Vísir


Vísir - 07.03.1963, Qupperneq 7

Vísir - 07.03.1963, Qupperneq 7
VlSIR . Fimmtudagur 7. marz 1963. Fjölþætt starf átthag Húnvetningafélagið í Reykjavík á aldarfjórð- ungsafmæli um þessar mundir og efnir til af- mælisfagnaðar í Hótel Sögu í kvöld. Þetta félag er eitt af elztu átthaga- félögum, sém stofnað hefur verið í Reykjavík, og hefur þannig orðið til að ryðja öðrum hliðstæð- um félögum braut. Hún- vetningafélagið hefur frá öndverðu látið sig menn- ingar- og framfaramál heimabyggðarinnar miklu skipta og innt þar af hendi fórnfúst starf, auk fjárframlaga, sem það hefur látið af hendi rakna. í tilefni þessa afmælis leitaði Vísir til núverandi formanns Húnvetningafélagsins, Friðriks Karlssonar, sem gegnt hefur for- mannsstörfum óslitið frá 1958. Friðrik sagði að Húnvetninga- félagið hafi verið stofnað 17. febrúar 1938, en ekki væri ná- kvæmlega vitað um stofnenda- fjölda. Nú eru um 450 skráðir meðlimir og þar af allmargir ævi- félagar. Fyrsti formaður var kjör- inn Friðrik Á. Brekkan rithöfund- ur, en aðrir formenn frá upphafi hafa verið þeir Sigfús Halldórs frá Höfnum, Jónas B. Jónsson, Hjörtur Jónsson, Hannes Jóns- son, Kristmundur Þorleifsson, Páll S. Pálsson, Jónas Eysteins- Form. Húnvetningafélagsins, Friðrik Karlsson. okkur skipta öll málefni, sem varða Húnvétninga, hvort ; sem . þeir eru norðufi Húnavatnssýslu , eða hér í Reykjavík. — Þið hafið lagt út í bóka- útgáfu? — Já, ýmist einir eða með öðr- um aðilum. Þau rit, spm hér er um að ræða, eru fyrst og fremst Brandstaðaannáll, síðan tvö rit- gerðasöfn um húnversk efni, „Bú- sæld og barningur“ og „Troðn- ingar og tóftabrot“. sem ýmsir fræðimenn úr Húnaþingi hafa skráð, og nú er á næsta leiti ritgerðir, einkum um íslenzka jarðfræði, eftir vísindamanninn — Félagið hefur eitthvað sinnt skógræktarmálum? — Það má kannski segja að það sé ekki vanþörf á því einmitt í Húnavatnssýslu, því að fáar sýslur landsins eru jafn skóg- lausar sem hún. Húnvetningafé- laginu barst höfðingleg gjöf sumarið 1951 frá Kristjáni Vig- fússyni bónda í Vatnsdalshólum, þar sem hann gaf því spildu úr landareign sinni til skógræktar. Þar heitir nú Þórdísarlundur og hefur félagið sýnt mikinn áhuga á að gróðursetja í hann plöntur á undanförnum árum. Hæstu trén þar eru um 3 metra og má kalla það góðan þroska á jafnskömm- um tíma. Húnvetningafélagið hef- ur einnig veitt fé í skógarreit að Ásdísarlundi í Miðfirði. — Og þið hafið einnig lagt rækt við ýmsar sögulegar minj- ar heima í Húnaþingi? — Ef til vill má segja að ekki hvað sízt felist starf Húnvetn- ingafélagsins í því. Eitt af fyrstu verkefnum á þvi sviði var endur- bygging Borgarvirkis, sem mjög var tekið að láta á sjá og því full nauðsyn á að hlaða það upp. Það gerði félagið 1950. Það hefur haldið við minningu síðasta af- tökustaðar á Islandi, Þrístapa í Vatnsdalshólum, og merkt upp , þennan merkilega sögustað. Á s.I. sumri kom félagið upp minnis- merJsj 'um fyrstu fæddu konuna í Húnaþingi, Þórdísi Ingimundar- dóttur, og var minnisvarðinn staðsettur í Þórdísarlundi. Síðast en ekki sízt má minn- ast á hlutdeild Húnvetningafé- lagsins í byggðasafnsmáli Hún- vetninga. Það hefur kosið sér- staka nefnd til að vinna að þess- um málum og hefur hún gert það ósleitilega. Hefur hún m. a. unn- ið mikið að því að safna alls kon- ar gömlum munum heima í hér- ■aðinu, en líka hefur félagið lagt fram 50 þúsund króna fjárveit- ingu til safnsbyggingar, sem verð ur við Reykjaskóla í Hrútafirði. — Hvað er um aðra starfsemi ykkar? — Þar skal farið fljótt yfir