Vísir - 07.01.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 07.01.1963, Blaðsíða 5
V í SIR . Mánudagur 7. janúar 1963. I 5 MöSrudalur er frostharð- iusti staSurinn / hyggS Möðrudalur á Fjöllum er frostharðasti, byggði stað- ur á landinu, enda sú veð- urathugunarstöð, sem er í mestri hæð yfir sjó. Vísir forvitnaðist í morgun um ýmis atriði varðandi frost hjá Öddu Báru Sigfúsdóttur, veðurfræðingi, sf'in veitir forstöðu veðurfarsdeild Vcðurstofu íslands, og sagði hún bl'-ðinu þá meðal annars þetta: Kiukkan ellefu á laugardags- morgun mældist frost í Möðrudal 29 stig, og er það mesta frost, sem mælzt hefir hér á landi i vetur, en sex stundum síðar var það komið niður í 23 stig. í fyrra mældist enn meira frost á sama stað í marz- mánuði, því að aðfaranótt 15. marz mældist þar hvorki meira né minna en 33ja stiga frost. Það er einnig mesta frost, sem mælzt hefir hér á landi síðan 1918, þegar hámarkið náðist á Grímsstöðum á Fjöll- um, því að þá mældist þar 38 stiga frost. En geta verður þess £ því sam- bandi, að engar veðurathuganir fóru fram í Möðrudal þá, svo að Frost — Framh af 1. síðu. Annars er þettá með lengri samfelldum frostaköflum, sem komið hafa um langt skeið. Síðan á aðfangadag jóla hafa verið hér stöðugar stillur en frostið harnað eftir því sem á leið. Mest frost mældist fyrir helgina á Möðrudal á Fjöllum 29 stig og er það mesta frost sem mælzt hefur hérlendis í vetur. í fyrrinótt bar það til tíðinda á Akureyri að lögreglan tók þrjá bif- reiðastjóra fyrir meinta ölvun við akstur. Mál þeirra mun koma fyrir rétt í dag. Er þetta sennilega eins dæmi í sögu lögreglunnar á Akur- eyri að hún hafi tekið jafnmarga ölvaða bílstjóra á einni nóttu sem í þetta sinn. ekkert verður sagt um, hvort frost hefir verið þar meira eða minna en á Grímsstöðum. Veturinn 1958 mældist frost í Möðrudal 32 stig. Að endingu er rétt að geta þess, að Möðrudalur er í 450 metra hæð yfir sjó, en Grímsstaðir eru í 385 metra hæð. Voror við Framh at bls. 1 vegna of mikillar yfirvigtar. — Ballestin á að þunga til að svara til þess að holrúmið væri fyllt af síld. Skipaskoðunarstjóri sagði blaðinu í morgun að svo virt- ist sem útvegsmenn og sjó- menn myndu taka meira tillit til þessara ábendinga en ýmsir hefðu ætlað að óreyndu og væri mönnum nú að verða ljós ari en áður sú hætta, er stafaði af ofhleðslu skipa, ekki sízt í misjöfnum veðrum að vetrar- lagi. EINSÖNGUR Ungur norðlendingur, Gestur Guðmundsson, sem dvalizt hef- ur við söngnám í Þýzkalandi um nokkum tíma, hélt sína fyrstu opinberu hljómleika hér í Reykjavík £ gær. Á efnisskránni hafði hann nokkur þekktustu einsöngslög Schuberts, lög eftir Emil Thoroddsen, Eyþór Stef- ánsson og Pál ísólfsson, og að lokum ariur úr nokkrum fræg- um óperum. Gestur hefur tals- vert mikla og þjála tenórrödd, sem virðist búa yfir ei litlum möguleikum. En að heyrðri meðferð hans á lögum Schu- berts, var Ijóst að hann á enn alllangt £ land að nýta þá mögu leika til fullnustu. Þessi lög hafa reyndar aldrei þótt barna meðfæri. Þau heimta skilyrðis- laust vald yfir tilfinningum og söngtækni, þar sem allt