Vísir - 02.02.1963, Síða 6
mr
BE3
V I S IR . Laugardagur 2. febrúar 1963.
jens Otto Krag forsætisráðherra og kona hans, Helle Virkner, við
komuna til Lundúna.
Ámítmmj fyrsr
sjálfstæfa skoSun
Rússneski rithöfundurinn Vic-
tor Nekrasov fékk að ferðast
um Bandaríkin haustið 1960 i
rússneskum ferðamannahópi. —
Síðustu vikur hefur eitt helzta
bókmcnntatímarit Sovétríkj-
anna, Novi Mir, verið að birta
ferðaþætti hans. En þá grípa
valdhafarnir allt í einu inn í
og setja ofan í við rithöfundinn
fyrir það að hann skuli leyfa sér
að segja óhlutdrægt frá ýmsum
atriðum, sem honum fannst til
um i Bandaríkjaförinni.
Nekrasov heimsótti m. a.
Chicago. Þar lýsti hann för sinni
um hina stórkostlegu bílabraut
Lake Shore Drive, horfir á röð
nýtízkulegra skýjakljúfa með-
fram Michigan-vatni og segir:
„Svo sannarlega er þetta fal-
Iegt.“
Hann segir um heimsókn sína
til New York, að vissulega séu
fátækrahverfi og niðurnidd hús
á Manhattan, en hann lýsir því
einnig, að i hverju hótelherbergi
séu sjónvarpstæki með 20
tommu skermi og hann fer að-
dáunarorðum um listasöfnin, er
séu full af fjársjóðum.
Hann er mjög ánægður með
förina, aðeins eitt skyggði á
ánægju hans og það var örygg-
islögreglumaðurinn, sem gegndi
hlutverki fararstjórans og þurfti
stöðugt að vera að smala ferða-
fólkinu saman eins og fjárhóp.
Nekrasov lýsir hlutverki farar-
stjórans með fáeinum orðum í
ferðalýsingu sinni: — Hann var
i stöðugu uppnámi, segir hann,
og þurfti alltaf að vera að telja
okkur eins og við værum
hænsni. bað hræðiiegasta, sem
hann gat hugsað sér var, ef við
sögðum „Mig langar ekki til að
skoða National Galfery, ég ætla
að fara í Guggenheim-safnið,
eða ef maður sagði: — Ég ætla
Nekrasov, rússneski rithöfund-
urinn, sem vogaði sér að skrifa
óhlutdrægt um Ameríku.
bara að ganga niður Broadway.
— Það var þetta „bara að
ganga“, sem hann óttaðist
mest.
Þannig leyfði hinn rússneski
rithöfundur sér að sýna örlitla
og sjálfstæða hugsun og gagn-
rýna lítillega fáránlegt skipulag
og eftirl. með rússneskum ferða
mönnum. Svarið hefur hann
fengið núna í harðorðri áminn-
ingu í stjórnarblaðinu Isvestia.
Þar er hann sakaður um móðg-
andi athæfi við fararstjórann
og þá ósvinnu að sýna bæði
svarta og hvíta hlið á hinu
bandaríska þjóðfélagi, í stað
þess að leggja áherzlu á stétta-
mismuninn og hernaðaræðið,
sem heimsvaldasinnarnir æsa
upp. Sýnir þetta atvik glöggt
að þrátt fyrir loforð um aukif
frelsi horfir auga stórabróðu:
stöðugt á hvern mann í hinu
sovézka þjóðskipulagi.
NEI VIÐ FRAKKA
— segir Krag forsætisráðherra Dana
Jens Otto Krag forsætis-
ráðherra Dana hefur sagt
brezkum blaðamönnum að
eftir að Frakkar meinuðu
Bretum inngöngu í Efna-
hagsbandalagið komi ekki
til mála að Danir gangi í
það. Þessa yfirlýsingu gaf
hann á blaðamannafundi í
London, en þar var hann
staddur til að ræða við
brezka ráðamenn um efna-
hagsmáiin.