sögu, enda þótt ástæða væri til að staldra við ýmsa þætti hennar. Það má m. a. geta þess, að fé- lagið hefur reynt að treysta vin- áttuböndin við héraðsbúana sjálfa eftir föngum. Það hefur tekið á móti hópum, sem komið hafa úr Húnavatnssýslu hingað til Reykjaf" víkur og efnt til fagnaðar fyrir þá. Það hefur efnt til kynningar- móts við Húnvetninga norður á Hveravöllum. Það hefur sent sjúkraskýlunum á Blönduósi og Hvammstanga gjafir, einkum bæk ur, auk þess sem það hefur sent sjúklingunum þar jólaglaðning. Þá hefur það sent ýmsum félög- um eða félagasamtökum norður þar minningargjafir í einhverri mynd. Hér í Reykjavík Ieggur félagið einkum kapp á kynningarstarf- semi meðal félaga innbyrðis. Það h'efur eignazt ágætt félagsheim- ili og búið það öllum húsgögn- um jafnt i sal sem eldhúsi. Þar hefur félagið bækistöð fyrir fundi sína, þ. á m. stjómarfundi og málfundi, og sérdeildir félagsins hafa þar aðstöðu til að spila og tefla svo nokkuð sé nefnt. Húnvetningafélagið hefur flest ár haft kvöldvöku i útvarpinu, sem fjallað hafa eingöngu um húnvetnskt efni og þótt menning- arbragur að. Sú siðasta var í fyrravetur og var helguð höfuð- bólinu Þingeyrum, en séra Guð- mundur Þorsteinsson á Hvann- eyri sá um efnisval og bjó hana til fiutnings. — Hvað er hægt að segja fleira gott um þetta ágæta félag ykkar? — Margt. Hér skal samt stað- ar numið, aðeins benda á það að félagsandinn hefur frá upphafi verið hínn ágætasti og til sannr- ar fyrirmyndar í hvívetna. Félag- ar hafa innt mikið og fórnfúst starf af hendi til að auðga og efla félagslífið. Og þegar mér verður hugsað til alls þessa og hinna fjölmörgu ágætismanna og brautryðjenda í menningarmálum og verklegum framkvæmdum þjóðarinnar í heild finnst mér sem Húnvetningar gegni þar vissu forystuhlutverki, sem ástæða væri til að veita meiri eftirtekt en gert hefur verið. Saltbirgðir eyðilögðust Síðastliðinn sunnudag kom fær- eyskur togari til hafnar á Akur- eyri sökum leka, sem að honum hafði komið á leiðinni milli Fær- eyja og íslands. Togarinn var á léið á íslandsmið þegar lekinn kom að hohum. Hafði ekki hent skipið neitt sérstakt ó- happ en hnoð bilað og samsetning á plötum. Við það kom allmikill sjór í togarann og eyðilögðust m. a. við það um 80 lestir af salti, eða megnið af saltbirgðum skips- ins. Gert var við togarann á Akur- eyri og ætlaði hann að svo búnu á veiðar við íslandsstrendur. Ef leki gerði vart við að nýju,- ætlaði hann beint heim til Ftereyja- aftur. Ný Ölfusárbrú — Síldariðnaður á Vestfjörðum. Upplýsingastarfsemi fyrir bændur — Vinnuhag- ræðing. Húnvetningafélagið í Reykjavík 25 ára son, Hannes Pálsson, Arinbjörn Árnason, Finnbogi Júlíusson og nú síðast Friðrik Karlsson. Stjórn félagsins í dag skipa auk Friðriks þeir Steingrímur Guðjónsson, Jakob Þorsteinsson, Sverrir Eggertsson og Gunnar Guðmundsson. — Og tilgangurinn er eitthvað áþekkur og hjá öðrum átthaga- rélögum? —) Já, eða öllu heldur tilgang- ui' þeirra eitthvað áþekkur og hjá okkur, því að Húnvetningafélagið er i röð elztu átthagafélága, sem stofnuð voru og hefur því vísað þeim, sem seinna komu, leiðina um margt. Nú, tilgangurinn er í stórum dráttum að efla kynningarstarf- semi og treysta vinabönd Hún- vetninga, sem búsettir eru i Reykjavík, vinna að framgangi góðra málefna í heimahéraði, gefa út bækur og m. ö. o. látið og bóndann á Lækjamóti, Jakob Líndal. Menningarsjóður er i samvinnu með félaginu um út- gáfu á þessari síðustu bók. Allt eru þetta hin merkustu rit, hvert á sínu sviði. Loks má geta fimmtu bókar- innar, en