Vísir - 19.03.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 19.03.1963, Blaðsíða 1
 1111 WflÉk iii •. 1 : iiíÍiÍÍÍ máám . iiiii m mtg£ t •• var tekin í morgun af íbúðablokk, sem íslenzkir aðalverktakar hafa reist við Kapláskjólsvég, og hún einnig framkvæmdir víð aðra blokk, sem sama félag er að byrja á. Gert er ráð fyrir að Reykja- VISIR 53. árg. — Þriðjudagur 19. marz 1963. — 64. tbl. FLUGMENNIRNIR TVEIR SEM SAKNAÐ ER islenzku flugmennirnir tveir sem nú er leitað að á hafinu milli Nýfundnalands og Græn- lands hafa báðir starfað sem Piper Apache flugvél, af sömu gerð og týndist. flugmenn hjá Loftleiðum og báðir verið í áliti sem góðir flugmenn. Stefán Magnússon er 37 ára og er einn af elztu og, reynd- ustu flugmönnum félagsins, hóf starf þar í ársbyrjun 1947. Hann er sonur Magnúsar Stefánsson- ar, og hafa þeir feðgar ásamt fleirum rekið flugfélagið Flug- sýn. Hinn flugmaðurinn, sem saknað er, Þórður Úlfarsson, er yngri maður, aðeins 23 ára. Hann er sonur Úlfars Þórðar- sonar augnlæknis. Flugvélin, sem þeir voru að koma með heim, var fjögurra farþega vél af gerðinni Piper Apache. Hafði Flugsýn keypt hana til að annast kennslu og leiguflug, en í fyrrasumar ann- aðist félagið viðtækt ieiguflug, einkum til Vestfjarða. En þá vildi það óhapp til, að ein flug- vél félagsins af Norseman-gerð eyðilagðist í bruna á flugvellin- um á Gjögri Og önnur flugvél af Stinson-gerð skemmdist svo mjög, er bifreið ók á hana á Keflavíkurflugvelli, að ekki hef- ur enn tekizt að gera við hana. Átti nýja flugvélin að bæta úr vaxandi flutningaþörf og virtust verkefnin mikii með sumrinu. Stefán Magnússon ÁRANGURSLAUS LEIT AÐ FLUGVÉtmm Sennilegast er talið að ísing hafi grandað Piper Apache flugvélinni TF- AID, sem var á leið til islands, undir stjórn Stefáns Magnússonar, flugstjóra, og aðstoðar- flugmannsins, Þórðar Úlfarssonar. Hefur víð- tæk leit reynzt árangurs laus fram að þessu. Um fimm klukkustundum eft ir að þeir félagar lögðu upp frá Gander heyrði loftskeytastöð á Lake Eon, langt inni í. Labrador skaga, til flugmanna, sem sendu út neyðarköll á neyðarbylgjum. Sögðust flugmennirnir verða að nauðlenda þar sem vélarafl færi dvínandi. Veðurskipið Bravo var statt um 27 sjómílur frá staðn- um (ekki 35 sjómílur, eins og sagt hefur verið í fréttuín), sem flugmennirnir gáfu upp, og hélt skipið þegar á vettvang, var komið þangað rúmum tveim klukkustundum síðar, en fann ekkert. Þegar var skipulögð leit frá stjórnstöðvum í Torþay á Nýfundnalandi, en skipstjórinn á Bravo tók að sér leitarstjórn á svæðinu, sem var 120 sjó- mílna hringur út frá áætluðum slysstað. Nokkrar flugvélar fóru frá Nýfundnalandi, en nærstödd skip voru beðin að taka þátt í leitinni. Hún hefur hingað til engan árangur borið, og hafa menn gefið upp alla von um nokkurn árangur, en leitinni verður þó haldið áfram í allan dag og kannski lengur. Allt, sem í mannlegu valdi stendur, er gert í leitarskyni. I stuttu máli er þetta vitað um ferðir vélarinnar: Eftir að Stefán Magnússon, fl'ugstjóri, hafði athugað