Vísir - 18.03.1963, Síða 16
Fáklætt ungharn
fannst á götunni
Klukkan rúmlegá hálftíu í gær-
kveldi fannst ungt barn á náttföt-
unum úti á götu á Bergstaðastræti.
Lögreglunni var gert aðvart
um þetta og komst hún fljótlega á
snoðir um hvar barnið átti heima.
Þegar hún kom inn í íbúðina var
enginn fullorðinn þar fyrir, en
þrjú börn á aldrinum 1—4 ára
höfðu verið skilin ein eftir og al-
gerlega gæzlulaus. Eitt barnanna
hafði komizt út á náttklæðunum
og það var það sem fannst á göt-
unni.
Einn lögreglumanna var látinn
gæta barnanna unz móðirin kom
heim hálfri klukkustundu eftir að
barnið fannst.
Barnaverndarnefnd hefur verið
gefir skýrc)- i>- málr
NÝ FLUCVÉL
1 kvöld bætist flugvél í íslenzka
flugflotann. Þá er væntanleg hing-
að til lands tveggja hreyfla flug-
vél, sem flugfélagið Flugsýn hefur
keypt. Er það fjögra farþega vél
af tegundinni Piper Apache.
Tveir íslenzkir flugmenn eru nú
á leiðinni heim með hana, þeir
Stefán Magnússon óg Þórður Úlf-
arsson. Eru þeir óragir við að
fljúga henni frá Ameríku, þó lítil
sé, þar sem flugþol hennar er
meira en nægilegt. Annars hafa
þeir hreppt slæmt veður.
Þeir lögðu af stað frá Nevv York
á laugardaginn og ætluðu þá að
fljúga viðkomulaust til Gander, en
veðrið var svo vont, norðanrok,
að þeir neyddust til að lenda á
flugvellinum við Sydney á Nova
Scotia. Á sunnudaginn flugu þeir
svo frá Sydney til Gander og var
enn á norðanrok. Síðan lögðu þeir
af stað frá Gander kl. 2,30 í nótt
og voru væntanlegir til Nars-
arssuak á Suður-Grænlandi um
kl. 10 i morgun. Þar munu þeir
aðeins tefja skammt en koma til
Reykjavíkur í kvöld,
Það er ætlun Flugsýnar, að nota
flugvél þessa bæði til kennslu og
leiguflugs. I fyrra annaðist flug-
félag þetta m. a. leiguflug til
Vestfjarða en þá kom sér illa að
ein flugvél þess brann á flugvell-
inum á Gjögri og á þessi nýja
vél sem er mjög hentug, að koma
í staðinn fyrir hana.
VÍSIR
Mánudagur' 18. marz 1963.
f
Louis til Isiunds
Frægasti jazzleikari vorra tíma,
Louis Armstrong, er væntanlegur
til íslands. Louis er nú sem stend-
ur á ferðalagi um Ástralíu, Nýja
Sjáland, Kóreu og Japan en að því
loknu fer hann til Bandaríkjanna,
þar sem ákvörðun verður tekin um
væntanlega Evrópuferð á þessu
ári. Er í ráði að hann komi m. a.
til íslands og verður það á vegum
Péturs Péturssonar en að því er
Pétur tjáði Visi £ morgun er ekki
ennþá ákveðið hvenær það verður.
Sumar-
tízkan
í Lído
Hér kemur Bryndís Schram f
fisléttum sumarkjól úr hvítu
silki með rauðum rósum. í
hendi hefur hún fallegan strá-
hatt. En Bryndís á ekki þennan
fallega kjól, hún er aðeins að
sýna hann — myndin er nefni-
lega tekin á tízkusýningu Kven-
stúdentafélags íslands í Lido í
gær. Fimm kvenstúdentar sýndu
þar vor-, sumar- og kvöldtízk-
una frá verzluninni „Hjá Báru“
í Reykjavík. Kvenstúdentafélag-
ið hefur gengizt fyrir slíkum
sýningum áður og hafa þær,náð
svo miklum vinsældum, að er
forsala aðgöngumiða að kaffi-
sölunni og tízkusýningunni hófst
á Iaugardag, voru allir aðgöngu-
miðarnir rifnir út á hálftíma.
Og ef dæma má af andlitum
áhorfenda,
BÍLLINN FLAUG
Samningafrestur framlengd-
ttr að nýja tíl 1. apríl
I gærdag var bifreið ekið út af
Suðurlandsbraut móts við Lækj-
arhvamm en þar lenti bifreiðin
30—40 metra út af veginum og
sumt af þeirri leið fór hún í loft-
köstum, að því er lögreglan tjáði
Vísi.
Atvik þetta skeði með þeim
hætti að bifreiðin R 3212 s'em var
á Ieið austur Suðurlandsbraut, ætl-
aði að taka fram úr annarri bif-
reið, en sú bifreið beygði inn á
...................:..........■ '■
götu til hægri, Til þess að forðast
lifshættulegan árekstur tók öku-
maður á R 3212 þann kostinn að
sveigja bifreið sinni út af veginum
og stöðvaðist hún ekki fyrr en hún
var komin 30—40 metra spöl út
fyrir hann. Slys á mönnum urðu
ekki og bifreiðin sjálf skemmdist
furðu lítið miðað við aðstæður. Þó
lenti hurð bifreiðarinnar vinstra
megin á steini og skemmdist illa.
(Ljósm. Vísis B. G.)
Frestur til samninga um
kaup og kjör opinberra starfs-
manna hefur aftur verið fram--
lengdur um hálfan mánuð, eða
til 1. apríl n. k. Kjararáð BSRB
og samninganefnd ríkisstjórnar
innar hafa verið á stöðugum
sampingafundum undanfarið, en
samningaviðræðum þeim stýrir
Torfi Hjartarson, sáttasemjari
ríkisins. Nefndirnar voru á
fundum á laugardaginn og I
gær, og enn verður fundur
haldinn £ kvöld.
Upphaflega var gert ráð fyrir
að launamál opinberra starfs-
manna færu til kjaradóms 1.
marz, hefðu samningar ekki
tekizt fyrir þann tíma. En
samningafrestur var þá tekinn
til 15. marz og nú aftur til 1.
april. Enn er haldíð áfram að
raða fólki niðúr í launaflokka,
en gera má ráð fyrir að kjara-
dómur fjalli um endanlegar nið-
urstöður launamála hins opin-
bera og taki til starfa 1. apríl,
ef samningafrestur verður ekki
framlengdur I þriðja sinn. Nið-
urstöður kjaradóms eiga að
gilda frá 1. júlí n. k., en þar
með er ekki sagt að þær þurfi
að liggja fyrir hinn 1. júlí.
í kjaradómi eiga sæti fimm
fulltrúar, þrír tilnefndir af
Hæstarétti, Sveinbjörn Jónsson,
formaður, Bénedikt Sigurjóns-
son varaformaður og Svavar
Pálsson. Ennfremur Eyjólfur
Jónsson frá BSRB og dr. Jó-
hannes Nordal tilnefndur af
ríkisstjórninni.