Vísir - 28.01.1963, Síða 5

Vísir - 28.01.1963, Síða 5
V í SIR . Mánudagur 28. janúar 1963. 5 Bþróttir — Framhald af bls. 2. arar tóku fljótt frumkvæðið og voru aldrei í hættu. K.R. hefur undanfarið sýnt framfarir í leik sínum, en þótt Ieika full hart og ruddalega. Nú brá svo við, að lítið sást til þeirra af þvf tagi og ber að fagna því. Framarar léku aftur á móti fast og ákveðið, fjölbreyttir í leik sínum með falleg langskot og skemmtilegar sendingar inn á línu. Er leikur liðsins sá bezti og fjölbreyttasti sem sázt í 1. deild á þessu móti. í hálfleik hafði Fram náð ör- uggri forystu, 18—11, en þann síðari unnu þeir með aðeins tveggja marka mun. Endanleg úr- slit urðu 33 — 24, eða 57 mörk í það heila. Þetta er mikill marka- fjöldi, en ósköp venjulegur nú orðið í klukkutíma leikjum. Þess- ar tölur eru í rauninni allt of háar og bera vott um slæman varnarleik beggja aðila, enda virðist svo sem liðin yfirleitt leggji meiri áherz'iu á sókn og skothríð en traustan varnarleik. Sumir hafa gaman af að sjá mikið af mörkum, en þetta gerir leikina oft lélega og til- breytingarlausa, þar sem Iitlu hug- myndaflugi og skemmtilegum út- færslum þarf að beita til að skora mark. Lið Fram var í þessum leik, eins og undanfarið, mjöf jafnt, en einna beztir voru Erlingur og Sigurður Einarsson, Hjá K.R. var beztur Sigurður Óskarsson, sem er að verða okkar bezti varnarleikmað- ur, en K.R.-ingar nýta ekki sem skyldi hæfileika hans í sókn, þar sem hann er mjög hættulegur á linu, en of lítill gaumur gefinn af stórskyttunum, sem hæglega geta sent honum knöttinn 1 opnu færi mun oftar en þeir gera. Dómari var Daníel Benjamíns- son, og dæmdi hann vel. Kormákr. Skylda okkar — Framhald aí hls. 1 því eftir megni að draga úr þeirri áhættu. Skynsamleg lög- gjöf, löggæzla og dómgæzla eru mikilvægir þættir í þeim efnum. Sömuleiðis verklegar fram- kvæmdir á sviði vegagerðar og ýmiss konar fræðslujtarfsemi. Á öll þessi atriði ber að leggja aukna áherzlu, en það kemur þó ekki að fullu haldi nema hver borgari geri skyldu sína, fari eftir settum reglum og sýni árvekni og aðgæzlu í umferð- inni. | skammdeginu er ástæða til að brýna fyrir öllutn veg- farendum sérstaka varúð vegna erfiðra umferðarskilyrða. Lög- rcglan vill enn einu sinni beina þeirri áskorun til almennings að vera vel á verði gagnvart slysa- hættu umferðarinnar. Hver ein* asti gangandi eða akandi veg- farandi verður að gæta þeirrar skyldu sinnar að sýna fyllstu varúð. Með þvi geta þeir dregið úr slysahættunni. Hlutaveltu- huppdrætti KR Dregið var hjá Borgarfógeta í hlutaveltuhappdrætti í KR í gær og komu upp eftirtalin númer: 7873 (Færeyjaferð), 1462 (úttekt kr. 1000) og nr. 2504 (úttekt kr. 1000). Ávisana má vitja til Gunn- ars Sigurðssonar, Tryggvagötu 23 Sameinaða). Sjálfstæðismenn og Framsókn af- greiða fjárhagsáætlun HafnarfjarSat Á laugardaginn var haldinn fundur í bæjarráði Hafnarfjarð- ar og var þar samþykkt með at- kvæðum Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna að halda á- fram afgreiðslu fjárhagsáætlun- ar. Voru þar einnig samþykktar nokkrar breytingatillögur fra bæjarstjóra Hafsteini Baldvins- syni. Á fundinum bar Kristinn Gunnarsson, fulltrúi Alþýðufl., fram tillögu um að fresta afgr. fjárhagsáætlunar með þvi að allt væri í óvissu um stjórn bæj arfélagsins. Þessi tillaga var felld með 2 atkv. gegn 1. Þá til- kynnti fulltrúi Alþýðuflokksins að hann myndi ekki leggja fram neinar breytingartillögur við fjárhagsáætlunina fyrr en á bæj arstjómarfundi. Við lok fundarins bar fulltrúi Alþýðuflokksins fram tillögu, þar sem hann skoraði á bæjar- stjórann að hefja undirbúning nýrra bæjarstjórnarkosninga og yrði það þýðingarmest til und- irbúnings þeirra að bæjarstjór- inn segði af sér. Fulltrúi