Vísir - 08.03.1963, Page 15

Vísir - 08.03.1963, Page 15
VÍSIR . Föstudagur 8- marz 1963. 15 BEATRICE HERZ: 5 Framhaldssaga Við sátum lengi saman í sand- inum og ræddum um alla heima og geima, allt það, sem ungu fólki getur helzt dottið í hug að masa um, nema að hann forðaðist greini lega að tala um það, sem bar fyrir augu og ég gat ekki séð — og kom þarna fram hjá honum slík tillitsemi, að hún var í algerri mót- sögn við framkomu hans, er ég álp aðist beint á sólskýlið hans. Allt i einu sló hann út í aðra sálma. — Ég hefði nú gjarnan viljað halda áfram að kalla þig Daphne, sagði hann, en ég geri ráð fyrir, að þú heitir allt öðru nafni. — Ég heiti Helena. — Já, — kannski sótt beint i gamlar grískar goðsagnir. Og ég get því miður ekki sagt, að ég heiti Paris, því að svo er ekki. Ég heiti nefnilega Filippus. En nú var það svo, þótt furðu- legt kunni að þykja, að mér hafði alltaf geðjast að þessu nafni. Ef ég gæti spurt hann spjörunum úr, hugsaði ég, hvernig augun í hon- um væru á litinn ,og hárið, til dæmis? AUt í einu var kallað eitthvað á grísku skrækri drengsröddu rétt við hliðina á mér. Ég skildi ekki eitt orð í því, sem hann sagði. — Hann er að selja kökur, — einhvers konar kryddkökur sem mikið hunang er í. Langar þig í eina? Ég hristi höfuðið. — Er annars nokkuð, sem þú' mundir svara með jái, ef ég spyrði? Hann mælti þetta I dálítið ögr- andi tón, en einhvern veginn voru áhrifin þau, að hjarta mitt tók að slá hraðara. — Stingtu upp á einhverju og svo skulum við sjá til, sagði ég og fór að þurrka mér um hárið með öðrum enda baðhandklæðis- ins. — Hvernig væri að borða mið- degismat saman uppi á ásnum, í veitingastofu, sem fáir skemmti- ferðamenn vita um. Við yrðum að aka þangað í kerru, sem asna er beitt fyrir, því að vegurinn er slæmur. Ég held, að þú mundir hafa gaman af þessu. Nikulás, krá areigandinn, og kona hans eru svo miklir snillingar að steikja fisk í olíu, að fáheyrt er, og þarna geta menn drukkið Iétt vln og masað saman og við alla, sem koma — en þeir eru vitanlega fáir — og ekkert af því fólki, sem horfir á mann eins og grunsamlegan „zany“. Hann útskýrði fyrir mér, að eyj- arskeggjar notuðu þetta orð um út lendinga. Þeir korria vel fram við þá, bætti hann við, en hafa ekki sérlega háar hugmyndir um þá. Og svo klykkti hann út með þvl að spyrja beint: — Jæja, segirðu já? — Efastu um það, — eftir þessa Iýsingu? Hann hló. — Þú hefðir bara átt að voga þér, að neita . . . Tveim dögum síðar, þegar Nóra frænka var komin aftur frá Aþenu, var ég orðin skotin upp fyrir bæði eyru í pilti, sem hét Filippus. Og ég var ekki einu sinni farin að spyrja hann hvert ættarnafn hans væri. Mér fannst engu skipta um það. Við höfðum neytt fiskréttarins fræga hjá Nikulási og konu hans Ninu uppi á ásnum, og hún var kát og fjörug eins og hann, og angaði af hvítlauk og pipar- myntusósu, eh hverju skipti það, við vorum I góðum félagsskap, og það var sungið, og við tókum und- ir viðlagið, þegar eyjarskeggjar komu og fóru að sötra vlnið sitt, leika á hljóðfæri og syngja, og þegar þeir komu höfðu þeir allir heilsað Nikulási glaðlega: Yassou, Nicóla — Yassou Dimitraiki, svar aði hann í móti, og Yassou Nina, — Yassou Vassili og þar fram eftir götunum . . . og svo gengum við til strandar og mösuðum saman eða bara hlustuðum á ótal annar- leg hljóð sem bárust að eyrum. Við töluðum ekki um okkur sjálf, heldur um daginn og veginn, og Paxos, og hvað við gerðum þegar við vorum ekki á Paxos, og við komumst meira að segja út I að segja hvort öðru með hvaða flokki við kusum seinast — allt til þess að forðast það, sem hlaut að koma — eða kom kannski ekki — en ekkert gerðist frekara þetta kvöld, en svo næsta kvöld — eða réttar sagt undir morgun, gerðist það — þetta, sem þrátt fyrir allt hlaut að koma. Filippus bjó hjá grískri fjöl- skyldu. Hann hafði flutt þangað vegna þess, að