Vísir - 02.02.1963, Side 10
KULDA8K0R
02 ROIVISUR
5 herb. íbúðir
við Álfheima
— Granaskjó)
— Bogahlíð
— Skipholt
— Karfavog
— Ingólfsstræti
og víðar um bæinn.
FASTEIGNA & SKIPASALA
Konráðs Ó. Sævaldssonar
Hamarshúsinu v/Tryggvag.
5. hæð (lyfta.)
Símar 24034, 20465, 15965.
Rafglit
Nýjar skraut og
rafmagsnvörur
daglega.
Hafnarstræti '
Sími 12329
Sængur
í
j Endurnýjum gömlu sængurn-
j ar e'jum dún- og fiðurheld ver
DÚN- OG FIÐURHREINSUN
I ; /
j Kirkjúteig 29, slmi 33301.
V í S I R . Laugardagur 2. febrúar 1963.
Jón Hálfdánarson.
SKÁKÞÁTTUR
Ingvar Asmundsson
Tveir kunnir skákmenn, þeir
Ingvar Ásmundsson og Þórir
Ólafsson, hafa tekið að sér að
rita vikulega skákþátt fyrir les
endur Vísis. — Ætlunin er, að
þættlr þessir fjalli um allar
hliðar skákíþróttarinnar,, inn-
lendar og erlendar fréttir, skák
lýsingar og þrautir og frásagn-
ir af einstökum skákmönnum,
sem skara fram úr. Fyrsti þátt-
urinn byrjar í dag og verður
framvegis í Iaugardagsblaðinu.
Á skákþingi Reykjavíkur, sem
nú stendur yfir, hefur einn kepp- j
enda, Jón Hálfdánason, vakið
hvað mesta athygli. Hann sigraði
örugglega sinn riðil í undanrás-
unum og býr sig nú undir þungan
róður úrslitakeppninnar.
Þótt Jón sé ungur að árum, að
eins 15 ára gamall, þá er hann
nú þegar orðinn einn af kunnn-
ustu skákmönnum Iandsins. Verð-,
ur manni ósjálfrátt á að hvarfla
huganum aftur til sokkabandsára
Friðriks Ólafssonar, því að svo
sláandi líkur er ferill þessara ;
beggja undrabarna skáklistarinn-1
ar. 15 ára gamall var Friðrik
orðinn landsliðsmaður og Jón hef
ur þegar unnið sér þátttökurétt-
indi f næstu Landsliðskeppni. Eld
skírn sína sem meistaraflokks-
maður hlaut Friðrik á Skákþingi
Reykjavíkur árið 1950, er hann
tefldi þar úrslitakeppnina ásamt
öllum beztu skákmönnum lands-
ins. Verður því úrslitakeppnin
— Þórir Ólafsson
núna einskonar samanburðarmæli
kvarði á styrkleika Jóns.
Sem og Friðrik er Jón dug-
legur námsmaður og stendur sig
með mikilli prýði í landsprófs-
deild. Benda allar líkur til að
hann þræði menntaveginn eins og
„fyrirrennarinn“, enda af góðu
fólki kominn. Faðir hans er Hálf-
dán Eiríksson fyrrverandi kaup-
maður, nú starfsma.ur hjá skatt-
stjóra og móðir hans Þórný Jóns
dóttir (Iátin).
Sé litið stuttlega yfir skák-
feril Jóns sést strax að hér er af-
reksmaður á ferð og líklegur til
stórræða í framtíðinni. 10 ára
gamall vanti hann sig upp í I.
flokk og meistaraflokks réttindi
hlaut hann 12 ára gamall. Hann
) hefur tvívegis tekið þátt í Skák-
þingi Norðurlanda, telft i ung-
lingaflokki í bæði skiptin og stað
ið sig dável. Eins og Reshevsky
hefur Jón teflt fjöltefli frá barns-
aldri og með furðugóðum árangri,
jafnvel svo að frægt er orðið út
um allan heim. Og eins og áður
segir, hefur hann unnið sér rétt-
indi til að tefla í landsliðsflokki
á næsta íslandsþingi. Verður gam
an að fylgjast með því hvort
honum tekst að halda landsliðs
sætinu, þegar til kemur.
Varla verður það séð í við-
móti Jóns, að hér sé upprennadi
stjarna á ferðinni. Hann er
ungæðislegur og prúður, hefur
óþvingaða framkomu og yfirlætis
laus með öllu. Aðspurður hvern
hann telji líklegastan til sigurs
í úrslitakeppninni, svarar hann
hiklaust að þar muni stórmeistar
inn miklu beztur. Þá verður Ingi
og hættulegur eins ogjafnanáður.
