Vísir - 14.02.1963, Page 7

Vísir - 14.02.1963, Page 7
!/ í SIR . Fimmtudagur 14. febrúar 1963. 7 MCÐ EÐA MÚTITÍZKUSKÓLIIM? „Fyrsta karlanámskeið- inu í Tízkuskólanum er lokið ,sagði fréttafraukan þegar hún kom inn á kaffi stofu ritstjórnarinnar, — svo bætti hún við: „Þeir eru allir svo lukkulegir. Eigum við ekki að taka mynd af þeim?“ „Uss, ekkert nema humbug," sagði andans maður yfir kaffi- bolla sínum. „Því segirðu það, sagði frétta- fraukan. Sjáðu allar þessar sætu stelpur á götunum. Þær hafa farið í Tízkuskólann." Þá kom blik í augu andans manns, sem dofnaði jafnskjótt: „En karlmenn, þeir hafa ekkert að gera þangað.“ „Heldurðu að það sé ekki munur fyrir unga menn að kunna að leiða stúlku til sætis, kunna fallegt göngulag, yfirleitt algengar umgengnisvenjur. Það er ekkert gert til að kenna ungu fólki svoleiðis reglur.“ „Ég vil að skólarnir taki upp kennslu í þessu,“ sagði andans maður. „Með þessu ertu að viðurkenna tízkuskólana, sagði fréttamaður. Meðan skólarnir sjá ekki um kennsluna verður einhver að gera það. Þú viðurkennir svo mikið.“ „Já, reyndar, sagði andans maður, vaklandi í andstöðu sinni við umræddar tízkustofnanir. En, bætti andans maður við, það má ekki gera mennina teprulega." „Það var enginn að tala um það, sagði einhver, „Nei, gott, gott,“ sagði andans maður. „Svo þú ert reyndar fylgjandi tízkuskólum, sagði fréttamaður, en þú lætur nafnið Tízkuskólinn rugla þig.“ „Já, það er einmitt það, sagði andans maður. „Það ætti eigin- iega að nefna þá einhverju öðru nafni. Til dæmis mætti kalla þá umgengisskóla." gamtalið varð ekki lengra í þetta sinn. Kaffitímanum var lokið. Af tilviljun kom rit- stjórinn, sem ekki hafði hlýtt á samtalið, inn til fréttamanns. Segðu mér hvað ég á að skrifa um, eitthvað sem ég get ritað um á staðnum, sagði fréttamað- ur. Ritstjórinn var ekki lengi að koma með það: Skrifaðu um á- hrif tízkuskólanna á útlit ís- lenzkra karla og kvenna. Ef fyrr- greint samtal í kaffistofunni hefði ekki átt sér stað nokkrum augnablikum fyrr, hefði frétta- maður talið efnið fráleitt. Reynd- ar sá hann strax í hendi sér að hann gæti ekki með góðu móti fjallað bókstaflega um efnið sem ritstjórinn nefndi, en eitt- hvað í þá áttina..... Fréttamaður sá strax af sam- talinu að nafnið tízkuskóli rugl- aði marga. Það er skiljanlegt. Það er of teprulegt, jafnvel hé- gómlegt. Tízka, þetta stundar- fyrirbæri er í eðli sínu hégóminn helber. En það er ekki kennt í Tízkuskólanum að eltast við tízk una. Þar er að vísu kennd snyrt- ing, andlitsförðum og aðferðir til að skapa almennt hreinlæti. En það er varla meira en þótt hefur sjálfsagt að ástunda á hverjum tíma. Svo tízkufyrirbæri getur slíkt ekki kallast. Þá eru kennd- ar algengar umgengisvenjur. Fólkinu er einnig kennt að bæta göngulag sitt, þjáifað í því að koma vel fram, gæta kurteisi, og vanið á glaðlega framkomu. Við skulum athuga þetta nánar. Tízkuskólarnir leggja áherzlu á hófsamlega en fyrst og fremst kunnáttusamlega förðun andlits, Það er enginn leikur fyrir ungar stúikur að farða sig snyrtilega. Það viðurkenna þær sjálfar. Við höfum dæmi um óhóflega og klaufalega förðun, sem fyrst og fremst er talandi