Vísir - 08.03.1963, Síða 2
2
VISIR Föstudagur 8. marz 1963.
y///á. W//////Æ
Stór átökfranwndan
í starfí Ármenninga
Félagslífið er með miklum blóma
Félagsllf Glímufélagsins Ármanns
stendur með miklum blóma, og eru
mörg átök framundan í starfi Ár-
menninga. N. k. sunnudagskvöld
verður árshátíð félagsins haldin i
Þjóðleikhúskjallaranum, og munu
yngri og eldri félagar mætast þar
við góða skemmtun.
Glfmufélagið Ármann starfar I
10 félagsdeildum, og hjá félaginu
æfa fleiri en hjá nokkru öðru
íþróttafélagl á landinu. Árshátíð fé
Iagsins hefur þann tilgang m. a. að
tengja fþróttafólkið úr hinum ýmsu
deildum traustari böndum og efla
félagsleg tengsl deildanna. Á
skemmtuninni í Þjóðleikhúskjallar-
anum verða ýmls skemmtiatriði,
sem bæði Ármenningar og aðrir
skemmtikraftar annast. Aðgöngu-
miðar eru afhentlr f verzluninni
Hellas, Skðlavðrðustfg 17, og f
bókabúöum Lárusar Blöndals á
Skðiavðrðustfg og í Vesturveri.
HÁTÍÐ 1 JÓSEFSDAL.
Nú um helgina verður haldin hin
árlega „gamaimennahátíð" í skfða-
skála Ármanns f Jósepsdal. Þessi
skemmtun er fastur, árlegur þáttur
f félagsstarfinu, sem sklðadeild Ár-
manns annast. Til þessarar skemmt
unar á fjöllum uppi koma jafnt
yngri sem eldri Ármenningar. Það
er jafnan glatt á hjalla f Jósefsdal
þegar þessi hátfð fer fram enda
margbreytt skemmtidagskrá.
ÍÞRÓTTASÝNING
ÁRMANNS.
Um næstu mánaðamót verður
haldin hin árlega íþróttasýning Ár-
manns að Hálogalandi. Kemur þar
fram fþróttafólk úr öllum deildum
félagsins og sýnir listlr sinar og
gefst áhorfendum þarna kostur á
að sjá ágætt sýnishorn af þvf fjöl-
breytta starfi, sem unnið er innan
vébanda Glfmufélagsins Ármanns f
æfingum og leik.
í lok þessa árs verður Glímufé-
lagið Ármann 75 ára og er það
eizta fþróttafélag landsins. Ármenn
ingar byrja að minnast þessa merk
isafmælis þegar á þessu ári, en að-
alafmæ.lishátíðin fer fram í byrjun
næsta árs. í maímánuði n. k. kem-
ur sænska fyrstudeildar liðið „Hell
as“ hingað f boði Ármanns og kepp
ir f handknattleik við fslenzk hand
knattieikslið f tilefni afmælisins.
„Eðlisfræðing-
IÐNÓ
amir" í
Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir | þarna væri tekið til meðferðar á
leikritið „Eðlisfræðingarnir“ n.k. skemmtilegan og skiljanlegan hátt
sunnudagskvöld. „Eðlisfræðingarn-
ir“ er gamanleikur í tveimur þátt-
um eftir svissneska leikritaskáldið
Diirrenmatt.
Friedrich Diirrenmatt er fædd-
ur í Sviss árið 1921. Hann samdi
fyrsta leikrit sitt árið 1947, en alls
hefur hann samið 7 leikrit, auk Ut-
varpsleikrita og ritgerða, „Eðlis-
fræðingarnir er nýjasta leikrit Dur-
enmatts, var frumflutt í Zurich
fyrir rúmu ári. Vakti Ieikritið
feikna mikla athygli og hafa leik-
hús keppzt að fá sýningarétt á því.
Hefur það t. d. verið sýnt á öllum
Norðurlöndunum og f London var
það frumsýnt fyrir einum mánuði.
