Vísir - 07.03.1963, Side 5

Vísir - 07.03.1963, Side 5
V í SIR . Fimmtudagur 7. marz 1963. 5 Hvarvetna góðar undirtektir Magnús Óskarsson Undanfarna daga hefir staðið yfir áskrifendasöfnun Vísis austanfjalls. Hafa fulltrúar blaðsins verið á Hellu, Selfossi, Hvolsvelli, Eyrarbakka og Þor- lákshöfn. AIls hafa bætzt við 142 nýir áskrifendur á þessum stöðum, en söfnuninni er þar ekki enn lokið. Á næstunni munu fulltrúar blaðsins snúa sér til íbúa á Laugarvatni og Stokkseyri og kynna þeim blað- ið. Sala Vísis á öllum þessum stöðum hefir fram að þessu verið sáralítil en nú er blaðið þar í örum vexti. Fyrir nokkrum dögum greind um við frá þeirri áskrifenda- söfnun sem hófst í maí í vor og þeim mikla fjölda nýrra kaupenda sem hafa bætzt í hóp Vísisáskrifenda á þeim tíma. En því til viðbótar skal þess getið að fyrsta stórátakið í öfl- un nýrra áskrifenda hófst í janúar í fyrra. Þá var leitað til Reykvíkinga og stjórnaði þeirri söfnun Magnús Óskarsson hdl. Kóm þá strax í Ijós að umboðs menn blaðsins fengu hvarvetna hinar beztu undirtektir og bætt ust þá á skömmum tíma 850 nýir áskrifendur í hópinn. Vísir vill kappkosta að sem allra bezt lag sé á afgreiðslu blaðsins til kaupenda. Ef van- skil reynast er áríðandi áð til- kynnt sé þegar í stað um þau til afgreiðslumannsins, Ragnars Halldórssonar í síma 1-16-60. Tekið er á móti kvörtunum í þeim síma á daginn og kvöld- in og allar kvartanir sem ber- ast fyrir kl. 8 að kvöldi verða afgreiddar sama kvöldið. BæjarstjóramáliB r *tm ffm Mrm a Seyoisfirðt Evrópudagur — framhald af bls. 2. ir, sem getur orðið íslenzkum sveit- arfélögum til gagns, þótt síðar verði. Jónas Guðmundsson, formaður Sambands ísl. sveitarfélaga, hefur frá upphafi verið forsvarsmaður ís- lendinga á þessum vettvangi. San.'oand fsl. sveitarfélaga vill mælast til þess við sveitarstjórnir, að þær hlutizt til um að Evrópu- dagsins verði minnzt, t. d. meZ er- indum eða ritgerðasamkeppnum í skólum eða á öðrum vettvangi, sem heppilegur þykir til þess að vekja athygli á því samstarfi, sem átt hefur sér stað milli sveitarfé- laga Evrópuráðslandanna. lieintsmarkuður — Framhald at his I ir upp frá grunni. Einnig ein- hver styrkur úr markaðsöflun- arsjóði. Félag þetta ætti að koma upp vinnslustöðvum og dreifingarkerfum til vinnslu á síld til manneldis víðs vegar um heim, t. d. meðfram Suður- strönd Evrópu, allt frá Spáni til Svartahafsstrandar Sovétríkj- anna. Einnig viða við strendur Afríku, Asíu, Norður- og Suður- Ameríku. Síldveiðiþjóðirnar flyttu síldina til þessara stöðva í verkunarástandi, sem hentuðu hverjum stað. Síldin yrði flutt til vinnslustöðvanna söltuð, fryst og niðursoðin, eftir því sem heppilegast þætti fyrir hvern markað. Það er mjög lík- legt, að þjóðirnar, sem búa í Suður-Evrópu, Afríku, Asíu og Ameríku, myndu margar hverj- ar vilja nota síld til manneldis á svipaðan hátt og nú er gert í Norður-Evrópu, ef þær ættu kost á því. Sennilega má búast við, að ýmsar þjóðir eða þjóðflokkar búi við svo mikla fátækt, að þær hafi