Vísir - 07.03.1963, Qupperneq 15
VÍSIR . Fimmtudagur 7. marz 1963.
75
BEATRICE HERZ:
Framhaldssaga
— KOtiliði við skulUm fara í sjð.
Hann tók aftur um Uinlið mér,
traustu taki, og kippti mér upp úr
sandinum, og þegar ég stóð við
hlið hans og fann ylinn frá sól-
vermdu hörundi hans, fann ég með
næmleika hinnar blindu manneskju,
að hann var mun hærri vexti en ég.
— Og ^ólgleraugun skiljum við
eftir hérna.
Ósjálfrátt lokaði ég augunum,
þegar hann tók af mér sólgleraug-
un. Mamma hafði oft sagt, að það
væri í rauninnl ekki hægt að sjá á
augunum mínum, að ég væri blind,
on ég trúði henni ekki — auð-
vitað sagði hún þetta af því að
henni þótti vænt um mig og hafði
djúpa samúð með mér. Þess hlaut
að sjást merki i andliti mínu, að
ég var blind.
— Verið nú ekki að þessari vit-
leysu!
— Við hvað eigið þér, stundi ég
upp.
— Að vera allt af að hugsa um,
að þér eruð blindar. Þetta gæti ver
ið miklu verra, þér gætuð verið af
skræmdar, lömuð — eða svo fá-
tæk, að þér vissuð ekki hvar eða
hvenær þér fengjuð matarbita
næst, en þér eruð bara ijómandi
lagleg stúíka og aðlaðandi, auð-
sæilega nægilega efnuð til þess að
geta notið hvíldardaga á þessari
litlu paradísarey:
— Sem ég get ekki séð, bætti
ég við lágt.
Bara, að hann tæki nú ekki eftir
því, að tárin voru komin fram i
augun á mér. Ég vildi ekki fara að
gráta, ég vildi ekki láta það sjást,
að þessi maður hefði valdið slíkri
hræringu í huga mér.
— Eruð þér nú komnar aftur á
sömu þankabraut? Hvernig væri að
reyna að rífa sig upp úr þessu,
hætta að fara þessar sömu brautir
sama hringinn.
Nú talaði hann í sama tón og
fyrst, næstum hryssingslega — og
af fyrirlitningu.
— Leggið þér í vana yðar að
ana að ókunnugu fólki og segja því
til syndanna?
Ég ætlaði að segja þetta kulda-
lega, en það mistókst víst alveg
og ég var víst all skjálfrödduð.
— Ekki nema Við þá, sem ég fæ
áhuga fyrir, sagði hann stuttlega
og svo dró hann mig með sér eftir
mjúkum sandinum til sjávar.
— Ég get nú trúað yður fyrir
því,' sagði hann, að mér fellur
eiginlega langbezt að fara i sjó í
nokkurri fjariægð héðan, þar sem
klettabeltið er, einkum síðan ferða
fólkið fór að streyma hingað.
— Skyldi hann þá ekki vera
skernmtiferðamaður?’ hugsaði ég
með mér. Skyldi hann eiga heima
á " • os? Hann virtist að minnsta
: kunnugur á eynni. Að sjálf-
'iu hafði "'i'r þegar orðið ljóst,
að hann var Bandaríkjamaður, sam
landi minn, þótt ég gæti ekki gert
mér grein fyrlr hvaðn úr Bandaríkj
unum hann væri.
Sandurinn varð mýkri, lausari og
rakari, og þegar bylgjurnar runnu
upp sandinn og léku um ökla mér
tók hann þéttara um handlegg
mér og þannig óðum við æ dýpra
og það var ekki meira en svo stætt
er sjórinn náði okkur vel í mitti
og öldurnar komu, en ég naut þess,
ég heyrði til fólks sem var að
skvampa nálægt okkur eða svaml-
andi utar, og mér fannst ég allt
í einu vera orðin þátttakandi f
glöðu, áhyggjulausu Iffi. Sólin
skein á höfuð mitt og axlir. Það
var svo dásamlegt þegar brimsalt-
ur sjórinn skvettist framan í mig.
