Vísir - 14.02.1963, Síða 8

Vísir - 14.02.1963, Síða 8
8 Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. SchiT.ra. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði. I lausasðlu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Gras á uppblásið land Mönnum skilst æ betur hver nauðsyn er á upp- græðslu landsins. Þúsund ára búseta okkar hefur það í för með sér að landið hefur blásið mjög upp á und- anfömum öldum og er það talið hálfu uppblásnara nú en þegar Iandnámsmenn komu hingað. Skuld okkar við landið er því ógreidd. Einn af fremstu vísindamönnum okkar í náttúru- fræðum, dr. Sturla Friðriksson grasafræðingur, gerði í fyrradag grein fyrir niðurstöðum merkilegra rann- sókna á þessu sviði, sem hann og fleiri hafa fram- kvæmt. Þær sýna og sanna, að rækta má algengustu túngrös á afréttarlöndum allt upp í 600 metra hæð. Þessar rannsóknir leiða í ljós að hér er möguleiki fyrir stórkostlegri uppgræðslu beitilanda, sem nú eru komin í auðn. Flugvélar hafa reynzt hin þörfustu tæki við frædreifingu og sandgræðslan hefir nú ákveðið kaup á nýrri flugvél. Má því búast við að árangur starfsins fari fljótt einhver að sjást. En þess skyldi eng- inn ganga dulinn að hér er um risavaxið verkefni að ræða sem marga áratugi tekur að framkvæma. Hins vegar er þessi uppgræðsla undirstaðan undir framtíð landsins sem sauðfjárlands, þar sem landið er nú nær fullbeitt. Ný vegalög Ný vegalög hafa undanfarið verið í undirbúningi og væntanlega verður frumvarpið lagt fyrir Alþingi áður en langt um líður. Átak í vegamálunum er eitt hvert mesta hagsmunamál landsbyggðarinnar og reynd ar ekki síður þeirra, sem í þéttbýlinu búa. Lengi hefir verið talað um nauðsyn þess að bæta göturnar hér í höfuðborginni og gangtéttarlagnirnar eru stórkostlegt öryggisatriði í umferðinni. En allar kosta þessar fram- kvæmdir mikið fé og þeim verður ekki lokið á einu eða tveimur árum. Nú er það efst á stefnuskrá borgarstjórnar Reykja víkur að gera stórt átak í gatnagerðarmálunum. Og íbúar hinna fjarlægari landshluta munu fagna bættum vegum og nýjum vegum. Vandamálið hefir verið á hvem hátt tekna verður aflað til þessara miklu framkvæmda. Um það hefir verið rætt að hækka benzínverðið, en það er lægra hér á landi en í flestum löndum EvróPu. Ef að því ráði verður hallazt væri eðlilegast að sú hækkun rynni óskipt til vegaframkvæmdanna. Þá kemur hún bifreiða eigendunum, notendum veganna, aftur til góða. V í SIR . Fimmtudagur 14. febrúar 1963. Er leiksviðiS að verða í leikslok stendur einn maður eftir innan um rýtandi nashym- inga. Þessi maður, sem í uppfærslu Þjóðleikhússins var leikinn af Lárusi Pálssyni, gæti verið tákn hinnar nýju kynslóðar leik- ritaskálda, sem þora að standa gegn straumi fjöldans, segja hugleysinu stríð á hendur og berjast, þar lil yfir lýkur, fyrir boðun á réttlætistilfinningu og hugdirfsku meðal mannanna. Er leiksviðið sterkasta vopn mannsins gegn pólitísku oki samtíðar sinnar? Er leikritið í eðli sínu fyrst og fremst inn- legg í þann úthverfa skollaleik, sem á máli fagmanna kallast stjórn- mál? Sumir vilja halda því fram, að leikritið sé fyrst og fremst skemmti tæki, forn og klassísk að ferð til þess að hjálpa að gerðalusu fólki að eyða löngu og ömurlegu kvöldi. Aðrir vilja aftur á móti segja, að leikritið eigi að draga hinn ytri heim saman í hnotskurn og sýna áhorfendum kannski ýkta og stór- gerða mynd veruleikans, en ýkjurnar stafa þá ein ungis af því, að nauðsyn legt er að mála sannleik- ann sterkum litum, ef al- menningur á að bera kennsl á hann. valdatímum Hitlers í Þýzkalandi brá svo við, að klassískt leikhúsverk tók allt í einu að skjóta gneistum. Lófatakið glumdi um allan salinn í hinu stóra leikhúsi í Berlín á stríðsárunum, þegar Posa markgreifi mælti hin frægu orð: Herra, gefið hugs anafrelsi! Þama hljómaði í verki Schillers það, sem þjak aði fólkið. Wilhelm Tell Schill ers, sem um árabil hafði þótt sjálfsögð og óhjákvæmileg lesning í öllum skólum Þýzka lands, öðlaðist vegna ytri að- stæðna skyndilega slíka merk ingu, að Hitlersstjómin sá sér ekki annað fært en að banna hann með öllu. Stjórn in óttaðist, að unglingamir sæju hliðstæður milli ógnar- stjórnarinnar, sem Wilhelm Tell barðist gegn, og þeirra eigin stjórnar og leikritið yrði þeim þess vegna einungis hvatning til andstöðu. Þannig varð leiksviðið á þessum tím- um ekki aðeins að siðferði- legri stofnun — eins og Schiller hafði ætíazt til — heldur beinlínis að pólitísku vopni. í andstöðunni gegn því ómannúðlega valdi sem grúfði yfir þýzku þjóðinni, rann hið siðferðilega og pólitíska sam- an í einn máttugan mótmæla straum. Þannig liafa leikhús- verk fengið aðra og beittari merkingu vegna öfugugga- háttarins í þjóðfélaginú. Og þannig varð leiksviðið allt í einu að pólitísku vopni — að sjálfsögðu í leynd. Gannleikurinn er hins vegar sá, að leiksviðið hefur alltaf verið pólitískt vopn — að minnsta kosti gifdir það um þau dæmi, sem við höfum þegar tilgreint úr verkum Schillers. Það er sama hvað hinir lærðu segja, jafnvel þótt þeir látist vera viný- hinnar sönnu listar og líti svo á, að listin sé aðeins til listarinnar vegna. Á vissum tímum, þeg- ar ákvcðnar aðstæður í hinni ytri veröld k.oma fram annað hvort togstreita og valdabar- átt eða kúgun eða hætta á algerri tortímingu eins og nú nSupAajquin ucgapuersioui b Jmprq uossuuyuiv 1-ioqoy venjulegs manns í nashyrning. Ionesco deilir á fjöldadýrkun og hugleysi almennings í leikritinu Nashyrningunum. Þegar á Iíður og nashymingunum fjölgar, sækjast menn beinlínis eftir því að fylla flokk þeirra.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.