vottur um kunnáttuleysi á þessu sviði. Úr því að stúlkur á annað borð nota farða verður að gera kröfu til þess að hann sé rétt notaður. Annars getur stúlkan ekki talist vel snyrt, vart talist hreinleg. Hver hefur svo á móti því að stúlka, sem kannað snyrta sig hafi einnig góða framkomu? Feg- urðardísirnar okkar hafa margar hverjar lært að tileinka sér mjög fágaða framkomu. Þær sem mest hefur borið á hafa allar verið í Tízkuskólanum. — Spyrjið þær hvernig þeim hafi líkað. trér kom önnur fréttafraukan aðvífandi: „Hvaða áhrif finnst þér tízkuskólarnir hafa á útlit kvenfólksins? Manstu eftir myndum í Fálkanum eða Vik- unni, eða hvar það nú var, af stúlku sem var í Tízkuskólanum? Önnur myndin var af henni áður en hún fór í skólann og hin eftir að hún kom út úr honum. Á fyrri myndinni var hún ósköp blátt áfram með slétt hár og gleraugu, en það var hægt að sjá að hún var dálítil typa. Á seinni mynd- inni var hún búin að túbera á sér hárið, máluð í framan og með stirðnað bros á andlitinu". „Já“, anzaði fréitamaður. „Stúlkurnar eiga víst að læra glaðlega framkomu. Þú veizt það er hægt að læra þess háttar. Það kostar þjálfun. Ef hún hefur verið óeðlileg, þá er það aðeins vegna þess að hún hefur ekki verið búin að þjálfa sig nægilega vel. Taktu eftir kvikmyndadísum á myndum. Brosin þeirra virðast vera eðlileg, en allir vita að þau eru uppstillt. Þær hafa lært þetta svo vel, að ekki má á milii sjá hvort brosið kemur frá hjartanu eða heiian- um. Þannig sýnist fréttamanni það vera. Það er ekki nægilegt að stúlkurnar eða karlmennirnir gangi nokkra tfma í tízkuskóla. þar eru aðeins kennd undirstöðu- atciði. Fullkomnun verður að á- vinnast með einbeitingu og þjálf- un“. A ndans maðurinn viðurkenndi í samtalinu, sem tilgreint er í upphafi greinarinnar, að ungl- ingaskólarnir þyrftu að taka upp kennslu í umgengnisvenjum fyrir Frh. á bls. 13 EBE ekki lengur á dagskrá — neita að viðurkenna staðreyndir — brot úr ræðu Bjarna Benediktssonar — skammakrókur Framsóknar. rJ’ímarnir breytast og mennirn- ir með segir einhvers staðar og við þetta máltæki mætti bæta málefnunum. Úm áramót- in, fyrir einum og hálfum mán- uði síðan, voru menn almennt sammála um að mikilsverðasta málið sem fyrir þinginu lægi væri skýrsla ríkisstjórnarinnar um Efnahagsbandalagið. I gær stóð viðskiptamálaráð- herra upp í sameinuðu þingi og lýsti þar, því áliti sínu og ríkis- stjórnarinnar, að efnahagsbanda lagsmálið væri ekki lengur á dagskrá. Þar væri tómt mál um |:s að tala, eins og atburðir hefðu mm snúizt. Um þetta álit ráðherra og ríkisstjórnar eru raunar flest ir hugsandi menn sammála — sú þróun sem þar hefur átt sér stað er söguleg staðreynd, aug- ljós og einfaldur sannleikur. Jgn hér sem fyrr hafa Fram- sóknarmenn aðra skoðun á. (það er engin furða þótt sá þingflokkur hafi stundum verið kallaður sérstakur þjóðflokkur). Þeir fullyrða sem sagt bæði í ræðu og riti að málin hafi ekk- ert breytzt og áfram sé sama knýjandi nauðsynin að gera upp við sig, hvort við viljum auka- aðild ellegar tollasamning. Þeir harðneita að viðurkenna ofan- greindar staðreyndir og virðist nú í uppsiglingu nýtt stórbrotið deilumál — er