Það var eins og ég hefði vaknað
af dvala — og nú kom allt í einu
svo öflug bylgja, að hann missti'
takið á handlegg mér og við urð-
um viðskila.
— Þú ert vonandi synd, kallaði
hann áhyggjufullur og var bara
allt í einu farinn að þúa mig, og
hann beið ekki eftir svari því að
ég hafði gripið sundtökin.
— Vertu alls ósmeyk, ég skál
gefa þér gætur.
Ýg synti nokkrar lengdir mínar
bringusund og svo baksund hélt
mér bara á floti, lyftist upp á öld
urnar og seig sVo niður í öldu-
lægðirnar, mér leið vel, ég hugsaði
um takmarkalausa vfdd hafsins, og
hversu dásamlegt þetta væri, og
hugsað* •'kkert um hvort mig bar
að lanr' lengra og lengra út.
Ég var o barnalega hamingju-
söm og hugsaði um, að kringum
mig mig væri allt blátt og faghrt,
blátt haf, blár himinn, og kanhske
voru augu hans blá sem hafið og
himininn.
Og allt í einu var hann kominn
mér við hlið:
•— Hvert ætlarðu, ef ég má
spyrja? Ertu að reyna að flýja
frá mér — Daphne?
Ég hló, sneri mér, og tróð mar-
vaða.
— Ef ég er Daphne þykist þú
víst vera Apollo? Mér fannst ekk-
ert eðlilegra en að ég þúaði hann
á móti. Hann svaraði engu, tók
báðum höndum undir höfuð mér
og fór að synda til lands — að
ég hugði — alveg eins og hann
hefði haldið, að ég hefði verið
komin að því að drukkna.
— Mér er í rauninni illa við all-
ar samlfkingar, sagði hann. Apollo
hegðaði sér annars heimskulega,
annars hefði hann ekki sleppt.
Daphne. Og ég held, að ég sé
miklu trygglyndari en hann. Lík-
lega hefðir Daphne vel vitað hvað
hún var að gera.
Hann sleppti mér ekki fyrr en
við vorum komin á þurrt. Og svo
hlupum við upp á bakkann, kát
eins og börn, hönd f hendi — og
það var dálítið sárt en samtímis
dásamlegt um að hugsa, að þetta
var f fyrsta skipti sem ég hafði
hlaupið síðan ég varð blind.
Eins og blautur kettlingur.
Hann vafði utan um mig stórri,
sólvermdri baðkápu, og svo fór
hann að nudda á mér bakið rösk,-
Iega eins og hann vildi vera viss
um að ég fengi hita f líkamann og
ofkældist ekki.
Við höfðum numið staðar við
Ég fer ekki fet lcngra með þér ef þú tekur ekki ofan þennan
hræðilega hatt sem allir glápa á!
baðtjaldið hans og nú sagði hann:
— Þú ert eins og blautur kettl-
ingur.
Og svo hélt hann áfram að
nudda á mér bakið.
Mér féll nú sannast að segja bet
ur að vera líkt við Daphne en
blautan kettling. Sú sam' tig
vakti nefnilega minningu, sern ég
helzt vildi gleyma. Þegar ég var
stelpuhnokki gaf pabbi mér lítinn
kettling í afmælisgjöf. Mér fannst
ég aldrei hafa fengið eins yndislega
gjöf. Ég hafði lfka allt af áður
fengið nytsamlega gjafir, sjálfsagt
valdar af mömmu, þótt hann skrif
aði utan á gjafapakkana. Kettling-
urinn var rauðgulur á lit, af An-
gorakyni f aðra ætt, og pabbi hafðí
sjálfur valið hann. Mér þótti svo
vænt um hann, að ég ætlaði aldrei
að geta sofnað á kvöldin, enda lá
hann í körfu við fótagaflinn á rúm
inu mínu. Og stundum stalst ég
upp úr rúminu, þegar allir voru
háttaðir, og fór upp f með hann,
og hann kúrði í armkrika mínum.
Og þá var svo gott að sofna.