það er afmælisrit fé- lagsins, sem var að koma út þessa dagana. Það er rúmlega 100 síð- ur að stærð og er vandað bæði að efni og frágangi. Sérstök út- gáfunefnd sá um ritið, en í henni eiga sæti Arinbjörn Árnason, Guðmundur Jósafatsson og Hauk- ur Eggertsson, sem er formaður hennar. Fjölmargir Húnvetningar skrifa í rit þetta, bæði í lausu og bundnu máli og eru þar rak- in ýmis helztu hugðarefni Hún- vetningafélagsins svo og saga þess frá upphafi. Fjöldi mynda er í ritinu og á allan hátt til þess vandað. I hinum fasta fyrirspurnatíma Alþipgis f gær sagði Ingólfur Jónsson stuttlega frá rannsókn- um á stæði fyrir Ölfusárbrú hjá Óseyrarnesi. Á síðasta ári fóru fram ýmsar mælingar, m. a. vatnsmælingar. Þær leiddu í Ijós, að vatnsborðið hækkar mest um 2 metra. Þá varð ljóst, að brúarstöplar munu verða til hindrunar þegar áin ryður sig í leysingum og má þá búast við að fljóti upp á bakkana í kring. Eftir er að gera ýmsar aðrar mælingar, sem nauðsynlegar eru áður en hægt verður að hefja gerð kostnaðaráætlunar. Verða þær að einhverju eða öliu leyti framkvæmdar í siumar. Þýzkt fyrirtæki hefur gert brúarteikn- ingu, og er áætlað að sam- kvæmt henni muni byggingar- kostnaður brúar hjá Óseyrar- nesi ekki verða minni en 25 millj. kr. og allt að 60 milljón- um króna. En eins og fyrr er getið er ekki hægt að gera end- anlega kostnaðaráætlun fyrr en ýmsum mælingum og öðrum at- hugunum er lokið. Þá var lítillega rætt um síld- ariðnað á Vestfjörðum. Fyrir- v , oftir Ásmund Einarsson spurn kom frá Sigurði Bjarna- syni og Kjartani Jóhannssyni um rekstur síldarverksmiðja á Vestfjörðum. í svari sínu sagði Emil Jónsson, ráðherra, að rit- að hefði verið til eigenda síld- arverksmiðja á Djúpuvík og í Ingólfsfirði og hefðu þeir ekki talið mögulegt að hefja rekstur þeirra. Þá hefðu Síldarverksmiðj ur ríkisins einnig talið ómögu- Iegt að hefja rekstur síldarverk smiðja á Vestfjörðum af sömu ástæðum og fyrrgreindir eigend ur síldarverksmiðja, sem sé þeim, að síldin væri ekki nógu nálægt þessum landshluta til að það borgaði sig að flytja hana þangað. Þá gat ráðherrann þess, að verksmiðjunni á Skagaströnd hefði verið ætlað á síðustu sild- arvertíð að taka við síld frá vestursvæðinu, en hún hefði aldrei náð fullum afköstum, sökum lítils aðburðar á síld. Síðan voru ræddar nokkrar þingsályktunartillögur. Magnús Jónsson leggur til að athugaðir verði möguleikar á að veita bændum auknar rekstrarhag- fræðilegar uppíýsingar í sam- bandi við rekstur og skipulagn- ingu búa. Hefur allsherjarnefnd samein aðs þings fjallað um tillöguna, og vill meiri hluti hennar sam- þykkja hana. Minni hlutinn gerði breytingartillögu og lagði til að Búreikningadeild ríkisins yrði falið að annast umrædda upplýsingastarfsemi. Þá gerði Sigurður Ingimund- arson grein fyrir tillögu um nám skeið í vinnuhagræðingu fyrir trúnaðarmenn verkalýðsfélaga, „Alþingi ályktar að skorá á rik- isstjórnina að fela Iðnaðarmála- stofnun íslands að halda kynn- ingarnámskeið í vinnuhagræð- ingu og grundvallarreglum á- kvæðisvinnu fyrir trúnaðarmenn verkalýðsfélaga", segir í tillög- unni. Síðan ræddi Sigurður um nauðsyn vinnuhagræðingar til eflingar fyrir lífskjör í landinu Benti Sigurður jafnframt á, að verkalýðssamtök nágrannaland- anna hafa farið inn á brautir ákvæðisvinnu og stuðlað að vinnuhagræðingu, eingöngu í því skyni að bæta starfsáðstöðu meðlima sinna og auka tekjur þeirra. Væru þau nú verulega á undan íslenzkri verkalýðshreyf ingu í þessum efnum. /

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.