efnahagsbanda- iagsmálið á dagskrá eða ekki? Er viðbúið að Tíminn verði skeleggur í þeirri deilu! Þeir Hermann Jónasson og Þórarinn Þórarinsson stóðu báð- ir upp , þinginu í gær, eftir að ráðherrarnir Bjarni Benedikts- son og Gylfi Þ. Gislason höfðu lýst því rökrétta áliti sínu að ekki væri tímabært að ræða frekar um EBE málið að svo stöddu, og kváðu upp úr með öndverðar skoðanir sínar. rJ'ilgangur Framsóknarflokks- ins með þessum raunar skoplegu skoðun, er í sjálfu sér augljós. Forystan þar í flokki hafði þegar ákveðið að misnota þetta þýðingarmikla mál í kom- andi kosningabaráttu, og kom Þórarinn reyndar upp um þann ásetning, með því að klykkja út í ræðu sinni, að kjósendur skyldu fá að kjósa um, hvort heldur þeir vildu hina leiðina eða eða þessa gagnvart EBE. Það á sem sé ails ekki að fyrna glæpinn, það á með öllum tiltækum ráðum að búa til grýlu og ota henni óspart. Þetta hafði Framsóknarforystan ákveðið og skiljanlega er henni sárt að missa ímynduð vopn úr höndum sér. Og þegar ekki tekst betur til er búinn til ágreiningur. Bjarni Benediktsson vék að þessu atriði í ræðu sinni í gær. Hann kvað Framsóknarmenn skrökva upp þeim sögum, að Sjálfstæðismenn hefðu viljað gerast aðilar að EBE hið fyrsta skilyrðislaust. Vitnaði Bjarni í á- lyktanir landsfundar Sjálfstæðis flokksins vorið 1961, þar sem segir að Sjálfstæðismenn vilji að um aðild verði sótt en með því skilyrði að með engu móti verði látin af hendi nein réttindi Is- Iendinga. Þarf um þetta atriði ekki frekar vitnanna við. Bjarni Benediktsson rakti hvaða höfuðstjórnmálaskyssur Fram- sóknarmenn hefðu gert árin 1955 og 56 þegar þeir slitu sam starfinu við Sjálfstæðisflokkinn, út frá þeirra eigin sjónarmiði að sjálfsögðu, því þessar skyssur hefðu leitt af sér, fyrst kjör- dæmabreytinguna og síðan ein- angrun Framsóknarflokksins i ísl. stjórnmálum. - J|áðherrann átti eðlilega erfitt með að skilja hina furðu- legu afstöðu Framsóknar til EBE-málsins nú, en reyndi þó að skýra hana, eftir þeirri þekk ingu sem hann hefði á þeim flokki. „Margir hafa nokkuð álit á Framsóknarflokknum og það meira en ég, en það er af því að þeir þekkja hann minna“. Hann kvað Framsókn ætíð láta sér sæma, að mistúlka at- burði og haga sér eftir þvi, hver aðstaðan væri hverju sinni. Minnti hann í því sam- bandi á þá tilhneigingu þeirra að vilja kalla sig vinstri menn þegar þeir væru í stjórnarand- stöðu, en svo öfugt þegar þeir sætu í stjórn. „Það er vissulega hægt að finna þessari stjórn sitthvað ti- foráttu, en Framsóknarmenn hafa ofmælt sig svo mjög, að þeir reyna nú sem óðast að búa til nýja grýlu“. Minnti hann síð- an Karl. Kristjánsson á móður- harðindasöguna frægu og Her- mann á þau ummæli hans að um þetta leyti yrðu 4-5000 manns atvinnulausir. Þannig væru þeir nú að skapa sér vígvöll í máli EBE, búa þar til grýlu, til að leiða hugann frá þessum öfgakenndu ummælum sínum. Slíkur áróður væri þó ekki sæmandi og „Framsókn- armenn þurfa raunar ekki að haldá, að þeir geti stöðvað hjól sögunnar, eða að þeir geti sagt að það sé ekkert að marka hvað óþokkinn hann deGaulle geri“. eflir Ellerf B. Schram

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.