Vísir - 02.02.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 02.02.1963, Blaðsíða 16
Fundur menntamálaráðherra Norðurláhda verður haldinn ein- hvem tíma á þessu ári í Reykja- vík. Er röðin komin að íslandi að halda fundinn, en síðast var hann haldinn hér árið!955. Hættulegur ölvaður maður var á ferli suður í Hafnarfirði í fyrri- nótt. Gerði hann fyrst tilraun til að stela fjórum fólksbílum, sem stóðu þar fyrir utan hús. Loks gat hann komið risastórum Scania Vabis sandflutningabíl, sem hann stal, í gang og þeysti á honum eftir götu sem kallast Hraunkamb- ur. Hefur hann ætlað að aka eftir beirri götu inn á Reykjavíkur- braut, en gætti þess þá ekki að Hraunkambur er lokuð í annan endann rétt við Reykjavíkurbraut- ina. Hann tók samt ekkert tillit til þess, en ók gegnum girðingu og inn í garð, þar til bifreiðin A fbrotadrengirnir enn þá að verki I gær skýrði Vísir allítarlega frá '’remur drengjum sem Iögreglan ók núna í vikunni fyrir hnupl og nnbrot, en handtaka þeirra var 'tæsla tilviljanakennd. í gær komu 'veir þeirra enn við sögu og var ’ögreglan að leita þeirra þegar Vísir vissi síðast. Þannig vildi til að í gærdag varð ■ fgreiðslustúlka í verzluninni 'Cjólnum í Þingholtsstræti vör við 'tálpaðan strák sem farið hafði bakdyramegin inn í húsið og var kominn inn í herbergi bak við verzlunina þegar stúlkan varð hans vör. Rak hún drenginn út og !æsti dyrunum á eftir honum. Skömmu seinna varð stúlkunni Grallaramessa biskups í Dómkirkjunni fellur niður Tvö undanfarin ár hefir Bræðrasöfnuður Dómkirkjunn- ar gengizt fyrir grallaramessu í Dómirkjunni og hefir biskup- inn, séra Sigurbjörn Einarsson, prédikað. Messur þcssar eru mcð nokkuð sérstöku sniði, þar sem þá er stuðzt við Messu- bók þá, er séra Sigurður Páls- son í Hraungerði tók saman, en þar er höfðað til hins gamla messustils. í fyrra var þessi grallara- messa f Dómkirkjunni á fyrsta sunnudegi f marz. Fyrirhugað var að messan færi einnig fram f ár og að biskupinn messaði. En dómprófasturinn, sr. Jón Auðuns, hefir nú tjáð félaginu að erfitt sé að Ijá kirkjuna til messunnar, þar sem hún sé upp tekin sökum spurninga ferming- arbarna. Fellur messan því nið- ur í ár. Ljótt framferði bíl- bjófs í Hafnarfirði stöðvaðist loks á sverum trjábol í garðinum. Þá hljóp þessi dánumaður út úr þessari 9 tonna vörubifreið, gegn- um garðinn og upp á Norðurbraut, þar sem hann fór inn í annan stór- an vörubíl, 5 tonna Mercedes Benz, kom honum í gang og ók nú eftir Norðurbrautinni og inn á Reykja- víkurbraut í áttina til höfuðstað- arins. En nú hafði fjöldi fólks vaknað í hverfinu við hávaðann og tóku menn sig nú til á annarri bifreið og eltu ökufantinn. Tókst þeim að ná honum, stöðva og halda honum, unz lögreglan í Hafnarfirði kom og tók hann í sína vörzlu. Maðurinn er úr Reykjavík. GANGIDÁ RÉmSBRÚN Að undanförnu höfum við birt nokkrar myndir er sýndu afleiðingar glannalegs aksturs á götum borgarinnar. En nú vill Vfsir beina athyglinni að öðru vandamáli, sem einmitt er svo hættulegt nú í þíðu og rign- ingu. Það er hætta sú sem skap ast við það að víðast hvar vant ar gönguhæfar brautir meðfram öllum helztu umferðargötuni í úthverfunum. I gær ók fréttamaður blaðs- ins meðfram nokkrum helztu götum í úthverfunum og sama sagan var alls staðar. Göngu- stígar meðfram akbrautunum voru hvarvetna ófærir af bleytu og leðju, eins og myndin hér fyrir ofan sýnir. Var einna Ijót- ■ ast að sjá hvernig ástandið var meðfram Langholtsveginum, þar sem gangstígarnir voru al- gerlega ófærir gangandi fólki, enda allir í einu svaði. Við þetta neyðast gangandi vegfarendur til að fara inn á sjálfa akbrautina, sérstaklega ef malbikslag er á henni. Það ér í sjálfu sér hættulegt þegar bíla umferðin þýtur framhjá. En sé þetta nauðsynlegt, þá vill blað- ið benda lesendum sínum á eina sjálfsagða varúðarreglu. Gang- ið alltaf á þeirri