Vísir - 08.03.1963, Side 8

Vísir - 08.03.1963, Side 8
8 V1SIR . Föstudagur 8. marz 1963. VÍSIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. ' <|*ir Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn ó. Thorarensen. Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstraeti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði. í lausasölu 4 kr. eint. - Sími 11660 (5 linur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Illa valin forysta Fjármálaráðherra gerði að umtalsefni í síðustu miðvikudagsgrein sinni vinnubrögð vinstri forystunn- ar í BSRB. Ráðherrann benti á, að vinstri forystan hefir haldið þannig á kjaramálum opinberra starfs- manna að flokksáróðurinn hefir verið látinn sitja í fyr- irrúmi en hagsmunir meðlima BSRB á hakanum. Nú er ekki nema rúm vika eftir af tímanum, sem ætlaður er til samninganna. Full ástæða er því til þess að benda á þá meginstaðreynd, að vinstri forystan neitaði að setjast að samningaborðinu og ræða um flokkun starfsmanna í launaflokka. Með þessu hátta- lagi kom hún í veg fyrir samningaumræður allan febrúarmánuð. Þetta sýnir hve vinstri forystunni var umhugað um að semja um kaup og kjör. En allan þennan tíma hafa vinstri blöðin haldið uppi látlaus- um áróðri gegn ríkisstjórninni fyrir að vilja ekki semja við BSRB! Og annað er einnig athyglisvert í þessu máli. Vinstri forystan vissi betur en flestir aðrir að þær kröfur, sem settar voru fram í upphafi, um 120% launahækkun, gátu enga stoð átt í veruleikanum. Hún vissi ofurvel, að afleiðing slíkrar kauphækkunar hefðu orðið drápsskattar og vafalaust ný gengisfelling. En þegar tilboð ríkisins kom fram þá er hrópað að það sé smánarboð. Þó voru þar margar stéttir, sem gert er ráð fyrir að fái 25-40% kauphækkun. Opinberir starfsmenn hafa goldið þess í þessum kjarasamningum að þeir hafa í foringjasæti áróðurs- menn, sem meira meta sína eigin flokkshagsmuni en það að halda á málum af raunsæi, festu og samn- ingsvilja. Kostir ákvæðisvinnunnar Fyrir nokkru birti Vísir frásögn af vinnuháttum í fyrirtækinu Bílasmiðjan hér í bí„ Þar hefir tíðkazt ákvæðisvinna við störf. Verkafólkið þar er sammála um að hagur þess sé stórum betri við slíkt fyrirkomu- lag. Kemur það heim og saman við reynslu úr öðrum iðnfyrirtæþjum, sem hafa innleitt þetta fyrirkomulag. En þau eru ekki mörg, því að hér erum við aftarlega i þróuninni eins og í svo mörgu öðru. Ofnasmiðjan er brautryðjandi á þessu sviði. Og þar hafa verka- mennimir a. m. k. 30% hærri laun en starfsbræður þeirra annars staðar. Það ríður á miklu að atvinnurekendur og verka- lýður skilji gildi ákvæðisvinnufyrirkomulagsins. Þar fer saman hækkað kaup og aukin framleiðsla. Enn er ákvæðisvinnufyrirkomulagið að mestu óreynt í ís- lenzkum sjávarútvegi, en þar hlýtur það að eiga mikla framtíð. Sr. Magnús Runólfsson: ÁRNESHREPPUR Sveitin nefnist Víkursveit, og fögur er hún. Hún nær norður frá Geirólfsnúpi, — en þar mæt ast Isafjaðarsýsla og Stranda- sýsla, — suður að Kolbeinsvík. Þessi sveit vlkur ekki úr huga mfnum. Ég var prestur í Árnesi um eins árs skeið. Það var mik- il einangrun fyrir Reykvlking, vegir af skornum skammti, vegalengdir miklar, erfitt um aðdrætti og öll ferðalög. Það verður ekki hlaupið í næstu búð til að kaupa með kaffinu eða eftir sykurpundi. Þá bætist það við, að sveitin er ekki f vega- sambandi við þjóðvegina. Fólk- ið er fátt innan við 300 manns. — En þetta fólk þarf lækni og prest, engu sfður en Reykvík- ingar. Er það nú mikil fórn þó að læknir fari hálft ár til Víkur sveitar, meðan hann er að ljúka skyldunni? Er það of lítil hug- sjón? Það kynni einhver að rjúka til, fullur af köllunar- vissu, ef hann ætti að fara til Lambarene eða Konsó og starfa þar á sjúkrahúsi. Þjóðin krefst ekki nema 6 mánaða f héraði, en þér viljið ekki? Það getur ekki átt sér stað. Hver var það, sem sagði: „íslandi allt?" Það er ekki kjör- orð þeirra, sem víkja úr landi til þess að bera meira úr být-< um. Læknir, sem fer f þetta hér- að, þarf að vera hraustur og ferðamaður góður, þola bæði sjóferðir og fjallgöngur, vera skíðamaður og helzt vel kvænt- ur, svo að hann eigi að góðu að hverfa, þegar heim er komið úr erfiðri ferð. Ég fékk nokkur bréf frá skóladrengjum f Víkur sveit nýlega. Arngrímur frá Dröngum segir: Ég fer alltaf gangandi frá Dröngum f vetur og fer það, sem eftir er.