Hvern hann telji skemmtilegasta
skákmanninn nú, segir hann þar
Tal hæst bera.. Um einvígið milíi
Botvinniks og Petrosjans er erf-
ittt að spá, en þó er vissara að
veðja á Botvinnik.
Verður nú að bíða og sjá hverju
fram vindur um úrslitakeppnina,
en þar óskum við Jóni góðs geng
is.
Þ. Ó.
Erlendar fréttir:
Sovétríkin. Á nýafstöðnu skák-
þingi Sovétríkjanna urðu þessir
efstir:
1. Korchnoj 14 minninga.
2. —3. Taimanov 13% vinning.
2.-3. Tal með 13y2 vinning.
4. Kolmov 13 vinninga.
5. Spassky 12% vinning.
Sovétrikin. Ákveðið hefur verið
að einvígi þeirra Botvinniks og
Petrosjans um heimsmeistaratitil-
inn hefjist í Moskvu hinn 23.
marz n. k.
England. Á jólaskákmótinu í
Hasting urðu þeir efstir Kotov
(Sovétr.) og Gligoric (Júgósl.)
með 6y2 vinning hvor og þriðji
Smyslov (Sovétr.).
Bandaríkin. Á skákþingi Banda-
ríkjanna var röðin þessi, er síðast
fréttist:
1. Fischer 8 vinninga.
2. Bisguier 7 vinninga. •
3. — 5. Addison, Evans og
Reshevsky 6% vinning.
Holland. Parma (Júgósl.) sigr-
aði hinu árlega skákmóti í Bever
vik að þessu sinni, hlaut 5% vinn
ing.
íslandskvöld í
Hölsingborg
I nóvember var á vegum Flug-
félags Islands og Junior Chamber
of Commerce í Halsingborg haldið
íslandskvöld, sem þótti hafa tek-
izt með miklum ágætum. Borinn
var fram íslenzkur matur, síld,
hangikjöt og skyr. Upphafsmaður
þessa fagnaðar var Birgir Þorgils-
son, starfsmaður Flugfélags ís-
Iands. Á fagnaðinum var m. a.
mættur ræðismaður íslands I
Málmey, Arne Prytz. Skemmtu
menn sér hið bezta. Matseðillinn
var prentaður á íslenzku með ör-
smárri þýðingu á sænsku, sem
helzt hefði þurft stækkunargler til
að geta lesið. Á bakhlið matseðils-
ins var prentuð stór litmynd frá
Mývatni.
Heildverzlunin Hekla h.f.
P. Stefánsson h/f
Höfum flutt skrifstofu, varahlutaverzlun og bílaverksiæ'ti að
Laugavegi 170-172
Smufstöðin verður fyrst um sinn áfram á Hverfisgötu 103 . Sími 13351.
Frægt
fólk
w
....*.............
Mary Pickford, sem einu
sinni var elskuð af öllum lieim
inum, er nú orðin 69 ára. Hún
var nýlega útnefnd hciðurs-
doktor við Emerson College.
í Boston og í þakkarræðu
sinni í því tilefni sagði hún
meðal annars.
Mary Pickford
— „Þeir sem gera kvikmynd-
ir í dag róta í sorptunnunum.
Og hvað sjónvarpinu viðvíkur,
myndi ég aldrei láta það fá
eina einustu af myndunum
mínum, jafnvel þótt mér væru
boðnar milljónir dollarar og
ég vœri að deyja úr hungri.
Þegar Truman flutti úr
Hvíta húsinu skildi hann eftir
risastórt hnattlíkan, sem ein-
hver N.N. hafði sent honum.
Eisenhower amaðist ekki við
því — og lét það eiga sig
En nú er hnötturinn farinn
að fara meira en Iítið í taug-
arnar á Jackie Kennedy, því
að, eins og kunnugt er, stefnir
hún að því að gera húsið eins
smekklegt og á verður kosið.
— Geturðu ekki fundiðgef-
andann svo að við Iosnum við
þetta drasl? spurði hún mann
sinn.
— Ómögulegt að finna
hann.
—- Jæja, en við VERÐUM
að losna við hann. Geturðu
ekki gefið einhverjum hann?
— Jú auðvitað, sagði John,
ég get sent Fidel Castro hann
i jóla- eða afmælisgjöf. Þá
kynnist hann ef til vill Ioksins
heiminum.
*
Þegar de Gaulle Frakklands
forseti hafði viðurkennt stjórn
Pompidou var hann að göml-
um sið ljósmyndaður nieð ráð
herranum í Elysehöllinni. Þeg
De Gaulle
ar ljósmyndari forsetans hal'ði
gert skyldu sína sagði de
GauIIe brosandi við hanu:
— Jæja — við sjáumst aft-
ur eftir fimm ár.
Hér eftir efast enginn um
bjartsýni forsetans.