Vísir - 08.03.1963, Page 6

Vísir - 08.03.1963, Page 6
6 VISIR . Föstudagur 8. marz 1963. Fréttamenn fangekaðir vegr.a þagnarskyldu t gær var farlð með tvo brezka blaðamenn f fangelsi þar sem þeir eiga að afplána nokkurra mánaða fangelsi fyrir að neita að skýra frá þvi fyrir rétti hverjir væru heimildarmenn að fréttum sem þeir birtu varðandi Vassall-njósna málið. Annar þessara manna er blaðamaður við Daily Mail og hlaut hann misseris fangelsi, hinn frá Daiiy Sketch og hlaut hann þriggja mánaða fangelsi. Vísindamnð- ur lótinn Fyrir nokkru andaðist í Vestur- Þýzkalandi einn mætasti vísinda- maður Þjóðverja, sem einnig var heimspekingur og stjórnmálamað- ur, Friedrich Dessauer prófessor, 81 árs að aldri. Líkami hans var eyðilagður vegna starfs hans við geislanir, en andinn var vakandi og stæltur, og hugrekkið og viljaþrek ið óbilandi þrátt fyrir alla þá sjúk- dóma, sem hann hafði hlotið vegna tilraunastarfsemi sinnar. Dessauer varð m. a. fyrstur manna til að taka röntgen-myndir af hjartslætti (1909—10) og var lengi frumkvöð- ull þjóðar sinnar á ýmsum sviðum. Dessauer barðist gegn nazisman- um eins og drepsótt, og sat I sex mánuði í fangabúðum nazista, en síðar flutti hann fyrirlestra í Tyrk landi og Sviss, og sneri loks heim aftur 1951. Neitað var um leyfi tii áfrýjun- ar til lávarðardeildar þingsins, en talið að blöðin — Daiiy Mail og Daily Sketch — myndu fara þess á leit við innanríkisráðherrann, að þeir yrðu náðaðir. Þetta er í fyrsta sinn í brezkri réttarfarssögu, sem blaðamenn eru fangelsaðir fyrir að neita að láta í té slíkar upplýsingar fyrir rétti sem að ofan greinir. Hér er í rauninni um stórmál að ræða, sem mikið er rætt. Hvorki útgefendur blaða né blaðamenn halda því fram, að sömu lög eigi að gilda um þá og aðra borgara, en ef stéttin ætti að eiga fangelsis dóm yfir höfði sér fyrir að neita slíkum upplýsingum myndi erfitt eða ógerlegt að afla oft og tíðum mikilvægra frétta, sem væri í al- menningsþágu að birtar væru, en | ef aðeins væru opinberar heimildir að fá, myndi margt aldrei koma í ljós, sem almenningur ætti heimt- ingu á að fá vitneskjum um og nauðsyn, að hann fengi að vita, og stuðlar slíkt ekki að því, að heil- brigt almenningsálit fáiaðnjótasín. Mál þetta er til meðferðar í Pressu ráðinu (Press Council), sem bæði útgefendur og blaðamenn eiga sæti í, og það verður aðalmálið á aðal fundi blaðamannasambandsins í næsta mánuði. Blaðamennirnir heita Brendan Joseph Mulhalland frá Daily Mail 23 ára og William Foster frá Daily Sketch, 58 ára. Finnskur fyrirfcsarl hér Finnskur fyrirlesari, Per-Erik Lundberg, rektor frá IMATRA í Austur-Finnlandi er á ferð hér á landi um þessar mundir, og heldur hann erindi á vegum Norræna fé- lagsins. Rektor Lundberg er formaður deildar Norræna félagsins í Imatra, en þar er hann nú rektor við menntaskóla. Árin 1935—’55 var hann skólastjóri við lýðháskóla í Finnlandi og hafa nokkrir ísienzkir nemendur notið skólavistar við þann skóla,............. Rektor Lundberg flutti erindi á vegum Norræna félagsins á Hvann- eyri í Borgarfirði á þriðjudag, á miðvikudag flutti hann erindi í Samvinnuskólanum að Bifröst og í Hótel Borgarnesi á vegum Norræna I félagsins í Borgarnesi. í gærkvöld talaði hann á skemmtifundi Nor- ræna félagsins í Reykjavík í Giaum bæ. í kvöld mun rektor Lundberg flytja erindi í Flensborgarskóla á , vegum Norræna félagsins i Hafn- [ arfirði. Áður fyrr var humarinn, sem veiddist við S.-Afríku, nær eingöngu soðinn í dósir og seldur þannig, en nú hefir frysting Ieyst niður- suðuna af hólmi að verulegu leyti. Humarinn, sem er ljúffengur og stór (mikið stærri en sá, sem veiðist hér við Iand), er aðallega seldur til Bandaríkjanna. Suður-Afríka eyk- ur fiskveiðar sínar Stjórn S.