Er leikstjórinn, Lárus Pálsson,
ræddi við fréttamenn um „Eðlis-
fræðingana" í gær sagði hann, að
Stór veiðarfærageymsla
byggð í Bolungarvík
Bolungarvfk, 21/2 1963.
S.l. vor mynduðu trillubátaeig-
endur f Bolungarvík með sér sam-
tök um stofnun félags, er nefnist
sameignarféiagið Árvakur, félag
trillubátaeigenda, og er markmið
þess að vinna að bættri aðstöðu
fyrir trillubátaútgerðina og gæta
hagsmtma triliubátaeigenda t hvt-
vetna.
Skömmu eftir stofnun félagsins
hófst það handa um byggingu beit-
ingahúss og veiðarfærageymslu, og
er smfði þess nú að mestu lokið.
Er húsið 42 metrar á lengd og 10
metra breitt, hlaðið úr holsteini
og einangrað með frauðplasti. 1
þvf eru 17 beitingakrær, 4x6 metr-
ar og 4x4 metrar, auk salerna.
Ennfremur eru í öðrum enda húss-
ins kæli- og frystiklefar, þar sem
geyma má beittar lóðir og frysta
beitu. Má fá 10 stiga frost í kæli-
klefanum en 25 stig f frystiklef-
anum. Olfuofn til upphitunar er f
hverri beitingakró.
S.l. sunnudag fóru fram skipti
á húsinu milli eigenda þess, og dró
lögregiustjórinn, Friðrik Sigur-
björnsson, um hverjir hljóta skyldu
hverja kró.
Með tilkomu þessa myndarlega
húss skapast trillubátáeigendum
mjög' bætt aðstaða, en þeir hafa
að undanförnu verið á hálfgerðum
hrakningi með útgerð sína, þar eð
þeir hafa orðið að víkja með hina
gömlu skúra sína og kofa fyrir
breyttu skipulagi og ýmsum fram-
kvæmdum við höfnina.
Hér eru nú milli 30 og 40 trillu-
bátar, sem róa með færi og lóðir
á vorin og sumrin, og sumir jafn-
vel allt árið, og má segja að þessi
smábátaútgerð sé allsnar þáttur í
atvinnulífinu hér, þótt margir líti
hana að vísu óhýru auga og telja
öfugþróun í slfkri smáútgerð, á
meðan erfiðleikar eru á að manna
hina stærri báta og hörgull á fólki
til að vinna afla þeirra f landi.
Innan félagsins Árvakurs hefur
verið stofnaður styrktar- og lána-
sjóður, sem á að hafa það hlutverk
að lána trillubátamönnum fé í
rekstur sinn og styrkja þá, sem
fyrir skakkaföllum kunna að verða
í útgerð sinni.
Hafa trillubátaeigendur sýnt
mikla framtakssemi og dugnað við
að koma þessu húsi upp, og unnið
mikið sjálfir að byggingu þess.
Aðalfundur félagsins var haldinn
fyrir skömmu og skipa stjórn
þess Vagn Hrólfsson, form., Elías
Ketilsson, gjaldkeri, og Karl S.
Þórðarson, ritari.
Finnur.
mál, sem hver einasti maður hugs-
ar um f dag, kjarnorku, eyðilegg-
ingarvopn og vígbúnaðarkapp-
hlaupið. Þarna væri þó ekki um að
ræða átök eða kjarnorkustyrjöld,
heldur ábyrgð alls mannkynsins á
heiminum. Leikritið væri tvímæla-
laust mjög skemmtilegt frá hendi
höfundar, en það hefði verið leikið
á ýmsan hátt og tekizt misjafnlega.
Friedrich Diirrenmatt.
Lárus Pálsson sagði, að sér fynd-
ist skemmtilegt að L.R. skyldi taka
til meðferðar leikrit, sem er á döf-
inni, leikrit, sem enn hefur ekki
^engið á sig nokkurn „stimpil".