veltur á samhengi ffngerðustu smáat- riða. Söngur Gests var jafn- beztur í íslenzku lögunum, en þau eru, að frátöldum lögum Páls, of léttvæg til að bera uppi heila hljómleika. í óperuariun- um eftir Massenet, Donisetti, Verdi og Puccini, kom reyndar í ljós að Gests gæti beðið glæsi- leg framtið á sviði ftalskrar óperu. En til að slikir draumar gti rætzt, þarf hann sannarlega að leggja hart að sér. Rödd hans býr yfir mörgum góðum eiginleikum. Efra svið hennar er bjart og þróttmikið, og oft á tiðum brýst hún fram í skær- um. hreinum tónum, sem hver fullþroska listamaður væri vel- sæmdur af. Neðra sviðið er hins vegar takmarkað, og oft ein- kennilega hljómvana miðað við háa sviðið. En þetta má vonandi laga með aukinni þekkingu og þjálfun. Undirleikur Guðrúnar Krist- insdóttur var með afbrigðum látlaus og smekklegur, og átti ekki Iitinn þátt í að gera þessa hljómleika eftirminnilega. L. Þ. ERMA, Garðsenda 21, simi 33968 .árgreiðslu- og snyrtistofan Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi. IARN ARSTOFAN, 'arnargötu 10. Vonarstrætismegin. i 14662. irgreiðslustcfan \TÚNI 6, siini 15493. _____ argreiðslu- u.. snyrtistofa i’EINU og DÓDÓ, d u,.' veg 11, sími 24616. ___ trgreiðsiustofan ÓLEY ’1 valIa§ötu 72, simi 14853. reiðslustofan OLA .sgötu 31, sími 14787, rgrtiðslustofa 'sSTURUÆJAR renimel 9, simi 19218._________ argreiðslustofa VÖNU ÞÓRÐARDÓTTUR, F re. jugötu 1, sími 15799. ■greiðsluUofa ‘vRISTÍNAR INGIMUNDAR- TÓTTUK Kirkjuhvoli, simi 15194 irgreiðslustofa UST IRB/EJAR i Mana r-uðmundsdóttir) Laugaveg 13, sími 14656. Nuddstofi. sama stað — Deilumar við SAS reynast góð auglýsing fyrir Loftleiðir í þessari viku hefst í París ráðstefna IATA, al- pjóðasambands flugfélaga, um fargjöldin yfir Atlants- tiafið. Á henni mun vænt- anlega verða tekin ákvörð- un um það, hvort SAS fær leyfi til að fljúga „ódýrt“ Framhald at bh. 16 Sveinn sagði að Landsamband íslenzkra útvegsmanna hefði þegar farið þess á leit við Sjáv- arútvegsmálaráðuneytið at- hugaðir væru möguleikar á að flytja síldina norður til bræðslu þar og hefði ráðuneytið spurzt fyrir um þessa möguleika hjá þeim í stjórn síldarverksmiðj- anna. Mikill flutningskostnaður. Sveinn Benediktsson sagði að því væri til að svara, að þetta mál væri vandkvæðum bundið vegna mikils flutningskostnaðar. Það hefði kostað 40 krónur á mál að flytja síldina frá Seyðis- firði i bræðslu fyrir norðan í sumar og myndi kosta um 60 krónur á mál að flyt.ia síld sunn an úr Reykjavfk og af Faxaflóa höfnum. Hráefnisverð síldarinn- ar er 100 krónur fyrir málið og yrði flutningskostnaðurinn þann ig 60% af hráefnisverðinu ef horfið væri að þvi ráði að flytja yfir Atlantshafið eins og Loftleiðir. Allt upptekið. Á meðan skýra dönsk blöð frá því að Loftleiðir hafi unnið fyrstu lotuna í bardaganum. Þvi að hið íslenzka félag, segir t.d. BT, hefur fengið svo mikla aug lýsingu af hinum hatrömmu blaðadeilum, að nú, jafnvel um síldina norður. Það sjá allir að þetta er mjög óhagkvæmt, sagði Sveinn Benediktsson. Jafnvel þótt Síldarverksmiðjúr ríkisins reiknuðu enga Ieigu af verk- smiðjum og