Vísir - 17.01.1963, Síða 15

Vísir - 17.01.1963, Síða 15
V1SIR . Fimmtudagur 17. ja1963. 15 Cecil Saint - Laurent: % NY ÆVINTÝRI jr jt KAROLINU ráðizt þér á Barras, Rewbell og La Revelliére, og gefið í skyn, — Hlustaðu nú á mig: Á morgun flytjið þér ræðu í fimm hundruð manna ráðinu. Án þess, að gera grein fyrir ákærunni, að þeir ógni lýðveldinú. Þegar þér farið af fundi heimsækið þér Carnot, sem mun finna til hvatn ingar vegna ræðu yðar, að taka að sér það hlutverk, sem við ætlum honum. Daginn eftir ger- ir Pichegru ítarlega grein fyrir ákærunni í fimm hundruð manna ráðinu og veitist einkum að Hoche og þá neyðist Carnot til þess að birta yfirlýsingu síð- degis daginn eftir. Og þá ætti málið að vera komið í höfn — og örlög einræðissinnanna á- kveðin. Georges hristi höfuðið. — Það lítur út fyrir, að þetta gæti allt heppnazt, ef ég skil yður rétt, hefur ekkert skref verið stigið enn til fram- kvæmda. Ef Carnot segir nei fer allt út um þúfur. Og það er deg- inum ljósara, að ég á að vera í broddi fylkingar við fram- kvæmd þessa ævintýris. — Yður mun ekki iðra þess, er þér innan tveggja daga verðið einn áhrifamesti rhaður stjórn- arnefndarinnar. Georges yppti öxlum. — Ég er laus við persónuleg- an metnað til slíks — m£r næg- ir að verjast fyrir hug mín ar. Þeim fóma ég ekki ... metn- aðarástæðum .Þér farið villur vegar, ef þér haldið, að valda- græðgi fái mig til þess að yfir- gefa þá braut, sem ég hef val- ið mér, og ég vil ekki berjast við jakobina, ef það innifelur þá hættu, að konungdæmið verði endurreist. Það var auðséð á svip Cadou- dals, að hann var reiður orðinn, en Mirandas gerði enn eina til- raun til þess að tala um fyrir Georges: — Þér getið nú hugsað um áætlunina í nótt. Örlög Frakk- lands verða ákveðin í þessari viku. Það er undir yður komið hvort konungssinnar eða þeir, sem vilia sameina alla frönsku þjóðin: • ni sigra. Ég ætla ekkert frekara um þetta að segja nú. Ég mun leyfa mér að koma snemma í fyrra- málið til þess að fá vitneskju um ákvörðun yðar. Og þér, kæra frú, nú biðjumst við af- sökunar á hve miklum tíma við höfum eytt fyrir yður, en það er . nú svona með okkur. karl- mennina, sem áhuga höfum á stjórnmálum, við gleymum okk- ur og gleymum að vera kurteis- ir. Ég þrái að verða þátttakandi í frelsun Frakklands, Frakkland er annað föðurland mitt, og ég er ^nnfærður um, að Frakkland á e'tir að frelsa bræður mína í Suður-Ameríku... er nokkuð háleitara mark en að vinna í þágu frelsisins? Nokkrum mínútum síðar sat Karólína með manni sínum í viðhafnarstofunni. Þau voru ein. Henni var enn mikill beygur í brjósti vegna tillits Mirandas, er hann kvaddi hana. — Hvernig ætlarðu að snúast við þessu? spurði hún. — Neita — að líkindum. Staða Clickyflokksins er tals- vert erfiðari en Mirandas gerir sér í hugarlund. Ég veit, að her- sveitir Hoche streyma til París- ar og að Augeraeau og LaVal- ette, sem koma fram fyrir hönd Bonaparte, eru komnir hingað og veita stjómarnefndinni lið. Clichyflokkurinn er ráðalaus — einnig Pichegru. — Ég botna ekkert í þessu. — Hafi Clichyflokkurinn meiri hluta í ráðinu hvers vegna get- ur hann þá ekki ráðið niðurlög- um fjandmanna stjórnarnefndar innar? — Fyrir því liggja ástæður, sem ég vil ekki fara út í nú ... Þau urðu samferða upp. Þegar þau seinna lágu hlið við hlið í rúminu, sagði Karó- lína: — En ef það nú heppnaðist — yrðir þú þá einn af fimm mönnum framkvæmdastjórnar- innar? Yrði maðurinn minn þá einn af fimm helztu leiðtogum Frakklands? — Yrðirðu þá stolt? af mér? — Vitanlega yrði ég það — mjög, mjög stolt..’T Þegar Georges var farinn til svefnherbergis síns fyrirvarð hún sig. Út í hvað hafði hún lokkað manninn sinn? Henni hafði tekizt að hafa þau áhrif á hann, að hann hikaði ekki lengur. Á morgun mundi hann svara Mirandas játandi. En gat ég gert annað? hugs- aði Karólína. Hefði ég átt að segja honum ... ? 