Fran:- sóknarmanna, Jón Pálmason, bar fram frávísunartillögu og var hún samþykkt. Fjárhagsáætlunin verður síð- an rædd á bæjarstjómarfundi á morgun og benda allar líkur til að hún verði samþykkt með at- kvæðum Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna. Tónverkií ,Flökt' á alþjóðahátið Ætfleiðing — Framh aí öls lb. af fósturforeldrum þegar þeim sýnist, eins og nú er hægt. Virðist Kvenréttindafélagið fremur hallast að því að börn séu tekin í fóstur en ættleidd undir flestum kringumstæðum, en vill þó ekki girða fyrir ætt- | leiðingar, sem fyrr segir. Athyglisvert er að ekki er starf andi sérstök nefnd eða stofnun sem foreldri ber að snúa sér til áður en ættleiðing fer fram., og telur Kvenréttindafélagið nauðsynlegt að slíkri stofnun sé komið á fót en nú má hvaða foreldri sem er, sem hefir for- ræði barns, gefa það gegn vilja hins foreldrisins sem í flestúm tilfellum er faðirinn. Framan- greint er samkvæmt upplýsing- um sem komu fram í viðtali við Sigríði J. Magnússon for- mann Kvenréttindafélagsins. Systkin voru trúlofuð Blaðið hefur aflað sér óyggj- andi sannana fyrir slysalegum tilvikum úr daglega lífinu f sam bandi við ættleiðingar, sem mjög eru famar að tíðkast hér á Iandi. Það var ekki alls fyrir löngu að piltur og stúlka trú- lofuðust, sem út af fyrir sig er ekki í frásögur færandi. En þá gerðist það að faðir stúlk- unnar kom að máli við piltinn og kvað óhjákvæmilegt að rifta þessari trúlofun þar eð hann (pilturinn) vaeri sonur sinn og þá bróðir stúlkunnar, en piltur inn hafði verið ættleiddur og kjörforeldrar ekki Iátið honum í té vitneskju um kynforeldra hans. í ályktunum Kvenréttinda félagsins er það einmitt átalið að kjörforeldrar láta slíkt und- ir höfuð Ieggjast, en til viðbótar má benda á að kjörforeldrum er ekki ætíð kunnugt um hina eiginlegu kynforeldra barnsins, a.m.k. oft alls ókunnugt um föður þess og er þá fyrir hendi sá möguleiki að systkin geti gengið í hjónaband áður en kyn foreldrum þeirra hefur gefizt ráðrúm til að koma í veg fyrir það. Kjörfaðir kvæntist kjördóttur. Þess eru einnig dæmi hér á Iandi að kjörfaðir hefur kvænzt kjördóttir sinni, en það er eigi bannað með ættleiðingarlögun- um heldur upphefst aðeins ætt- leiðingin í slíkum tilfellum og maðurinn, sem áður var kjör- faðir stúlkunnar, varð eigin- maður hennar. Það mun áreiðan lega fleirum en kvenréttinda- ko....m þykja tfmi til komin að afnema þessa lagaheimild svo mjög sem hún stríðir gegn heilbrigðri velsæmi^tilfinning- um. Hæstaréttardómur. Þess eru allmörg dæmi að verðandi mæður heiti tilteknum hjónum því að gefa þeim böm, sem hcer ganga með gegn ein- dregnum vilja barnföðursins. Dómur hefur fallið fyrir hæsta rétti í slíku máli. Vanfær stúlka hafði heitið miðaldra hjónum þvf að gefa þeim barnið, sem hún gekk með. Þegar barns- faðirinn frétti þetta bað hann barnsmóður sína þess lengst allra orða að gefa barnið ekki, en hún sat við sinn keip og þessi miðaldra hjón fengu barn ið og ættleiddu það. En að fáein um árum snérist barnsmóður- inni hugur og vildi hún nú upp hefja ættleiðinguna og taka barnið til sín. En hún tapaði þessu máli fyrif hæstarétti. Þyk ir þetta gott dæmi um það hve varhugavert það er að selja ungum og óreyndum barns- mæðrum sjálfdæmi um það með lögum að gefa frá sér börn sín, og það gegn eindregnum mótmælum barnsföðurins eins og í fyrnefndu tilfelli, þvf að oft getur ungum mæðrum snú- izt hugur og þær dauðsjá eftir öllu saman svo lengi sem þær lifa. Víðtæk leif — Framh. af bls. 1 var, rigning og hvassviðri. Ekki er hægt að segja með vissu í þessu tilfelli hvort hundurinn hefur verið á slóð mannsins. Þegar þessari leit Iauk var far- ið með Nonna heim til sín. Var hann orðinn allslæptur eft- ir mikið starf síðasta sólar- hring. En