Vísir


Vísir - 17.01.1963, Qupperneq 8

Vísir - 17.01.1963, Qupperneq 8
V1SIR . Fimmtudagur 17. janúar 1963. 8 Jtgetandi: Blaöaútgátan VlSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnai G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Frétcastjóri: Þorsteinn Ö. Thorarensen. Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Askriftargjald er 55 crónur á mánuði. f lausasöiu 4 kr. einc. — Simi 11660 (5 linur). Prentsmiðja Visis. — Edda h.f. Á flótta Brotthlaup framsóknarmannsins úr bæjarstjómar- Bamstarfinu í Hafnarfirði hefur vakið mikla athygli. Það hefði verið skiljanlegt ef mjög hefði á milíi borið flokkanna og deildar meiningar verið um málefni bæj- arins. En það er ekki. Eina ástæðan sem framsóknarmenn greina er sú að forstjóri Bæjarútgerðarinnar, ungur Sjálfstæðis- maður, hafi sagt einum verkstjóranum upp starfi! Framsóknarflokkurinn lætur hins vegar þeirri spurningu ósvarað hvort ekki hafi verið full ástæða til uppsagnarinnar né leitast hann við að skýra hvers vegna hindra hafi átt að forstjórinn mætti ráða vinnuaflskosti sínum, svo sem tíðkast í öðrum fyrir- tækjum. Það væri undarlegur forstjóri og undarleg stjóm, sem ekki teldi sig hafa heimild til þess að ráða því hverjir manna störfuðu við fyrirtækið. Ástæða framsóknar í Hafnarfirði er algjört yfir- varp. Hér kemur enn sem fyrr hið gamla ábyrgðarleysi þessa flokks í Ijós. Hermann Jónasson hljópzt frá völd- um, þegar honum ógnuðu vandamálin og bar við skin- ástæðu einni. Það sama hefir hér gerzt. Hagsmunir fólksins eru einskis metnir, ef tálið er unnt að bæta vígstöðu flokksins með brotthlaupi. Háprísuð hylli Bakkusar Rannsóknin á vínveitingaverði nokkurra reyk- vískra veitingahúsa hefir vakið mikla athygli þar sem komið hefir í ljós að sopinn hefir reynzt æði dýr, — dýrari en settar reglur heimila. * , Sjálfsagt er að stemma stigu við slíkum ósóma þegar í stað, því nógu dýr er Bakkus, þó menn borgi hann ekki yfirverði! En þetta mál leiðir hugann að gosdrykkjaverðinu á veitingastöðum. Sú flaska sem í verzlun kostar 3—5 krónur er seld á veitingastöðum á allt að 18 krónur. Menn geta sjálfir gert sér það til gamans að reikna út hve mörg hundruð prósent álagning er. Hún nær vit- anlega engri átt. En því ekki að hætta með öllu verðlagseftirliti á veitingum, svo sem tíðkast víða erlendis? Þá geta þau veitingahús sem bezta þjónustu sýna og veglegust hafa húsakynnin með góðri samvizku selt veitingar sínar dýrari en önnur ómerkari öldurhús. Gesturinn greiðir fyrir umhverfið og beinann eftir verðleikum hverju sinni. Rússagullið i Þjóðviljaskrínu Stokkrauður í framan hrópar Þjóðviljinn í gær að hvorki Vísir né Áki Jakobsson geti dylgjað um það að þeir hafi sannanir fyrir því að kommúnistar þiggi erlent gull. Fara verði með málið fyrir dómstólana. En blaðið falsar hér ummæli Vísis og Áka. Vísir tók það skýrt fram að um sannanir væru því miður ekki enn að ræða. Ef þær væru fyrir hendi þyrfti Þjóðviljinn ekki að bíða Iengi eftir rannsókn. f vikunni flutti Kennedy forseti hinn ár- lega boðskap sinn tft Bandaríkjaþings. f ræð- unni sýndi hann fram að Bandaríkin og Vestur veldin hefðu unnið stóra sigra á alþjóðavettvangi á s.l. ári. Hann sagði að hinar vestrænu þjóðir mættu ekki láta þessa sigra stíga sér til höfuðs. þær yrðu að vera vel á verði og leita eftir samkomulagi við Rússa, Kennedy forseti í ræðustól á Bandaríkjaþingi. Á bak við hann sltja Lyndon Johnson varaforseti og McCormack forseti fulltrúadeildar- innar. Kennedy fagnar sigrum á vettvangi alþjóðamála í innanríkismálum Bandaríkj- anna lagði Kennedy megin- áherzlu á það að lækka skatt- ana til þess að örva þar með framleiðslu og viðskiptalíf. Kvaðst hann stefna að því að Iækka þá um 13,5 milljónir dollara. Jafnframt þessu verður skattalöggjöf endurskoðuð eink um til