Vísir - 07.03.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 07.03.1963, Blaðsíða 1
HeimsmarkaBsöflun Is- kmds og grattttþjóBaima Einn kunnasti útgerð- Gerðum, leggur til að ingár myndi með sér armaður landsins, Finn- íslendingar, Svíar, Norð samtök til þess að vinna bogi Guðmundsson í menn, Danir og Færey- að markaðsöflun fyrir * síld til manneldis. Kort af fyrirhuguðu skipulagi aðaivega ofan við Reykjavík. Vegur undir og yfir: NYSKIPAN ADAL VECA I NÁCRENNIREYKJA VlKUR Borgin stækkar óðfluga og það krefst mikillar fyrirhyggju og skipulagningar. Ökutækjum fjölgar með hverjum degi og hin stóraukna umferð krefst úr- Iausnar nýrra vandamála. — Helztu umferðaræðar í bænum hafa verið skipulagðar, næsta viðfangsefnið er skipulagning aðalvega út úr borginni og í nágrenni hennar. Vegamála- stjórnin hefur nú gert ákveðnar, tillögur um aðalvegakerfi innan og ofan við Reykjavíkurborg. Samvinnunefnd samgöngumála hefur haft þær til meðferðar og samþykkt fyrir sitt leytl, og nú hafa þessar vegatillögur verið sendar til umsagnar ráðunautar Reykjavikurborgar f skipulags- málum, prófessors P. Bredsdorff í Kaupmannahöfn. Prófessor Bredsdorff er væntanlegur hing að til skrafs og ráðagerða urn hið fyrirhugaða vegakerfi f ná- grenni bæjarins, og fleira, um páskaleytið. í þeim tillögum, sem fyrir liggja, er gert ráð fyrir vega- brúm á krossgötum ofan við bæ inn, sem er algert nýmæli í samgöngumálum hér á landi en alþekkt víða erlendis. Við það vinnst tvennt: 1 fyrsta lagi er engin hætta á árekstrum á slík- um gatnamótum þar sem annar vegurinn er byggður yfir hinn, þar sem tveir vegir skerast. I öðru Iagi verður umferðin miklu greiðari við þetta, engar tafir á vegamótum. (Með vegarbrú er átt við að umferð einnar götu er hleypt yfir aðra eftir brú). Framh. á bis. 5 Setur Finnbogi þessa nýju hugmynd fram í nýjasta hefti blaðs S. H., Frost, sem út kom í gær. Finnbogi leggur til að myndaður verði Markaðsöflunar sjóður til þess að nota fyrir framgang þessa máls. „Tekna til hans mætti meðal annars afla með því að viðkom- andi þjóðir legðu einhverja litla prósentu á útflutning síldar. Stofnað yrði hlutafélag með nokkuð stórum höfuðstól, sem aflað væri með hlutafjárútboði í öllum viðkomandi löndum. Félag þetta ætti að annast mark aðsöflunarframkvæmdir á við- skiptalegum grundvelli. Til þess að hlutafjársöfnun yrði auðveldari, væri eðlilegt, að starfseminni fylgdu nokkur sér- réttindi, t. d. einkasöluaðstaða um nokkurra ára bil á mörkuð- um, sem algjörlega væru byggð- Framh. á bls. 5 HLÝTT LOFT Lægðirnar, sem komu fyrir nokkru, hafa fjar- lægzt og grynnzt, en hlýja loftið, sem þær fluttu, er enn yfir landinu. Svo milt hefur verið hér syðra all- an Þorrann og það sem af er Góunni, að fátítt er, svo að það getur talizt til tíð- inda, að í morgun snjóaði niður undir miðjar hlíðar í Esjunni. í görðum er allt að springa út og sá bragur er á leik barna og unglinga í frímínútum, að minnir á maí, þegar ólga vorsins er komin í blóðið. Og má það einnig til tiðinda teljast, að nú á Góunni eru birt- ar aðvaranir varðandi vegina úti: á landi, ekki ósvipaðar þeim, sem stundum eru birtar í maí Framh. á bls. 5 Akureyringar vilja hefja smíBi stáiskipa Þessi mynd sýnir vel hvemig vegamótin innan við Reykjavík eru hugsuð með vegabrúm og vegaslaufum. Slippstöðin á Akureyri hefur í hyggju að hefja smíði stálskipa. Eru í undirbúningi stækkanir á stöðinni, til að hún geti annazt þessa smíði. í sambandi við þann undirbúning hefur Jón- as G. Rafnar, alþingis- maður, flutt frumvarp á Alþingi um heimild fyr' ir ríkisstjómina til að á- byrgjast 5 milljón króna innlent eða erlent lán til endurbóta á skipasmíða Framh. á bls. 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.