Vísir - 07.03.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 07.03.1963, Blaðsíða 4
ipwr ii ni »i iiiiw»i»í i n<«aamiiiiri— tmtmm -VXS-I-R • Fimmtudagur 7. marz 1963 Miklar virkjun arrannsóknir Á s. I. ári var allmikið unn- ið að virkjunarrannsóknum á vegum Raforkumálastjómar á Norðurlandi, einkum við Jökulsá á Fjöllum, en einnig að heildaráætiun Laxár í Þingeyjarsýsiu, virkjunarað- stððu við Kráká í Mývatns- sveit, Fljótaá og Svartá í Skagafirði og loks frumathug unum á möguleikum til við- bótarvirkjunar í Laxá í Ás- um hjá Elönduósi. Síðastliðinn mánudag birti Vísir heildaryfirlit raforkumála- stjóra, Jakobs Gíslasonar, en hér fer á eftir greinargerð hans um hliðstæðar rannsóknir sem gerðar voru á s. 1. ári í öðrum áætlun um Búrfellsvirkjun. Vegna áætlunar þessarar fóru fram boranir í grennd við Detti foss. Voru boraðar 6 bergholur, samtals um 250 metrar að dýpt. Þess má geta, að jarðlagaskipan við Dettifoss er til muna ein- faldari en við Búrfell og borun- arþörfin því minni en þar. Þeg ar að áætlun um fullvirkjun Jökulsár kemur, verður hins vegar að framkvæma víðtækar boranir, aðallega á stíflustæð- um. Unnið var áfram að heildar- áætlun um virkjun Laxár í Suð- ur-Þingeyjarsýslu til undirbún- ings næstu virkjunarfram- kvæmdum þar, en á viðbótar- virkjun þar fnun verða þörf inn an nokkurra ára vegna vaxandi raforkunotkunar á Norðurlandi. Jafnframt var hafizt handa um nauðsynlegar rannsóknir á virkj unarstað, og voru boraðar 4 hol ur, samtals um 100 metra á um á Norðurlandi má nefna könnun á virkjunarstæðum f Laxá við Æðarfossa og í Krák á í Mývatnssveit, sem einnig voru gerðar í samráði við stjórn Laxárvirkjunarinnar. Þá hafa farið fram athuganir á viðbótarvirkjun í Fijótaá, í sam ráði við Rafveitu Siglufjarðar, og á vegum þeirrar rafveitu er nú unnið að frumáætlun um slíka virkjun. Við Reykjafoss 1 S,vartá f Skagafirði voru borað ir samtals um 100 metrar í yf- irborðsjarðlög, til að kanna dýpi á klöpp á hugsanlegum virkjustað þarna. Fór þessi at- hugun fram í samráði við Raf- veitu Sauðárkróks, sem áður hafði látið gera frumáætlun um virkjun þar. Loksins voru bor- aðar um 100 metrar til könn- unar á jarðvegsþykkt við Laxá í Ásum, skammt frá Blöndósi og frumathugun fór fram á möguieikum til viðbótarvirkjun Við Dettifoss voru boraðar sex holur. við Dettiíoss, Laxá oa víðar á Norðurlandi landshlutum, og þó einkum á Norðurlandi. Á NORÐURLANDI voru rann sóknir á árinu að miklu leyti bundnar við Jökulsá á Fjöllum, svæðið kringum Dettifoss. Unn- ið var á áætlun um 120 þúsund kw virkjun við Dettifoss, með aluminiumvinnslu fyrir augum, til samanbnrðar við «ams konar dýpt í Laxárgljúfrinu, ofan við núverandi virkjanir við Brúar- Gert er ráð fyrir að halda þeSs- um borunum áfram nú með vor inu. Ranijpóknir þessar við Laxá eru framkvæmdar af raforku- málastjórninni í samráði við Laxárvirkjunina. Af öðrum virkjunarrannsókn- ar þar. Um rannsöknir á Vestfjörð- um er það að segja, að á síð- asta ári var að mestu lokið, , við að mæla Glámusvæðið, sem er þýðingarmesta vatnsorku- svæði Vestfjarða. Jafnframt