Vísir - 07.01.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 07.01.1963, Blaðsíða 15
V í SIR . Mánudagur 7. janúar 1963. 75 THEMV AiFTER A FEW FRANTIC MOWEMTSvTHE MEM SIGHEF’ IM KELIEF— THEV HA7 MA7E 3007 THEIK ESCAP’E! THE AS0NIZE7 STRAN7L0FER REACHE7 OUT TO CKUSH HIS EMEMYV CUT TA7.ZAM AGILELV SLIFFEt7 AWAY... . nz VM Bi'WrJ JOHfJ — Við biðjum í rauninni um dálítinn greiða, annað ekki, greip Cadoudal fram í fyrir henni: Að þér bjóðið okkur til miðdegisverðar á heimili yðar, og að ekki verði aðrir en þio hjónin--og við tveir. — Er það allt og sumt? spurði Karólína. — Já, einvörðungu til þess að kynna okkur fyrir manni yðar sem tvo vini, sem veittu yður aðstoð, þegar þér voruð á Eng- landi. Ég geri sem sagt ráð fyrir, að hann viti, að þér voruð í Lundúnum? - Karólína horfði á hann rann- sakandi augum. — Að sjálfsögðu! Mig furðar raunar á því, að þér skulið gefa mér kost á að velja milli hættu- legs hlutvérks og meinlauss mið degisverðar? Mirandas fór að hlæja. — Við eru svo nærgætnir, — við viljum yður svo vel. Þér gæt uð annars sagt, að við værum utan af landsbyggðinni, sem gjarnan vildu komast í kynni við þá, sem ráða mestu í samkvæm is- og félagslífi. Ég hetó annars, að fundum mínum og Berthiers hafi borið saman fyrr .... — Mundi ykkur henta að koma í kvöld? — Fyrirtak, frú, fyrirtak, við i krjúpum á kné fyrir yður .... Karólína fylgdi þeim út í for- salinn, þar sem hún lét þjóninn taka við þeim. Hún gætti þess, jað láta engan beyg eða kvíða í j ljós vegna komu þeirra. Svo j gekk hún upp stigann og fór inn j í skrifstofu manns síns. Georges brosti alúðlega, er hann sá hana. — Það var fallegt af þér, að líta inn til mín. i — Ég hefi vitanlega mínar á- j stæður til þess. | — Vantar þig peninga? Þú ; veizt, að ég vil allt fyrir þig I gera — og ef þú vilt ekki þiggja I það, sem ég er reiðubúinn að I gefa þér, verð ég leiður. — Aður fyrr var það svo, að j þú slepptir þér, þegar ég gekk j feti lengra en þér líkaði, að því er varðaði kaup á fatnaði ogj skartgripum, eða vildi fara í j leikhús eða dansleiki. Ég get I víst seint gert þér til hæfis,' Georges. Hann reis á fætur, gekk til i hennar og faðmaði hana að sér. I — Þú mátt vita, Karólína, hve ' sárt mig iðraði framkomu minn ar, er ég frétti til Bordaeux, að þú hefðir fyrirfarið þér daginn áður en átti að taka þig af lífi. Þú hafðir horfið á svo kynlegan hátt — án þess að koma áleiðis til mín eða vinna neinni orðsend ingu. Seinna skildist mér, að þú hefðir ekki viljað auka byrðar mínar á flóttanum, því að þú hefðir vart getað látið mig fá vitneskju um neitt, nema það, sem auka mundi áhyggjur mín- ar. Og er mér hafði skilizt þetta var ég eins og sneyptur hundur. Og ég fór áð hugsa um, að oft hefði ég ekki verið nógu hlýr og nærgætinn við þig, neitað þér um peninga föt og annað, neitað þér um að geta notið lífsins . . . en ég sé á svip þínum, að þér fellur ekki þetta tal mitt. Já, þú neitar aldrei að fara neitt með mér, en ég sé, að þú skemmtir þér, ekki. Þú klæðist þeim fötum, sem ég gef þér, en þú geislar ekki lengur af ham- ingju yfir að fá falleg föt, eins og forðum daga. Og þó vil ég gera fyrir þig allt, sem í mínu valdi stendur. — Þú lætur sannarlega ekki þinn hlut eftir liggja — og ég kem til móts við þig eins og mér framast er unnt. Við gerum hvort um sig það sem við getum — og meira getur enginn. — Hvað áttu við með því? , — Æ, svo sem ekki neitt. — Það væri allt svo einfalt, ef mennirnir væru öðru vísi en þeir eru — en það er svo erfitt að lifa, Lífið er þannig. Menn þjást og leita orsakanna, og komast að raun, að þeir sem valda manni þjáningum, óska alls ekki eftir því. Lífið er svo flókið. — Ég skil þig ekki. Áttu við það, að ég eigi sök á því, að þú þjáist. — Alls ekki. Ég talaði um þetta