þess að koma f veg fyrir að þeir sem aðstöðu hafa til þess, geti notfært sér takmarka laust kostnaðarreikninga fyrir- tækja. ALÞJÓÐAMÁL. Kennedy sagði að sigrar hefðu unnizt f alþjóðamálum. Hann benti á það að Vestur- Berlín er enn frjáls og blómstr- ar meir en nokkru sinni áður. Samningur um vopnahlé náðist f Laos. íbúarnir f Suður- Vietnam hafa nú fengið trú á málstaðinn og berjast nú hetju- lega og hafa stöðvað framsókn kommúnista. Nú er loksins út- lit fyrlr að sjáist fyrir endann á þjáningum Kongóbúa. Tillaga Rússa um þrístjórn (troika) Sameinuðu þjóðanna er dauð með kjöri U Thants, og hin ægi- lega ógnun af eldflaugavopn- um á Kúpu hefur verið fjar- lægð. VIÐSKIPTAMÁL. Kennedy lagði sem oft áður áherzlu á það að viðskipti við önnur lönd væru frjáls. Hann sagði að Bandaríkin litu ekki á hina nýju Evrópu sem keppi- naut heldur samstarfsaðila og þessir bandamenn austan og vestan Atlantshafs myndu halda áfram að jafna niður á sig byrðunum af sameiginleg- um landvörnum, sameiginlegri aðstoð við vanþróuð lönd og bera sameiginlega kostnaðinn af nauðsynlegum jafnvægisráð- stöfunum f efnahagsmálum. Hann vék nokkrum orðum að Efnahagsbandalagi Evrópu og þó hann nefndi ekki beint aðild Breta að bandalaginu var ijóst að honum líkaði ekki stefna de Gaulles um að tak- marka bandalagið við þau sex ríki sem nú eru f því. Hann sagði m. a.: .... Ef Efnahagsbandalagið þróast í áttina til verndartolla og hafta þá er það þar með að grafa undan sínum eijgin megin- reglum. Ríkisstjórn mfn mun beita þeirri heimild, sem þingið veitti henni í fyrra til að lækka tolla gegn samsvarandi tolla- lækkunum Evrópulandanna. AÐSTOÐ VIÐ VANÞRÓUÐ LÖND. Kennedy talaði kröftuglega um nauðsyn áframhaldandi hjálpar við fátækar þjóðir. Hann benti á það að Bandaríkin verðu 50 milljörðum dollara árlega til vfgbúnaðar, þ. e. til þess að hindra hernaðarlega útþenslu kommúnismans. Þess vegna er fjarstæðukennt að halda því fram að það sé of mikið að verja aðeins tfunda hlutanum af þessari upphæð til efnahagsaðstoðar og hjálpa þjóðum um allan heim þannig að styrkja sjálfstæði sitt og vinna bug á þeirri fátækt og félagslega ranglæti sem jafnan er bezta gróðrastía kommún- ismans. DEILUR I HERBÚÐ- UM KOMMÚNISTA. Kennedy varaði menn við að binda of miklar vonir við það ósætti sem komið er upp í her- búðum kommúnista. Hann taldi að það væru fyrst og fremst mistök í efnahags- og atvinnu- lífi sem orsakaði deilurnar meðal kommúnistaríkjanna, en þjóðernisstefna spilaði einnig inn f. En hann hélt þvf fram að þessir efnahagsörðugleikar kommúnista veiktu kommún- istablokkina og sköpuðu betri líkur en áður fyrir samkomu- lagi við Rússa. Þeir ætttLjniög erfitt með að halda áfram víg- búnaðarkapphlaupinu og mætti1 - því vera að þeir kysu frið. En Kennedy sagði að vestrænar þjóðir óttuðust ekki friðsam- lega samkeppni við Rússa. STYÐUR SÞ. Hann lýsti yfir fullkomnum stuðningi við Sameinuðu þjóð- irnar, m. a. við aðgerðir þeirra f Katanga, sem miðuðu að þvf að friða Kangó. í dag er hlutverk SÞ fyrst og fremst að styðja og vernda smáþjóðirnar og jafnframt eru veldin, en á morgun getur ver- ið að samtökin verði umgerð um veröld byggða á réttlæti, þar sem engin þjóð getur kúg- að aðra eða sagt henni fyrir verkum. Hann skoraði að lokum á Rússa að koma til móts við Vesturveldin og leysa hin óleystu vandamál, semja um bann við kjarnorkutilraunum, semja um Berlfn, og stuðla að friði í Suðaustur Asíu. Sprenging Mikil sprenging á vinnustað skammt frá Kalkútta, Indlandi, varð í gærkvöldi og biðu 47 menn bana, en yfir 60 voru fluttir í sjúkrahús vegna meiðsla. samtökin öryggisloki fyrir stór- Telur Rússu orðna þreytta é vígbún- aði og býður þeim upp á samninga ' ! T ~' . i : tU $ ’• ITT r t } i t- y

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.