ekki greiðslugetu til að kaupa, þótt þær hefðu mikla þörf fyrir, til þess að bægja nær ingarskorti frá dyrum sínum. í slíkum tilfellum væri hugsan- legt að ráða fram úr því vanda- máli með þvi að útvega fjár- magn og tækniþekkingu til þess að nýta ónotaða verðmætisöfl- unarmöguleika í löndum viðkom andi þjóða, til þess, á þann hátt, að skapa þeim greiðslugetu til kaupa á þessari næringarríku fæðu. Komið gæti til mála að hafa samstarf við alþjóðasamtök eða stofnanir, sem vinna að því að útrýma næringarskorti í heim- inum“. Akureyringar — Framhald af bls. 1. stöð fyrirtækisins. Yrði þetta fyrsta stálskipa- smíðastöðin norðan- lands. Slippstöðin hefur annazt í stórum stíl viðgerðir og við- hald fiskibáta og þar hafa verið byggð allt að 90 tonna tréskip. Við fyrirtækið vinna nú 80 — 90 manns. Forráðamenn fyrirtæk- isins telja að þörf sé fyrir skipa smíðastöð norðanlands, sem geti annast smíði stálskipa og sé Akureyri einmitt hentugasti staðurinn fvrir slíka starfsemi. en bar eru búsettir margir nrvðileair iárniðnaðarmenn. f fvrra samhvkkti Albinsi bpimild fvrir ríkisstiórnina til að ábyrgjast framkvæmdalón fyrir þrjár skipasmíðastöðvar við F^xaflóa. Aðalvegir — Framhald al bls. 1. Þær vegabrýr sem fyrirhug- aðar eru, verða hin mestu mann virki með skágötum (Það eru slaufumar, sem sjást á minni myndinni) á milli neðri og efri vegar, fyrir þá sem þurfa að beygja til annarrar hvorrar handar þegar að þessum kross- götum kemur, og verður þannig frá gengið, að ökumaður þarf aldrei að beygja fyrir umferð á hægra vegarhelmingi, er hann þræðir þessar slaufugötur. Fyrsta vegarbrúin verður bæj armegin við Elliðaárnar (sbr. hring nr. 2 á kortinu). Þar koma Suðurlandsbraut og Miklabraut saman, eins og nú er, og verða að einni umferðaræð, og þar sem þær verða að einni braut, kemur ný gata, Elliðaárvogur, þvert yfir þá braut og þar verð ur vegarbrúin, sem áður var nefnd. Þessi gata, Elliðaárvog- urinn, liggur niðri undir sjó í Langholtinu og á að koma yfir Miklubrautina, suður með Skeið vellinum og þar fyrir sunnan á nýjan veg ofan við bæinn (sbr. hring nr. 1 á kortinu). Eftir þeim nýja vegi ofan við bæinn verður ekið beint milli byggð- anna á Reykjanesi og Mosfells- sveitar, og léttir það mikilli um- ferð af götum í Kópavogi og Reykjavík. Þeir sem koma af Norður- og Vesturlandi um Mos fellssveitarveg og ætla suður á Reykjanes, aka þennan nýja veg ofan við Rafstöðina við Elliðaár og koma á nýja steypta veg- inn ofan við Hafnarfjörð. Er augljóst að þessi nýi vegur létt- ir mikilli umferð af Reykjavíkur borg og Kópavogsbæ. Frá vegarbrúnni Reykjavíkur- megin við Elliðaárnar á aðalum- ferðaræðin út úr bænum að liggja, Iitlu ofan við þær brýr, sem nú eru á Elliðaánum. Þessi braut heldur áfram, án þess að greinast, nokkuð austur fyrir nú verandi gatnamót Vesturlands- vegar og Suðurlandsvegar, eða norðaustur fyrir Árbæ. Þar verða önnur höfuðvegamót með vegarbrú (sbr. hring nr. 3 á kortinu), Suðurlandsvegur held- ur áfram beint austur og Vest- urlandsvegur