almennt. Kannske verða S97 menn heimspekilega sinnaðir, þegar þeir eru ekki ungir iengur. — Ekki ung lengur, ertu að reyna að fá mig til að slá þér gullhamra. Þú ert tuttugu og þriggja ára svo fögur, að allir falla í stafi hvar sem þú birtist — og svo talarðu, eins og árin séu að byrja að færast yfir þig. Þér eru annars slegnir nægir gullhamrar — hvar sem við kom j um .... —: Ég veit það, en við sklum fella niður þetta tal, Georges, og ! snúa okkur að ástæðunni fyrir ! komu minni. Hún er sú, að j tveir fyrrverandi flóttamenn, emigrantar, litu hingað inn. Ég I kynntist þeim í Lundúnum. Þeir I voru mjög vinsamlegir þá. Ég gat ekki komist hjá að bjóða þeim hingað í dag til miðdegis- verðar. Georges varð nábleikur í fram an. — Ég víl ekki gera þér neitt WITH THE SPEE7 OF A SAZELLEv HE LEAFE7 INTO THE WAITIMS LIFE50AT-- Strandlópurinn, sem nú var óður af reiði, ætlaði að kasta sér á Tarzan, en hann gat fim- lega komizt undan högginu, og eins og örskot þaut hann að björgunarbátnum og stökk upp í hann. Það var augnabliks þögn, en síðan andvörpuðu mennirnir fegnir borgið. — þeim var Barnasagan KAL18 COP. MMUEM TOONOW í móti. Ég veit, að menn gera undanþágu, þegar um suma flóttamenn er að ræða, og um- gangast þá, þótt mönnum sé ekki um það, — en þú verður að gera þér ljóst, að fyrir mann í minni stöðu getur verið stór- hættulegt, að taka móti slíkum gestum — það gæti vakið grun- semdir. Þú veizt hve undirförul ir sumir vina okkar eru. Ég hefi sett mér að marki, að verja allt það góða, sem lýðveldið hefur fært okkur: Hugsjónir frelsi og réttlætis. Og samtímis er það mark mitt, að landið verði varið fyrir nýjum jakobinsku einræði. Þessi ásetningur minn og mark gerir mig grungamlegan í aug- um margra róttækra manna. Þess vegna líta jafnt æstustu konungssinnar sem hinir róttæk- ustu lýðræðissinnar mig horn- auga. — Farðu nú ekki út f neinar öfgar, vinur minn. Það verða ekki aðrir gestir en þessir tveir herrar. Svo slegin ótta megum við ekki verða, að við þorum ekki að bjóða . þeim til einka- miðdegisverðar. Hún ætlaði að fara og var komin af stað í áttina til dyr- anna, er hann kom all tauga- óstyrkur á eftir henni og spurði: — Segðu mér eitthvað frá þessum mönnum — hvar hitt- irðu þá? — f hópi flóttamanna í Lund únum. — Leyndu mig engu, ef þeir skyldu nú líta á þetta sem leið til þess að komast f kynni við vini okkar, samstarfsmenn mína — og þetta eru menn, sem ég veit ekkert um. — Þeir fara ekki fram á neitt, — það var ég, sem bauð þeim. — Já, já, en til þess að bjóða þeim, hlýturðu að þekkja þá — eða að minnsta kosti annan beirra, sérlega vel. Karólína yppti öxlum og svar- aði rólega. — Vitanlega geri ég það. Ætli þeir hafi ekki báðir verið elsk- feskurinsT Maðurinn kom út úr tjaldinu kallaði á Kalla og meistarann og rétti hvorum eitt búnt af peningaseðlum. „Þið verðið að afsaka að ég gleymdi að borga ykkur kaupið ykkar. „Ágætt, sagði Kalli, en fyrir hvað fáum við kaup?“ „Það ætlast enginn. til að þið leikið víkinga fyrir ekkert," sagði maðurinn. „Vík- inga, ég skil ekki eitt orð af þessu,“ sagði Kalli. „Þér megið kalla mig gamla olíukönnu ef ég skil eitt orð af þessu sem þér eruð að segja,“ bætti meist- arinn við, „en eitthvað hlýtur að liggja að baki öllu þessu." Það gerði það reyndar, og Kalli sá hvernig í öllu lá þegar hann 'eit í kringum sig. „Tíu þúsund hákarlar," hrópaði hann, „sjáðu skiltið, meistari, yisiorama Filmu félagið." „Haldið þér að þér hafið kvikmyndað okkur fyrir þessa peninga?" spurði meistarinn. „Okkur," hrópaði Iíalli reiður og sár, „þeir eru búnir að ná í Feita Moby, þess- ir landkrabbar. Komdu meist- ari, við verðum að ná í Bizniz.“ Og sjómennirnir tveir þutu af stað áleiðis til næsta þorps. Ódýr vinnuföt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.