Vísir - 17.01.1963, Side 4

Vísir - 17.01.1963, Side 4
 lllH' • ‘ ■ ij •r 1 r Þrátt fyrir allt tal um kven- réttindi er enn og verður lengi svo mikill munur á eðlisþátt- um karls og konu og uppeldi þeirra ósjálfrátt hagað svo ólíkt að oft virðist manni sem kven- réttindatalið sé ekkert nema innantómt hjal. Konur hafa að vísu samkvæmt lögum jafnan rétt á við karla, en alltaf eru það þó karlmennirnir, sem hafa forystuna út á við. Uppeldi stúlkna er enn yfir- leitt hagað svo, að þeim er kennt að vera hlédrægar, en piltar eru hvattir til að sýna frumkvæði og dugnað í hvers kyns athöfnum. Lítum t. d. á veitingahúsin. Fjárhagsleg aðstaða kvenna er nú á sfðustu árum orðin allt önnur en hún var áður. Þeer vinna nú fyrir góðu kaupi, og skiptir þá oft ekki máli hvort þær eru giftar eða ógiftar. Gift- ar konur vinna nú mjög oft úti. Af þessu leiðir, að stúlkan eða konan tekur nú mjög oft orðið þátt f greiðslu veiting- anna. Enda er það ekki nema sjálfsagt vegna þessara breyttu aðstæðna. En hvenær sjáið þið kcnuna taka upp veski sitt að Iokinni máltíð og greiða reikninginn? — Nei, það kemur aldrei fyrir. Aðferðin, sem er höfð, er allt- af sú, að konan afhendir mann- inum peninga fyrirfram eða und ir borðið. Svo greiðir hann reikninginn eins og hinn full- komni herra. Þegar þetta fyrirbrigði er at- hugað koma margar hliðar i Ijós á því. Bæði kunna betur maðurinn myndi telja það særa metnaðartilfinningu sína ef kon an greiddi reikninginn og fyrir konuna er það viss fullnæging út á við, að svo líti út sem maðurinn sé fús að eyða svo miklu fé í veitingar fyrir hana. í nútímanum virðast karl- menn að vísu oft vera fúsari en áður til að láta konuna taka við forystunni á ýmsum svið- um. Það er jafnvel ekki frá þvf að það séu konurnar cem stund- um eru tregari. Þær virðast finna til þess, að líf þeirra verði erfiðara ef full- komið jafnrétti kæmist á milli kynjanna. Þetta nægir þó ekki sem rök gegn áframhaldandi þróun í jafnréttisátt. Þvi að konan hlýtur að taka þessa á- byrgð á sig í auknum mæli. Enn bera karlmennirnir oft ábyrgð á því að þeim takist að afla nægilegs fjár til heimilis- ins. Þó þeir vinni úti getur ver- ið að vinna þeirra sé minni og léttari en vinna húsmóðurinn- ar, en sú pressa hvílir þyngra á þeim, hvað eigi að gera til að forðast fjárhagsörðugleika og skort. Hið gamla fyrirkomulag er rótgróið á fjölskyldufyrirkomu- laginu. Það er ekki hægt að komast í kringum þá staðreynd, að konan annast uppeldi barn- anna og hún þarf hjálp og stuðning mannsins til að geta innt uppeldisstörfin af hendi Hjálp mannsins er í því fólgir að framfleyta fjölskyldunni. Or ef hann ekki framfleytti henr«: missti hugtakið fjölskylda þý? ingu sfna. Þessu skipulagi er líka e-f ir.»i ittiiigifanfinmiti - vegna þess aó karlmaðurinn vill eftir eðli sínu og uppeldi vernda og konan vill vera vernduð. En nú hefur sú breyting orð- ið á sfðustu árum að æ fleiri giftar konur vinna úti. Þrátt fyrir það hefur fyrirkomulag fjölskyldunnar lítið breytzt. Það er ætlazt til þess að kon- an vinni minna og hafi afgangs tíma fyrir fjölskylduna. Litið er á laun hennar sem eins