Vísir - 07.03.1963, Side 6
6
VíSIR . Fimmtudagur 7. marz 1963.
'eimdaUup'
Gjör rétt —
Þol ei órétt
Ritstjórar Ásgeir Thoroddsen og Ragnar Kjartansson
Vkðmgarieysi nemenda -
gamaldags fræðshdcerfí
ÆSKULÝÐSSÍÐAN hef-
ur leitað til Steinars Berg
Björnssonar og beðið
hann að skýra nokkuð
viðhorf sín til kennslu-
og fræðslumála. Steinar
stundar nám í viðskipta-
fræði við Háskóla íslands
og kennir jafnframt n«mi.
Gefum við Steinari hér
með orðið:
Eitt algengast ádeiluefni fólks
er lausung og spilling æskunnar.
Henni er fundið ótal margt til
foráttu og margt er því miður
satt sem um hana er sagt. En það
er nú eitt sinn svo, að ádeilur
eru Oft aðeins til hins verra, ef
engar úrbætur fylgja í kjölfarjð.
Þetta veit fólkið, sem deilir ; á
æskuna, en tiilögur þær og.áhend
ingar, sem eldri kynslóðin kemur
með, eru oft svo sundurlausar og
úr lausu lofti gripnar, að þær
gera aðeins illt verra.
íslendingar telja sig vera og
eru stórhuga þjóð, en í fræðslu-
málum hefur orðið stöðnun.
Fræðslulögin, sem sett voru 1946,
voru stórmerk tilraun til úrbóta.
En slðan þá hefur ekkert raun-
hæft verið gert i skipulagi
fræðslumála.
»
LANDSPRÓF.
í fræðslulögunum frá 1946
voru þau nýmæli helzt, að barna-
skólanámi lauk við 13 ára aldur
og við tóku gagnfræðaskólar.
Einnig voru hin sérstöku inntöku
próf í menntaskóla og Kennara-
skólann felld niður, en í þeirra
stað kom hið svo nefnda lands-
próf. Síðan ég fór að fylgjast
með þessum málum, hefur það
verið mjög í tízku að deila hart
og lengi á landsprófið og helzt
' iíð kenhaþVT‘>um•" flefci ‘ það, er
áflaga: hefur farið i skólamálun-
um. Ég vil leyfa mér að mótmæla
þeirri skoðun eindregið. Lands-
prófið er alls ekki of þungt fyrir
duglega nemendur. öllu frekar
myndi ég segja, að lágmarkseink-
unn til menntaskóla- og kennara-
í 6,50. Um námsefnið sjálft er
það að segja, að ég tel að mjög
skóíanáms ætti-að hækka úr 6,00
litlu af því, sem kennt er þar,
mætti sleppa. Aftur á móti er
þörf aðgengilegri og kerfisbundn-
ari námsbóka t. d. í grasafræði.
KENNARASKÓLINN.
Kennaraskóli Islands hefur lagt
út á þá hörmulegu braut að leyfa
nemendum aðgang að skólanum,
þótt þeir hafa fallið á inntöku-
prófi í skólann, þ. e. landsprófi.
Siðferðilega hefðu flestir skólar
aðrir en Kennaraskólinn getað
gert slfkt. I þeim skóla menntast
kennarar þeir, er einna mestan
þátt eiga í að móta hugi yngstu
kynslóðarinnar. Og álita fræðslu-
yfirvöldin, að kennarastéttin
'þurfi ekki að vera sömu hæfi-
ieikum gædd og sá hópur ung-
Framhald á bls. 10.
Stelnar Berg Björnsson.
Á að lögleiða kosningaskyldu á íslandi?
Nokkrar lýðræðisþjóðir hafa
teekið upp f lög sfn kosninga-
skyldu.
Þær álfta að fyrst þegnar þjóð-
félagsins eiga að velja stefnur
og stjómendur þjóðar sinr.nr beri
þelm skylda til að mæta á kjör-
stað og neyta atkvæðisréttar
sfns.
Kosningaskylda er m. a. f þess-
um löndum:
í BELGlU hefur verið lögboðin
kosningaskylda frá árlnu 1893.
Sá, sem kýs ekki án löglegra
forfalla, fær áminningu eða
sekt. Hins vegar er ekki hægt að
dæma mann f fangelsi, ekki held-
ur sem vara refsingu, ef sektin
er ekki greldd. Þessi kosninga-
skylda nær til kosninga til þjóð-
þingslns. Þegar stjómarskrá
Belgfu var endurskoðuð 1929,
komu engar tillögur fram um
breytingar á kosningaskyldunni.