Það er erfitt að skrifa svona
leikrit, sagði Lárus, og það er á-
reiðanlegt að mörg leikritaskáld
hafa reynt það, en mér vitanlega
er Diirrenmatt sá eini, sem hefur
heppnazt það.
Halldór Stefánsson hefur þýtt
leikritið og með aðaihlutverk fara
Guðmundur Pálsson, Helgi Skúla-
son og Gísli Halldórsson, sem leika
eðlisfræðingana, Regína Þórðardótt
ir og Þorsteinn Ö. Stephensen.
„Eðlisfræðingarnir" eru síðasta
viðfangsefni L.R. á þessu ári, en
enn standa yfir sýningar á „Hart
í bak“, sem virðist ætla að slá öll
met hvað vinsældir snertir.
Smyglið —
Framhald at bls. 16
afmá nafn fyrirtækisins af merki-
miðum, sem lfmdir höfðu verið á
umbúðir innan í kössunum.
Þegar kassarnir fundust, var
kaupsýslumaður sá sem þeir voru
sendir til, staddur í Bandarfkjun-
um og hafði verið þar frá þvf í
októberbyrjun um haustið. Hann
kom til landsins um miðjan nóv-
erbermánuð og hófst þá þegar
rannsókn í málinu. Kom þá m. a.
f ljós að ameríska fyrirtækið, sem
sent hafði vöruna, var f eigu Is-
lendings, er búsettur er f New
York og hefur fyrirgreiðslu um út-
flutning. Mun eigandinn starfa að
mestu leyti einn við fyrirtæki sitt.
Þessi maður kom til íslands f des-
emberbyrjun 1960 og gaf þá
skýrslu fyrir sakadómi.
Framburður kaupsýslumannsins
fyrir dómi var mjög á reiki með
hvaða hætti varan hefði verið
send frá New York. Hélt hann
ýmsu fram, sem síðar kom f ljós
að ekki fékkst staðizt. Hann vildi
heldur ekki gefa upplýsingar um
sumt, sem hann var spurður að.
Þ6 mátti mega ráða það af fram-
burði hans að lokum með hvaða
hætti varan hafði verið sehd hing-
að til lands. Þó hefur ekki tekizt
að upplýsa til fullnustu með hvaða
hætti kassarnir komust inn í vöru-
skemmu við New Yorkhöfn.
Framburður sendanda vörunnar
hefur verið nokkuð á reiki. Hann
hefur m. a. haldið því fram að
hann hafi ekki vitað fyrr en eftir
á með hvaða hætti varan var send
frá New York, þar sem banda-
rískir pökkunarmenn hafi annazt
innpökkun og síðan komið köss-
unum áleiðis til skips.
Á síðara stigi málsins breytti
kaupsýslumaðurinn verulega fram-
burði sínum og bar honum og send
anda vörunnar mikið á milli hvað
gerzt hefði. Hélt kaupsýslumaður-
inn því fram, að sendandinn hefði
vitað með hvaða hætti kassarnir
fóru út í skipið.
Að rannsókn lokinni fór mál
þetta til saksóknara ríkisins. Sak-
sðknari höfðaði mál til refsingar
á hendur sendanda vörunnar fyrir
tolllagabrot. Einnig höfðaði hann
mál gegn skipstjóranum á m. s.
Lagarfossi fyrir að hafa vanrækt
að gæta þess að umræddir kassar
væru færðir á farmskrá, en það er
skylda skipstjóra samkvæmt toll-
lögum. Loks var mál höfðað á
hendur kaupsýslumanninum til að
þola upptöku á öllu innihaldi kass
anna fjögurra, en hins vegar var
ekki gerð krafa um refsingu á hend
ur honum.