Dóra systir fékk þegar óbeit á
honum og kom það þannig fram
lengi vel, að hún lét sem hún vissi
ekki, að hann væri til, en ef
það kom fyrir, að hann hoppaði
upp á hné hennar, var hún fljót
að hrista hann af sér og segja eitt-
hvað ónotalegt. Kettlingurinn mun
hafa verið nokkurra mánaða þegar
ég eitt sinn kom úr skólanum fyrr
en ráðgert hafði verið, þvf að okk-
ur var óvænt gefið frf, Ég r.ian enn
hve allt var kyrrt og hljótt f hús-
inu en er ég kom inn heyrði ég
allt í einu ámátlegt væl, sem virt-
ist koma úr baðherberginu á efri
hæðinni, og svo heyrði ég einS og
hljóð líkt og kemur þegar vatns-
bólur myndast. Þetta snerti mig
ónotanlega og mig grunaði, að
kettlingurinn minn væri f einhverri
hættu. Ég hljóp um allt sem 6ð
væri og Ioks inn í baðherbergið og
þar lá hann á gólfinu blautur og
skjálfandi, en baðkerið fullt af
vathi upp á barma. Hafði hann
dottið í það? Hvernig átti hann að
hafa klifrað upp eftir hálum hlið-
um baðkersins — og ekki var stóll
eða neitt nálægt baðkerinu, hann
hefði getað klifrað þar upp fyrst.
Ég komst aldrei að raun um
hvað hafi gerzt. Þernan hleypti
úr kerinu. Hún hafði ætlað að
leggja tau f bleyti f kerið, én
skroppið frá í næstu búð til þess
að kaupa þvottaefni, sem hún
hafði uppgötvað, að hana vantaði,
en hún hafði skilið við kerið hálf-
fullt, og var viss um, að hún
hafði skrúfað fyrir kranana. Pabbi
og mamma voru ekki helma, en
Dóra kom heim hálftfma seinna
— úr reiðtúr. Ég ætia ekki að béra
fram neinar ásakanir. En þégar
kettlingurinn kom auga á Dðru
tók hann undir sig stökk og faldi
sig dauðskelkaður. Og mér fannst
þetta tala sínu máli.
Nokkru seinna ók mjólkurbíll yf
ir hann. Bílstjórinn kom sjálfur inn
og var mjög Ieiður yfir, að þetta
skyldi hafa komið fyrir. En éftir
þetta gaf pabbi mér aldrei dýr, að
eins gjafir, sem greinilega voru
valdar af mömmu.
T
A
R
Z
A
N
WHEW1/ EXCLAi,. „UICOFF. wilj
YOU ELEASE Sc NICE FftOlá NOW OKI?
. ivy SHRUGGEP. ‘FERHAES— HE /S Kli
'"'X OF CUTE.*
the hunter hesitatep;
THEN N07PEK ’VERY
WELL— IF ONLV TO
TÉACH THAT SIRL
ALESSON/ 9-29-5977
'liíil !•'
CiíufO
Stjórnandinn reyndi að tala um
fyrir Joe Bishop. „Ég lofa því
að þú verður ekki móðgaður
svona framar... vertu áfram
með okkur“.
Veiðimaðurinn hikaði en kink-
aði svo kolli. „Allt í lagi — en
ég ætla að taka þessa stúlku
rækilega f gegn“.
Zukoff: „Iva litla gerðu það nú
fyrir mig að vera almennileg héð-
an f frá?“
Ivan yppti öxlum: „Ef tl! vill
— er hann dálítið slunginn“.
Ef ég hefði verið
eins og aðrir.
Það fór ósjálfrátt eins og hrollur
u.m mig, þar sem ég sat og lét
sólina skína á mig.
— Það á greinilega bezt við þig
að skvampa f vatni, var allt I éinu
sagt við hlið mér. Undir eins og
þú ert kominn á þurrt land er sém
öll kæti sé horfin þér úr huga.
Var þá'svona auðvelt að lesa
hugsanir mfnar? hugsaði ég. Og
ég var sjálfri mér gröm yfir að
hafa Iátið gamla minningu varpa
skugga á dag, sem ég vissi þegar
að ég mundi ávallt geyma í endur-
minningunni.
rmrrKT,.