-Afríku hefir lagt mikla áherzlu á að auka fiskveiðar sinar, og á síðasta ári mun fiskaflinn hafa orðið um 900,000 lestir. Undanfarin fjögur ár hefir fisk- aflinn farið jafnt og þétt í vöxt'og verið metafli á hverju ári. Hefir helzti vandinn þess vegna verið Pompidou og De GauÍle eru nú / vanda, en galiharðir Tilkynnt var í París í gær að Pompidou for- sætisráðherra mundi á- varpa frönsku þjóðina Þessir höfuðleiðtogar þjóðarinn- ar eru í vanda. Þeir hafa hótað sektum og fangelsunum og ekki dugað. „Það er ekki hægt að sekta Sveinn Björnsson formaður BHM Bandalag háskólamanna kaus ný Iega á aðaifundi nýjan formann, Svein Bjömsson verkfræðing, í stað Ármanns Snævarr, rektors, sem baðst undan endurkjöri, ásamt varaformanni samtakanna, Sveini S. Einarssyni verkfræðingi, og var Stefán Aðalsteinsson ráðunautur kosinn i hans stað. Voru fráfarandi stjómarmönnum þökkuð góð störf í þágu bandalagsins. Þá var á aðalfundi þessum rætt um starfsemi bandalagsins. Á síð- asta starfsári voru gerðar ítrek- aðar tilraunir til að fá samnings- rétt fyrir hönd starfsmanna viðurkenndan í lögum um opinbera starfsmenn, en án árangurs. Þá kaus bandalagið launaráð, sem gerði samræmdar tillögur um niður röðun háskólamanna í launaflokka og flutti mál þeirra fyrir kjararáði BSRB. Aðalfundurinn kaus þriggja manna nefnd til að kanna hvað bandalag háskólamanna geti gert til stuðnings við framhaldsnám kandidata. Einnig voru skipulags- mál bandalagsins til umræðu. Loks var samþykkt að ráða framkvæmda stjóra fyrir bandalagið, en Jóhann es Helgason lögfræðingur hefur starfað fyrir bandalagið að ýmsum málum. eða fangelsa 200.000 verkfalls- menn“, sagði brezkur fréttaritari, staddur í kolanámubænum Lille f fyrrakvöld. En hvorugir vilja slaka til, hvorki verkfallsmenn eða de Gaulle. Verkfallsmenn krefjast 11% kauphækkunar, fjögra vikna sumarleyfis f stað þriggja og 40 stunda vinnuviku. Og nú snýst Alþingi baráttan að auki um réttindi til þess að gera verkföll. Og harðni hún fá þeir stuðning annara verka lýðsfélaga. Á hinn bóginn er vitað að de Gaulle hefir gagnráðstafanir á prjónunum, en hverjar þær eru vita menn ekki, fyrr en hann og Pompidou hafa komið fram fyrir alþjóð f sjónvarpinu. fólginn í að koma aflanum f verð, því að samkeppni er hörð á þessu sviði, eins og íslendingar mættu vita manna bezt. Fiskimenn S.-Afrfku veiða bæði á grunnmiðum og djúpmiðum. Á grunnmiðum veiða menn einkum sfldartegund eins og skelfiSk, sem er mjög stör, Ijúffengur og eftir- sóttur. Fiskur úr togurum, sem stunda veiðar á djúpmiðum, er fyrst og fremst seldur á heima- markaði, en það, sem fer ekki á matborð landsmanna nýtt úr sjón- um, er soðið niður eða breytt f fiskmjöl, og eru fiskafurðir þessar fluttar til 60 landa. Telja J S.-Af- ríkumenn, að þeir standi sig vel í samkeppninni við aðrar þjóðir á þessu sviði. S.-Afríkumenn eiga um sex hundruð fiskiskip af ýmsum teg- undum, og eru formenn eigendur margra hinna smærri skipa, en af- koma þeirra er ekki eins góð og stóru skipanna sem flest eru eign fyrirtækja, er hafa mikið fjármagn að baki. Stofnlánadeild landbúnaðarins — Ríkisábyrgð fyrir Slippstöð. Frumvarp rfkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um Stofnlánadeild landbúnaðarins var aðalumræðuefni á fundi neðri deildar í gær. Jónas Pét- ursson gerði grein fyrir áliti meirihluta landbúnaðarnefndar um málið. Mælti hann með sam þykkt frumvarpsins, sem felur í sér aukinn stuðning sjóðsins við landbúnaðinn, í frumvarpi þessu er gert ráð fyrir þvf, að framlag til frumbýlinga á ný- býlum verði greitt á fyrstu 15 hektarana, sem ræktaðir eru á eftir Ásmund Einarsson býlunum í stað 10 áður og að býlum í byggðarhverfum verði afhentir 15 hektarar af véltæku túni, er ábúendur taka við býl- unum. Gert er ráð fyrir hækkun á framlagi samkv. 27. gr. 650 þús- und krónur til að standa straum af þessarri auknu ræktun. Þá er gert ráð fyrir, að þeim byggðum nýbýlisjörðum, er nú hafa tún undir 15 hekturum, verði veitt tilsvarandi framlag og verið hefur „þar til túnstærð hefur náð þessu márki,“ eins og segir í greinargerð um frum- varpið. Ágúst Þorvaldsson ræddi nokkrar breytingartillögur minnihluta landbúnaðarnefndar, sem Jónas Pétursson hafði kall- að „yfirboð" og gagnrýndar voru af Ingólfi Jónssyni, land- búnaðarráðherra í ræðu, sem hann hélt, vegna þess að dómi ráðherrans væru þær fyrst og fremst óraunhæfar yfirborðstil- lögur fluttar í tilefni væntan- Iegra kosninga. Þá var rætt um tillögu Jón- asar Rafnar, um ríkisábyrgð fyr ir Slippstöðina á Akureyri. Er farið fram á heimild fyrir stjórn ina til að ábyrgjast 5 milljón króna lán vegna þess að fyrir- tækið hefur áhuga á að færa út kvíarnar og gera sér mögu- legt að hefja smíði stáiskipa. ..sra*

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.