til suðurs ofan við Elliðaárstöðina, alla leið suður á steypta veginn ofan við Hafn arfjörð, og verður þar um að ræða nýja veginn ofan við bæ- inn, sem áður var nefndur. Hlýtt — Framh at 1 síðu. og júní, þegar klaki er að fara úr jörðu. En þótt mönnum finnist nú vor í lofti, minnast margir fyrri reynslu sem kemur líka fram í ljóðum skáldanna, svo sem að hér á landi geti veturinn kortiið eftir sumarmál — og um Góugróðurinn, sem grær oft skjótt, en stendur skjaidan lengi. En hvað segja veðurfræðingarn- ir? Vísir átti f morgun tal við Pál Bergþórsson og spurði hann um veðrið og horfumar. Hann kvað lægðirnar, sem komu fyrir nokkru, hafa fjarlægzt og grynnzt, en hlýja loftið, sem þær komu með sunnan að væri enn yfir landinu. Þá kvað hann lægðirnar fara heldur austar en áður, yfir Bretland og fyrir suð- austan okkur, og valdi þetta hlý- indum þeim, sem nú eru komin í Vestur-Evrópu. Milt veður er nú komið á Eng- Iandi og Frakklandi og komst hit- inn upp i 16 stig í London í gær, og þíðviðrið nær allt til Danmerk- ur og suðurhluta Noregs og Sví- þjóðar, en kuldinn á jörðunni í Skandinaviu er svo mikiil norðan j til, að þar er nú þokusvæði. Held- ur kvað Páll stefna í þá átt, að hæð yrði vaxandi yfir Grænlandi og að heldur yrði svalara, og væri þetta ekki ótítt, þegar hlýindi væru í Vestur-Evrópu. Páll kvað veðrið ekki eins gott fyrir norðan eins og sunnanlands og vestan, einkum miður gott á annesjum, rigning í lágsveitum og slydda eða snjókoma í uppsveitum. Páll Bergþórsson tók úndir það, að þegar á heildina væri litið hefði tíðarfarið verið milt og gott, aldrei stórviðrasamt, en skakviðrasamt á miðum á köflum. Hiti í Reykjavík var 3 stig í morgun, komst upp í 5 stig í gær og mun verða svipað í dag. Ölfusá — Framhald af bls. 16. að hið þýzka fyrirtæki gerði athuganir og upp- drætti að slíkri brú. Hér fyrir ofan birtist teikn- ing af þessari brú, hún er á- ætluð 400 metra löng og byggð á stöplum. En síðan voru þessi brúarfrumdrög lögð fyrir vega- málastjóra til umsagnar og kom fram í bréfi sem Ingólfur Jónss., samgöngumálaráðherra las frá vegamálastjóra á Al- þingi f gær, að vegamálastjóri taldi þessa brú óheppilega, að- allega vegna þess, að hún væri stöplabrú en hætta gæti verið á klakastíflum þarna og gæti þá farið svo að áin flæddi yfir bakka sfna. í stað þess hefur vegamála- skrifstofan beitt sér fyrir miklu ýtarlegri rannsókn á bökkum og vatnshæð árinnar. Var á sl. ári leitað til fyrirtækisins For- verk hf. og það beðið að gera kostnaðaráætlun um nákvæma kortlagningu árbakkanna. Var það verk áætlað 400—500 þús. kr. Var þá álitið að þessi kostn- aður væri of mikill og talið að í gær veittu forsvarsmenn Fé lags járniðnaðarmanna hér í borg Vfsi rangar upplýsingar um samkomulag milli Félags járniðnaðarmanna á Akureyri fyrir hönd bifvélavirkja ogt bif- reiðaverkstæðanna í bænum. Var sagt að greitt yrði 20% álag ofan á hæsta taxta bifvéla- virkja. Þetta er ranghermi Breyting á launaflokkum bif- vélavirkja á Akureyri hefur eng in