“ Það er haustlega mælt. Hann verður sem sagt að ganga fyrir Dranga vfkurfjall, inn fyrir Eyvindar- fjörð, út með honum aftur og suður með Ófeigsfirði til þess að komast til næsta bæjar, Ófeigsfjarðar, og leiðin er ekki malbikuð. Þetta getur varla ver ið minna en um 25 km„ erfið leið. Ég hef ekki farið hana. Frá Ófeigsfirði má fara land- veg eða sjóveg til Ingólfsfjarð- ar, síðan austur yfir fjöll til Norðurfjarðar eða Trékyllisvfk- ur. Þá fer að styttast til skól- ans, sem er á Finnbogastöðum í Víkinni. Landleiðin er líklega 14—15 km, ef ekki meira. Ég hef oft dáðst að þessum börn- um, þegar þau eru að fara heim eða heiman um snæviþakta jörð, en óhrædd og glöð. Drengur frá Djúpavík skrifar með sömu ferð: „Við eigum að fara heim á morgun, en ég veit ekki. hvort ég kemst, en ég vona, að ég komist. Það hefur alltaf verið sæmilegt veður, þangað til núna f dag, en ég vona, að það batni“. Daginn eft- ir bætir hann við bréfið og seg- ir: „Það er komið skárra veður, svo við komumst heim“. Or bréfi frá nokkru eldra pilti hef ég þó þetta (skrifað nokkrum dögum fyrr): „Það er allt hér f kafi f snjó". Þes vegna fór ég að hugsa um Naustvfkur- skarðið, sem drengimir frá Djúpavík fara yfir til Reykjar- Séra Magnús Runólfsson. fjarðar. Hvernig skyldi ferðin hafa gengið? Læknakandídatar! Geta þessi TVÆR BÆKUR Út eru komnar hjá Almenna bókafélaginu bækur mánaðarins fyrir febrúar og marz þetta ár. Febrúarbókin er skáldsagan Það gerist aldrei • hér? eftir enska höfundinn Constantine FitzGibbon, þýðandi Hersteinn Pálsson, — en marzbókin er Japan eftir Edward Seiden- sticker og ritstjóra tfmaritsins Life, þýðandi Gísli Ólafsson. Er þetta 5. bókin f bókaflokki AB Lönd og þjóðir. Það gerist aldrei hér? er spennandi og áhrifamikil skáld- saga um fagurmæli og fláræði — andvaralausan og skilnings- vana almenning, sem voðinn vofir yfir og hremmir. Á frum- málinu meitir bókin When the Kissings Had to Stop — þegar kossarnir urðu að hætta, og gefur það nafn efnið allvel til kynna — ástarsaga fléttuð inn í viðsjá veðrabrigði dagsins í dag — þegar hið skelfilegasta getur gerzt hvenær sem er, án þess að almenningur geri sér þess nokkra grein. Bókin kom fyrst út í apríl 1960 og varð strax metsölu- saga f enskumælandi löndum. Síðan hefur hún verið gefin út vfða um lönd og hvarvetna rumskað óþægilega við lesend- um sínum. Spurningin, sem stöðugt sækir á við lesturinn er þessi: Þetta gerist aldrei hér — eða hvað? Ef til vill gæti það gerzt. Um það er lesandans að dæma. JAPAN er með sama sniði og hraustu börn ekki vakið ykkur. Ef þið fáið ekki hérað, þá er það af því, að þið viljið ekki Árneshérað. Ég þekki ekki Bakkafjörðinn. En hann er líka ísland. Alþingismenn! Gerið eitthvað fyrir afskekktasta fólkið. Ef læknarnir bera skarðan hlut frá borði á Ströndum eða í Bakka- firði, mundi þá ekki rétt að bæta þeim það? Það er ekkert, sem skyldar guðfræðing til að verða sóknar- prestur, ekki einu sinni 6 mán- uði. En landið bíður ungra, trú aðra manna, sem líta á orð Jesú sem köllun: „Far þú og boða guðsríki", manna, sem svara með Páli: „Vei mér, ef ég boða ekki fagnaðarerindi". Þú færð ekki opinberun í draumi eða sýn um, að þú eigir að fara á þennan eða annan stað, aðeins þetta: „Far þú og boða guðsríki" En Árnes er af- skekkt. Já, að vfsu. En Árnes er indæll staður, það fékk ég reyna þetta ár, sem ég var þar. Tryggð fólksins við Víkursveit er mikil. Það vill ekki byggð bregða. Deyi það í öðrum Iands hlutum, vill það þó liggja f Árnesi. Magnús Runólfsson. NÝJAR FRÁ AB þær bækur, sem áður er út komnar í bókaflokkinum Lönd og þjóðir, en það eru Frakk- land, Rússland, ítalfa og Bret- Iand. Hún er hin fegursta að öllum frágangi, hátt á annað hundrað mynda af hlutaðeig- andi landi og þjóð og texti, sem mun svara til um 160 blað- síðna f venjulegu broti. Japan er einna fjarlægast þeirra landa, sem við íslend- ingar höfum einhver viðskipti við. Þjóðina þekkjum við Iftið, enda hefur okkur löngum geng- ið illa að skilja ýmislegt f fari hennar. Úr því skilningsleysi mun þessi bók vissulega að einhverju leyti bæta. Hún kynnir okkur menningu og sögu landsins í fortíð og nútíð — dregur fram f dagsljósið rök þeirra atburða, sem saga þjóð- arinnar greinir frá og síðast en ekki sfzt skyggnist bak við sög- una til skilningsauka á hinum japönsku þjóðarsérkennum. Bókin ætti því að vera okkur Is lendingum kærkomin fræðsla. Höfundurinn Edward Seiden- sticker hefur dvalizt í Japan um 13 ára skeið og er nákunn- ugur landi og þjóð. Hefur hann m. a. haft á hendi kennslu f japanskri menningarsögu við háskólann í Tókíó. Bækurnar hafa verið sendar umboðsmönnum AB út um land en eru til afgreiðslu í bókaaf- greiðslu AB, Austurstræti 18, fyrir félagsmenn f Reykjavík. ■

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.