vegarbrún, sem snýr móti umferðinni. Sérstak- Iega getur þessi regla markað skilin milli lífs og dauða í myrkri og regnveðri. Þau eru orðin mörg banaslysin í bæn- um, sem orsakast af því að þess arar reglu hefur ekki verið gætt. Hitt er svo alvarlegt mál, að þau yfirvöld bæjarins, sem eiga að sjá um það, skuli hvergi nema e. t. v. á einum stað, með fram Borgartúni, hafa gert sjálf sagðar, auðveldar og tiltölulega ódýrar aðgerðir til að leggja einfalda röð af gangstéttarhell- um fyrir gangandi fólk með- fram aðalakbrautum. Með því að gera það ekki, er vegfarend- um oft nauðu^ur einn kostur að fara inn á akbrautina. Þegar tillit er tekið til þess, hve hætt an er mikil og framkvæmdin ódýr, ætti að vera augljóst mál að nauðsynlegt sé að bæta úr þessu ástandi. gengið inn í bakherbergið aftur og sá sama drenginn standandi í gluggakistunni að utanverðu. Hafði hann þá útbúið sér krók á skafti eða priki og með þessum út- búnaði tókst honum að næla í tösku sem afgreiðslustúlkan átti og geymdi í herberginu. Var hann að enda við að tæma töskuna, þeg- ar.stúlkuna bar að og hljóp hann á brott, ásamt félögum sínum tveim, sem með honum voru. Höfðu þeir stolið úr töskunni pen- ingum að upphæð rúmar 3 þús- und krónur og álíka fjárhæð í á- vísun, þannig að samtals námu verðmætin nokkuð á sjöunda þús- Framhald á bls. 5. NÆTUR VAKTIN40Á I gær voru fjörutíu ár liðin frá því að í fyrsta sinn var næt- urvakt á lögreglustöðinni í Reykjavík, sem þá var til húsa I Lækjargötu 10, þar sem Iðn- aðarbankinn er núna. Á næturvakt voru þá fimm lögregluþjónar og voru þeir þessa nótt Karl Guðmundsson, sem sér um stöðumælasektir og bifreiðaskrá hjá lögreglunni, Guðlaugur Jónsson, sem sér um slysaskýrslur lögreglunnar, Mar grímur Gíslason, sem er hættur // Norrænt hús"í Reykjavík Menntamálaráðherrar Norður landa voru á fundi 30. janúar s. 1. f Stokkhólmi. Var þar tekin endanleg ákvörðun um bygg- ingu „norræns húss“ f Reykja- vik. Birgir Thorlacius, ráðuneyt isstjóri, sat fundinn fyrir hönd dr. Gylfa Þ. Gfslasonar mennta málijráðherra. Fur.durinn fól fimm manna nefr.d ekipaðri fulltrúa frá hvarju Norðurlandanna að sjá um byggingarframkvæmdir, og verða þeir valdir á næstunni. Þá voru samþykktar á fundin- um reglur um fyrirkomulag stofnunarinnar. Danmörk, Finn iand, Noregur og Svíþjóð greiða stofnkostnað stofnunarinnar, en fsland leggur til ókeypis lóðii undir bygginguna. öll munu löndin hins vegar taka þátt i rekstrarkostnaði, eftir nánari á- kvörðun síðar. Hið almenna eft irlit með rekstinum verður í höndum íslenzkra stjórnar- valda. Stofnkostnaður hefur verið á- ætlaður 10.5 millj. króna, fyrir utan lóð og kostnað við sam- keppni meðal húsameistara á Norðurlöndum. Áriegur rekstr arkostnaður hefur verið áætlað ur 1,2 milljónir króna. Norræna húsið á að vera mið stöð norrænnar samvinnu á íslandi, eins konar upplýsinga- miðstöð um Norðurlönd, hafa milligöngu um útvegun fyrir- lesara, afla námsstyrkja og er ætlað í fáum orðum sagt að efla samstarf íslands við hin Norðurlöndin og gagnstætt. Eftir samþykkt menntamála- Iðherranna er þess ekki langt rð bíða að „Norræna húsið“ rísi af grunni í Reykjavík. störfum og Guðmundur Stef- ánsson, sem nú er látinn,. en hann var inni á stöðinni. Svo vill til að einmitt þennan sama dag, 1. febrúar, 1923, hóf Karl Guðmundsson störf hjá lögreglunni, og hefur því unnið þar í 40 ár. Við hittum hann að máli og spurðum hvort mikið hefði verið að gera á nóttunni? — Það var alltaf mikið að gera. Við venjuleg störf bættist Framhald á bls. 5. Rauðmagaveiði Akureyri i gærkvöldi. Bæði í Flatey á Skjálfanda og eins í Grímsey er rauðmagaveiði hafin og hefur veiðzt ágætlega. Þykir það með eindæmum, að rauðmagi skuli veiðast um þetta leyti árs, því að venjan er sú, að hann veiðist ekki fyrr en í marz- byrjur t

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.