Vísir - 08.03.1963, Side 16
Skilið kópunni
HÓTCL 06 HCIISUHjBJ
IHVíRAGíRD! WKHAB
Síðastliðinn miðvikudag, á tíma-
bilinu kl. 9—21, hvarf úr fata-
geymslu í anddyri fæðingardeildar
Sólvangs í Hafnarfirði kvenkápa.
Kápan er bláyrjótt úr ullarefni
með víðum, stórum kraga og ljós-
um, stórum tölum.
Þess er óskað að handhafi káp-
unnar skili henni til sama staðar
og hún var á, eða til lögreglunnar
í Hafnarfirði.
Þeir, sem lesa þessa tilkynningu,
eru beðnir að veita aðstoð sína til
að hafa uppi á kápunni.
Búnaðurþingi
slitið
Búnaðarþingi var slitið miðviku
dag sl. Afgreidd voru 36 mál þá
26 daga, sem þingið starfaði, en
eitt mál náði ekki afgreiðslu og
eitt var dregið til baka.
1 stjórn Búnaðarfélags íslands
voru endurkjörnir Þorsteinn Sig-
urðsson bóndi á Vatnsleysu, for-
maður, Pétur Ottesen og Gunnar
Þórðarson, en í varastjórn Einar
Ólafsson, Ásgeir Bjarnason og
Kristján Karlsson.
Myndin sem hér birtist sýnir
líkan að hóteli og heilsuhæli f
Hveragerði, sem Gísli Sigur-
bjömsson forstjóri hefur Iátið
gera. En Gísli segir, að aðstaða
til að reka slíkt heilsuhæli sé
mjög góð í Hveragerði. Teikn-
ingu og módel af húsinu hefur
Guðmundur Samúelsson arki-
tekt gert. Guðmundur er frá
Akranesi og hefur stundað nám
i húsagerðarlist í Þýzkalandi og
starfar nú að afloknu prófi við
háskólann .f Hannover.
Hefur Guðmundur að undan-
förnu ferðast um í Þýzkalandi
og kynnt sér rekstur og fyrir-
komulag slíkra heilsuhælisbygg-
inga og byggir teikningu sína á
þeim rannsóknum. Er það ætl-
unin að hótelið geti tekið 100
dvalargesti. í aðalbyggingunni
eru setustofur og salir og vist-
herbergi. í lágu útbyggingunni
til vinstri út úr aðalbygging-
unni er borðsalur. í lágu fer-
köntuðu byggingunni hægra
megin eru lækningastofur og
böð og sundlaug þar fyrir utan.
í löngu álmunum fyrir framan
eru vistherbergi.
Öllu yrði fyrirkomið þarna
eins og bezt gerist í baðstöðum
á meginlandi Evrópu og telur
Gísli víst, að fjöldi fólks bæði
innlendra og erlendra myndiB
leita sér heilsubótar í Hvera-|
gerði, þegar byggingin væri uppj^
komin. Henni hefur þegar verið|
ætlað land skammt frá Reykj-|
um efst í Hveragerðiskauptúni. I
Enn er þó óákveðið hvenærí!
bygging þessi rís. Það er að |
Framh. á bls. 5
ijSPwwwj
tnn~í rr-m-T”~-*r~-r',7n -m -rrr m w-4
T't r;?< N;';í
'
’tmtmmwimmÍMlf..~ .. .. íif*"tfTi xæ.
Smyglvörur að vermætí yfír
há/fa millj. kr. upptækar
í nóvembermánuði 1960 hófst
rannsókn f mjög flóknu og um-
fangsmiklu smyglmáli hér f
Reykjavfk og fyrst nú fyrir nokkr-
um dögum var kveðinn upp dóm-
ur f þvf í sakadómi Reykjavíkur.
Alls voru lögð fram 70—80 mál-
skjöl áður en dómur féll, og dóm-
urinn sjálfur er 43 vélritaðar
foliosfður. Það var Gunnlaugur
Briem sakadómari sem kvað dóm-
inn upp. Þrír menn voru ákærðir
í máli þessu. Einn þeirra var sýkn-
aður með öiiu, annar dæmdur f 80
þús. kr. sekt fyrir tolllagabrot, en
vörur gerðar upptækar hjá þriðja
aðila, að verðmæti rúmlega hálfri
milljón króna.
Samkvæmt upplýsingum frá
sakadómara, Gunnlaugl Briem, eru
málsatvik á þessa leið:
Við uppskipun úr M.s. Lagar-
fossi, sem kom til Reykjavíkur frá
New York þann 3. nóvember 1960,
fundu tveir tollverðir fjóra tré-
kassa, alla nokkuð stóra, en tvo
þeirra þó stærri, í lest skipsins.
Vakti það strax grunsemd toll-
þjónanna að þeir voru merktir með
svartkrít, enda næsta óvenjulegt
þegar um vörusendingar er að
ræða. Þeir voru merktir tveim upp-
hafsstöfum og síðan Reykjavfk,
Iceland, ásamt númerum á tveim
beirra o. fl. 1 öðru lagi þótti toll-
vnróunum kassarnir grunsamlegir
sem merki það, sem á köss-
unum var (þ. e. þessir tveir upp-
hacsstafir), var ekki til yfir neina
vií-usendingu samkvæmt farm-
skránni, Hins vegar var á farm-
skrá skipsins vörusending til á-
kveðins kaupsýslumanns í Reykja-
vík, sem kassar þessir gátu átt
við. Þó voru þar aðeins tilgreindir
tveir kassar — í stað fjögurra —
og væru 500 ensk pund á þyngd.