hann var alveg uppgefinn á að búa á hóteli, sem einu sipn hét MERAKI, en nú var kailað Hotel MIAMI! Við höfðum gengið saman hönd i I hendi og við töluðum því minna saman sem lengur leið. Mér fannst sem blóðrásina I líkama mlnum legði alla fram I fingurgóma hand- arinnar, sem hélt um hönd mína — öll þrá mín beindist til hans, og loksins gat ég ekki stillt mig, það var eins og neyðaróp, skerandi vein, s'em ég gat ekki haldið aftur af: — Ó, ef ég að eins væri eins og annað fólk! Hann nam staðar skyndilega og sleppti hönd minni og það lá við, að ég stirðnaði upp af ótta. — Helena litla, sagði hann ró- lega, næstum hvíslandi, af hverju langar þig til þess að verða eins og annað fólk? Ég gat engu svarað. -. —... Hafði, ég ekki þegar sagt of mikið — raunverulega opinberað hvað I huga mínum bjó, auðmýkt sjálfa mig, — hér varð staðar að nema. — Er það kennski vegna þess — sagði hann og Iauk ekki við setn- ninguna og dró mig hægt til sín. Ertu svo mikill kjáni að halda, að ég láti það ráða nokkru úrslitum að þú ert blind, — þú, sem ert yndislegasta mannsekjan, sem ég hefi fyrir hitt á lífsleiðinni. Svo kyssti hann mig og með kossum sínum og blíðulegri fram- komu tjáði hann mér hug sinn all- an. Við komum seint heim þessa Ijúfu, eftirminnilegu nótt. Blóð mitt ólgaði, þegar ég loks lagðist Hvernig gekk svo ferðin til San Remo — til svefns, og mér hafði ekki sígið blundur á brá þegar ég fór að heyra umgang I húsinu og klið ur af mannamáli barst inn til mín frá götunni. hvert ævintýri — og að láta blekkj ast af svona manntegund — rit- höfundi! Og þú — eins og ástatt er fyrir þér — þú ættir sannarlega að fara varlega. Hvað ætli Dóra segi? Nóra frænka hlaut að hafa séð það á mér undir eins, að eitthvað hafði komið fyrir mig. Hún spurði að kalla þegar: — Hvað hefir komið fyrir, Hel- ena? Þú lítur allt öðru vlsi út . . . — Ég kynntist............byrjaði ég, en svo þagnaði ég og fann hversu ég roðnaði upp I hársrætur, því að ég vissi hvers hún myndi spyrja, og að erfitt mundi verða fyrir mig að svara. — Hvað heitir hann? Hvað ger- ir hann? Hvaðan er hann? Spurningarnar komu I bunu hver á eftir annarri. Það var líkast því sem að grípa I hálmstrá sér til bjargar, er ég svaraði síðustu spurningunni. — Hann er Bandaríkjamaður. -t-pJseja, guði sé lof fyrir það, svaraði Nóra frænka og vjjiist draga andann léttara. — Ég veit lítið um hann, nema að hann heitir Filippus, og að hann ætlar að verða eða er rit- höfundur. Mér fannst ég aldrei mundu geta útskýrt neitt af því, sem kannski var eðlilegt, að Nóra vildi fá að vita, en mér bara fannst á þessu stigi skipta svo Iitlu um. Og ég vissi raunar ósköp lítið um Filippus, nema hvað hann hét, og að ég elskaði hann. — Ja, hver skyldi trúa?, sagði Nora frænka. Ég hélt nú, að þú værir orðin nógu gömul til þess að láta ekki narra þig út I eitt- PERMA, Garðsenda 21, slmi 33968 Hárgreiðslu- og snyrtistofa Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10, Vonarstrætismeg in. Sími 14662. Hárgreiðslustofan HÁTÚNI 6, sími 15493. Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU OG DÓDÓ, Laugavegi 11, sími 24616. HárgreiðHustofan SÓLEY Sólvallagötu 72, Sími 14853. Hárgreiðslustofan PIROLA Grettisgötu 31, slmi 14787. Hárgreiðslustofa ■'ESTUHBÆJAR Grenimel 9, sími 19218. T A R Z A N ,,Ó, ungfrú Vines“, kallaði veiðimaðurinn skyndilega. ,,Bað- ið er tilbúið". Ivy: „Gott. Það var kominn tími til að þú sýndir mér dálitla virðingu...“ En áður en hún hafði lokið setningunni greip Joe Bishop hana ... Ivy: „Hvað ert að gera? Slepptu mér strax, fíflið þitt“. a Copyflflb P.l Ö Öok 6 Óopenhogen 1S3 Hárgreiðslustofa SVÖNU ÞÓRÐARDÓTTUR, Freyjugötu 1. slmi 15799. Hárgreiðslustola AUSTURBÆJAR ' (Marfa Guðmundsdóttir) Laugavegi 13, sími 14656. Nuddstofa á sama stað. Verzlið þnr sem ódýrast er

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.