veðurfréttir og kannað fiugskilyrði óskaði hann eftir leyfi til að mega fljúga til Goose Bay á Ný- fundnalandi í stað þess að lenda á Ganderflugvellinum, en frá Goose Bay er styttri flug- leið yfir hafið til Narssarssuaq, en þaðan átti svo að fljúga beint til Reykjavíkur. Stefáni var neitað um leyfið, þar sem flugvöllurinn í Goose Bay er ekki opnaður nema veðnr hamli lendingum í Gander. Var þá ekki um annað að ræða en að fljúga þangað. En vegna veðurs varð að Ienda vélinni á Sidney-flugvellinum á Cape Breton Island, á Nýfundna- landi, 278 sjómílur suðvestan við Gander. Þaðan lá svo leiðin til Gander. Frá Gander lögðu þeir félag- ar upp klukkan 02.33 I gær- Þórður Úlfarsson nótt, eftir að hafa gert nauð- synlegar athuganir á vélinni og tækjum hennar og kannað flug- skilyrði gaumgæfilega. Áætlað var að fljúga með 125 sjómílna hraða á klukkustund. Fimm Framh. á bls. 5 Reykjavíkurborg leysir bragga vanda- málib meb stórátaki/ byggingamálum Snjór á Snæ- fellsnesi Stykkishólmi í morgun. Veður versnaði á norðanverðu Snæfellsnesi um helgina og á sunnudagsmorgun snjóaði talsvert svo alhvítt varð milli fjalls og fjöru. Jörð var þar enn í morgun al- hvít og í nótt var frost en hlýrra aftur á móti og batnandi veður í morgun. /Vegir eru yfirleitt góðir og fært tím allt Snæfellsnes. Skógastrand- arvegur var um skeið þungfær og erfiður yfirferðar, en hefur þornað og umferð um hann auðveldari orðin. Á tímabili var flugvöllurinn hjá Stykkishóimi ófær sökum aur- bleytu, en nú hefur hann þornað upp og er orðinn góður til lendiíig- ar. Borgarráð Reykjavíkur sam- þykkti á síðasta fundi sínum að gera stórfellt átak f bygginga- málum í því skyni fyrst og fremst að útrýma herskálaibúðum og öðru heilsuspillandi húsnæði í borginni og til endumýjunar á leiguhúsnieði borgarinnar. Gert er ráð fyrir, samkvæmt þessari samþykkt, að borgin byggi sam- tals 168 íbiiðir á þremur stöð- um og eigi sjálf og leigi út a. m. k. 117 þessara ibúða, en Ieigu- húsnæði hefir Reykjavikurborg ekki reist síðan Skúlagötuhúsin Þ s: víkurborg neyti forkaupsréttar að 48 íbúðum þama og leigi a. m. k. helming þeirra út. voru byggð. í bröggum, eða her- skálum, eru nú taidar 143 íbúðir og eru allmargar þeirra eins manns íbúðir. Það átak, sem nú er fyrirhugað, á að nægja til þess að leysa i eitt skipti fyrir öll braggavandamálið, búa a. m. k. öllum barnafjölskyldum, sem þar eru nú, framtíðarhúsnæði. Bragg- arnir verða rifnir jafnóðum og úr þeim verður flutt, eins og venjan hefir verið undanfarin ár. Auk þeirra 168 íbúða, sem borg- in ætlar að reisa og leigja út, eða selja eiristaklingum, sam- þykkti borgarráð, að heimilað verði að lána til einstaklinga, er búa í heilsuspillandi húsnæði, 60 —100 þúsund krónur á ibúð úr Byggingarsjóði Reykjavikur- borgar, svo að þessir einstakling- ar geti lokið við íbúöarhúsnæði, sem þeir kunna að eiga í smíð- um, eða fest kaup á íbúðum. Lán þessi verða til 10—15 ára. Þær 168 íbúðir, sem bærinn Framhald á bls. 5 i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.