konar búdrýgindi og karlmaðurinn fer oft eftir sem áður með fjármál- in, sér um að borga víxlana og afborganirnar og standa í fram- kvæmdum. Kannski breytist þetta ein- hvern tíma, en það tekur lang- an tíma, kannski margar kyn- slóðir. Það verður að byrja breytinguna f uppeldinu. Það verður að kenna telpum að leika sér með bfla og drengj- um að leika sér að dúkkum. Þetta kann að þykja undarlegt, en slfkt er forsenda fyrir al- geru jafnræði. Kannski er slikt algert jafn- ræði aðeins óraunhæf hugmynd. Kannski halda telpurnar áfram að vera blíðar og hreinar og drengirnir harðir og óhreinir, þegar þeir koma utan áf göt- unni. En hugmyndin um algert jafn tœði er skemmtileg. Þá myndu karlmennirnir láta af hlutverki sínu sem verndarar og þeir myndu hætta að sýha konun- um sérstaka ^kurteisi eins og rð hleypa þeim inn i strætis- vagn á undan sér. í stað þess kæmi félagsskap ur á jöfnum . grundvelli, meiri vinátta og meica sj41f.st8?ði..3..; Rendur ,slá í gegn' Herrann borgar reigninginn. Það myndi særa metnaðartilfinningu hans ef daman bæði um reikninginn. Nokkur orð í alvöru um kvennréttindi Konurnar borga — undir borðinu Frá London berast okkur þau tíðindi, að í vor muni rendur „slá í gegn“. Já og meira að segja svo, að konur komist alls ekki hjá því að taka þær f sína þjónustu. Þessar fréttir ættu að geta verið konum mikið fagnaðarefni því að rendur, já langrendur, þverrendur og skárendur geta verið á við marga megrunar eða fitukúra. Þær geta hækkað, lækkað, grennt og jafnvel tekið nokkra sentimetra af hæðinni og bætt þeim við breidd- ina eða öfugt. Ef innihald pyngjunnar nsegir ekki í heilan nýjan búning fyrir L I vorið, koma rendurnar einnig til hjálpar. Falleg röndótt blússa, röndóttur jakki eða þótt ekki sé nema röndóttur borði á hattinn, geta gerbreytt heildarsvip gamla búningsins og gert hann að nýjum. Myndirnar þrjár sýna margs konar föt, úr margs konar efnum með margs konar röndum. Skyrtan með löngu ermunum er úr jerseyefni, dragtin úr bómullarefni og peysan og síðbuxurnar eru úr nælon- efnum. ATH UGASEMD Rvik, 10. jan. ’63. Hr. ritstjóri. í ágætri grein Leifs Þórarins- sonar tónskálds um jazz o. fl. (Vísir 8. jan. ’63) er vikið hlýj- um orðum að jazzþætti Ríkis- útvarpsins, og réttilega tekið fram að hann sé alltof sjaldan á dagskránni. Ennfremur segir svo: — „og af miklum vanefn- um hvað nýjar hljómupptökur snertir” —. Því miður er jazz-safn Ríkis- útvarpsins ekki fullkomið, en má þó nú orðið teljast allsæmi- legt, og síðustu árin hefur stofnunin reynt, með talsverð- um árangri, að fylgjast með tímanum að því er varðar nýj- ar hljóðritanir (plötur og ség- ulbönd) eins og þeir sem hlusta á jazzþáttinn að staðaldri hljóta að vita. Þetta um miklu vanefnin má þvf teljast hæpin fullyrðing. En auðvitað ræður smekkur stjómanda þáttarins miklu um hvað flutt er hverju sinni. Að lokum vildi ég vin- samlegast benda á að maður- inn sem er á myndinni méð Charlie heitnum Parker og fylgir fyrrnefndri grein Leifs, heitir Theolonius Monk. Með kveðju og þökk fv*h birtinguna. Jón M. Arnason.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.