I byrjun vikunnar var Krag í
París og ræddi þá við de Gaulle
Frakklandsforseta. Vakti það þá
feikilega athygli, að de Gaulle bauð
Dönum að ganga í Efnahagsbanda-
lagið. Kom það boð mjög á óvart
og vissu forystumenn hinna ríkj-
anna í Efnahagsbandalaginu ekkert
um það að de Gaulle ætlaði að
gera Dönum slíkt tilboð.
Krag forsætisráðherra er í Lon-
don ásamt Per Hækkerup utan-
ríkisráðherra. í fyrradag rættu þeir
við Macmillan forsætisráðherra og
Home lávarð utanríkisráðherra og
í gær ræddu þeir við forystumenn
brezka verkamannaflokksins, með-
al annars Georges Brown og Har-
old Wilson. Þá hafði Krag og tæki-
færi til að ræða við þýzka jafnað-
armannaleiðtoga, þá Ollenhauer og
Brandt ,en allir voru þeir komnir
1 til Lundúna til að vera viðstaddir
útför Gaitskells.
För Krag forsætisráðherra til
Parísar og Lundúna hefur orðið
mjög þýðingarmikil vegná þess að
samningaumleitanir um inngöngu
Breta í EBE fór út um þúfur. Við
þau mistök er hugsanlegt að hug-
myndin um Fríverzlunarsvæði sjö
Evrópuríkja vakni að nýju og mun
þetta tækifæri Macmillans til að
ræða við einn forsætisráðherra
EFTA-ríkjanna hafa verið honum
kærkomið.
Hefir mestan áhuga
á heitum hverum
í gærkvöldi byrjaði danski
danski söngvarinn, gítarleikar-
inn og sjónvárpsstjarnan Eugen
Tajmer að skemmta í Sjálfstæð-
ishúsinu. Tajmer, sem er Kaup-
mannahafnarbúi, kom hingað til
lands í fyrrakvöld ásamt konu
sinni, Annelise Larsson. Tajmer
er mikið uppábald bæði í Dan-
■mörku, No^gi,' * Sviþjóð og
Þýzkalandi, og nú bætast ís-
lendingar áreiðanlega í hópinn.
Hann er svotil nýbyrjaður að
syngja, aðeins tvö og hálft ár
síðan. Áður en hann byrjaði á
söngnum prófaði hann ýmis
störf sér til gamans og eru titl-
arnir bæði margir og mismun-
andi, svo sem sendisveinn, picc-
olo, lyftuvörður, þjónn, leigu-
bílstjóri og eldhússveinn.
Þetta er aðeins nokkur hluti
þeirra embætta, sem hann hef-
ur gegnt, en það yrði of langt
að telja allt upp og látum við
því staðar numið.
Og svo núna syngur hann og
spilar, leikur í sjónvarpi og sem
ur lög. Já, hann hefur líka sam-
ið nokkur lög, allt frá jólasálm
um og niður í „tvist rhythm".
Sú plata hans, sem náð hefur
mestum vinsældum er „Lone-
some“, lag og texta samdi hann
sjálfur, en auðvitað var það áð-
ur en hann giftist Annelise.
Annelise er mjög lagleg, svo
að það á eflaust vel við hana
að vera fegrunarsérfræðingur.
Þau Eugen hafa aðeins verið
gift í hálfan mánuð, svo að
þetta mætti kallast brúðkaups-
ferð. Músik er Eugens líf og
yndi, og það ber víðar á því
í fjölskyldunni, Eru tveir af
fjórum bræðrum hans við nám jg
£ tónlistarskóla. Afi hans Emil f
Nielsen, sem var Meþódista
prestur, var einnig mikill tón-
listarmaður, og eftir hann erfði
Eugen orgel, ævagamalt, sem
hann spilar mikið á, en varla
er mikið líkt með hans músik
Framhald á bls. 5.
Eugen Tajmer.