Dómur gekk f máli þessu fyrir
nokkrum dögum, eins og áður seg
ir. Var skipstjórinn sýknaður af
ákærunni á þeim forsendum, að
ábyrgð hans á farmskrárskyldu
flutts varnings væri aðeins til
vara. Skyldi ákvæðum tolllaganna
ekki beitt gegn skipstjóranum, þar
sem tekizt hafi bæði að hafa upp
á sendanda og mótttakanda vör-
unnar og báðir sæta íslenzkri lög-
sögu. Hafði og ekki komið fram
neitt um það að skipstjórinn hafi
vitað um eða haft nokkra aðstöðu
til að fylgjast með því hvaða varn
ingur fór út f skipið meðan á lest-
un þess stóð í New York.
Við rannsókn málsins þótti sann
að að sendandi vörunnar hafi vit-
að að merking kassanna var ekki
f samræmi við skipsskjölin og enn
fremur að þyngd kassanna var
ranglega uppgefin. Það kom einnig
fram í framburði sendandans, að
hann hafi komizt að því að kass-
arnir i sendingunni voru helmingi
fleiri en vera átti eftir að skipið
fór frá New York. Samt sem áður
aðhafðist hann ekkert — að því
er fram kom í málinu — til þess
að leiðrétta þetta, enda þótt hon-
um væri það f lófa lagið.
Taldi dómaranum að sendandan-
um hafi borið skylda til að gera
þetta, og með atferli þvf sem að
framan greinir, hafi hann gerzt
brotlegur gegn lögum um tolleftir-
lit. Hlaut hann 80 þúsund króna
sekt til ríkissjóðs, auk þess sem
honum var gert að greiða sakar-
kostnað.
Við rannsókn málsins hafði kaup
sýslumaðurinn afhent dómnum
reikninga yfir vörusendinguna, en
hún átti að greiðast í banka f sam-
ræmi við þá. Þegar varan í köss-
unum hafði verið talin og niður-
staðan borin saman við það er
greindi á um innihald sendingar-
innar samkvæmt vörureikningun-
um, kom í ljós að nokkurt mis-
ræmi var þar á milli. Samkvæmt
vörureikningunum var verðmætið
talið 3052.62 dollarar, en yfirmats-
menn mátu fob-verð vörunnar hins
vegar á 4102.08 dollara.
Kaupsýslumaðurinn hélt því
fram, að skipsskjölin ættu við
stærri kassana eingöngu, en í þeim
var aðalverðmætið. Máli sínu til
sönnunar benti bæði hann og eins
sendandi vörunnar á það, að á
stóru kössunum stæði sama númer
og á hafnarkvittuninni frá New
York. Einnig bentu þeir á það, að j
rúmmál stóru kassanna væri í sam
ræmi við það rúmmál sem tilgreint
er á hafnarkvittuninni og einnig á
afriti farmskírteinisins.
Þegar uppskipunin úr m.s. Lag-
arfossi fór fram, höfðu tollverðir
ekki þessi gögn í höndunum. Toll-
gæzlan hefur og lýst því yfir að
númer þau, sem hér að framan eru
greind, hafi enga þýðingu við störf
hennar, enda sé farmskráin það
eina sem töllgæzlumenn géti farið
eftir. Þess má hins vegar geta, að
þegar vörusendingin var borin sam
an við farmskrána, kom í ijós, að
merking kassanna, þyngd þeirra og
fjöldi var ekki f samræmi við það
sem á farmskránni greindi.
Samkvæmt því sem nú hefur
verið rakið, leit dómarinn svo á að
mikið bresti á að vörusendingin
væri í samræmi við farmskrána.
En uppgjöf vörunnar þótti verða
miða við það er á skránni greindi.
Þrátt fyrir þetta var talið mega
líta svo á að merkingunni á minni
kössunum væri ekki það áfátt, að
telja mætti að farmskráin gæti átt
við þá, enda kæmi þyngd þeirra
næstum heim við hana.
Var kaupsýslumaðurinn sam-
kvæmt. framansögðu sýknaður af
ákærunni um upptöku minni kass-
anna, en dæmdur til að þola upp-
j töku á innihaldi þeirra stærri, en
útsöluverðmæti þess nemur rösk-
lega hálfri milljón króna.