
virðulegra, ef hann hefði viljað.
Honum bauðst þá að verða for-
seti sambandslýðveldisins, en
hafnaði þeim sóma.
Hann sækist ekki eftir að láta
á sér bera í opinberu lífi, heldur
vill hann vinna í kyrrþey, og það
hefir hann jafnan gert. Hann hef
ir mjög oft gegnt hlutverki sátta
semjara á ýmsum sviðum, svo
sem til að samræma sjónarmið
einstakra flokksmanna Kristi-
lega Iýðræðisflokksins, eða hópa
innan hans, til þess að sem bezt
ur árangur fengist í starfsemi
flokksins. Hann hefir til dæmis
oft gengið á milli, þegar Ade-
nauer og Erhard hafa lent í ein
hverjum deilum og jafnan tekizt
að sætta þá. Er þess getið, að
þessir samherjar hafi oft deilt
mjög hart, þegar þannig hefir
staðið á, en dr. Krone hefir tek-
izt að bera klæði á vopnin og
firra varldræðum.
NÝTUR VIRÐINGAR
SÓSÍALDEMÓKRATA.
Krone hefir einnig þráfald-
lega komið fram sem málamiðl-
ari gagnvart flokki sósíaldemó-
krata, enda nýtur hann sérstaks
vinfengis og virðingar foringja
þeirra, Erich Ollenhauers, enda
hafa þeir þekkzt að heita má
alla ævi. Sumir halda því fram,
að Krone sé enn mikilvægari og
nauðsynlegri maður sem sátta-
semjari milli flokka þingsins f
Bonn en sem málamiðlari ólfkra
sjónarmiða innan flokks síns.
Hefir dr. Adenauer og borið lof
á hann fyrir þessi störf hans, og
gerði hann enda a' ráðherra fyr-
ir sérstök verkefni eftir kosn-
ingarnar 1961, en fimm næstu ár
in á undan hafði hann verið
foringi þingflokks Kristilegra
demókrata.
ERFIÐLEIKAR
Á NÁMSÁRUNUM.
Dr. Krone átti erfitt uppdrátt
ar í æsku, því að faðir hans var
fátækur verkamaður, og hann
gat því aðeins lesið undir dokt-
orspróf og tekið það, að hann
tók að sér kennslustörf í gagn-
fræðaskóla jafnhliða náminu.
Hann hafði lagt stund á tungu-
mál og hagfræði. Hann varð
snemma aðili að kaþólskum sam
tökum og varð þingmaður fyrir
kaþólska flokkinn 1925, þá 29
ára gamall. Var hann þingmaður
til 1933, að Hitler náði völdum,
en síðan sinnti hann ekki opin-
berum störfum næstu 12 árin,
þvf að hann var hatramur and-
stæðingur Hitlers óg nazista.
Þegar Hitler var sýnt banatil-
ræði 20. júlí 1944, var dr. Krone
tekinn fastur, af því að vitað var
um hug hans í garð nazista, en
hann var síðan látinn laus, því
að ekkert sannaðist á hann í
sambandi við aðild að tilræðinu.
ÞINGMADUR
FYRIR BERLÍN.
Jafnskjótt og styrjöldinni var
lokið og flokkur Kristilegra
demókrata fór að myndast upp
úr samtökum kristinna manna,
gerðist hann meðlimur í sam-
tökunum í Berlín, og þar hefir
hann verið kjörinn á sambands-
þingið síðan 1949. Árið 1957 var
hann svo kjörinn varaformaður
flokks síns, og síðan hafa hon-
um verið falin mörg mikilvæg
verkefni, sem Adenauer hefir
ekki haft tök á að framkvæma
sjálfur en hefði ella gert.
MIKILVÆGAR
SENDIFERÐIR.
Meðal vcrkefna, sem Adenau
Framhald a bls. 10.
i oáarjwi
. >11'iiU n ií J J- ,i.J. u.
'ii ' 'J ’ l‘) N
l!. \ ilk*'..: 2 i! i . U.i
Eðl