voru ýmis helztu stöðuvötnin á svæði þessu dýptarmæld. Unn- ið var að heildaráætiun eða yfirlitsáætlun um virkjanir á svæð,i , ep, slfyar hejldar áætlun e’r nauðsýniegt að gera, áður en. ráðizt er í frekari virkj anir í Mjólká éða Dynjandi, sem eiga upptök sín í Glámu- hálendinu, eins og kunnugt er. Yfirlitsáætlun þessari er enn ekki lokið. Á Norðurlandi, Austurlandi og Suðurlandi var fremur lítið starfað að virkjunarrannsókn- um á árinu. Frumkörinun á virkjunaraðstöðu var gerð við Þuríðará í Vopnafirði og Orm- arsá á Sléttu. 16 vatnshæðar- mæiistöðvar voru starfræktar í árslok í þessum landshiutum, þar af 6 með síritandi vatns- hæðarmælum. Aðalfundur Banda- lags háskólamanna Aðalfundur fuiltrúaráðs Banda- lags háskólamanna (BHM) fyrir árið 1962 var haldinn fyrir skömmu og framhaldsaðalfundur 25. febr. sl. Fráfarandi formaður, prófessor Ármann Snævarr há- skólarektor, og fráfarandi varafor- formaður, Sveinn S. Einarsson verkfræðingur, báðust eindregið undan endurkosningu, en þeir höfðu báðir gegnt þessum trúnað- arstörfum bandalagsins frá stofn- un þess haustið 1958. Voru þeim báðum þökkuð mikil og gifturík stðrf I þágu bandalagsins á þess- um fyrstu árum þess. Formaður var kjörinn til næstu tveggja ára Sveinn Björnsson verkfræðingur og varaformaður Stefán Aðalsteins son ráðunautur. Ritari til tveggja ára var endurkjörinn Árni Böðv- arsson cand. mag. Aðrir f stjórn- inni eru (til næsta aðalfundar) Jón O. Edward iyfjafræðingur og Gunn laugur Snædal læknir. — Endur- skoðendur voru kjörnir Bjarni Bragi Jónsson viðskiptafræðingur og sr. Óskar J. Þorláksson. Bandalag háskólamanna er samband félags háskólamenntaðra manna hérlendis, og munu félags- menn aðildarfélaga vera nú á fjórtánda hundrað, en þau eru Dýralæknafélag íslands, Félag B. A.prófsmanna, Félag íslenzkra fræða, Félag íslenzkra náttúru- fræðinga, Félág íslenzkra sálfræð- inga, Hagfræðafélag íslands, Lyfjafræðingafélag íslands, Lækna félag íslands, Lögfræðingafélag íslands, Prestafélag íslands, Tann- læknafélag íslands og Verkfræðr ingafélag íslands. Tilgangur BHM er: 1) Að efla samheldni háskóla- menntaðra manna hér á landi og vera f fyrirsvari fyrir þá gagnvart innlendum og erlendum aðiljum. 3) Að stuðla að bættri aðstöðu til vísindalegra starfa á íslandi og vinna að auknum skilningi lands- manna á gildi þeirra. — Þessum tilgangi hyggst bandalagið að ná m. a. með því að skapa tengsl milli sérfélaga háskólamanna og efla persónuleg kynni milli þeirra, svo og með því „að fylgja eftir hagsmunamálum háskólamennt- aðra manna almennt eða einstakra félaga við stjórnarvöld eða aðra aðilja.“ Á fundinum var hið nýstpfnaða Félag B.A.prófmanna tekið í banda I lagið, en það er fyrsta félagið sem I sækir um inngöngu síðan banda- lagið var stofnað. Starfsáriá hafði verið hið við- • burðaríkasta og athafnasamasta í ! sögu Bandalags háskólamann, Það gerði ítrekaðar tilraunir til að fá samningsrétt fyrir hönd félags- manna sinna viðurkenndan í lög- um um kjarasamninga opinberra starfsmanna, sem samþykkt /voru á alþingi sl. vor, en án árangurs. Þá kaus BHM sI.