verið gerð frá síðasta samn- í gær skýrði Vísir frá því, að samið hefði verið milli vinstri flokkanna um bæjar- stjóra á Seyðisfirði. Þjóðviljinn gerir í morgun tilraun til þess að bera þessa fregn til baka og segir að enn sé ósamið aust- ur þar. Þetta er rangt eins'og flest annað sem f Þjóðviljan- um birtist. Fréttaritari Vísis á Seyðisfirði bar fregnina um bæjarstjórasamkomulagið undir bæjarfulltrúa bæði Aiþýðu- flokkksins og vinstri manna og fá mætti nothæfar upplýsingar með einfaldari hætti með því að hallamæla bakkana og nota kort sem til eru í mælikvarð- anum 1:25 þús. Verða þær mæl ingar gerðar í sumar. Loks skýrði samgöngumála- ráðherra frá því að brú á Ó?- eyrarnesi yrði mjög kostnaðar- mikil og hefði verið gizkað á'allt frá 25 millj. til 60 millj. kr. Er nauðsynlegt að fá úr því skorið hið fyrsta, hver raun- verulegur kostnaður er. Leiðrétting í frásögn Vísis af bæjarstjómar málefnum á Seyðisfirði misritaðist nafn bæjarsttjómarefnis vinstri manna. Hann heitir Hrólfur Ingólfs son en ekki Þórður eins og sagt var og hefur verið forstjóri Fiski- vers h.f i Vestmannaeyjum en ekki Hraðfrystistöðvarinnar eins og sagt var. ingi í fyrra. Það eina, sem gerzt hefur, er, að sama álag er nú greitt á eftirvinnu og nætur- vinnu á verkstæðunum og tíðk- azt hefur fyrir dagvinnu. Er því hér ekki urn_ neina 20% kaup- hækkun að ræða. Vísir harmar að forsvarsmenn Félags járniðnaðarmanna hér i bæ skuli telja bað starfi sínu samboðið að gefa blöðum rang- ar upplýsingar i þessu máli. fékk staðfest hjá þeim að sam- ið hefði verið um Hrólf Ingólfs- son sem bæjarstjóraefni. Enn hefir málið ekki verið borið undir bæjarstjómarfund til formlegrar staðfesfingar, en samkomulagið liggur fyrir. Bréfberar — Framhald af bls. 16. Þá dregur Þjóðviljinn í efa upplýsingar Vísis frá því é mánudag um veikindaforföll meðal bréfbera. Samkvæmt upp lýsingum póststofunnar vantað; 8 bréfbera á mánudag, þar al voru 5 veikir, á þriðjudag vori' tveir veikir, á miðvikudag einn og í dag eru þrír veikir. Þac er því Þjóðviljinn, sem er mec rangar upplýsingar um veikindí forföll þessi, þegar hann segir að engan hafi vantað í gær of aðeins einn í fyrradag. í s.ambandi við aukavinnun: er rétt að geta þess, að póst stofan hefur gefið bréfberun tækifæri til aukavinnu eftir þv sem hún h'efur fallið til og þeii hafa viljað þiggja hana, þes: vegna höfðu bréfberar allt upj í 100 þúsund króna árslaun s.l ár, að sögn póstmeistarans. Sviss og EBE Efnahagsmálaráðherra Sviss Hans Schnaffner, sagði á þingi ' gær, að Sviss hefði dregið til bake umsókn sína varðandi samkomu lagsumleitanir við Efnahagsbanda lag Evrópu. Hann kvað litlar horfur hafs verið á, að til nokkurs væri a? reyna að hrinda af stað samkomu lagsumleitunum eins og sakii stæðu, en Sviss hefði áfram áhugc fyrir samkomulagi við EBE, þv að Fríverzlunarbandalagið eðs EFTA væri ekki „nein uppbót fyr ir EBE“ eins og hann kvað ac ‘ orði. Engin 20% hækkun . ~ml.. -aaaz. .-sa

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.