eftir að hann hafði fengið að éta sofnaði hann. Marino Guðmundsson, gæzlu maður. Nonna sagði að þessi leit að manninum hefði verið erfið vegna þess, að hann myndi hafa fyrir sið að ganga um svæðið og kunni hundur- inn að liafa rekið gamla slóð hans. Um það er ■ annars ekki vitað með vissu, þar sem slóð - mannsins í nótt er ekki þekkt. Ég er þess nú fullviss, sagði Marino, eftir þær æfingar og leitir, sem fram hafa farið, að hundurinn er 100% öruggur. Kommúnistar — I- amhald at 16 sfðu: kjörskrána. Tóku þeir á kjörskrá menn sem mjög hæpið er að úr- skurða’ hefði mátt inn en Iýstu hins vegar ógilda atkvæðaseðla, sem báru með sér greinilega vilja- vfirlýsingu um stuðning við lista lýðræðissinna. Þar sem atkvæða- munur er lítill má vera að vald- níðsla þessi hafi numið því sem munaði. Dómnefnd sú, er valdi tónverk til flutnings á næstu tónlistarhátíð „Alþjóðasambands nútímatónlist- ar“ (International Society for Contemporary Mucic), sem hald- in verður í Amsterdam dagana 8. til 15. júní næstkomandi, kaus m. a. til flutnings hið nýja verk Þor- kels Sigurbjörnssonar „Flökt", er flutt var hér nýlega á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar f Reykja- vík. Alþjóðaliátfðir þessar eru haldn- ar árlega víðs vegar um heim til að kynna nýjustu og nýtízkuleg- ustu tónlist. Tónskáldafélag Is- inu, sem heldur hátíðimar, og hafa Hundurinn — Framh. af bls. 1 Maður sá, sem saknað var hét Sveinn Bjarnason til heimilis að Köldukinn 30 í Hafnarfirði. Hann var iðnaðarmaður og var á laugardagskvöldið að vinna í húsi' einu uppi á Hrauni skammt fyrir norðan Hafnarfjörð. Fór hann af vinnustað um kl. 7 á laugardagskvöldið en kom ekki fram. Á sunnudagsmorgun um ellefu leytið var lýst eftir manninum og sneri lögreglan sér til Hjálp- arsveitar skáta rétt eftir hádeg- ið. Það vildi þá svo vel til, að hjálparsveitin var að fara af stað með sporhundinn Nonna í smáæfingu og var nú bmgðið við og farið með hundinn á vinnustaðinn. Þar var hann lát- inn þefa af nærskyrtu og ytri buxum af hinum týnda manni. Hundurinn tók þegar á rás yfir hraunið f áttina að verkamanna bústöðunum við Álfaskeið. Var greinilegt að hann þræddi slóð mannsins, en þegar fór að nálg ast Álfaskeið vildi hann fara upp bratta kletta meðfram girð ingu og þar sem stjórnendur hundsins töldu ólíklegt að mað- urinn hefði gengið þar upp stöðvuðu þeir hann. Fóru. þeir nú að leita i gömlum fjárhúsum sem þarna standa, en á meðan þeir voru að því, hafði hópur unglinga og skáta sem þarna var fundið manninn þar sem hann lá dáinn á hói rétt við húsið Álfaskeið 35. Hundurinn sótti allan tíman eftir að komast í þá átt þar sem maðurinn Iá. Þorkell Sigurbjörnsson. þar áður verið flutt íslenzk tón- verk eftir Jón Leifs (1934), Karl Runólfsson (1952), Leif Þórarinsson (1956) og Fjölni Stefánsson (1961). Þorkell Sigurbjörnsson er fæddur 1938 í Reykjavík, stundaði nám við Tónlistarskólann hér og síðar í Bandaríkjunum 1957 til 1961 og á námsskeiðum í Frakklandi og Þýzkalandi. Tónverk hans hafa ver ið flutt í Bandaríkjunum, Frakk- landi og Þýzkalandi. Hann er nú kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík og við Barnamúsíkskól- ann. Yfirlýsing Vegna auglýsingar Elíasar Hannessonar c/o Stjörnuljós- myndir f Morgunblaðinu þ. 27. þ. m., mótmæli ég eindregið þeirri staðhæfingu hans, að hann einn geti framkvæmt Iit- ljósmyndatöku á stofu. Ég Ieyfi mér að fullyrða, að allflestir atvinnuljósmyndarar geti fram- kvæmt litljósmyndatöku með betri árangri heldur en Elías 1-Iannesson. Hann hefur engan lagalegan rétt eða hæfni til að auglýsa neina sérstöðu f ljósmyndatök- um, hvorki í Iit eða svart-hvftu. PÉTUR THOMSEN, a.p.s.a. konungl. sænskur hirðljósm. ir 1

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.