*vor launaráð sem gerði samræmdar tillögur um nið- urröðun háskólamanna í launa- flokka eftir menntun, ábyrgð og reynslu, og flutti mál þeirra við kjararáð BSRB. Telja forsvars- menn BHM að sá málflutningur hafi komið ýmsu góðu til leiðar í kjaramálum háskólamanna og til- lögum BSRB til ríkisvaldsins fyrir þeirra hönd, en svo sem kunnugt er, er Bandalag starfsmanna ríkis og bæja að lögum einkaviðsemj- andi allra ríkisstarfsmanna við stjórnarvöld. Hins vegar er óbreytt sú yfirlýsta stefna BHM að fá samningsrétt fyrir háskólamenn í sínar hendur, þótt síðar verði. Á háskólahátíð 1962 var Há- skóla Islands afhentur ágóði af sölu afmælisrits Háskólans, Vís- indin efla alla dáð, sem BHM gaf út, 130 þús. kr., til varðveizlu, en það er ósk bandalag'sins að þessu fé verði varið til að bæta aðstöðu itúdenta til félagsiðkana, t. d. til félagsheimilis stúdenta, eftir því sem fulltrúaráð BHM mælir síðan fyrir um. Aðalfundurinn kaus þriggja manna nefnd til að kanna hvað BHM geti gert til stuðnings við framhaldsnám kandídata. Einnig voru skipulagsmál bandalagsins til umræðu. Loks var samþykkt að ráða framkvæmdastjóra fyrir bandalag'ið, til að vinna að ýmsum | Brezki ambassadorinn hér, hr. Boothby, óskaði eftir því í stuttu viðtali við blaðið nýlega, að þess væri getið, að honum hefði orðið það til sérlega mikillar ánægju að vera viðstaddur, er Leikhús Æsk- unnar efndi til Shakespearesýning- ar sinnar. — Ég skemmti mér reglulega vel, sagði ambassadorinn. Tel ég, að með henni hafi fyllilega verið fullnægt þeim kröfum, sem gerðar eru til sltkra sýninga. Hinir ungu leikendur höfðu sýnilega gengið að hlutverki sínu með réttu viðhorfi og notið ágætrar Ieiðsagnar og leik stjórnar, og einnig mun undirstöðu þjálfun þeirra f leikskólum hafa komið þeim að góðum notum. Þeir gerðu margt vel, litu vel út og báru búningana vel. Og við að skila öllu heilu í höfn hefur áhugi hinna ungu reynzt byr í seglin. Mér fannst ég verða þess var, að í því mundi hafa vérið hvatning og á- ywraaBSiiirr ——— aðkallandi verkefnum á vegum þess. En síðastliðið sumar hafðl BHM í fyrsta sinn starfsmann, Jó- hannes Helgason lögfræðing, sem vann að ýmsum athugunum f sam bandi við kjaramálin. nægjuefni, að hér var ungt fólk að leika fyrir ungt fólk. Ég tel það miður heppilegt við- horf, sem stundum kemur fram hjá öðrum þjóðum — og stundum líka hjá okkur — að Shakespeare og verk hans séu sá helgidómur, sem ekki megi aðrir srierta við en þeir, sem færastir þykja. Minna má á, að Shakespeare var leikari, sem samdi — vafalaust oft f flýti — leikrit til skjótrar sýningar á leiksviði. Mér fannst aðdáunarvert hversu unga fólkið hér hafði lifað sig inn í hlutverkin og hvemig það skilaði þeim, og ber hér einnig að þakka leikstjóranum, hr. Ævari Kvaran, fyrsta flokks sýningu, sem var sönn ánægja að horfa á. Ambassadorinn kvaðst ekki vilja láta líta á sig sem neinn sérfræð- ing um verk Shakespeare’s og sýn ingar á þeim, en þetta væri sitt álit, og vildi hann gjaman að það kæmi fram. Shakespearesýning til sannrar ánægju

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.