12. kapítuli. BYLTINGARTILRAUNIN. Daginn eftir dvaldist Karólína mestan hluta dagsins hjá sauma konu sinni. Þegar hún kom heim um hádegisbilið afhenti þernan henni bréf frá Georges. Hann kvaðst vera önnum kafinn og verða að neyta hádegisverðar með „nokkrum vinum“, en þar næst ætlaði hann beint á ráðs- fundinn, en sá fundur mundi vafalaust standa lengi. Hann bað hana engu kvíða, þótt hann yrði ekki kominn heim á venju- legum miðdegisverðartíma, um klukkan sex. Karólína hafði litla matarlyst og var eirðarlaus. Hún var í miklum vafa um hvað gera skyldi. , Henni fannst, að hún væri ákaflega einmana og yfir- gefin, og taugarnar voru í há- spennu, eins og jafnan á við- burðarríkustu stundum ævi hennar. Loks tók hún í sig að skrifa stutt bréf til Gastóns til þess að segja honum hve eirð- arlaus og kvíðin hún væri án þess þó að segja honum orsök- ina og bað hann um að koma T A R Z A N Tarzan og Bill voru nú orðnir áhyggjufullir Enginn veiðimann anna hafðtkomið aftur frá ljóna- veiðunum. Þeir ákváðu að rann- saka málið _ sjáifir, og héldu út á slétturnar". Er þeir höfðu geng- ið í eina klukkustund, sýndi sig að ótti þeirra hafði ekki verið ástæðulaus. Þeir fundu einn veiði manninn, látinn. Á líkama hans voru för eftir klær. Barnasagan KALLI og su|i«íí“ filmu- . fiskurinr: „Horfurnar eru ekki sem bezt- ar,“ sagði Kalli, sem fylgdist vel með öllu gegnum útblástursopið. „Fyrir ofan okkur er þyrilvængj- an og fyrir framan okkur er flóð- gáttin." „Hvað sem því líður verð um við að komást i gegn, og það undir eins,“ sagði Bizniz. „Það er tæknilega ómögulegt," sagði meistarinn, en Kalli fór að vinda upp á yfirskeggið og var hugsi. „Meistari," hrópaði hann skyndilega, „fullan kraft aftur á bak.“ Meistarinn hlýddi og sporð- urinn, sem skrúfan var fest í, tók að snúa'st. Hvalurinn hreyfð- ist ekki því að akkerið var vel fest við sporðinn. En brátt gerð- ist það, sem Kalli hafði gert ráð fyrir. Akkerisreipið fór að vefj- ast utan um sporðinn, og þyril- vængjan dróst smám saman nið- ur að flóðgáttinni. til fundar við sig, þegar í stað. Flún sendi þjón með bréfið og lagði svo fyrir hann, að hann ætti ekki að afhenda það nein- um öðrum en manninum, sem það var stílað til. Og væri Gast- on de Salanches ekki heima, átti þjónninn að leita hans þar til hann fyndi hann. Karólínu fannst biðin löng, en loksins kom þjónninn, og kvaðst hvergi hafa getað fundið ofurst- ann, en lautinant nokkur, sem bjóst við að hitta hann þá og þegar, hafði tekið við bréfinu og lofaði að afhenda það. Karólína sat hreyfingarlaus og horfði á klukkuna og henni fannst næstum sem vísarnir hreyfðust ekki. Og þessi bið, þessi eilífa bið — og kvíði. Hún gekk inn í setustofu sína, ekki í neinum ákveðnum • tilgangi, kom svo aftur, reyndi að leggja sig, en það virtist gera illt verra. Hún horfði á myndirnar á veggtjöldunum. Stundum kippt- ist hún við, eins og hún óttaðist, að eitthvað ógurlegt væri f þann veginn að dynja yfir. Hún hélt, að hún væri að verða brjáluð. En svo fór hún að hugsa um sína hlutdeild í því, sem var að gerasf, og henni fannst, að hún bæri minnstan hluta ábyrgðar- innar. Þegar allt kom til alls hafði Georges sjálfur tekið á- kvörðun sína — algerlegá af frjálsum vilja. Og hann hafði fyrr stigið í ræðustól, vitandi að hann hætti á mikið. Og svo lá við, að hún væri honum reið fyr ir að vera valdur að þessari ó- vissu hennar. Hún bjóst ekki við neinu af Gaston, nema að nær- vera> hans hefði róandi' áhrif á taugar hennar. Og hún vildi, að hann sannfærði hana um, að hann bæri ekki neinn kala til hennar og ætlaði ekki að erfa það, sem gerzt hafði á liðnum tíma, og hún hafði játað á sig. Þegar koma hans hafði verið kynnt og hann stóð andspæn- is henni í viðhafnarstofunni, var hún tilneydd að svara þeim spurningum sem hann bar upp: — Hvað viltu mér?, spurði hann áhyggjufullur. Ódýr vinnuföt

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.