vélum við vinnsl- una, sem þær myndu gera ef til kæmi, myndi sú eftirgjöf ekki nema nema 25 — 26 krónum á mál og hrykki ekki fyrir helm- ingi flutningskostnaðarins. Stækkanir drógust. Þessi mál eru öll í athugun, sagði Sveinn Benediktsson, en engan veginn sem bezt útlit með þessa lausn. Bezta lausnin væri auðvitað sú að verksmiðjur suð- vestanlands önnuðu því að vinna úr allri síld, sem berst þar á land. Þær eru allar að auka afköst sín, sem kunnugt er, um 50% að meðaltali, en gallinn er, að ýmsar af þeim stækkunum eru ekki komnar í gagnið ennþá, en munu þó vera mjög langt komnar, svo að ekki vantar nerna herzlumuninn. háveturinn er allt upppantað hjá félaginu. Engir frímiðar. Það er siður hjá öllum flugfélög um, að hafa samstarf um að leyfa starfsfólki sínu að ókeypis eða ó- dýrar flugferðir víða um heim yf- ir vetrarmánuðina, þegar minnst er um farþega. Nú segir BT, að þegar starfsmenn ýmissa erlendra flug- félaga hafi ætlað að fá ódýra miða til Ameríku, þá hafi þeim verið tilkynnt að það sé því miður ekki hægt, þar sem allt sé upppantað og því komi frímiðar ekki til greina. Bezta auglýsing. í gærlcveldi, á 10. tímanuni, reyndi strákalýður í Hafnarfirði, að efna til ærsla og óspekta þar á götum úti. Höfðu strákarnir viðað að sér allmiklu spýtnarusli, sem þeir báru síðan út á Strandgötuna í námunda við pósthúsið op stöðvuðu með því alla umferð um stund. Jafnhliða þessu tiltæki sínu helltu stálkarnir benzíni á götuna og kveiktu í þvi. Þarna var þó, sem betur fór, um óverulegt magn af benzíni að ræða og eldurinn slokkn aði fljótlega. Lögreglan kom strax á vettvang er það hafði vitnazt að strákarnir höfðu teppt urp,'erðina. Ruddi hún götuna, en auk þes* náði hún í 1 einhveria strákana og verða mál I' rra vapntanUga tekin fyrir í dag. 1 Lögreglan tiáði Vísi í morgun að þarna hafi verið um unglings- pilta, mest á aldrinum 14—15 ára, að ræða, en sumir hafi þó verið Kaupmannahöfn H. Davids Thom- sen segir að það sé enginn vafi á þvi að þessi óvenjulega aðsókn í far með Loftleiðum stafi af hinni miklu auglýsingu sem félagið fékk í deilunum við SAS. í þeim rann upp ljós fyrir þúsundum manna, hvað fastagjaldið með Loftleiðum væri miklu ódýrara en með öðrum flugfélögum. 13456? Dregið hefur verið í happdrætti Sjálfsbjargar. Upp kom númer 13456 og er vinningurinn bifreið, Ford Consul. Vitja má vinningsins á skrifstofu Sjálfsbjargar, Bræðra- borgarstíg 9. yngri, allt niður í 10 ára gamla drengi. Reykjavíkurflugv. - Framn n >is 16 væri fyrir hendi í loftferðasam ingum. Auk þessa benti flug málastjórinn á að það væri enp an veginn ljóst að SAS mund hefja flug um Reykjavik. Eins og völlurinn væri núna gætu DC-7 flugvélar alls eki lent á Reykjavikurflugvelli, <>■ ekki heldur eftir 100 metra le> ingu ef þær væru fullhlaðn ef þær gæt- þá yfirleitt lent slíkri braut. Loks sagði flu- málastjórinn að umrædd len: ing á flugbrautinni væri margr: ára verk, og að hann hefði ekk' hugboð um hvenær henni yrði lokið. Verður síldin flutt Afgreiðslumaður Loftleiða í Óspektir í Hufnurfirði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.