Tilgreint var ennfremur við vöru-
sendingu þessa að hún væri merkt
með upphafsstaf móttakanda og
föðurnafni.
Kassarnir voru allir fluttir upp í
tollbúð, þar sem innihald þeirra
var skoðað oð reyndist mestmegn-
is vera tilbúinn barnafatnaður.
Aðalvarningurinn, sem var í báð-
um stóru kössunum, var að fob-
verði 3569 dollarar, samkvæmt yf-
irmati er síðar fór fram. Varning-
urinn í tveim minni kössunum var
að verðmæti metinn á 533.08 doll-
ara. í íslenzkum peningum nam
fob-verð alls varningsins — sam-
kvæmt yfirmati og samkvæmt því
gengi sem var hér fyrri hluta árs
1961 — samtals kr. 156.289.29.
Kostnaðarverð varningsins var
metið á kr 439.061.48, heildsölu-
verð kr. 478.583.48 og smásölu-
verð að meðtöldum söluskatti kr.
616.175.35.
Brúttóvigt stóru kassanna nam
1058 enskum pundum, og litlu
kassanna 4915 pundum eða sam-
tals 1549.5 enskum pundum. Rúm-
mál stóru kassanna tveggja — en
farmgjald er oftast reiknað eftir
rúmmáli þegar um vefnaðarvöru er
a ðræða — nam 90.3 rúmfetum, en
minni kassanna 66.58 rúmfetum.
Eftir að rannsókn málsins hófst
barst dómaranum í hendur afrit af
farmskírteininu, þar sem kassarn-
ir í sendingunni voru taldir 93.4
rúmfet. Um þetta atriði var þó
ekkert getið á farmskrá skipsins,
sem tollgæzlan fékk í hendur við
komu þess hingað til Reykjavíkur.
í kössunum fundust gögn, sem
bentu til þess að ákveðið fyrirtæki
í New York væri sendandi kass-
anna, enda var það tilgreint á
farmskrá sem sendandi vörunnar.
Hins vegar hafði verið reynt að
Framhald á bls. 2
Hrólfi boð-
in stuðun
í gærkvöldi komu þeir full-
trúar sem niynda meiri hluta
bæjarstjómar á Seyðisfirði sam
an til fundar, en það eru tveir
Vinstrimenn, Framsóknarfull-
trúi, kommúnisti og Alþýðu-
flokksmaðurinn Gunnþór Bjöms
son.
Samþykktu fimmmenningarnir
á þessum fundi endanlega að
bjóða Hrólfi Ingólfssyni frá
Vestmannaeyjum að taka að sér
bæjarstjórastarfið. Er þá eftir
að vita, hverju Hrólfur svarar
endanlega, en hann hefur látið
líklega. Seyðisfjörður hefur nú
verið bæjarstjóralaus næstum
eitt ár.
Af þessu má sjá, að nokkurs
misskilnings gætir f frétt Morg-
unblaðsins í morgun, þar sem
því er haldið fram að enn hafi
ekki verið samið um bæjar-
stjóra á Seyðisfirði.
Harðar deilur ú Seyðis-
fírði um bæjarstjóraefni
Fyrir nokkru skýrði
Vísir frá því að sam-
komulag hefði tekizt hjá
meirihluta í bæjarstjórn
á Seyðisfirði um að ráða
Hrólf Ingólfsson frá
Vestmannaeyjum bæj-
arstjóra. Frétt þessi var
höfð eftir öruggum heim
ildum m. a. frá þeim full-
trúa Alþýðuflokksins,
sem ákveðið hafði að
styðja Hrólf og var þá
samkomulag orðið um
þetta, aðeins eftir að
samþykkja það form-
lega.
A fundi, sem haldinn var í
Alþýðuflokksfélaginu á Seyðis-
firði fyrir nokkru var aðalum-
ræðuefnið, hvort veita bæri
þessu bæjarstjóraefni vinstri
manna stuðning. Greiddu allir
þar atkvæði á móti þvf nema
Gunnþór Björnsson. annar bæj-
arfulltrúi flokksins.
Nokkru síðar var þaö almælt
og staðfest af samtölum við bæj
arfulltrúa, að fullt samkomulag
hefði tekizt um meirihluta að
baki Hrólfs. Hann hafði þá
stuðning fimm fulltrúa af níu,
en þeir voru þessir: Af svoköll-
uðum vinstri mönnum: Kjartan
Ólafsson og Emil Emilsson,
Framsóknarfulltrúinn Jón Þor-
steinsson, kommúnistinn Steinn
Stefánsson og Alþýðuflokks-
maðurinn Gunnþór Björnsson.
Fréttin í Vísi um etta bæj-
arstjóraefni vinstri manna vakti
rnikla athygli austur á Seyðis-
firði og hefur verið mikið um
væringar þar einkum í Alþýðu-
flokknum vegna stuðnings Gunn
Framh. á bls. 5