HOLLAND lögleiddi kosninga-
skyldu árið 1917 eftir belgfskri
fyrlrmynd. Þar eru aðeins með-
Umlr konungsfjölskyldunnar
undanþegnir kosningaskyldu.
Vlðurlög eru fésektir. I TÉKK-
ÓSLÓVAKÍU var á tímum for-
setanna Mazaryks og Benes
kosningaskylda, samkvæmt lög-
um frá 1920. Vlðurlög voru
sektir eða fangelsl alit að einum
mánuðl. I ÁSTRALÍU er kosn-
ingaskylda til \fulltrúadeildar
Þjóðþlngsins. 1 AUSTURRÍKI er
kosningaskylda vlð kjör forseta
landsins. 1 SVISS er kosninga-
skylda 1 mörgum fylkjum (Kant-
ónum) við kosningar til Þjóð-
þingsins.
Hér á eftir birtast svör
þriggja ungra manna við sþum-
ingunni, hvort Iögleiða beri
kosningaskyldu.
Guðmundur H.
Garðarsson.
Ég tel, að eigi beri að innieiða
kosningaskyldu, hvort sem um
er að ræða í kosningum til Al-
þingis, bæjar- og sveitastjórna
eða I kosningum í þrengri hóp,
svo sem í verkalýðs- eða stéttar-
félögum.
Við sem teljum okkur aðhyll-
ast lýðræðislega stjórnarhætti,
lítum svo á að ein meginfor-
senda lýðræðisins sé, að sérhver
einstaklingur njóti persónulegs
frelsis í sem ríkustum mæli.
Sérhver skylda, sem felur í
sér þvingun einstaklings og
þjóðar til að g'era eða láta ó-
gerðan ákveðinn verknað, sem
ekki þarf að skaða aðra samborg-
ara, takmarkar eða skerðir það
frelsi, sem við leggjum megin
áherzlu á að varðveita, þ. e.
persónufrelsið.
í einræðisríkjum, þar sem ein-
valdurinn vill skarta sig skikkju
Framhald á bls. 10.
Jakob R. MöIIer.
Á undanförnum árum hefur æ
meir verið um það rætt 1 ýmsum
lýðræðisríkjum, hvort ekki bæri
að koma á kosningaskyldu, og
hefur mönnum sýnzt sitt hvað.
Meðmælendur hafa einkum á
það bent, að kosningaskylda hef-
ur verið tekin upp 1 ýmsum lönd
um og að því er virðist með góð-
um árangri, má þar t. d. nefna
lönd eins og Ástraliu og Nýja-
Sjáland.
Það er að sjálfsögðu ljóst, að
það getur ekkÉhaft nein úrslita-
áhrif á það, hvort lýðræði teljist
ríkja í landi, hvort það er kosn-
ingaskylda eða ekki. En hitt
sýnist mér þó augljóst, að ríki,
sem skyldar þegna sína til þess
að taka þátt I opinberum málum,
að viðlögðum fésektum, er kom-
ið örfáa þumlunga af hinum
gullna meðalvegi, sem er happa-
sælli hér sem víðar.
1 lýðræðisrlkjum er það frum-
réttur þegnanna að geta haft á-
hrif á það, hverjir fara með völd
í ríkinu hverju sinni, en hitt er
þó ekki síður mikilsvert, að
menn séu frjálsir að þvl að láta
þau mál afskiptalaus, ef slíkt er
viðhorf þeirra til þjóðfélags-
mála. Auðvitað væri það ákjós-
anlegast, . að þegnarnir hefðu
slíkan áhuga á málefnum þjóðfé-
lagsins, að kosningaþátttaka
væri alltaf því sem næst 100%
en meðan slíkt er ekki, er tæp-
ast um annað að ræða en að
auka skilning á þeirri nauðsyn,
að sem flestir láti sig þessi mál
nokkru skipta, en ekki tel ég af-
farasælt, að sá skilningsauki
verði knúinn fram með valdboði.
Þór Whitehead.
Það er álit mitt að skýlda beri
með lögum þátttöku 1 alþingis-
kosningum.
Þjóðfélag er veitir þegnum sín-
um rétt til að velja sér stjórn-
endur og hafna, gerir um léið þá
kröfu til þeirra að þeir notfæri
sér þennan dýrmæta rétt.
Slíkt tel ég að bezt verði tryggt
með löggjöf er miði að þvl að
allir kosningabærir þegnar greiði
atkvæði, nema lögleg forföll
hamli. Við framkvæmd og setn-
ingu löggjafar þessarar mætti
hafa hliðsjón af lögum þeim sem
í gildi eru þess efnis með nokkr-
Framhald á bls. 10.
mm
rgHWjnw